Þjóðviljinn - 18.12.1955, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 18.12.1955, Qupperneq 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 18. desember 1955 LítiSsháttar hugvekja og áskorun til landsamtaka kvenna Nú líður áð jólum. Hvar- vetna eru húsmæður önnum hlaðnar við jólaundirbúning. Þær forsjálustu hefjast handa að taka til í skúffum sínum og iokuðum hirzlum. í>á kennir oft ýmsra grasa, þegar tekið er upp úr þeirri skúffunni, sem tínt er í allt það sem til fellst og er á takmörkum þess, að vera nýti- legt og ekki nýtilegt. í annarri skúffunni getur fundizt eitt og annað, óslitið og vel útlítandi, sem tízku- tildrið hefur skipað að leggja til hliðar. Með línum þessum skora ég á stjórnir Kvenfélagasambands íslands og Kvenréttindafélags- ins að sameinast um það, að veita viðtöku slíkum munum frá bæjarbúum, sem þeir vilja af hendi láta. Vel getur verið að þeir finni hvöt hjá sér til að leggja fram eitt og annað, j til styrktár góðu málefni, eftir að ve'tra’rhjálpin hefúr látið sína safnendur fara um bæ- inn. Skólarnir eru nú í þann veg- inn að tæmast af nemendum og kennaraliði. Einhverjar stofur innan þeirra veggja' ætti að vera auðvelt að fá lánaðar endurgjaldslaust, til styrktar góðu málefni. Allstór hópur nemenda hefur of lítið starf með höndum þessa dagana fram að jólum. Þeir væru væntanlega fáanleg- ir til að vinna einhverja þá stundina, sem ella týndist í fánýtum skemmtunum eða iðjuleysi, aðstoða við móttöku munanna og styrkja þannig gott málefni. — Og skólabörnin teldu ekki eftir sér , sporin að skólunum, með pakka frá mömmu og pabba —- pakka, sem ætti að vera lóð á vogarskál góðs mál- efnis. Og konumar, innan hinna einstöku félaga myndu hugsa til þess með éftirVæntingu, að eft- ir jólin ætluðu þær að koma saman og hver fyrir sig að hafa heim með sér til snyrtingar og meiri og minni lagfæringar þá hluti, sem þannig væru út- lítandi, að stjórnir kvennasam- takanna þyrftu að senda þá út til félagsdeildanna. Konum- ar, fátækar sem ríkar, gleðjast yfir því, að starfa fyrir gott málefni. Einhverjar konur kynnu að geta lagt hönd að þessu verki fyrir jólin, aðrar mjög fljótlega eftir jól. Og þegar svo konurnar setja upp sölubúðir, þá leggja allir menn leið sína þangað, bókstaf- lega allir, sem vettlingi geta valdið og rólfærir eru, ýmist til þess að leggja peninga í lófa kvennanna og þiggja enga af- greiðslu í staðínn éða í og með til þess að fá með sanngjörnu verði nauðsynlega hluti, sem uppfylli brýnar lífsþarfir. Það mundi síður en svo særa alvizkuna og hinn full- komna kærleika, að verzlun sú sem hér um ræðir færi fram annan dag jóla, því að hér væri um að ræða þjónustu, sem í fyllsta máta væri sann- kölluð guðsþjónusta, miklu sannari en svokallaðar guðs- þjónustur þeirra presta, sem hafa engrar afsökunar beðið opinberlega fyrir það að af- neita kærleika Jesú Krists og stinga í sinn - vasa ranglega fengnum auði. Og í hverju er guðsþjónusta kvennanna fólgin og þess stóra safnaðar, sem tekur þátt í henni með þeim? Hvað ættu þær að gera með peningana sem inn koma þegar athöfnin fer fram? Þær ættu að skipta þeim að jöfnu i1 tvo sjóði. — Og ann- an sjóðinn á að nota til styrkt- ar hinum lömuðu af völdum mænuveikisfaraldursins og hinn sjóðinn á að leggja sem hornstein að einskonar Reykja- lundi Kleppsspítala. Sérhver heilbrigð móðir og sérhver sá, sem mannsnafn vill bera, vill leggja sitt lið til styrktar þeim, sem lamazt hafa á einhvern hátt — í húsum inni eða úti í ólgusjó mann- lífsins. Almætti þeirrá sámtaka, sem eru samræmd kærleikslögmáli lífsins, verðúr ekki betur lýst en með þessum Ijóðlínum Jón- asar Hallgrímssonar: Bera bý bagga skoplítinn hvert að húsi heim. En þaðan koma Ijós hin logaskæru á altari hins göfga Guðs. Minnist þess allir landsmenn, að: „Sameinaðir stöndum vér, en sundraðir föllum vér.“ Gleðileg jól. 16.-12. — ’55 Guðrún Pálsdóttir. P.s. Ef svo fer, að tillögur mínar, eins og þær eru fram bornar í grein þessari, falla ekki í góðan jarðveg hjá stjórnarkonum kvennasamtak- anna, þá vona ég eigi að síður, að þeim verði það ljóst, að hér er um að ræða málefni, sem samtökum kvenna er sam- boðið að taka að sér og skap- að gæti miklu heilbrigðari félagsanda en ýmislegt það, sem um er þráttað á fundum þeirra. Ég hefði viljað senda þetta mál mitt til ritstjóra allra aðaldagblaðanna hér í bæ, en ritvél er engin við höndina og engan tíma má missa til að umskrifa mörg eintök. — Það eru því vinsamleg tilmæli mín að ritstjórarnir endurprenti þetta í sínum blöðum. Af eðlilegum orsökum af- henti ég það nú þeim ritstjór- anum, sem aldrei hefur úthýst mér, þegar ég hef til hans leitað. G. P. Viljirðu hagnast velájþví að vera í kaupum natinn kemurðu Skj óla-kj ötbúð í og kaupir jólamatinn : i Skjólakj ötbúðin, Nesvegi 33 —Sími 82653 Tflkynning Nr. 10/1955. Innflutningsskrifstofan hefur ákveðið eftirfarandi há- marksverð á brauðum í smásölu: Franskbrauð, 500 gr........... kr. 3,20 Heilhveitibrauð, 500 gr....... kr. 3,20 Vínarbrauð, pr. stk........... kr. 0,85 Kringlur, pr. kg............. kr. 9.30 Tvíbökur, pr. kg............. lcr. 14.20 Rúgbrauð óséydd 1500 gr...... kr. 4.40 Normalbrauð 1250 gr........... kr. 4.40 Séu nefnd brauð bökuð með annarri þyngd en að ofan greinir, skulu þau verðlögð í hlutfalli við ofangreint verð. Á þeim stöðum, sem brauðgerðir eru ekki starfandi, má bæta sannanlegum flutningskostnaði við hámarks- verðið. Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið á rúg- brauðum og normalbrauðum vera kr. 0,20 hærra en að 'framan greinir. Söluskattur er innifalinn í verðinu. Reykjavík, 17. desember 1955. Verðgæzlustjóriim. Mokkasínur» karlmanna nýko Gói S K ( mnar — Góðir jólaskór Hr jólaskór 0DEILD H) <ro ty Sara Barton h j úkrunarkona Þetta er jólabókin fyiir ungu stúlkurnar * ^ í ar ■MMMMMMMqMMM""M"Bai ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■ ..................... Tandur þvær aSSf Tandur þvottalögur er ódýr, hreinsar undursamlega og íærir með sér ferskan ilm Tandur gerir tandurhreint ■ ••■■■■MMMMMMMMMMi ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■BB ■■■■ .........................

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.