Þjóðviljinn - 24.12.1955, Side 8
Atriði úr Hátíð í Napólí (Bæjarbíó)
Bæjarbíó
Hátíð í Napólí er jólamynd
Bæjarbíós í Hafnarfirði. Það
er ítölsk litkvikmynd, sem hlot-
ið hefur mikla frægð og við-
■urkenningu, m. a. alþjóðlegu
verðlaunin á kvikmyndahátíð-
ínni í Cannes 1954. í mynd
þessari er brugðið upp skyndi-
rnyndum úr sögu hinnar lífs-
glöðu Napólíborgar á ftalíu.
f leikskrá biósins segir að
Hátíð í Napólí (Carosello Na-
poletano) hafi upphaflega ver-
íð samin af Ettore Giannini,
Sem dans- og söngleikur, vak-
ið óhemjumikla hrifningu á
Ítalíu og síðan verið sýndur
í flestum stórborgum Evrópu
og Ameríku af fjölmennum
söng- og dansflokki. Hinn
frægi ballettmeistari Leonide
Massine samdi dansana í
myndinni og dansar hann suma
þeirra sjálfur ásamt einum
frægasta ballettflokki heims,
Grand Ballet du Marquis de
Cuevas. í myndinni eru léik-
in og' sungin yfir 40 Napolí-
lög frá öllum tímum, svo sem
St. Lucia, ó Solo mio og Van-
þakklátt hjarta. Margir fræg-
ustu dansarar og söngvarar
ítala koma fram í þessari mynd,
t. d. Beniamino Gigli og Carlo
Tagliabue. Einnig dansar og
syngur hin fræga Sophia Lor-
en þar ; í fyrsta sinn í kvik-
mynd, en af öðrum leikendum
má , fiefna Yvette Chauviré,
Maria Fiore, Nadia Gray, Folco
Lulli, Clelia Matania o. fl.
Leikstjóri er Ettore Giannini.
i
Jólaleikrit Þjóðieikhússiiis
verður eins og Þjóðviljinn hef-
ur áður skýrt frá Jónsmessu-
draumur Shakespeares undir
stjórn enska leikstjórans Walt-
ers Hudd. Að-
er Hildur Kal-
man og hljóm-
sveitarstjóri dr.
Viktor
cic. Erik
s t e d ballett-
meistari
æft flokk
barna, er dansa
í leiknum, en shakespeare .
þau eru öll
nemendur í ballettskóla Þjóð-
leikhússins. Lárus Ingólfsson
málaði leiktjöldin.
Leikendur eru Jón Sigur-
bjömsson (Þesevs), Valur
Gíslason (Egevs), Benedikt
Árnason (Lysander), Helgi
Skúlason (Demetrius), Jón Að-
ils (Fílóstratus), Regína Þórð-
ardóttir (Hippólína drottning),
Herdís Þorvaldsdóttir (Her-
mína, dóttir Egevs), Katrín
Thors (Helena), Rúrik Har-
aldsson (álfakóngurinn), Guð-
björg Þorbjarnardóttir (álfa-
drottningin), Lárus Pálsson
(Bokki), Gestur Pálsson, Klem-
enz Jónsson, Róbert Amfinns-
son, Bessi Bjarnason, Baldvin
Halldórsson og Indriði Waage
(sex handverksmenn). Alls
taka þátt í sýningu leiksins um
60 manns, þar af 20 tónlist-
armenn úr Sinfóníuhljómsveit-
inni. .
24) — ÞJÓÐVILJINN —Laugardagur 24. desember, 1955 —
Þjoðleikhúsið
=áSS5=
Leikfélag
Reykjavíkur
Leikfélag Reykjavíkur hefur
ekki að þessu sinni frumsýn-
ingu á nýju leikriti á annan
1 jólum. Undanfarin þrjú ár
hafa ástæður ekki leyft að
halda uppi hinum gamla sið,
að frumsýna leikrit á annan
í jólum, enda má segja, að
varla sé heppilegt, að frum-
sýningar hjá L. R. og Þjóð-
leikhúsinu beri upp á sama
daginn. Verður engin sýning
hjá félaginu á annan í jól-
um, en svo stendur á, að Guð-
björg Þorbjarnardóttir hefur
ráðizt til að leika eitt aðalhlut-
verkið í jólaleikriti Þjóðieik-
hússins, en hún leikur, sem
kunnugt er, aðalhlutverkið í
hinum vinsæla gamanleik Agn-
ars Þórðarsonar „Kjarnorka
og kvennhylli‘\ Mun félagið
halda sýningum áfram á þess-
um leik og verður 20. sýning
á miðvikudag milli jóia og
nýárs. Leikurinn hefur verið
mjög vel sóttur og hafa um
5500 manns séð leikinn,
Félagið undirbýr nú sýn-
ingu á „Galdra Lofti, hinu
stórbrotna skáldverki Jóhanns
Sigurjónssonar, Gunnar R.
Hansen er leikstjóri og er
það í fyrsta sinn sem hann
sviðsetur leikrit eftir Jóhann
Sigurjónsson hér á landi. Að-
alhlutverkin, Loft og Steinunni,
leika þau Gísli Halldórsson og
Erna Sigurleifsdóttir.
Nýja bíó
Jólamynd Nýja bíós verður
Litfríð og Ijóshærð (Gentlemen
Prefer Blondes), allkunn
r.andarísk músík- og gaman-
viynd. Segir þar frá tveim
ungum og fallegum dansmeyj-
um, ljóshærðri og dökkhærðri,
og ýmiskonar ævintýrum
þeirra í París og víðar. Á
eíðinni yfir Atlanzhafið kynn-
; . t t. d. sú Ijóshærða forríkum
karli og tekst með brögðum
að komast yfir dýrindis höfuð-
djásn konu hans. Þetta djásn
ar. En sú dökkhærða reynist
vinur í raun, setur upp ljósa
hárkollu og lætur taka sig
fasta í stað hinnar; vinnur
sú Ijósa við það tíma og tekst
að ganga frá þessu og öðrum
aðkallandi málum — en ekki
verður sagan rakin frekar
hér.
í aðalhlutverk myndarinnar
hafa hvorki verið valdar hor-
grindur né jússur: Marilyn
Monroe leikur þá ljóshærðu
og Jane Russel hina dökku.
Charles Coburn leikur ríka
karlinn og Norma Varden
Jane Russel, Charles Coburn og Marilyn. Monroe
(Nýja bíó).
s þó eftir að koma henni og konu háns. Hinn héimsfrægi
vinkonunni í vanda, því að sú ^ leikstjóri Howard Hawks hef-
gamla þykist að vonum illa Ur stjórnað gerð myridarinnar.
gvikin og leitar til lögregiunn- sem að sjálfsögðu er í litum.
f eiksýningar Þjóðleikhúss-
^ins og Leikfélags Reykja-
víkur hafa legið niðri nú
nokkra daga í mestu jóla-
önnunum; eins fella kvik-
myndahúsin niður sýningar
sínar þrjá daga um jólin:
á Þorláksmessu, aðfangadag
og jóladag. Enn á 2. í jól-
um eru skemmtistaðirnir
onaðir að nýju: Þjóðleikhús-
ið frumsýnir leikrit eftir
William Shakespeare og
kvikmyndahúsin sýna nýjar
myndir, að venju íburðar-
meiri og skrautlegri en þær
sem sýndar eru dags dag-
lega. Reykjavíkurbíóin eru
öll með bandarískar kvik-
myndir, en bíóin í Hafnar-
firði sýna ítalska mynd og
þýzka.
Birtist hér í opnunni stutt
yfirlit um það sem leikhús-
in og bíóin bjóða gestum sín-
um upp á annan jóladag.
á anna
Sjóliðarnir þrír og stúlkan (Austurbœjarbíó).
Sjóliðaruir þrír og stúlkan
verður jólámynd Austurbæjar-
bíós, bandarísk dans- og
söngvamynd í litum. í skránni
er upphaf söguþráðarins rakið
á þessa leið: „Kafbátur úr
ameríska sjóhernum kemur í
höfn í New York eftir átta
mánaða útivist. Sjóliðarnir eru
ólmir að komast í land og
bíða þess með óþreyju að geta
eytt kaupinu sínu í konur og
vín. Einn þeirra, Jones að
nafni, hefur þó annað í hyggju.
Hánn burðast með þykka bók
eftir þekktan kaupsýslumann,
nefnist bókin „Lærið að
græða fyrstu milljónina“ og
er þar mönnum gefið það ráð að
leggja aleiguna í kauphallar-
brask. Þegar Jones segir félög-
um sínum inntak bókarinnar,
renna á þá tvær grímur, því
enginn hefur á móti því að
græða peninga. . .“ Og verður
áframhald þessarar sögu ekki
rakið frekar hér*
Aðalhlutverkin leika Jane
Powell, Gordon MacRae og
Gene Nelson. Ýms þekkt dæg-
urlög eru sungin í myndinni
og mikið um dans og skraut-
sýningar.