Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 9
Sunnudagur 15. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — A ftíTSTJÖRI FRtMANN HELGASON 13 þjóðir keppa í skauf ahlaupi i Davos í vikunni Aílmikil leynd yíir æíingum þar í skeyti frá United Press til Sportsmanden segir að skauta- menn þeir sem dvelja í Davos þúi sig mjög undir stórmótið 18.-21. þ.m. Senda 13 lönd keppendur þangað. Á miðviku- dag voru komnir þangað skauta menn frá Bretlandi, Sovétríkj- unum, Þýzkalandi — og Sví-; þjóð, en snemma í þessari viku koma þangað Norðmenn, Finn- i ar, Bandarikjamenn, Tékkar, Austurríkismenn, Hollendingar, Japanir, Svisslendingar og | Ástralíumaðurinn Collin Hick ey sem vann sér það til ágætis að verða annar samanlagt á skautamótinu í Þrándheimi ný- í lega. Mesta athygli vekja Sigge Eriksson og svo sovéthlaup- j ararnir. I Davos hefur líka ver- ið allmikið rætt um Hjalmar j Andersen sem hefur komið aft- ur sterkari en gert var ráð fyrir og sömuleiðis Knut Jo- hannessen sem heUir náð góð- um árangri í vetur og set'ti norskt met á 1500 metrum fyrir nokkru. Rússarnir taka. þjálfun sína mjög alvarlega. Dag livern eru j þeir komnir á fætur kl. 8 og þegar byrjaðir æfingar. Kl. 11 láta þeir á sig skautana og hlaupa nokkra hringi, rólega þó. Aðalþjálfunin hefst fyrst eftir kl. hálf tvö eða um tvöleytið. Flestif keppendanna mega haga þjálfun sinni eft- ir geðþótta, en 3-4 menn erti teknir og þeim sagt til með mikilli nákvæmni. Varðar þetta helst spretthlauparana Sergeéff BORIS SJILKOFF æfir meðal annarra sovézkra skautamanna í Davos og Grisjin, sem hlupu tvo 500 m spretti á 41 og 42 sek. sem er góður tími. Boris Zibin og D. Sakunenko hlupu 5000 og 10 000 m og náðu mjög góðum tíma. Farið er að spá því að baráttan um 10 000 m verði milli Sakunenko, Sigge Eriksson Og Norðmann- anna Knud og Hjalmars. Þjóðverjamir taka æfingar sínar mjög alvarlega, en þeir hafa ekki náð sérlega góðum árangri. Hans Keller hljóp 500 m á 45 og 5000 m á 8,38, svo að Rússarnir og Norðurlanda- búarnir eru þeim langtum fremri. Aftur á móti lítur út fyrir að Bretinn Johnny Crons- hey ætli að komast í góða þjálfun. Hann hefur hlaupið j 1500 m á 2,18 og 5000 á 8,15 einn og án keppni, og án þess að taka nærri sér. Fréttaritari einn segir enn- fremur að Davos sé nokkurs- konar „njósnamiðstöð" þar sem skautamennirnir vilja kynnast sem bezt þjálfunaraðferðum og árangri hvers annars, en enn- þá hafa a. m. k. sumir þeirra breitt yfir sig svolitla leynd- ardómshulu. Sérstaklega eru það Svíar og Rússar sem eru forvitnir um hagi og getu livors annars að sögn fréttaritarans. Þeir æfa yfirleitt stutt hlaup, 3-400 m, og enginn fær að taka tíma. T. d. einbeitti Sigge Eriksson sér aðeins að við- bragðsæfingum einn daginn, og þótti mikið til þess koma hve fljótur hann var. Bæjarpósturinn Framhald af 2. síðu. að einhverju leyti spilltur, þá er það af því að við buðum honum upp á það að fæðast í siðspilltu þjóðfélagi. ÆSKULÝÐNUM er borið á brýn áhugaleysi fyrir þvi að vinna, fyrirhyggjuleysi um framtíð sína. En hvað um eldri kynslóðina? Njóta t. d. aðal- atvinnuvegir þjóðarinnar nokk- urrar sérstakrar virðingar hjá henni? Er ekki sýknt og heilagt staglazt á því, að atvinnuvegir okkar beri sig ekki, séu styrk- þegar, ríkisómagar, o. s. frv.? Heldur fólk, að slíkt tal sé til þess fallið að glæða áhuga ung- linganna fyrir því að vinna við svo aðframkomna atvinnuvegi? Og ekki hefur æskulýðurinn stjórnað atvinnumálunum hér undanfarin ár. Það er meira en þýðingarlaust að flytja yfir unglingunum innfjálgar ræður, kryddaðar spakmælum, eins og t. d. vinnan göfgar manninn, verður er verkamaðurinn laun- anna, ef þeir sjá þess engin merki, að staðið sé við þessi spakmæli á borði. Gerum við það? Er það ekki einmitt raunaleg staðreynd, að það er tekið margfalt meira tillit til titilsins, sem maðurinn ber heldur en hins, hvernig hann leysir störf sín af hendi? Og hvað er um launamálin? Fá þeir yfirleitt ríkulegust launin, sem mesta dyggðina og trú- mennskuna sýna í starfi sínu1? Ég held ekki. ÞAÐ VÆRI freistandi að athuga dálítið manngildishugsjón okk- ar í dag, þá hugsjón, sem eldri kynslóðin stillir upp ungling- unum til fyrirmyndar. En hér er ekkf rúm til að ræða það atriði, aðeins skal hér minnzt á þessi niðurlagsorð úr ágætu kvæði eftir Stein Steinarr: „Hin týnda speki var heiminum sýnd- og sögð: Og sjá, það er eitt sem gildir: að vera maður“. Þessi „speki*‘ hefur áreiðan- lega verið mörgum fslendingi af eldri kynslóðinni týnd um langt árabil, og ég held að við ættum að rifja hana upp og leggja hana svo rækilega á hjartað, að við gleymum henni ekki aftur. Og næst þeg- ar spilling æskunnar gengur fram af ykkur, skuluð þið hugsa málið vandlega, áður en þið fellið harða dóma, og spyrja sjálf ykkur í einlægni, hvar orsakanna fyrir allri þessari sþillingu sé að leita. Látum okkur ekki détta í hug, að ung- lingarnir taki mark á hjali okkar um bændur og bústólpa og hetjur hafsins, meðan við sýnum þess ekki áþreifanleg merki, að störf þeirra séu hærra virt en tilgangslaus her- námsvinna á Keflavíkurflug- velli. Og minnumst þess, að það var ekki æskulýður þessa lands, sem gerði Keflavikur- samning og samþykkti að ganga í hernaðarbandalag. Cortina olympíufréttir Drekka m Einn liður í undirbúningi’ Rússa fyrir ísknattleikskeppn- ina í Cortina er algjört bind- indi. Aftur á móti drekka þeir kynstur af mjólk og kalla blaða fnenn það í gamni leynivopn liðsins. Hótelstjórinn, þar sem þeir búa, hefur látið þau orð falla að hann hafi aldrei liaft svo marga og mikla mjólkur- drykkjumenn. Þeir vilja fá fnjólk nótt og dag og það er ekki alltof auðvelt að veita þeim alla þá mjólk sem þeir þurfa. Með floklcnum er læknir sem ákveður hvað leikmenn borða. Á morgnana er hann ekki svo strangur en þegar að miðdags- verði kemur ge'ur liann ákveð- in fyrirmæli um mataræðið, og það er kjarnafæða, Ríkisþjálf- arinn Arkadij J. Tsérmistéff skýrði frá því að allir leik- mennirnir hefðu skuldbundið sig til að bragða ekki áfengi meðan á undirbúningi stæði og þar til leikjunum væri lokið. Sovétliðið er það sama sem tapaði í fyrra á HM í Þýzka- landi fyrir Kanádamönnunum. Frá Cortina kemur sú frétt að skauta- brautin á Mis- urinavatninu sé nærri helm- ingi „harðari" eins og það er orðað, en brautin í Alma Ata í Sovétríkjunum. Er þetta byggt á vísindalegum rann- sóknum sem gerðar hafa verið og benda þær tölur til þess að þetta geti staðist. En sem kunnugt er fara OL-hraðhlaup- I in fram á þessum stað. Tæki það sem notað er til að rannsaka þetta 'hafa Rússar gert. Er það lítill sleði, þar sem meiðarnir eru tveir skaut- ar, og hefur áhald þetta verið notað á brautum í Moskva, Davos, Alma Ata og nú síð- ast á Misurinabrautinni. Sleði þessi er settur í gang með ná- kvæmlega sama krafti á hverj- um stað. Spölur sá sem sleð- inn rennur segir til um „hraða“ brautarinnar. 1 Moskva og Davos mældist spölurinn sem sleðinn fór 8 m nákvæmlega. I Alma Ata fór hann 13,50 m en á Misurinabrautinni fór hann 22,30 m. | Eklci var getið um aðstæður á brautunum, svo vera kann að einhver munur hafi verið á færi. Þó svo sé þá er því slegið föstu að brautin í Cortina sé óvenjú-„hröð“. Sérfræðingar telja að aðstæður sem hún veiti geri fyllstu tæknilegar kröfur til keppenda sérstaklega í stuttu hlaupunum, þegar hlaupararnir koma af fullri ferð í beygjurnar. Ortökumótið í ítalíu fyrir skautahlauparana fór fram á Misurinabrautinni en þann dag var þó elcki það veðurfar sem gefur bezt færi. ísinn var sagð- ur svolítið „tregur“. Eigi að síður náðu Italirnir góðum árangri á alþjóðamælikvarða, og gefur það nokkra hugmynd um ísinn því ítalir eru ekki í bezta flokki í hraðhlaupum á skautum. Bezti maður þeirra Guido Citerio hljóp 500 m á 43,8 og 1500 m á 2,19,5. 5000 m vann Carlo Calza á 8,44,8 og 10 000 m vann Guido Caroli á 17,50,4 mín. lið Talið er að félag eitt í Belgíu hafi sett nýtt heimsmet með því að sigra í 62 leikjum í röð. Félag þetta heitir Olympic Hullogne, og er lítið félag í lægri deildum Belgíu. Olympic byrjaði þessa sigurgöngu sína í nóvember 1953. Það einkenni- lega er þó að sömu 11 mennirn- ir hafa haldið saman allan timann og þegar einhvern vant- ar, er meiddur eða veikur eða getur ekki losnað úr vipnu sinni, leika þeir aðeins 10 og það gengur ágætlega ennþá. Koi4»Mnan-Leipzig (Leipziger-Messe) 26. íebrúar — 8. marz 1956 VðRU- 0G IÐNStKING Til sýnis verða 55 vöruflokkar á 265.000 fermetra sýningar- svæði í 34 sýningarhöllum og húsum og 15 sýningarskálum. Aðgönguskírteini, sem jafngilda vegábréfsáritun afgreiðir: KAUPSTEFNAN — REYKIAVIK Pósthússtræti 13 Símar: 1576 og 2564 ■ : * ■ * ■ ■ ■ ■ ■ I SKATTSTOFAN ■ ■ ■ ■ ■ verður lokuð kl. 1—4 mánudaginn j 16. þ.m. vegna jarðarfarar dr. Björns Björnssonar. i ■ !

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.