Þjóðviljinn - 18.12.1955, Side 5

Þjóðviljinn - 18.12.1955, Side 5
Sunnudagur 18. desember 1955 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Coliath og Skoda spar neytnastir miðað við AthyglisverSar niSurstöSur afkeppni i Hanagd <og léðrablásfur sparneytni sem fór fram i Danmörku í akstursképpni sem fram fór nýlega í Danmörku voru verðlaun veitt eftir pví hve lítil benzínneyzla vagnanna var, og kom í Ijós að pýzki Goliath og tékkneski Skoda voru sparneytnastir pegar tillit vax tekið til punga bílanna sem pátt tóku í keppninni. Aksturskeppni þessi fór fram á vegum eins af olíu- félögunum í Danmörku og undir eftirliti Konunglega bif- reiðaeigendafélagsins. Ekið var eftir þjóðvegum við ýms skilyrði og var vegalengdin 1400 km. Bílunum var skipt í fjóra flokka eftir þyngd þeirra. Spameytnustu bílarnir í hverj- um flokki voru verðlaunaðir og einnig voru veitt sérstök verðlaun þeim bíl sém skaraði fram úr öllum hinum, þegar þungi þeirra var ekki tekinn með í reikninginn. Fíat 20,4 km á lítra. FyrÚL bilaeigendur skiptir mestu®máli að vita hvaða teguíid reyndist sparneytnust. Og þar skaraði smábíllinn Fiat 600 framúr, hann fór 20,4 km að meðaltali á hvem benzínlítra. Næstur í röðinni var Goliath, sem fór vega- lengdina á skemmstum tíma, með 19,4 km á lítra, þá Aust- in A 30 með 18,7 krn á lítra og síðan Morris Minor með 18,6 km á lítra. Sænski bíllinn Saab sem Stanclard vann í Golden Trial í áströlsku aksturskeppn- inni Golden Trial, sem er ein- hver sú harðasta sem um get- ur, urðu tveir vagnar af gerð- inni Standard 10 í efstu sæt- unum. Ekið var 1034 mílur eftir vegum og vegleysum og sýnir það bezt hve hörð keppnin var að aðeins 53 bílar af 129 komust alla leið. var sparneytnastur í sínum þyngdarflokki ók einnig 18,6 km á lítra, síðan kom Volks- wagen með sérstakri yfir- byggingu (Ghia, til að draga úr loftmótstöðu) með 18,5 km á lítra. 7. og 8. í röðinni voru tveir bílar af gerðinni Ren- ault 4 CV með 18,0 og 17,4 ,km á lítra. Síðan komu Volks- wagen-bílar með venjulegri yfirbyggingu og þrír Skoda- bílar ráku lestina með um 15 km á lítra. Goliath og Skoda sparneytn- astir miðað við þyngd. En þessi upptalning segir ekki alla söguna. Þegar þyngd bílanna er tekin með í reikn- inginn verður útkoman önnur og sérstaklega miklu hagstæð- ari fyrir Skoda. Þar verður Goliath efstur á blaði, en Skodavagnarnir þrír eru í 2., 3. og 4. sæti. Það er sérstaklega eftir- tektarvert að allir þeir þrír bílar af Skoda-gerð sem tóku þátt í lceppninni skyldu ná svo jafngóðum árangri. Það bendir til þess að hér sé ekki um neina tilviljun að ræða, ekki því að þakka að sérstak- lega hæfir menn hafi setið við stýrið, en það getur skipt höfuðmáli í aksturskeppni sem þessari. Allir ökumenn ættu að geta náð svo góðum ár- angri með Skoda. Ástæðan fyrir yfirburðum Goliaths. Hinn Goliaths sérstaka þess að annarra hugsunarefni, þar sem hann er sjálfsagt fyrst og fremst því að þakka að Goliath- hreyfillinn er nokkuð frá- brugðinn hreyflum annarra bíla. í honum er benzininu nefnilega spýtt inn í eldhólf- ið og blöndungnum sleppt. Hefur áður hér í þættinum verið sagt frá þeirri nýjung og kostum hennar. Vitað er að margir bílaframleiðendur hafa verið að hugsa um að taka hana upp og líklegt að reynslan af Goliath ýti á eftir því. Víða á meginlandinu berst lögreglan af mikilli þraut- seigju gegn umferðarhávað- anum. Margar fréttir hafa t. d. borizt af baráttu frönsku lögreglunnar, en þar var líka hávaðinn meiri en annars staðar. Lögreglustjórinn í París, Dubois, varð svo fræg- ur af viðureign sinni að hann var gerður að landstjóra í Marokkó. I Róm hefur lögreglan al- gerlega bannað bílstjórum að nota lúðurinn og það jafnvel þótt hætta sé á ferðum. Ef bílflautan er notuð kostar það sekt. Mörgum þykir þetta bann ósanngjarnt og hafa sumir þeirra gripið til ýmissa bragða til að sniðganga það. Það er ekki óalgengt að bíl- stjórar hafi með sér trompet og blási í hann þegar þeim þykir ástæða til. Slíkt er ekki bannað í lögreglusamþykkt- inni. Aðrir nota rafmagns- bjöllur og nýlega ók splúnku- nýr Alfa Romeo um götumar og galaði eins og hani! Lög- reglan hefur farið fram á að ný ákvæði verði sett í lög- reglusamþykktina. Dregið éffir örfáa daga um 2 bíla ÞaS kostar litiS að bjóða heppninni heim í glæsilegi árangur hlýtur líka að vekja athygli og ætti auk verða fraanleiðendum bifreiða nokkurt um- Miðinn kostar 10 krónur Annar billinn kostar 67.000.00 k? Gerið skil — Drcetti ekki frestað Bílahappdrætti Þjóðviljans ÓUPPLÝSTUR skrifar: „Kæri Bæjarpóstur! Bið þig fyrir litla orðsendingu! í kaupstað úti á landi, fyrir alllöngu síðan, var Ijósastaur skírður tignárheit- inu prófessorinn. Tilefni þess- arar nafngiftar eru mér ókunn. Um svipað leyti hlaut rithöf- undur á staðnum sömu nafnbót PrÓíeSSOIÍnn frá viðkomandi stjórnarvöld- um. í sambandi við þessa pró- fessora, rithöfundinn og Ijósa- staurinn, varð til gáta: IIverH er munurinn? Gátan var ráð- in á þessa leið: Annar er upp- lýstur. — Við íbúar þeirra svaéða hér í bæ, sem að flestu leyti eru vanrækt, m. a. hvað götulýsingu snertir, við eigum vel upplýstan prófessor fyrir borgarstjóra. Nú vildi ég beina þeim tilmælum til réttra aðilja, áð þeir sæmdu oklcur eins og einum ljósastaur í austanvert Breiðholtshverfi. Hér eru graf- ir djúpar og torfærur einna mestar á vegum manna. Það mundi verða okkar ánægja að gefa vel upplýstum ljósastaur - Rithöfundurinn og ljósastaur - Tilmæli til bæjaryfirvaldanna — Það vantar söngfólk tignarheitið prófessor, í þakk- lætis- og virðingarskyni við borgarstjórann okkar. Hátt- virtu ráðamenn og væntanlegu ljósgjafar! Ef ykkur, af ein- hverjum ástæðum, er illa við að setja upp ljósastaur okkar vegna, íbúanna, mætti minna á þá staðreynd að eigi sjaldan ganga ýmsar skepnur hér lausar og hlýtur að vera þeim til mikilla leiðinda.“ — Bæj- arpósturinn vonar að ráðamenn bæjarins taki sig á og setji upp Ijósastaura í Breiðholtshverf- inu, þó ekki væri nema vegna skepnanna. Annars er götu- lysingunni í úthverfum bæjar- ins vægast sagt mjög ábóta- vant, og torveldar það alla um- ferð um þau. Það er oft erfið- leikum bundið að finna rétta götu og rétt húsnúmer eru oft næsta ógreinileg. En í sam- bandi við prófessorsnafnbót ljósastaursins dettur Bæjar- póstinum í hug sagan um prestinn, sem spurði bílstjór- ann, hvers vegna staurarnir (vegvísarnir) meðfram vegun- um væru kallaðir prestar. — Það er af því að þeir vísa öðr- um rétta veginn, án þess að fara hann sjálfir, svaraði bíl- stjórinn. — En nú langar Bæj- arpóstinn til að segja fáein orð við sönghneigða alþýðu- fólkið. Söngfélag verklýðssam- takanna er að auglýsa eftir söngfólki, það vantar sem sé fleira fólk í kórinn. Þetta er dálítið ótrúlegt, og þegar söng- stjórinn sagði mér frá þessu, varð ég dálítið hissa. En hann sagði, að fólk hefði ekki tíma til að æfa söngskrá, mæta á æfingum tvö kvöld í viku eða svo. Það hélt ég að myndi aldrei koma fyrir, að fólk hefði ekki tíma til að syngja, og sannast að segja held ég, að fólk hafi tíma til alls, sem það á annað borð vill gera. Fólk hefur tíma til að fara í bíó, á dansleiki, á snakkráð- stefnu við kunningjana, o. s. frv. og hví skyldi það þá ekki hafa tíma til að taka þátt í þessari þjóðlegu menningar- starfsemi? Nei, þeir kæru saumakonur og afgreiðslu- dömur, — það vantar nokkrar raddir í sópraninn. Og þið á- gætu verksmiðjustúlkur og virðulegu húsmæður, — það vantar sömuleiðis nokkrar raddir í altinn. Mér finnst, að þið ættuð að gefa ykkur fram til þátttöku í ykkar eigin söng- félagi og syngja a. m. k. af hjartans lyst, hvað sem hinni listinni líður. Og vonandi láta karlmennirnir þá ekki sinn hlut eftir liggja með bassann og tenórinn. Og þið, sem voruð kannski með í fyrra eða hittið- fyrra, en gleymduð að mæta í vetur, ættuð að bæta úr því fyrir áramótin. Það eru mikil verkefni framundan hjá Söng- félagi verklýðssamtakanna, og Bæjarpósturinn skorar á söng- hneigt alþýðufólk að gefa sig sem fyrst fram við söngstjór- ann; hann hefur sima: 82246.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.