Þjóðviljinn - 22.03.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 22.03.1956, Side 6
— ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudágur 22. marz 1956 ÞlÓÐVILIINH Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn Öflug fylking vinstri manna FvAÐ er þegar ljóst af fyrstu * undirtektum að sá kosn- ingaflokkur vinstri manna sem stofnaður verður að frum- kvæði stjómar Alþýðusam- bandsins verður mjög öflug- ur. Tíðinaunum um stofnun hans er tekið með fögnuði af íslenzkri alþýðu en afturhald- ið er óttaslegið og veit varla sitt rjúkandi ráð. Verkalýðsfé- lag Borgamess hefur lýst yfir stuðningi við hið nýja kosn- ingabandalag. Fjölmennur fundur Fulltrúaráðs verka- lýðsféiaganna í Reykjavík hef- ur með miklum meirihluta at- kvæða skorað á verkalýðinn í höfuðstaðnum og alla alþýðu að fylkja sér um kosningasam- tökin og gera alþingiskosn- ingarnar í sumar að árangurs- ríkum áfanga í kjarabaráttu íslenzkrar verkalýðsstéttar. Sömu afstöðu tók fjölsóttur fundur fulltrúaráðs og stjóma verkaiýðsfélaganna á Akur- evri, sem einnig var sóttur af stjórnum verkalýðsfélaganna við Fviafjörð, og haldinn var í fyrrakvöld. Þá hefur stjórn Alþjiðnsambands Norðurlands einróma fagnað ákvörðuninni um kosningaba.ndalag alþýð- unnar og heitið bvi fyllsta stuðningi. 4 UK þessara fyrstu og at- hyglisverðu undirtekta verkalýðssamtakanna hefur vinstri armur Alþýðuflokksins, sem skipulagður er í Mál- fundafélagi jafnaðarm.anna, samþvkkt með yfirgnæfandi meiríhluta að gerast aðili að kosningabandalaginu. Er þar með staðfest að sá. hluti AI- þýðuflokksins sem styðst m'ð verkalýðsstéttina og samt.ök hennar og vill vinna að raun- hæfri viostristefnu f stjórn- málum landsins tekur virkan og öflugan þátt í kosninga- bandalagi alþvðunnar. Hægri menn Albýðuflokksins standa uppi einir og yfirgefnir í band'>Iagsbraski sínu við Ey- stein .Tónsson og hægri öf! Framsóknar. Munu það verða miki! vonbrigði þeim Fram- sóknp.rT'önnum sem sættu sig við afstöðu flokksþingsins á Tgrundvelli þeirrar yfirlýsing- ar forkólfanna að allur Al- þýðuflokkurinn fylgdi með í kaupskarmum við hægri klík- una. Þessir menn siá nú að þeir hafa verið blekktir og þeim gefnar alrangar unplýs- ingar og bví ekki ólíklest að þeir hugsi forkólfum flokks- in.s þegiandi þörfina fvrir svo óheiðariegar starfsaðferðir. 1?YRIR því eru þvi sterk rök -*• og vaxandi líkur að hin nýiu kosningasamtök alþýð- unnar hljóti umtalsverðan stuðning vinstri sinnaðra manna langt út fvrir raðir verkalvðshreyfingarinnar. Sósí alistaflokksins og vinstri Æirms Alþýðuflokksins. Vinstri anenn landsins munu al- onenn fvlkja sér um sam- tökin. hvar sem þeir hafa áð- ur staðið í flokki eða fylkingu stjóramálaátítkanna. Kosn- ingabandalag vinstri manna eru einu samtökin í komandi kosningum sem öll alþýða og vinstri öfl í landinu geta ó- skipt fylkt sér um með fyrir- sjáanlegum og stórfelldum ár- angri. Þessi samtök verða máttugt vald í íslenzkum stjórnmálum að kosningum loknum og því aflmeiri sem fleiri vinstri kjósendur skilja nú vitjunartíma sinn og mik- ilvægi þess að skipa sér fast um þau þegar í upphafi. Þau eru hið nýja afl í íslenzkri stjórnmálabaráttu, og eini vettvangurinn sem er þess umkominn að sameina megin- hluta verkalýðsstéttarinnar og öll heilbrigð vinstri öfl þjóð- arinnar um þau verkefni sem leysa þarf á sviði efnahags- málanna. ÞETTA skilja andstæðingar alþýðunnar mæta vel. Þess vegna eru hin háværustu öskur bafin í Morgunblaðinu, Vísi, Alþýðublaðinu og Tíman- um. öskurkór afturhalds er öllum stefnt að kosningasam- tökum alþýðunnar af því að þau eru það afl sem líklegt er til að sameina vinstri menn í öllum flokkum og færa mál- stað íslenzks alþýðufólks mik- ilvægan sigur og stórbætta að- stöðu i stjómmáiunum. Mál- flutningur þessara blaða minn- ir mest á hávaðasöm blekk- ingaskrif þeirra í mikilvæg- ustu kjaraátökum milli verka- fólks og atvinnurekenda. Er það næg og skýr sönnun þess að alþýðan er á réttri leið með myndun þess bandalags sem nú er í sköpun og sem aftur- haldið óttast meira en allt annað. Aiunt Mutskipti AL.ÞÝÐUBLAÐIÐ lýsir því nú daglega yfir hvílíkt lán það sé fyrir hægri klíku Alþýðuflokksins að fá að ganga til kosninga í samfé- lagi við Eysteinsklíkuna í Framsókn. Óbreyttum Alþýðu- flokksmönnum sýnist þetta hins vegar mikill neyðarkost- ur, eftir að Framsókn hefur gerzt meðábyrg íhaldinu um skattaálögurnar miklu og önnur óþurftarverk í garð al- þýðu og situr sem fastast í ríkisstjóminni þrátt fyrir samþykkt flokksþingsins um samvinnuslit! Munu fáir verða til að öfunda Harald Guð- mundsson og félaga hans af því hlutskipti sem Alþýðublað- ið dásamar mest. Hitt er svo spuming hvort hægri menn eiga nokkurt annað val eins og högum þeirra er háttað. öll viðleitni þeirra miðast nú við það eitt að afstýra algjörri tortímingu. Kann það að vera skýringin á barnslegri gleði Alþýðublaðsins. Kort úr „Der Spiegel“, til skýringgr á greinargerö blaðsins um pýðingu landánna um- hverfis Norður-íshafið í eldfaugastyrjöld. * Island og eldflaugastríð Þótt friðvænlegar horfi nú í heiminum en fyrir nokkr- um árum, er öðru nær en víg- búnaðarkapphlaupið hafi verið stöðvað. Síðan Vesturveldin hlupu frá tillögum sínum um afvopnun jafnskjótt og sovét- stjórnin féllst á þær hafa við- ræður um það mál legið niðri að mestu þangað til á mánudag- inn að undimefnd afvopnunar- nefndar SÞ kom saman á fúnd í London. En vopnasmiðir og höfundar hemaðaráætlana hafa ekki verið aðgerðarlausir. Hér í blaðinu var fyrir skömmu Skýrt frá upplýsingum sem birzt hafa í Bandaríkjunum um árangur vísindamanna og tæknisérfræðinga í Bandaríkj- unum og Sovétríkjunum í smíði langdrægra eldflauga, sem bor- ið geta kjamorkusprengju af eldri gerð eða vetnissprepgju meginlandanna milli á hálftíma. Hafa bandarískir stjórnmála- menn og vísindamenn deilt á bandaríska landvarnaráðuneyt- ið fyrir að það hafi látið það viðgangast að Sovétríkin kæm- ust framúr Bandaríkjunum í smíði langdrægra, sjálfstýr- andi eldflauga. TTeraaðarsérfræðingarnir sem semja hernaðaráætlanir í samræmi við breyttar aðstæð- ur, þar á meðal breyttan vopnabúnað, láta af skiljanleg- um'ástæðum litt til sín heyra á opinberum vettvangi. Einn er þó sá staður þar sem hernaðar- sérfræðingamir eru eins marg- ir og mý á mykjuskán en eiga þess enn sem komið er lítinn kost að láta ljós sitt skína annarsstaðar en í opinberum umræðum. í blöðum i Vestur- Þýzkalandi ber mikið á grein- um 'eftir hermenntaða menn. Ein slík um hin nýju viðhorf, sem langdrægu eldflaugarnar hafa skapað, birtist í útbreiddu fréttatímariti, Der Spiegel, 18. janúar í vetur. Þar kemur fs- land og nærliggjandi lönd mjög við sögu og höfundur kemst að þeirri niðurstöðu, að ef til þess komi að Bandaríkin og Sovétríkin heyi styrjöld með langdrægum eldflaugum muni ísland verði í miðri eldlínunni. 17yrst rekur Der Spiegel þær upplýsingar, sem fram hafa komið um eldflaugakapp- hlaupið. Þær séu á þá leið, að Bandaríkin hafi til umráða langdrægari fjarstýrð flug- skeyti, en Sovétríkin séu mun lengra komin í smíði sjálfstýrandi flugskeyta. Menn kunni að ætla að þetta komi í sama stað niður, en það sé öðru nær. Fjarstýrðu skeyt- in sS miklu auðveldara að villa af braut sinni, vegna þess að þáu eru háð útvarpssam- bandi við stjórntækin. Varnir við sjálfstýrandi skeytum eru engar kunnar enn sem komið Érlend tíðindi er og margir vísindamenn telja litlar líkur á að þær finnist sem að gagni komi, Der Spiegel heldur því fram að sjálfstýrandi skeyti sem dragi 6000 kíló- metra séu nú þegar tilbúin til notkunar í Sqvétríkjunum og verði það á yfirstandandi ári í Bandaríkjunum. Það hafi í för með sér byltingu í hemaðar- kenningum og hernaðaráætlun- um engu minni.en þá sem varð þegar* kjarnorku- og síðar vetnissprengjurnar komu til sögunnar. Hingað til hafa það verið baráttumöguleikar landhers og flota, og síðustu árin lang- drægra sprengjuflugvéla, sem hafa ráðið því hver svæði á hnettínum eru mikilvægust frá hernaðársjónármiði, segir Der Spiegel. Nú er öld eldflauga- hernaðarins að hefjast, og þá breytist lega þessara svæða. Þessi nýju vopn hafa það í för með sér að dómi blaðsins, að ísland, Grænland og Svalbarði verða þeir blettir á hnettinum sem einna mesta hernaðarþýð- ingu hafa. Bandaríkjamenn hafa nú flugstöðvar bæði á ís- landi og í Thule á Norður- Grænlandi. Frá íslandi og Thule væri hægt að skjóta flug- skeytum sem: draga 6000 km á næstum öll Sóvétríkin. Der Spiegel telur að herstjórn Sov- étríkjanna myndi telja það þýð- ingarmesta verkefni sitt í styrj- öld að gera innrás í Jsland og Grænland og taka um leið Svalbarða. Tækist það væri hægt að hindra eldflaugaskot- hríð þaðan á Sovétríkin og auk þess að ná til alls austur- og miðhluta Bandaríkjanna nreð eldflaugum frá íslandi. i Þessi breyttu viðhorf hafa það í för með sér, segir Der Spiegel enn, að hernaðar- þýðing meginhluta Vestur-Ev- rópu verður diverfandi lítil móts við það sem áður var. Fullyrð- ir blaðið, að þetta hafi komið glöggt í ljós á siðasta fundi A- bandalagsráðsins í París fjrrir áramótin. Þar með sé úr sög- unni það pólitíska Irúaratriði, sem verið hafi undirstaða bandalagsins: að í styrjöld yrði. eitt yfir þjóðir Vestur-Evrópu og Bandaríkjanna., að ganga. Það sé nú komið á, daginn að Sovétríkin geti náð til Banda- ríkjanna án þess, að leggja undir sig Vestur-Evrópu. Reg- instórveldin geti háð styrjöld án þess að Vestur-Evrópa þurfi að dragast inn í hana, og það er því að dómi Der Spiegel mjög freistandi fyrir ríkin í Vestur-Evrópu að smokka fram af sér skuldbindingum A- bandalagssáttmálans. , TTér skal enginn dómúr iagð- ** ur á þessar bollaleggingar Der Spiegel, en það er rit sem töluvert mark er tekið á. Þær undirstrika enn einu sinni, að gereyðingarhætta vofir yfir ís- lendingum flestum þjóðum fremur ef til styrjaldar kemur og stríðsaðili hefur hér her- stöð. íslendingum er því lífs- nauðsyn að leggja sitt litla lóð á vogarskál þeirra ríkja sem leitast við að berá sáttar- orð milli manna og draga úr viðsjám, og hafa þegar náð verulegum árangri. : íslendingar eiga allra þjóða sizt heima í slagtogi stórveldis, sem stjóm- að er af mönnum sem lýst hafa yfir opinberlega að þeir temji sér og telji hina æðstu list að vega salt á fremstu nöf k j arnorkustyr j aldar. M.T.Ó,

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.