Þjóðviljinn - 22.03.1956, Side 11

Þjóðviljinn - 22.03.1956, Side 11
Fimmtudagur 22. marz 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 NEVTL SHUTE: LANDSYN 46. dagar ,,Það eru engir strætisvagnar". Það varð dálítil þögn og svo sagöi hún: „Þú ættir að segja mér það, Jerry“. Hann hallaði sér fram í stólnum og reis á fætur. Hann tók unv báöar hendur hennar og horfði niður á hana, rjóöur í kinnum. Augu hennar námu viö vængina á brjósti hans. „Gott og vel,“ sagöi hann. „Eg skal segja þér þaö. Ef þaö væm friöartímar og allt væri með effli- legum hætti, þá vildi ég að viö giftum okkur, Móna. En það er ekki hægt.“ Hún sagöi lágri röddu: „Hvað viltu þá, Jerry?“ Hann hló. „Þú ert þrákálfur,“ sagði hann. „ÞaÖ er ekki hægt heldur. Eg vil að við höldum áfram eins og við erum.“ Hún þagði. Hann sagði: „Eg hef enga samúö með fólki, sem heldur að þaö hrökkvi upp af í næstu viku og dembir sér þess vegna í hjónaband. Ef ég gengi í hjónaband vildi ég eignast eitt eða tvö börn og fylgjast með þeim stækka. Og ef ég sæi ekki lengra fram í tímann en fram í næstu viku, þá vildi ég heldur sleppa því alveg.“ • „Eg er á sömu skoöun. Þaö er ekkert hjónaband nema böm séu.“ Hami brosti: „Þeir hafa þörf fyrir fólk eins og okkur, þegar stríðinu er lokið.“ Hún leit framan í hann. „Þáð er eitt sem ég ekki skil,“ sagði hún hægt. „Þú ert alltaf að tala um að hrökkva upp af. Hvernig stendur á því?“ „Meltingartruflanir, býst ég við. Eg er hættur að tefla við páfann.“ „Talaðu nú einu sinni í alvöru, Jerry.“ „Þaö kemur fyrir ööru hverju, jafnvel í lýtalaust. rekn- um styrjöldum.“ „Er starf þitt í Titchfield mjög hættulegt?" Hann tók utanum axlir hennar og dró hana að sér. Hann langaöi til að láta hana skilja hvernig allt var í pottinn búiö. ^ „Sjáðu til,“ sagði hann. „Það er alltaf dálítið áhættu- samt að' fíjúga flugvélum á stríöstímum og sama máli gegnir um skipin. Þegar ég var í Emsworth fómst þrír náungar úr minni flugsveit. Fyrir mánuöi flaug ég yfir Þýzkaland, alla leið til Leipzig. Þetta nýja starf er ekki hættulegra en hin. En í styrjöld koma alltaf fyrir óhöpp, hvaða starf sem maöur vinnur. Þess vegna gerði ég erfðaskrá.“ „Eg skil.“ Það varð löng þögn. Svo sagði hún: „Eg veit ekki hvort það verður auðvelt fyrir okkur að halda áfram á þerrn- an hátt, Jerry.“ Hann þagöi. Hlýjan frá öxl hennar hafði vakiö sömu hugsanir hjá honum. Hún sneri sér í fangi hans og leit ýfir að glugganum. „Ef okkúr reynist það ókleift, þá 'Vil ég ekki hlaupa í hjpnaband eins og þú sagðir áöan. Það er ómögulegt. Eg vil heldur aö viö förum hina leiöína.“ Hann sneri henni blíðlega að sér aftur. „Er það þetta sem kallaö er ósæmilegt tilboö í vikublöðunum?" Hún flissaði. „Eg held það hljóti að vera.“ „Áttu viö, aö þú vildir heldur að viö færum eitthvað burt saman, yfir helgi eða eitíhvað þessháttar?'1 „Já einmitt." ,,Eg hefði ekki hugmynd um hvernig ég ætti að snúa mér í því.“ „Ekki ég heldur. En við gætum lært það.“ Þau litu hvort á annað og hlógu. Chambers sagöi: „Eg yröi að kaupa bók um þetta efni og kynna mér hana. Svo yrði ég sennilega að kaupa lianda þér giftingarhring og svo færum við á gistihús og segðumst heita herra og frú Smith.“ „Við yrðum líka að ná í trúlofunarhring. Þaö væri mjög grunsamlegt ef ég heföi aöeins giftingarhring.“. „Og hann splunkunýjan." „Þaö er alveg rétt. Væri þaö ekki. hræöilegt, ef þaö kæmist upp um okkur?“ Hann sagði: „Þeir geta ekki gert okkur neítt. Lögregl- sn á ég við.“ „Ekki einu sinni ef við gefum upp fölsk nöfn? Á stríðs- tímum?“ „Þaö veit ég svei mér ekki. Það er ekki víst þeim líkaöi það.“ „Það gæti verið býsna óþægilegt.“ Hann hló framaní hana, „Mér lízt ekki mjög vel á hugmynd þína,“ sagði hann. „Hún er of flókin og á- hættusöm. Þáð væri miklu einfaldara að vera gamaldags og ganga í hjónaband." Hún sagði: „Eg vil þaö ekki.“ Hann spurði blíðlega: „Hvers vegna ekki?“ „Eg veit það ekki, Jerry ....“ Það vai’ð þögn, og svo sagði hún: „ÞaÖ væri ómögulegt. Eg vil helzt að við höldum svona áfram. En ef við gætum þaö ekki, þá vildi ég heldur að viö værum herra og frú Smith um tíma.“ Hann sagði mjög lágt: „Hvert orö sem þú segir sting- ur mig í hjartað eins og ör. Eins og eiturör, ætlaði ég að segja. Þú ert áreiöanlega svarti sauöurinn í fjölskyld- unni.“ Hún brosti lítið eitt. „Þú ert blaÖurskjóða.“ „Og í ofanálagV sagöi hann mildum rómi, „særir þú hégómagimd mína holundarsári. Hér er ég „Jeny lávarð- ur af Chambers Höll, Chambers í Chambersskíri og þú hryggbrýtur mig.“ Hún hló ekki. „Það er einmitt þáð,“ sagöi hún lágt. Hann staröi á hana. „Eg er hræddur um áð þú hafir misskilið mig,“ sagöi hann. „Varstu að hugsa um fjöl- skyldur okkar?“ Hún sagði einlæglega: „Já einmitt. ViÖ erum ekki af sama sauðahúsi, Jen-y, og hjónabandið er til frambúðar. Við yrðum aö fara mjög varlega, að öðrum kosti yröum við óhamingjusöm alla ævi. Viö bæöi.“ „Eg fer varlega. Eg hef ekki farið svona varlega síðan ég flaug einn í fyrsta skipti.“ „Talaöu í alvöru. Eg er ekki að gera að gamni mínu.“ „Eg veit þaö.“ „Nú, jæja ....“ Hún sneri sér til í fangi hans og horfði framaní hann. „Heyrðu, Jerry“, sagði hann. „Við skulum tala af skynsemi. Þú veizt hvaöa tilfinningar ég ber til þín. Eg er tilbúin að láta að vilja þínum í öllu, — það er satt og rétt. Og það hefur enginn annar verið á undan þér.“ „Eg veit það,“ sagði hann. „En ég vil ekki giftast þér — ekki nærri strax að minnsta kosti.“ Hún leit niöur fyrir sig. „Það væri ó- mögulegt.“ „Hvers vegna?“ Hún sagði: „Eg vil ekki giftast þér nema ég geti talað eins og konur hinna liðsforingjanna, klætt mig eins og r Q^imilisþáí i mr ' N j Nælonsokkar sem slitna ekki Sterkir nælonsokkar, 30 deni- er og þar yfir, eru næstum ó- slítanlegir og venjulega eru það óhöpp sem verða þeim að fjör- tjóni. Af ástæðum til þessara ó- liappa má nefna spíritus, síga- rettuösku, efnasambönd í ýrns- um hreinsunarvökvum og mik- inn hita. Venjulega er það alltaf af þessum ástæðum sem sterku nælonsokkarnir eyðileggjast. Um þunnu sokkana sem nú eru orðnir aigengastir gegnir allt öðru máli. Grandar möiur næloni? Sagt er að mölur grandi ekki næloni. En hvernig víkur því þá við að mölur eyðileggur næ- lonsokka, því að til þess eru dæmi. Allar líkur eru til þess að sokkarnir hafi þá ekki ver- ið hreinir og mölurinn hafi et- ið óhreinindin úr sokkunum og eyðilagt sokkana um leið. Við geymslu á næloni ei'is og öðr- um fatnaði gildir sú regla að það þarf að vera hreint þegar það er lagt í skúffur.iar. Það er sama hversu möltraust tau- ið er, ef það er óhreint finnur mölurinn eitthvað ætilegt. SmáatriSi Ekki þarf alltaf mikið til að lífga upp á kjól. Venjuleg kragahorn má gera fjörlegri með litlum blómvöndum festum á ská. Líka má festa lítinn vönd i hálsinn á kjól með háu hálsmáli og annað við beltið. Kjóllinn sem þarf alveg nýtt hálsmál er klipptur niður í boga og síðan er skeytt inn í nýja hálsmálið öðru efni í fallegum lit. Tvær skrautstroffur með hnöppum setja skemmtilegan svip á kjólinn. Ensk víka í Moskva í dag verður opnuð í Moskva sýning á enskri list frá 17. ötd til vorra daga. Verður þar sýnd 350 málverk, teikningar og stungumyndir og silfurgripir og postulín. Meðan sýningin stendur mun útvarpið í Moskva flytja fjölda dagskrárliða helgaða enskri tón- iist og skáldskap. N Ý K O M I Ð: Svart flauel BEZT Vesturveri Síðbuxur liafa aldrei orðið. jafn- vinsælar meðai ungra stúlkna liér og þær eru i öðrum lönd- uni, einkum í Bandaríkjunum og Bretlandi. Þó er það klæðu- aður sem er að ýmsu leytí hentugur og getur farið vel. Myndin er tekin á t ízkusýnlngu í London. I Ötgefandl: Bameinlngartlokkur alþýSu — BSsiallstafloklcurinn. — Rltsttórar: Magnds KJartanssoa (ftb.), SlgurSur OuSmundsson. — Jk-éttaritstWrl: Jón BJftrnason. ,-t Blaðamepn: Ásmundur Slíur- ■ 4ónsson, Bjarnl Benedlktsson. GuSmumiur Vlgfússon, ívar H. Jónsaon, Magnúa Torfl ólafson. — AuelýslnBastlórl: Jónatótnn Haraldsson. — RltsWórn. aígrelSala. auglístnsar, prentsmlSJa: SkólavörSusttg 19. - Slml 760« O llnur). — AskrlftarverB kr. 20 á mánuSl t Reykjavtk os n&grennl: tr. 17 annarsstaSsr. — LausasbluvvrS kr 1. — “runta*****- WdðvOJans h.f.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.