Þjóðviljinn - 06.04.1956, Side 1
4
VILIINN
Föstudagur 6. aprí! 1956 — 21. árgangur — 78. tölublað
Inni í blaðinu
Bertrand Russell sannfaerð*
ur um sakleysi Rósenbergs-
hjóna.
5. síða.
Haldift áfram að ofsækjja
Arthur Miller.
5. síðá.
Aíþýðubandalagið - kosningasamtök vinstri
manna um steínu Alþýðusambandsins - stofnað
til að trygqja verkalýðnum það marga fulltrúa á Alþingi að stjórn-
arvöldin verði að stjórna í samrœmi við hagsmuni alþýðunnar , ;
Arangursríkasta hagsmunabaráttan er að tryggja
Alþýðubandalaginu sem flesta fulltrúa
Miðstjórn Alþýðusambands íslands samþykkti einróma íyrir nokkru á fundi
fullskipaðrar sambandsstjórnar að Alþýðusambandið beitti sér fyrir „að koma
á fót kosningasamtökum allra þeirra vinstri manna, sem saman vilja standa á
grundvelli stefnuyfirlýsingar Alþýðusambandsins". Þetta hefur nú verið fram-
kvæmt með stofnun Alþýðubandalagsins í fyrradag.
Eins og fram kom í ályktun Alþýðusambandsins er verkalýðssamtökunum
beinlínis lífsnauðsyn að stórauka áhrif sín og völd á Alþingi, svo tekið verði
tillit til hagsmuna alþýðunnar við stjórn landsins, í stað þess að stjórnarvöldin
ráðist ætíð á lífskjör verkalýðsins, og ekki þurfi margra vikna verkföll til þess
að brýnustu og sjálfsögðustu hagsmunamál alþýðunnar nái fram að ganga.
Með því að fylkja sér einhuga um frambjóðendur Alþýðubandalagsins er al-
þýðan því að heyja þá hagsmunabaráttu sem árangursríkust er nú.
Þjóðviljanum barst í gær svo-
hljóðandi frétt frá miðstjórn Al-
þýðubandalagsins:
„Að undanförnu hefur verið
unnið að þvi að koma á fót
kosningasamtökum allra þeirra
vinstri manna, sem saman vilja
standa um stefnuyfirlýsingu Al-
þýðusambands íslands.
í gær, þann 4. apríl, var end-
anlega gengið frá stofnun þess-
ara stjórnmálasamtaka, og
hlutu þau heitið: Alþýöubanda-
lagið.
Samkvæmt kosningalögum
geta stjórnmálaflokkar einir haft
landslista í kjöri. Hér hefur því
verið stofnaður nýr stjómmála-
fiokkur, og er miðstjóm hans
þannig skipuð:
Hannibal Valdimarsson
Einar Olgeirsson
Alfreð Gíslason
Lúðvík Jósefsson
Sigríður Hannesdóttir
Eðvarð Sigurðsson
Kristján Gíslason
Guðmundur Vigfússon
Finnbogi Rútur Valdimarsson
Formaður var kosinn Hanni-
bal Valdimarsson, varaformað-
Alfreó Gíslason
ritari Alþýðubandalagsins
ur Einar Olgeirsson og ritari
Alfreð Gísláson.
Flokkslög Alþýðu-
bandalagsins
1. gr.
Flokkurinn heitir Alþýðu-
bandalagið.
2. gr.
Hlutverk flokksins er að
skipuleggja á stjórnmálasvið-
inu baráttu alþýðunnar fyrir
bættum kjörum, aukinni menn-
ingu, sjálfstæði þjóðarinnar og
samstarfi allra frjálslyndra
manna. Fiokkurinn. skai hafa
náið samstarf við verkalýðs-
samtökin og önnur hagsmuna-
samtök vinnandi fólks.
3. gr.
Miðstjórn flokksins er skip-
uð 9 mönnum. Hún annast yfir-
stjórn flokksins. Miðstjórn
skiptir mmeð sér verkum. Mið-
stjórn samþykkir öll framboð
á vegum flokksins og leggur
fram landslista. Framboð skulu
ákveðin með samkomulagi í
miðstjórn og i samráði við
kosninganefndir og trúnaðar-
menn í kjördæmum.
Miðstjórn skipar útgáfu-
stjórn blaðs á vegum flokksins
og ræður starfsmenn í þjónustu
hans.
Fjölga má mönnum í mið-
stjórn með samkomulagi mið-
stjórnarmanna.
4. gr.
1 öllum kjördæmum skulu
Einar Olgeirsson
varaformaður Alþýðubanda-
lagsins
Hannibal Valdimarsson
formaður Alþýðubandalagsins
vera kosninganefndir flokksins.
Kosninganefndir gera tillögur
um framboð hver í sínu kjör-
dæmi og koma fram fyrir
flokksins hönd í kjördæminu.
5. gr.
Þingmenn, sem kosnir eru á
vegum flokksins, skulu mynda
með sér sameiginlegan þing-
flokk.
Þingflokkurinn starfar á Al-
þingi í samráði við miðstjórn
að framgangi yfirlýstra stefnu-
mála bandalagsins samkvæmt
stefnuskrá, sem í meginatriðum
er byggð á stefnuyfirlýsingu
Alþýðusambands Islands.
Stjomir verkalýðsfélagan na í Vestrcieyjum lýsa
einroma sfuðningi við stofnun alþýðubandalags
Héraðsnefnd Alþýðubandalagsins i Vestmannaeyjum
tilnefnir einróma Karl GuSjónsson frambjóðanda þess
• Stjórnir verkalýðsfélaganna í Vestmannaeyjum
og fulltrúaráðið þar hélt sameiginlegan fund hinn
30. marz s.l. og ríkti þar alger einhugur um stefnu
Alþýðusambandsstjórnarinnar, og í ræðum fund-
armanna kom fram mikil ánægja með stofnun
Alþýðubandalagsins og áhugi íyrir framgangi
þeirrar samfylkingar vinstri aflanna í komandi
kosningum.
I því máli var eftirfarandi tillaga samþykkt ein-
róma
„Fundur stjórna og fulltrúa-
ráðs verka’ýðsfélaganna í Vest-
mannaeyjum haldinn í Alþýðu-
húsinu 30. marz 1956 ályktar:
Eins og nú er' komið mál-
um, hlýtur verkalýðshreyfing-
in að endurskoða baráttuað-
ferðir sínar og viðnrkemia,
að naup- og kjarasainningar
við atviniiurekendur gru ekki
einlilítir til sóknar og varnar
lífskjörum hins vinnandi
fólks. Þriðji aðili, löggjafar-
valdið. hefur þrásinnis á und-
anförnum árum gripið beint
og' óbeint inn í þau niál og
hallað á launþegana, nú síðast
með því að samþykk.ia á yfir-
standandi ári á þriðja hundr-
að milljón króna aukaálögur
á almenning.
Ilin venjulega leið verka-
lýðssamtakanna, samninga-
uppsagnir og verkföll, imindi
nú tæpast fær til að tryggja
að kaupmáttur launa yrði
varðveittur, en auk þess eru
langvinn verkföll of kostn-
aðarsöm baráttuaðferð. þegar
gagnaðiiinn getur á einni
nóttu rænt verulegum hluta
af árangri þeirra með lög-
gjöf.
Allir vita að siðustu að-
gerðir ríkisvaldsins í efna-
hagsmálum, Framleiðslusjóðs-
skattarnir og aðrar nýjar á-
lögur, sem samþykktar vovtt
á Alþingi um mánaöamótia
jan.—febr. s.l. eru bráða-
birgðaráðstafanir og frckari
aðgerða er von. Stcrfelld
gengislækkun og kaupbind-
ing blasa við, ef sjónarmið
Framhald á ]n síðu
Yfirkjörst'éiii
í Reykjavík
Á bæjarstjórnarfundi í gær
voru kosnir í yfirkjörstjórn við
væntanlegar alþingiskosningar í
sumar þeir Steinþór Guð-
mundsson og Hörður Þórðarsou
og varamenn þeirra Þorvaldur
Þorarrnsson og Páll L:..J.al.