Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.01.1956, Blaðsíða 7
Sunnudagur 15. janúar 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Árbób sUnldn ff Löngum hefur viljað við torenna, að tímarit yrðu skammlíf á Islandi. Þetta kemur að vísu sjaldnast að sök, fæst þeirra verða mönn- um harmdauði, þótt þau setji upp tærnar áður en þau kom- ast verulega á legg. Annarra má þó sakna; dauði eins og eins gerir heila þjóð mun fá- tækari. Orsakir þessarar ó- döngunar eru vafalaust marg- ar, en ein þeirra virðist mér sú, að útgefendur og ritstjór- ar hasast ótrúlega fljótt upp á því að leggja fram nauðsyn- lega vinnu til þess að fyrir- tækið gangi sinn gang. E tir fyrsta sprettinn er eins og allir hafi oftekið sig, útkomu- dagamir færast aftar og aft- ar í almanakinu, unz ekkert lífsmark finnst lengur með unglingnum, sem fyrir skömmu var allra pattaralegasti snáði. Hver veit nema rit, sem kem- ur út aðeins einu sinni á ári, reynist ónæmara gegn þessum toarnasjúkdómum en t.d. mán- aðarblöð og árs'jórðungsrit. Magnús heitinn Ásgeirsson sá um fyrstu Árbók skáida í fyrra með ærnum myndar- torag. Nú he'ur Kristján Xarlsson tekið við ritstjórn- inni og fer vel af stað. Ár- bókin 54 geymir ljóð 20 ungra skálda 1944-’54, og nú koma smásögur 16 höfunda um og innan við fertugt, ritaðar á síðustu 15 árum. Hvernig hugsa menn sér framhald þessa rits, hvað kemur næst? Ritgerðir ungra manna (þetta þýðir karla og kvenna) gætu sjálfsagt fyllt eina Árbók, þótt essay-formið virðist ekki vera mjög í tizku hér né ann- arsstaðar um þessar mundir. Endrum og eins sést og heyr- ist líka þokkaleg ferðasaga, sem fallið gæti inn í þennan ramma, og einstaka ritdómur mætti fljóta með. Að vísu er mikið rugl skrifað um nýút- komnar bækur, en svo er guði fyrir að þakka, að öðru hvoru toirtast ritfregnir, sem ættu skilið að geymast víðar en í þeim eintökum dagblaðanna, sem raðað er í hillur Lands- toókasafnsins. Og það vill nú einmitt svo vel til, að flestir þeirra, sem skrifa læsilega ritdóma, munu vera réttu megin við aldurstakmark Ár- bókarinnar. Önnur, og ef til vill æskilegri, tilhögun væri þó, ef Árbókin yrði í reynd- inni það, sem nafnið bendir til, fleytti rjómann af öllu því, sem unga kynslóðin skrif- aði á næstliðnu ári — kvæð- um, sögum, ritgerðum, leik- þáttum, birtu og óbirtu. En víkjum nú að Árbókinni 55. Leyfist mér að nöldra ofurlitið um smáatriði áður en komið er að kjarna máls- ins? Af hverju er breytt um form á ársriti, af hverju má ekki titilblaðið með rauða letrinu, sem var í fyrra, ganga aftur í ár? Jafnvel önnur prentsmiðja, önnur leturgerð, þótt útge andi sé hinn sami. Efnisyfirlitið, sem var fremst í bókinni í fyrra, er aftast í ár. 'Titill á kili í fyrra, heið- inn kjölur í ár. Blaðsíðutal neðst í fyrra, efst í ár — og þannlg skal sem fæst óbreytt standa. Verður ekki örðugt að halda þessari fjölbi'eytni áfram, ef ritið kemur út í fimmtíu eða hundrað ár? Prentvillur eru ekki ýkja- margar í bókinni, ef miðað er við íslenzkar bækur yfir'eitt, en sámt alltof margar. Prent- villuplágan er bókagerð okkar til minnkunar, eins og allt, sem er hroðvirkni einni sam- an að kenna. I formála lýsir ritstjórinn skoðunum sínum á smásög- unni, áhrifum hennar og vin- sældum, en þær telur hann litlar hér á landi. Það getur varla verið rétt, því að allir beztu höfundar okkar á ó- bundið mál hafa skrifað góð- ar smásögur, sumir margar og komizt þar hvað hæst í list sinni. Bóklesandi fólk yngri kynslóðarinnar þekkir senni- lega betur „Marjas“ og „Vistaskipti" en stóru sögurn- ar hans Einars Kvarans, og ekki trúi ég öðru en snjöll- ustu smásögur Guðmundar Friðjónssonar séu enn nota- legur lestur. Menn gizka á svo margt og slá ýmsu föstu, þegar rætt er um framtíðar- horfur bókmenntagreina. Víða um lönd eru nú uppi háværar raddir þess efnis, að skáld- sagan sé listform á heljar- þröm, hún hafi þegar gengið sér rækilega til húðar. Dirfist nokkur að bjóða Islendingum upp á þessháttar kenningar á því herrans ári 1955 eða ’56? Og einhver spámaður, ég man ekki, hvort hann var stór eða lítill, lýsti því yfir fyrir þrem eða fjórum árum, að hefð- bundið íslenzkt ljóðform væri nú endanlega dautt, lof sé guði. Síðan þetta var mælt, hafa þeir atbux’ðir gerzt, að enn hæpnari myndi þessi hæpna fullyrðing þykja í dag. Þannig getur á skammri stund skipazt veður í lofti, og kynni smásagan því eiiinig að njóta sannmælis, áður langt uin líð- ur. Önnur niðurstaða ritstjór- ans er sú, að smásagan sé nýlegt form, afsprengur stór- borgalífs og iðnþróunar. Um það munu skoðanir æði skipt- ar. Mörgum telst svo til, að bæði í þeim hluta heims, sem við byggjum, og ýmsum öðr- um, hafi endur fyrir löngu verið færð í letur listaverk, sem óhjákvæmilegt sé að telja til smásagna. Og illa trúi ég því, að bóndinn á Sandi, sem reit mörg bindi smásagna í hjáverkum milli gegninga, hafi séð fyrir sér lesendur í strætisvögnum og á boule- vördum. Nei, hið sérstæða, krappa foim smásögunnar var að hans skáldaskapi, og þess naumast vænlegt fyrir byrj- endur. Engin ein þessara sagna finnst mér skara veru- lega fram úr, og varla hillir í þessu safni undir nóbel- mann, en minna má nú lika gagn gera. Ég sakna þama ein’nverrar beztu smásögu, sem ég hefi lesið um langa hríð, vei’ð- launasögu Helgafells eftir Jón Dan. Hún er kannske ekki ýkja-frumleg, en hnitmiðuð að byggingu, vel unnin og áhrifa- mikil. „Blautu engjarnar í Brokey“ er liðleg saga, en kemst ekki með tærnar þang- að, sem hin hefur hælana. Að vonum vei’ður Islendingum vesturs, en ekki get ég gert að því, að hún minnir mig he’zt til mikið á vitleysinga- sögumar, sem undanfarið hafa vaðið uppi í bandarískri smásagnagerð. Saga Jóns Öskars er sjarmerandi og þreifar um einhvem fínstillt- an sársaukastreng í brjósti lesandans. Indriði G. Þor- steinsson er enn í bílabrans- anum, og það er ekki nemæ gott og blessað, að hver hafi sína aðferð, en í sögu hans er einhver sterkur, óhugnan- legur undirtónn, feigðin situr í framsætinu. Stefán Júlíus- son dregur upp skýra mynd af sálarlifi barns, sem kemst í sín fvrstu kynni við hörku heimsins, og Kristján Bender sýnir litlum dreng undir for- tjald;ð, sem skilur bernsku og fullorðinsár. Thor Vil- hjálmsson leiðir okkur við hönd sér inn í annarlegan heim suðurlandaknæpunnar. Þar er vín, konur, en enginn söngur, nema e? vera skyldi mús'kin í stílnum. Ásta Sig-- urðardóttir segir vel og sér- kennilega frá, en ekki er ég viss um, að ég skilji, hvað Ólafur Jónsson er að fara. Það kynni þó að vera fremur mín sök en hans. Elías Mar á smáskrýtna sögu, mynd úr íslenzkum nútíma, og Einar Kristjánsson Freyr leitar fanga á sömu miðum. Ingó'f- ur Kristjánsson notar aýra- lífið sem hliðstæðu við mann- líf:ð, og eins og fyrri daginn verður niðurstaðan sú, að öll skepnan stynur. Ég hefi hvoi'ki talið höf- unda í stafrófsröð né raðað sögunum eftir mati, einungis rennt huganum yfir nýlesna bók, skemmtilega aflestrar og gimilega til fi'óðleiks. Von- andi hefur mér tekizt að vekja forvitni þeirra, sem líta yfir þetta greinarkorn, en til þess er leikurinn gerður. Ef ritdómaranum tekst ekki að vekja forvitni, er annaðhvort verkið s'æmt, bókin eða dóm- urinn, nema hvorttveggja sé. Nú er mínu hlutverki lokið. Þið takið nú við, góðir háls- ar, verðið ykkur úti um bók- ina og dæmið sjálfir. Eftir er það eitt að óska fyrirtækinu Árbók skálda langlífis í land- inu. Ef skynsamlega er á haldið, hér eftir sem hingað til, fæ ég ekki betur séð en hún verði hin öruggasta, veð- urspá íslenzkra bókmennta. Þórarimi Guðnason. vegna kaus hann hugmyndum sínum þann fai’veg. Það er skemmst frá að segja, að sögur Árbókarinnar eru flestar læsilegar og marg- ar allgóðar. Yfirleitt eru höf- undarnir góðir stílistar, hver á sína vísu, og brestur frem- ur á, að þeim takist öllum að segja sögu, en auðvitað er það eitt af frumskilyrðum rit- verka af þessu tagi. Að vísu má taka smásögu góða og gilda á þeim grundvelli, að hún sé skyndimynd eða stemmning, og fyrii’gefa, þó að þráðurinn sé blár, en vanddansað er á þeirri línu og ekki á færi annarra en reyndra höfunda. Sem sagt, tiðrætt um hættur hafsins, enda hlýtur sá efnisbrunnur nú óðum að þorna. Saga Jó- hannesar Helga um sjóslys er vel skrifuð, en nýstárleg er hún ekki. Agnar Þórðarson og Jökull Jakobsson skrifa ástarsögumar í bókinni — ja, ástarsögur eru þær nú reynd- ar flestar, eins og við mátti búast af höfundum á þessum aldri, og Gísli J. Ástþórsson á þarna hressilega sögu, dá- lítið reyfarakennda að vísu, en með óvenjulegum og fersk- um blæ. Skyldi hann lesa Da- mon Runyon? Geir Ki'istjáns- son ski’ifar xun geðsjukling, myrka frásögn og dápra. Ég væni hann ekki um toros til Sjómaimafélagið Framhald af 12. síðu svefnsömu forustu í hvert sinn til samningsuppsagnar. í hverj- um samningum hefur það verið erfiðasta viðfangsefni sjómanna að gæta þess að „foringjarnir" hlypu ekki frá kröfunum og skildu sjómenn eftir í sömu sporum og fyrir uppsögn. Það mun því verða hlegið um gjörvallann flotann að hinni fáránlegu ásökun hægri brodd- anna í sjómannafélaginu. Hún verður sízt til að • auka álit þeirra í félaginu eða gengi í kosningunum. Sjómenn munu svara hinu nýja neyðarkalli hægri kratanna á verðugan hátt: með því að fjölmenna á kjör- stað og fylkja sér fast um sína eigin fulltrúa. Þeir kjósa B-listann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.