Þjóðviljinn - 22.03.1956, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.03.1956, Blaðsíða 7
Fiinmtudagur:22. marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN (7 Þau ótíðindi hafa nú gerzt að þingmenn Framsóknarflokks ins hafa í verki afneitað vinstii Stjórn með ráðstöfunum, sem þeir gerðu á Alþingi í janúar- lok s.l., er þeir lögðu ásamt Sjálfstaeðisflokknum i i m b u 1- skatta á alþýðu landsins, skátta sem munu hleypa af stað ó- stöðvandi dýrtíðarskriðu. Eru þessar aðgerðir vnikið áfall fyr- ir alla góðgjarua menn, en sér í lagi fyrir fylgismenn Fram- sóknarflokksins, sem höfðu vænzt annars, og seint hafa viljað trúa því, að flokkurinn gengi óvéfengjanlega í íhalds- þjónustu, enda eru óbreyttir flokksmenn Framsóknaj að sjálfsögðu mjög hljóðir og særðir yfir þessu háttalagi. En mest eru menn reyndar hneykslaðir á því, að þrátt fyr- ir svo ótvíræðan verknað, skuli foringjar flokksins lítilsvirða dómgreind þjóðarinnar með þvi, að tala enn um það, að hinir „lýðræðissinnuðu umbóta- menn“ eigi að taka höndum saman og mynda vinstri stjóm — seinna, og með því að halda því fram, að ekki sé hægt að stjóma landinu núna nema í samvinnu við Sjálfstæðisflokk- irin og hafi lengi ekki verið hægt. Vita ekki Framsóknar- foringjarnir, að Sjálfstæðis- flokkurinn er í miklum minni- hluta á Alþingi núna, eða halda þeir að þjóðin viti það ekki? Hvernig geta þeir búizt við að nokkur fullvita maður taki þetta þvaður alvarlega? • Framsókn kaus þjónustu við gióðaöflin Ef Framsóknarþingmenn þeir sem hafa látið til sín heyra þennan vísdóm, meintu eitthvað með því, að þeir vildu um- bótasinnaða stjórn, hefðu þeir snúið við blaðinu í síðasta lagi í sumar sem leið. Þeir þóttust vita, að sjálfra sín sögn, strax í sumar, að til sérstakra ráð- stafana yrði að grípa. Ef þeir hefðu ætlað sér að láta slíkar ráðstafanir koma á breiðu bök- in, á auðfélögin, á hina ríku, hefðu þeir setzt á ráðstefnu með vinstriflokkunum þremur þá strax og reynt að semja um lausn þessara mála, jafnframt því sem þeir hefðu samið um vinstri ríkisstjórn, þ. e. stjórn, sem nyti stuðnings verklýðs- samtakanna í landinu. Og það hefði átt að vera þeim hvöt, að fara þessa leið, að almennt hafa kauphækkanirnar síðastl. vor verið taldar nauðsynlegar og sjálfsagðar, já meira að segja af formanni Framsókhar- flokksins. Það hefði getað orð- ið giftudrjúgt spor fyrir ís- lenzka þjóð, ef Framsókn hefði borið gæfu til að fara þá leið, leið hinnar starfandi alþýðu í sveit og við sjó. Nei, Framsóknarþingmennirn- ir völdu hina leiðina, þjónust- una við gróðaöflin og braskið eins og stundum áður. Þeir kusu að leysa málið í samvinnu við íhaldið i stað þess að viður- kenna, að landinu verður ekki stjómað án þátttöku verklýðs- hreyfingarinnar nema með lagalegu ofbeldi. Þeir kusu heldur að reyna einu sinni enn að halda því að þjóðinni, þvert ofan í staðreyndir, að annað hefði ekki verið hægt. Með þessu vottuðu þeir íhaldinu það mesta traust, sem hægt var, með því að leysa svona viðkvæm mál í samvinnu við það, og að öllu leyti eftir sannri íhaldskokkabók. Sú lausn virðist með sanni sagt hafa verið hjartanu nær en lausn vinstri stefnunnar. Er nú nokkur furða þó að ýmsir séu daufír í trúnni á að forkólfar Framsóknar fáist í vinstri samvinnu eftir kosning- ar, þegar þeir höfnuðu henní eindregið meðan tvö þing voru eftir til næstu reglulegra kosn- inga? • Hverjir eru lýðræðissinnaðir umbótamenn? Svo þegar búið er að vinna óþurftarverkin, setur Tíminn upp sakleysissvip og talar um nauðsyn vinstri samvinnu í hverju blaði svo að segja. Og 15. febr. segir blaðið: „Leiðin út úr ógöngunum (leturbr. mín) er að efla hér sem traust- ust samtök allra lýðræðissinn- landi. En „af ávöxtunum skúl- uð þér þekkja þá“. Við verð- um að gera meira að því hér eftir en hingað til að dæma stjórnmálamenn og flokka fremur eftir verkum þeirra en háværum upphrópunum, eftir því sem við sjáum að eru þeirra áhugamál, en ekki þvi sem við ósktun að væru hjart- ans mál þeirra. Þeir fara nærri óskum okkar um það og not- færa sér það óspart til að véla um fyrir þeim, sem láta sér nægja upphrópanir um lýðræði og umbætur. • Véla frá vinstri — vinna til hægri Já það má heita hraustlega mælt, þegar skattgerðarmenn Framsóknar tala um vinstri samvinnu, eftir það sem á und- an er gengið, og það þarf mikla trú á dómgreindarleysi þjóðar- innar til að rétta þetta að henni. Það skal þó viðurkennt að sú trú er mönnum þessum nokkurt vorkunnarmál, því að ráðið slíkri stefnu, sem að framan hefur verið lýst, lijá þó jafnstórum og áhrifamiklum flokki sem Framsókn er. Það mundi ekki vanþörf á að bæta lýðræðið innan þess flokks. Það var mikill hnekkir að þingflokkur Framsóknar skyldi ékki snúa við blaðinu einmitt á þessu þingi. Það höfðu marg- ir góðgjarnir menn í ýmsum flokkum trúað á og vonað að eitthvað stórkostlegt mundi ger- ast einmitt nú, þegar þjóðfé- lagsandstæðurnar, k r ö f ð u s t skýrrar afstöðu af foringjum og flokkum. En ekki standast allir próf. Um það þýðir ekki að sakast héðan af, heldur verður að læra af óförunum. Það verður nú verkefni alþýðunnar i land- Sfelnn Stefánsson: Við verðum að gera þetta aðra umbótamanna.“ (Já gleymið ekki að nefna lýðræði!) Hverjir eru svo þessir lýðræð- issinnuðu umbótamenn? Eru það kannski Framsóknarþing- mennimir? Eru það þeir, sem beittu sér fyrir festingu visi- tölunnar 1947? Eru það þeir sem lækkuðu gengi krónunnar 1950? Eru það þeir, sem gerðu þjóðina að ölmusulýð með því að leggja á hana Marshall- fjötra ári eftir að hún hafði veitt ríkuleg framlög til bág- staddra í öðrum löndum? Eru það þéir, sem smeygðu fjötri Atlantshafsbandalagsins á þjóð- ina 1949? Eru það þeir sem leiddu erlendan her inn í land- ið 1951 og hafa með því kippt fótum undan efnahags- og at- vinnulífi landsmanna? Eru það þeir sem voru á móti nýsköp- uninni þ. e. eflingu fiskiskipa- flotans o. fl. 1944—’46? Eru það þeir sem ljá því fylgi sitt, að olíufélög og önnur auðfél#g fé- fletti svo gmndvallaratvinnu- veg landsmanna, útgerðina, að hún gæti ekki borið sig, þótt sjómennimir ynnu kauplaust á togurum og fiskibátum? Og eru það lýðræðissinnaðir umbóta- menn, sem lögðu hina óbæri- legu skatta á þjóðina í janúar síðastl. og tryggðu þannig að auðfélögin gætu í næði haldið áfram að féfletta atvinnuvegina. — Við spyrjum um málefni — ekki mas, framkvæmdir — ekki fjas. Ég skírskota til þjóðardóms um það hversu lýðræðislegar umbætur þetta eru. Ætli það verði ekki fáir, sem sjálfráðir fást til að setja slikt og þvílíkt á lista umbótamála í þessu þeir hafa a. m. k. í tvennum undanförnum kosningum aflað vel með þessari veiðiaðferð. Þetta er svo sem ekki alveg ný plata hjá Framsókn. Blekking- ar um vinstra samstarf hafa verið ein aðaluppistaðan í kosn- ingabaráttunni undanfarið, svo að landslýður veit nú orðið „hvað veiðinefið syngur“, enda hlær hann nú að ósköpunum — Það er engu líkara en kjör- orðið hafi verið: véla frá vinstri —vinna til hægri. En hér kemur fleira til. Vitað er nú, að þeim fylgismönnum Framsóknar, sem vilja vinstri stjórn, fjölgar óðum. Þeir eru nú orðnir langþreyttir á hjal- inu um þá stjóm. Þeir hafa nú reist svo háværar kröfur á hendur foringjunum um að efna loforðin um vinstri stefnu, að þeir, sem stefnunni hafa ráðið hingað til, sjá nú ekki önnur ráð en að sýna viðleitni. Þeir hafa því gripið til þess ráðs að tylla upp áætlun um verzlun með atkvæði við hægri foringja Alþýðuflokksins, í þeirri veiku von, að þeir geti leitt þann flokk óskiptan til slíkra kaupa. Við vitum nú hér®- um bil af því sem á undan er gengið, hvers konar hlutverk slíkri samvinnu er ætlað að leika. Enda þótt það samstarf sé ekki sigurstranglegt, gæti það auðveldlega komið í veg fyrir, að við fengjum vinstri stjóm að loknum kosningum. • .Verkefni alþýðunn- ar í landinu Það er mikil ógæfa íslenzkri þjóð, að fáir menn skuli fá inu, til sjávar og sveita, að skapa sér sína stjcn'n í næstu kosningum, og það verður að byrja strax að undirbúa það mál. Það verður nú hlutverk hinna mörgu fylgjenda Fram- sóknarflokksins, sem vinstri samvinnu vilja, hinna mörgu, sem nú þegar standa að slíkri samvinnu i bæja- og sveita- stjórnum víðsvegar um landið, að skera upp herör með skoð- anabræðrum sínum í öðrum flokkum og knýja jafnvel hina tregustu foringja til að leggja hönd á plóginn með allri al- þýðu og gera að veruleika þann draum um vinstri stjórn, sem hin vinnandi þjóð hefur lengi í brjósti borið. Hver er afstaða ykkar, fylgj- endur Alþýðuflokksins, Sósíal- istaflokksins og Þjóðvarnar- flokksins? Er ekki kominn tími til að taka höndum sarnan? Er ekki þörf á því einmitt nú, eða- hvað finnst ykkur sjálfum? Ef við frestum því nú, frest- um við því um næstu framtíð að bæta hag okkar, þá frestum við því að tryggja framtíðar- öryggi barna okkar' Við skulum hugsa okkur vel um áður við föllumst á slíkan f rest fyrij- „flokkinn okkar", því að mestí greiðinn við hann er að taka höndum saman strax við aðra vinstri flokka og mynda einn stóran kosningaflokk hinnar vinnandi þjóðar anda og hand- ar. ' i • Tökum saman höndum Tökum þvi saman höndum, hjálpum þeim, sem „kyrrir og tvíráðir“ standa. Einbeitt a£- staða okkar fylgismannanna getur bjargað mörgum foringj- um frá pólitískri glötun. Vinstri menn í öllum flokkum: Hlýðum kalli verklýðsfélaganua sem hvert á fætur öðru krefj- ast aðgerða af okkur. Hefjum strax starf til þess að skapa öflugan vinstri flokk í næstu kosnjngum, flokk sem hefur' að grundvelli stefnuskrá Alþýðu- sambands íslands fyrir vinsti-i ríkisstjórn, stefnuskrá sem allir lýðræðissinnaðir umbótamem-. munu fallast á í meginatrioum og telja horfa til farsældar. Það þunga afl sem þannig ei' hægt að skapa, sá mikli flokk-v< ur starfandi þjóðar verður að ganga fyrir öllum sérhagsmuri- um einstakra flokka. Góðir bræður og systur í þessum flokkum: Þetta getið þið, ef þið sjálf viljið. Það ér algerlega undir ykkur sjálfum komið. Ef þið viljið það okki af tryggð við flokkinn ykkar, þá sýnið þið honum óvitandi ótryggð, sem sprottin er a£ misskilningi á hans báleitasta hlutverki, því hlutverki, að sameina þjóðina, og þá hafið þið brugðizt þeirri varðstöðu,, sem þið áttuð að hafa um flokk ykkar. Þá munu líka aukast vandræði í landi enn um sinn, án þess við verði spyrnt. En ef þið ætlið flokki ykkar mikið hlutverk, og þið krefjizt. svo ekki verði undan hlaupizt, samstöðu ykkar flokks með öðr- um vinstri flokkum, þá mun renna yfir þetta land blóma- skeið vinnandi þjóðar, sem i bjartsýni á framtíð sína mun „hörðum höndum“ afla þess sem unnt er úr skauti íslenzkr- ar náttúru og njóta sjálf ávaxt- ■anna af því erfiði og lifa krafti þeirra því menningar- lifi sem hin íslenzka móðir jörð fær veitt henni af ríkdómi sínum. Eigum við enn að bíða að- gerðarlaus? Er ekki biðin orð- in nógu löng? Getum við búizt við, að himnarnir korrii yfir okkur? Nei, við verðum að gera þetta sjálf. Enginn annar get- ur gert það fyrir okkur. Kom- um strax, „tengjumst tryggða- böndum, tökum saman höndum Striðum, vinnum vorri þjóð“. Steinn Stefánsson. Húsið Hofteigur 12 sem byggt er á vegum Byggingarsamvinnufélags- ins Hofgarður, er til sölu. Þeir félagsmenn, sem neyta vildu forkaupsréttar síns, eru beönir áö snúa sér til formanns félags- ins Gísla Gíslasonar Hofteigi 12 fyrir 1. apríl n.k. Stjórnin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.