Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 6
hí .<;£ 6) — ÞJÓÐVILJINN — Stuuxudagur 15. janúar 1956 ir Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn — ^------------------—-------J Sigur Brdi Hinn söguríki brezki her, sem á að baki sér margra alda styrj- aldarsögu og hefur verið mærð- ur af þjóðskáldum og sagna- enillingum, hefur unnið nýjan og frækilegan sigur, veglegt af- i‘ek sem sómir sér snilldarlega við hlið hinna fyrri og mun lengi halda á loft þeirri stað- reynd að brezkur drengskapur er ekki síðri á miðri tuttugustu öid en áður fyrr. I fyrradag tóku hinir vöslcu og hugrökku istríðsmenn heimsveldisins nokk- ur skólabörn á eynni Kýpur og létu húðstrýkja þau á almanna- færi, siö svipuhögg hvert, og yar afbrotið það að skólabörn- in höfðu látið í ljós að þau viidu ættjörð sína frjálsa. Mað- urinn sem afrekið framdi faldi sig á bak við grímu, eins og böðla er háttur, enda skiptir nafn hans ekki máli; hinn mikli sigurvegari er sir John Hard- ing, hernámsstiórinn á evnni, en hann er aftur umboðsmaður hins heimsfræga sétilmanns, Edens forsætisráðherra. Þessi mikli sigur brezka her- valdsins á eynni Kýnur í fyrra- dag er ekkert einsdæmi, það mætti skrifa margar bækur um hliðstæð afreksverk. Fólki um allan heim óx m iög í augum framferði Þióðveria í hernumd- um löndum Evrópu á stvrjaldar- árunum, en þó gerðu þýzku naz- istarnir eklcert sem þeir höfðu ekki áður lært af brezku heið- ursmönnunum; og allt sem þýzku nazistarnir gerðu hafa Bretar unnið á nýjan leik eftir styriöldina í löndum eins og Malakkaskaga og Kenýja. Þýzku naz’starnir voru aðeins mjög lEerdómsfúsir, . ákaflyndir og mikilvirkir nemendur, og þeir kunnu ekki að setýa upp heil- agleikasvip að loknum afrekum, beria sér á brióst og segja: sjáið livílíkir drengskaparmenn við erum; k jörorð okkar er „fair play“. Sú var tíð að íslendingar kunnu að kveða upn dóma um slíkt athæfi; þeir skiptust ekki í neina flokka um það, hvort það væru frækileg sigurverk að strýkja skólabörn eða ekki. En nú er svo að siá sem her- námsb’öðin telji þetta ekki um- talsverða atburði. Tíminn birtir litla einc dálka klausu um húðstrýkingu skólabarnanna. Morgunbiaðið segir að nokkr- ir skólastrákar hafi verið „dæmdir til hegningar“, Al- þýðublaðið og Vísir steinþegia. Enginn skvldi þó æria að hug- arfar Islendinga birtist í þessu tómlæti hernámsblaða.nna. Sja'dan munu menn hafa orðið jafn innilega reiðir og er þeir hevrðu fregnina um þennan nýja sigur brezka heimsveldis- ins, Margir höfðu við orð að taka húðstrýkiugarfuUtrúa þann sem hér dvelst, brezka sendiherrann, og strýkja hann sjálfan á Lækiartorgi. Hann mun þó ekki þurfa að óttast að hann hreppi örlög vamar- lausra skólabarna á Kýpur, en vel má hann koma þessari af- stöðu íslendinga á framfæri við yfirboðara sína. Spurnlng sem enn er ósvaraS: Umræður þær, sem farið hafa fram undanfarið um landhelgismálin, hafa að von- um vakið mikla athygli al- mennings. Einkum hafa öll viðbrögð ríkisstjórnarinnar og þá fyrst og fremst Ólafs Thors vakið ugg og tortryggni manna. Það er stjórnin sjálf, sem hefur vakið tortryggni. Stjórnarblöðin hafa reynt að draga úr ótta manna um að svik væru í tafli, með illyrð- um um kommúnista, sem séu að ástæðulausu að vekja úlfúð um þetta mál. Það er nú svo sem ekkert nýtt, að allt væri í bezta lagi, ef ekki væru þess•• ir óhræsis kommúnistar. En það eru bara ekki kommúnistar, sem valdir eru að tortryggni almennings, heldur framkoma sjálfrar rík- isstjórnarinnar og enga mvndi það gleðja meir en scsíalista, ef sú tortryggni reyndist á- stæðulaus. Ekkert hefði verið auðveld- ara fvrir ríkisstjórnina en að fvrirbyggia alla tortrvggni. Til þess hefur hún haft hvert tækifærið af öðru. Það eru um tveir mánuðir síðan erlend blöð skýrðu frá tillögunni um að löndunar- banninu yrði aflétt ef lofað væri að friðunarlínan yrði ekki færð út. Og mun þá hafa ver- ið miðað við á meðan málið væri til athugunar hjá alþjóð- legum stofnunum. Muudi gilda um áratugi. Rétt er að menn geri sér ljóst, að slíkt loforð m.vndi binda hendur oltkar um ára- tugi. Bretar legðu ekki kapp á þá „lausn“ ef um væri að^ ræð'i aðeins eitt eða tvö ár. Þk létu þeir sig slíkt loforð litlu skipta. Það er einnig rétt að gera sér ljóst, að á núverandi stigi stendur einmitt spurningin um það hvort ríkisstjórnin ætli sér að gefa einhveria slíka „bráðabirgða“-skuld- bindingu. Allar heitstrengiug- ar um að línan verði ekki færð inn eru út í hött að því levti, að enginn hefur sakað stjórn- ina um slíkt. Hinsvegar hefur hún verið vænd um það að hún ætli sér að ganga að tillögu Efnahags- stofnunarinnar, sem einmitf fjallar um ,,bráðabirgða“-afsa1 réttarins til að stækka frið- unarsvæðin. Og staðrevndin er að spurningu um það hefur ríkisst.iórnin ekki fengizt til að svara. Væri stjórnin hinsvegar jafn eindregið andvíg s'íku réttindaafsali og látið er í veðri vaka, þá hefði hún not- að tækifærin til að taka af öll tvímæli um það. Þá hefði hún strax lýst yfir þegar umrædd tillaga kom fram, að hún léði ekki máls á sliku. Það gerði hún ekki. Þá hefði hún afdráttar- laust svarað fyrirspurniun Einars Olgeirssonar eins og lög stóðu til, en það gerði hún ekki, heldur fór undan í flæm- ingi á annan mánuð og svaraði þá að nokkru leyti út í hött. Sannleikurinn er sá, að það hefur orðið að kreista út úr stjórninni hvert orð, sem hún hefur sagt um þetta mál. Öll hennar framkoma bendir til þess að hún ætli að samþvklria tillöguna, en ekkert, hvorki orð né gerðir, benda til hins. Þetta er líka svo gott sem játað í leiðara Morgunblaðsins í fyrradag. Tillöguruar um stækkun friðunarsvæða. Það var sagt hér í fr’aðinu fyrir nokkru að afgreiðsla til- lagna þeirra sem liggia fvrú' Alþingi um stækkanir á fri.ð- unarsvæðunum væri bezti prcfsteinninn á afstöðu stjórn- arinnar. Á síðasta þingi hindraði rík- isstjórnin alla afgreiðslu sfrkra tillagna og það sem af er þessu þingi hefur eng’nn bess- ara tillagna femýð ne‘nskonar afgreiðslu, þrátt f.vrir eð vit- að er að þær eiga yf'rgnæf- andi þingfvlgi, jafnvel ein- róma fylgi ef þingmenn fá «ð greiða atkvæði eftir sannfær- ingu sinni. Hversvegna eru þessar til- lögur stöðvaðar? Hversvevna má Alþingi ekki sambvkkia þær ef ekki gæti komið til mála af stjórnarinnar hálfu nokkurskonar afsláttur af rétti þingsins? Yfirlýsingar sem ekki hafa verið gefnar. Tíminn segir m.a. 5 fvri'a- dag; „Eft.ir að ríkisstjórnin hefur gefið út yfiriýsingu um það, að hvergi verði hvikað í þessu réttlætismáli þjóðarinn- ar og ekki komi til mála að taka á sig nokkrar skuldbind- ingar varðandi útvíkkun landhelginnar í framtíðinni“ o. s.frv. En það er einmitt það, sem stjórnin hefur ekld gert. Öll tortryggnin stafar ein- mitt af því að stjórnin hefur ekki viljað lýsa yfir því að engar skuldbindingar komi til greina, hvorki til skamms né langs tíina. Þnð var einmitt um það, sem þinprmenn spurðu stiórnina sl. miðvikudag, en hún neitaði að svara Um þetta snúast einmitt 9ner umræður núna. Antler sticmin að gefa einhver'ar sku’db'ndingar sem binda heudur A ^bingis um ein- hvem tíma? Sticrnin getur svarað bessu með einu orði og hún er búin að hafa málið t'l athugunar a.m.k í tvo mánuði svo hún ætti að vera búin að gera sér grein fvrir því. En hún fæst ekki ti' að svara. Hverskonar s'Pcar skuld- h'ndiov-r væru svik v;ð mái- stað þ'óðariuuar Oa hað er hetfa se*u átt er v*ð þegar húu er söknð um að búa yfir svikráðum. Eun er hæsrt að eyða torirvggniuui. Þótt seint sé. getur ríkis- stiórnin ennfrá fevkt allri tor- trvggni ú+ í veður og vind. Það getur hún með bvi að upp- lýsa afdráttarlaust eftirfar- andi atriðí; ★ Hefur ríkisst.iórnin gefið höfnndum tillöguun- ar. Bretum eða nokkrum öðmm. í skvu að hún væri til v;ðtals um þessa lausn? ★ Telur ríkisstjórnin Frambold á 10. síðu Ðr. Bgörn Bgörnsson Fáein kveðjnorð Á morgun verður gerð út- för Dr. Bjöms Björtisa'onar hagfræðings, formanns niður- jöfnunarnefndar Reykjavíkur. Ekki kom mér til hugar, þeg- ar við kvöddumst skömmu fyr- ir jól, að það yrði okkar síð- asti fundur, og vissi ég þó að hann gekk ekki heill til skógar. JSg er ekki til þess fær að rekja æviferil Dr. Björns, hvorki við nám né störf, að- eins vil ég minnast samvinnu okkar nokkur undanfarin ár. Dr. Björn var starfsmaður 'mikill, en aldrei hvarflaði að honum að flaustra neinu af, hvert mál vildi hann kanna eftir því sem föng voru á, áð- ur en því væri ráðið til lykta. Mun vandfundinn samvizku- samari embættismaður. Við vorúm gjarnan ósammála í mörgum greinum og verður það ekki rifjað upp hér, en ætíð yar hann manna fúsást- ur til þess að hlýða á tillög- ur andstæðinga í skoðunum og vildi fremur hafa það er honum fannst sannast í hverju máli, var þessvegna gott með honum að starfa, enda hafði hann allra manna bezta þekk- ingu á málefnum Reykjavík- ur. Fjölskyldu hans og vinum flyt ég samúðarkveðju, og minnist þess ætíð að hann var drengur góður. B.K. íi-; íú SKÁKBN Ritstj.: Guðmundur Arnlaugsson I. Skákþin? Norðurlanda í Osló 1955. Guðjón M. H. Kahra. (ísland) (Finnland) 1. Egl—f3 Eg8—f6 2. d2—d4 d7—(15 3. c2—c4 d5xc4 4. e2—e3 g7—g6 5. Bflxc4 Bf8—g7 6. 0—0 0-0 7. Ddl—e2 Rf6—d7 8. Hfl—dl Rd7—b6 9. Bc4—b3 Rb8—c6 10. a2—a4 a7—a5 11. h2—h3 Bc8—-d7 12. e3—e4 DJ8—e8 13. Bcl—e3 Rc6—b4 14. Ebl—c3 De8—d8 15, d4—d5 Ha8—c8 16. e4—e5 Rb4—a6 17. e5—e6 Bd7—e8 18. Be3xb6 19. d5—d6! c7xb6 og Kahra gafst upp, því að hann hlýtur að tapa manni (19. — exd6 20. e7 eða 20. — fxe6 21. d7! Bxd7 22. Hxd7 og vinnur). Að mig mmnir var þessi skák tef’d í síðustu umferð mótsins og er því Íík- lega síðasta kappskák, er Guðjón heit'nn te'ldi á opin- beru skákmóti. n. Haustmót Taflfélags Reykjavíkur 1953 Guðjón M. Sigurðsson « ) H Eggert Gilfer Myndin sýnir taflstöðuna eft- ir 30. leik svarts. Hrókurinn er kominn á d3 eftir krókótt- um leiðum (Ha8—a6—b6—b4 -—d4—d3!) Og taflstaðan er orðin hættuleg hvít. Næsti leikur hvíts er nettur og nauð- synlegur, því að svartur hótar Dc4. T.d. 31. Kg2 Dc4 32. Hel Bh6! (hótar Hd2f) 33. He2 Be3 og svartur ætti að vinna. 31. Bxa5! c4 32. Bel! Dc5t 33. Kfl (33. Kg2 De3 og svartur vinnur). Hxh3 34. Bf2 Dc8 35. De2 Hhlf 36. Bgl Bh6 37. Kg2 Hh4 38. Kg3 Bg;5 39. Be3 li5! 40. Bxg5 Hxg4f 41. Kh2 Hxg5 42. Hgl (svart- ur hótaði Dg4) Hxgl 43. Kxgl Kg7 44. De3 Da6 45. a3 Da4 og svartur vann. Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.