Þjóðviljinn - 13.11.1955, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunmidagur 13. nóvember 1955
HiðeviuiNN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alþýðn
— Sósíalistaflokliurinn —
Níðingsleg svik
„Nú er ástandið í húsníeðis-
málum þjóðarinnar þannig:
N okkur þúsund |íbúða earu í
smiðum og þjóðin liefur ekkert
fjármagn tii að fullgera þess-
ar íbúðir. Hundruð og jafnvel
þúsundir manna hafa fest allt
sitt handbæra fé í hálfbyggð-
um húsum, og náð í góðri trú
lausum aurum vina og vanda-
manna, og þrátt fyrir góðan
viija og mikinn dugnað þeirra
sjálfi-a og aðstoð þjóðfélagsins
eftir því sem þjóðarhagur leyf-
ir- þá sitja þeir fastir. Geta
ekki gert hús sín íbúðarhæf.
— Hið marglofaða byggingar-
frclsi hefur fest tugmilljónir
krána án nokkurs gagns fyrir
þjóðfélagið en til sálarangurs
fyrir fjölda manns sem liafa trú-
að faisspámönnunum“.
Þessa lýsingu á stjórnarstefn-
unni og afleiðingum hennar í
• húsbyggingannáium er að finna
— í Tímanum í gær, málgagni
fjármála- og félagsmálaráð-
herra. Og höfundur lýsingarinn-
ar er — Hannes Pálsson frá
Urdirfelli, annar af helminga-
sk i ptamönnum stj órnarflokkanna
í húsnæðismálastjórninni.
Falsspámennirnir sem Hannes
talar um eru leiðtogar stjórnar-
flckkanna og málgögn þeirra.
Ailan aprílmánuð í vor hrópuðu
þeir fagnandi hin háværustu loí-
orð um stórframkvæmdir í hús-
næðismálum: hver fjölskylda átti
að fá að eignast sína íbúð'. þ>eir
lofuðu því hátíðleHa að þeir
skyldu tryggja húsbyggjendum
100 milljónir króna á ári í láns-
fé, á annað þúsund manns áttu
að geta fengið 75.000 kr. að með-
alt^li á íbúð.
þ>að var ekki að undra þótt
þessi loforð hefðu áhrif, allir
se n vettlingi gátu valdið tóku til
óspilltra málanna, þúsundir
manna festu allt handbært fé
sitt. Þegar umsóknarfrestur um
hi 1 margrómuðu lán stjórnar-
flokkanna var útrunninn bárust
h'. orki meira né minna en 2.700
umsóknir um lán, og bak við
þa r umsóknir eru a.m.k. 10.000
m: nns, miðað við fjölskyldur.
En þegar að skuldadögunum
kom sannaðist það að loforð
stjórnarflokkanna voru svik, ein-
liver lítilmótlegustu svik sem
um getur í allri stjórnmála-
sögu íslendinga. Ríkisstjórnin
hafði svikist um að afla láns-
fjárins sem hún gumaði mest af
i sumar; tilkynnt hefur verið
að upphæðin verði aðeins þriðj-
ungur af því sem lofað var og
trúlega verður hún minni. Og nú
hefur húsnæðismálastjómin til-
kynnt að enginn maður skuli fá
eyrislán nema hann hafi gert
hús sitt fokhelt áður, þvert of-
an í fyrri fyrirheit.
Þjóðviljinn endurtekur: þetta
eru einhver herfilegustu svik
sem um getur í allri þjóðarsög-
unni. Ef einstaklingar leyfðu sér
slika hegðun yrðu þeir clæmd-
ir í þungar refsingar fyrir. Það
er þjóðarinnar að kveða upp
engu óvægari dóm yfir þeim
stjórnmálamönnum sem leyfa sér
að hafa neyð þúsunda manna að
leiksoppi.
Menningarheildsalan hi.
Kvöld nokkurt í vor var
knúið dyra hjá einum af pró-
fessorum háskólans. Fræði-
maðurinn gekk fram frá
skriftum sínum, og úti íyrir
stóð ungur maður, kvaðst
heita Eyjólfur Konráð Jóns-
son og eiga dálítið vantalað
við prófessorinn. Þegar inn
í vinnustofuna kom mátti
sjá þar á skrifborðinu mik-
inn handritahlaða, og tendr-
aðist þá í augum unga
mannsins áfergjulegur
glampi líkt og þegar lang-
þyrstur drykkjumaður sér
glytta í vatn lífsins. Og eftir
stuttar kurteisisviðræður hóf
komumaður máls á því hvort
prófessorinn ætti ekki ein-
hver handrit sem hann vildi
selja til útgáfu, en séi-stak-
lega tók hann það fram og
lagði á það mikla áherzlu að
verðið væri algert aukaatriði
fyrir kaupandann. Þegar
prófessorinn kvaðst því mið-
ur ekki ha"a nein handrit
tilbúin til útgáfu, tók komu-
maður enn til máls og sagð-
ist ekki síður reiðubúinn til
að kaupa hálfsamin handrit
og eins handrit sem pró ess-
orinn kynni að vilja semja
einhvern tíma síðar og greiða
allt út í hönd. Gerðist þá
prófessorinn forvitinn og
vildi fá að vita hverjir væru
simna áfjáðir í handrit, sam-
in jafnt sem ósamin, en
komumaður sagði að það
væri algert leyndarmál; hann
væri eiðsvarinn. Eftir þetta
er það skemmst af viðræð-
unum að segja að prófessor-
inn hafnaði öllum samning-
um; Eyjólfur Konráð Jóns-
son stóð upp, leit með sakn-
aðarsvip á handritahlaðann
og hvarf út í kvöldhúmið,
þunglyndislegur að sjá aftan
fyrir. En prófessorinn sat
lengi kvölds og hugleiddi
þetta dularfulla fyrirbæri.
Það var á síðastliðnum vetri
að nokkrir heildsalar, her-
mangarar, forstjórar og fjár-
málamenn litu upp frá störf-
um sínum og sáu að þau
voru harla góð. Fésýslan var
í föstum skorðum, tryggð
höfðu verið helmingaskipti á
flestum sviðum og nú þurftu
dugmiklir atliafnamenn að
verða sér úti um ný verk-
efni. Brátt komu þeir auga
á að þeir höfðu afrækt
menninguna í önnum sínum,
þar virtust þjóðhættulegir
menn hafa næsta mikið
sjálfdæmi og helmingaskipti
þekktust ekki. Og ekki var
verkefnið fyrr fundið en
gripið var til óspilltra mál-
anna. Valin var nefnd þeirra
manna sem kunnastir voru
að menningarást og skiln-
ingi á fögrum listum, Sigfús
í Heklu, Þorbjöm í Borg og
Geir Hallgrímsson, og þeir
stofnuðu umsvifalaust hluta-
félag stallbræðra sinna, létu
prenta skrautrituð hlutabréf
með áföstum arðmiðum,
keyptu hús fyrir hálfa aðra
milljón króna í Tjarnargötu
16, pöntuðu sér bókaskápa,
létu skrásetja hlutafélagið
og löggilda ást sína á menn-
ingunni og réðu að lokum
sem framkvæmdastjóra ung-
an og vaskan Heimdelling,
Eyjólf Konráð Jónsson. Allt
gekk þetta bæði. fljótt og
vel, því þarna voru þeir að
verki sem bezt kunna að
stofna hlutafélög.
Þegar allt var komið í kring
hélt Almenna bókafélagið
fyrsta fund sinn í hinum
nýju liúsakynnum, og þar
vom fluttar miklar ræður
um hlutafélagið og menning-
una og arðmiðana. En þegar
gleðin stóð sem hæst yfir
unnum sigri, heyrðist allt í
einu hjáróma rödd spyrja
hvaða bækur félagið ætlaði
að gefa út, hvaða menningu
það ætlaði að efla. Og þögn-
in sem nú tók við var engu
grynnri en sú sem um getur
í sögunni af nýju íötunum
keisarans, er bamið hafði
orðað athugasemd sína.
,Unz einn í hópnum heyrðist
fara með vísu úr landsfrægu
kvæði eftir þjóðskáld Al-
menna bókafélagsins, Þor-
stein Ó. Thorarensen:
Því hlassið er þungt, — því
hæfir ei að viija
sig hefja upp til flugs sem lítið
ský,
því fylgir engin fegurð, —
aðeins
fall með feikna gný.
Og eftir situr hlass á eigin
rassi
enn á ný.
Og nú breyttist sigurfundur-
inn í gagnkvæmar ásakanir
og harðvítugar deilur. Menn
töluðu um fjársvik og sögðu
að þetta væri sama og að
stofna heildsölu sem engin
umboð hefði og engar vömr
til að selja eða hermangara-
félag án hernáms. Varð
fundurinn senn líkastur því
sem frá er greint á öðrum
stað í kvæði þjóðskáldsins:
Svo skokka þeir dlgrir og
dragnast í þvögu,
darka og velta í glefsandi þaus,
flatfótar, brunkviðir, belgsignir
drussar,
beljakalegir með fáráðan haus.
En berserkur einn út úr
pústrunum paufast
prompar með tign — og sezt
á sinn daus.
Berserkurinn sem paufaðist
út úr pústmnum og svo fram
vegis var Eyjólfur Konráð
Jónsson og var sagt frá er- S
indi hans og erindisloknm í f
uþphafi þessa máls.
Þegar framkvæmdastjóri Al-
menna bókafélagsins kom
aftur hafði öldurnar lægt og
fundarmenn liöfðu gert sér
grein fyrir því að það var
fleira hægt að gera en að
héíja sig „til flugs sem lítið
ský“. Þeir höfðu komið auga
á þau augljósu sannindi að
verkefni hlutafélags er að
komast yfir eignir annarra,
og var nú tekið til óspilltra
málanna. Urðu að sjálfsögðu
fyrst fyrir eignir ríkisins, og
svo vel vildi til að bókaút-
gáfa ríkisins átti handrit að
íslandssögu eftir Jón Jóhann-
esson prófessor. Almenna
bókafélagið yfirtók þiað vöru-
partý, eins og hluthafarnir
komust að orði, með dyggi-
legri aðstoð menntamálaráð-
herra, háskólarektors, for-
manns menntamálaráðs og Jí
útvarpsstjóra. Hins vegar
var talið ástæðulaust að tala
við höfundinn sjálfan; engri Jj
heildsölu myndi detta í hug J*
að tala við bændur þótt yf- jl
irtekið væri kjötpartý hjá
Þorbirni í Borg. Því næst
hremmdi félagið myndabók
frá ísiandi hjá Ferðaskrif-
stofu ríkisins án þess að
ræða við höfund og síðan
kom röðin á sama hátt að
öðrum forlögum, þar til
handritin voru orðin nægi-
lega mörg og menningar-
heildsalan h.f. gat að lokum
tekið til starfa með nægum
vörubirgðum.
Nú loks var aflétt leynd
þeirri sem vakið hafði mesta
furðu prófessorsins í vor;
og þjóðin hefur fengið að
vita í ávarpi sem sent hefur
verið heim til hvers manns
í landinu að stofnað hafi
verið hlutafélag til að „efla
menningarþroska hennar og
sjálfsvirðingu", „að ham-
ingja þjóðarinnar sé undir
því komin“ og „örlög henn-
ar um langa framtíð“ að fé-
laginu vegni sem bezt og að
það geti „átt heillavænlegt
frumkvæði“ að ritun góðra
bóka liér eftir ekki síður
en hingað til. Er ekki að
efa að ákall þetta fær góðar
undirtektir, svo að heildsal-
ar, hermangarar, forstjórar
og fjáimálamenn geti senn
tekið til við að klippa arð-
miðana af gullbryddum
hlutabréfum sínum af fyllsta
menningarþroska og sjálfs-
virðingu. Og þarf þá menn-
ingin ekki lengur að skipa
óæðri sess en aðrir þættir
í þjóðlífii ís-
lendinga á
miðri 20. öld.
4
'TTJM6
&KÁKIN
Rltstj.: Guðmundur Anilaugsson
Reshevsky — Evans
New York 1955
★
1 Rgl-f 3 Rg8-f6
2 g2-g3 d7-d5
3 Bfl-g2 Bc8-f5
4 0-0 c7-c6
5 d2-dS e7-c6
6 Rbl-d2 Rb8-a6
Smisloff er höfundur þessa leiks,
en honum er beint gegn 7. Del
(til undirbúnings e4), en svartur
mundi þá svara með 7. -Rb4.
7 a2-a3
Tilneyddur, en nú kemst ridd-
arinn ekki lengur á sinn eðli-
legasta stað c5. Eftir 7. -Rc5 gæti
framhaldið orðið 8. b4 Ra4 9.
c4 Rc3 10. Del og hvítur stendur
vel að vígi.
7 — — Bf8-e7
8 b2-b4 0-0
9 Bcl-b2 h7-h6
10 Hfl-el Rf6-d7?
Með þessum ieik gefur svartur
hvitum of frjálsar hendur á mið-
borðinu. Betra var að leika Rc7
og láta svo a5 fylgja. Þá hefði
taflið staðið nokkuð jafnt.
11 e2-e4 Bf5-h7
12 c2-c4 d5xc4
Öruggara var Rc7, en hvítur
stendur þegar betur Qg hefði
leikið d4.
13 Rd2xc4! — —
Þetta er betra ©n að dre-pa með
peðinu. Riddarinn er nú á góð-
um ,stað og hvítur getur fljótlega
leikið d3-d4.
13 — — c6-c5
Þessi viðleitni til þess að stöðva
d3-d4 er ekki til bóta. Sennilega
var Rc7 enn bezt,
14 l>4-bf> KaC-c7
15 a3-a4 Be7-f6
16 d3-d4! c5xd4
17 Bb2xd4 Bf6xd4
18 Ddlxd4 b7-b6
Svartur tryggir sér c5 handa
riddaranum, en veikir c6.
19 Hel-dl Rd7-cö
20 J)dl-e3 l>dS-e7
21 Rf3-e5 Hf8-d8
22 Re5-c6 Hd8xdlt
23 Halxdl De7-f8
23. -Df,6 fylgir auðvitað e4-«5
24 De3-f4 Rc7-e8
Staða svarts er smám saman
að verða lítið björguleg.
25 a4-a5! — —
25 — — b6xa5
26 b5—b6! — —
Þessi framrás peðanna er ó~
venjuleg og skemmtileg.
26 — — a7xb6
27 Rc4xb6 g7-g5
Millileikur til þess lað rýmka
um kóng isinn og drottningu.
28 Df4-e5 Ha8-a6
28. -f6 kostar einnig skiptamun:
29. Db2 Ha6 30. Bfl
29 De5-b8! — —
Hvítur hótar nú bæði Bfl og
Hd8.
29 — — Bli7-g6
Ekki dugar heldur 29. -Bxe4 30.
Bxe4 Rxe4 31. Rd7!
30 Hdl-d8 Í7-Í6
31 Bg2-fl Ha6xb6
32 Db8xb6 Rc5xe4
33 DbOxað — —
Hvítur á nú að vísu aðeina
skiptamun gegn peði, en yfir-
burðir hans í stöðu eru svo mikl-
ir, að vinningurinn er auðveldur,
33 — — Re4-d6
34 Da5-a7 Bg6-f7
35 Hd8-b8 e6-e5
36 Da7-d7 Kg8-g7 |
37 Rc6-e7 Df8-h8
Framhald é 9 siöu.