Þjóðviljinn - 06.04.1956, Side 11
Föstudagur 6, apríl 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11
NEVIL SHUTE:
LIIDSYN
55. dagur
eytt kvöldinu rólegur og áhyggjulaus. Kona hans haf'ó'i
notfært sér frestinn sem flugmannaskiptin gáfu honum
og fengið hann til aö taka sér fríkvöld. Þau höfðu
borðað saman kvöldverð á snarlbarnum á Royal Clar-
ence hótelinu, etið steik og ávaxtasalat; prófessorinn
hafði getað gleymt útreikningum sínum svo, að hann
tók eftir fallegu barstúlkunni sem rétti ungum liðsfor-
ingium drykki sína yfir barinn. Frá Royal Clarence
höfðu þau farið í kvikmyndahús og þar höfðu þau séð
mynd með nafninu Blondie nær sér í mann. í sjötíu og
fimm mínútur hafði hann ekkert hugsað um orustu-
skip, elektrónuáhrif né sprengiefni; hann hafði hlegið
næstum stanzlaust alla kvikmyndina og honum leið
betur á eftir. Þau höfðu komiö aftur heim í litlu íbúðina
sína í Southsea í myrkvuninni, glöð og ánægö. Frú Legge
liafði fengið hann til að fara í rúmiö undir eins, svo aö
hann gæti hafizt handa endurnæröur næsta morgun.
Hann hafði samþykkt það orðalaust og hafði farið í
rúmið í von um langa, góða næturhvíld.
Um miðnætti hringdi síminn til að tilkynna honum
aö tilraunirnar héldu áfram daginn eftir samkvæmt á-
ætlun. Hann svaf mjög lítið eftir það.
Klukkan níu fór hann um borð í togarann við hafnar-<
garðinn, áhyggjufullur og niðurdreginn. Nú voru enn
fleiri sjóliðsforingjar þar fyrir en áður vegna þess hve
vel hafði gengið daginn áður. Legge sagði við Hewitb:
,,Ég hélt að þessari tilraun yrði frestað. Er það ennþá
Chambers sem flýgur vélinni eða hafið þið fengið ann-
an flugmann?“
Hewitt brosti. „Burnaby var ekki eins harður í horn
að taka og við bjuggumst við. Við þurftum ekki að-láta
Chambers fara og tiiraunirnar gátu haldið áfram“.
Prófessoriim hló kuldahlátri. „Það er mjög óheppilegt
að mínu áliti. Ég vonaöi að við fengjum eilítið meiri
tíma.“
Flugforinginn kinkaði kolli. „Ég hafði það líka í huga.
En þannig átti það ekki að fara.“
Þrjár tiliaunir áttu að fara fram þennan dág, allar
á orustuskipi. Á milli tili-aunanna þurfti flugvélin að
fara á flugvöllinn aftur til aö láta hlaða sig. Allan daginn
lá togarinn og ruggaði skammt frá orustuskipinu meö-
an þrír tundurspillar héldu vörð fyrir utan. Á milli til-
raunanna sat prófessorinn í bninni, kvíðafullur og
kaldur og dálítið sjóveikur.
Fyrsta tilraunin heppnaðist í fyrstu atrennu. Allir
voru mjög ánægðir þar til vélin kom í annað sinn og til-
raunin heppnaðist ekki í þrjú fyrstu skiptin en tókst
i fjórðu lotu. í þriðju og síðustu tilrauninni tókst hún
Við aöra atrennu.
Togarinn fór aftur í höfn og orustuskipið sigldi á
haf út í myrkrinu á leið til óþekkts ákvöröunarstaðar.
ÞaÖ haföi fleiri verkefni en aö vera þolandi í tilraunum
meö leynivopn. Annað omstuskip yröi ekki tiltækt næsta
hálfa mánuöinn; á meðan átti aö gera tilraunir á beiti-
skipi.
Á leiöinni í höfn átti Burnaby tal við Legge og Hewitt
1 kortaklefanum. „Þetta verkar prýðilega þegar það
verkar á annað borð“, sagði hann. „Það er verst hvað
það er duttlungafullt“.
Legge sagði: „Það er ekkert aöalatriði, herra. Það
er hægt að bæta úr því undir eins og við vitum hvern-
ig áhrif þessi öfl hafa á það. En einsog stendur érum
viö að reyna þessar tilraunir án þess að hafa skýrslúr
til aö styðjast við og um borð í flugvélinni er sprengi-
efni“.
Burnaby sagði: „Álítið þér við getum ekki gengið
úr skugga um hæfni þess á þennan hátt?
„Jú. Þessi aðferö er hin fljótvirkasta til þess. En mér
finnst við eiga alltof mikið á hættu“.
Hewitt sagði: „Við ákváðum aö leggja í áhættuna
eftir talsverða umhugsun“.
Prófessorinn sagði: „Ég veit. það. Ég býst viö aö ég
sé ekki nógu forhertur“.
Burnaby sagði óvænt: „Enginn okkar er það“.
Það var næstum komið myrkur þegar Legge og
Hev/itt komu aftur á flugvöllinn. Chambers beið þeirra
þar; þeir fóru yfir árangurinn saman. „Mælirinn fór
upp 1 þrjátíu og fimm í fyrstu og þriðju lotu í annarri
tilraun“, sagði hann. „Og í fyrstu lotu í þriðju tilraun.
Ég slökkti í öll skiptin. Ég skil ekki hvers vegna það
verkaöi ekki í annarri atrennu í annarri tilraun“.
Það varð löng þögn. Prófessorinn horfði á minnisblöö
flugmannsins með athygli.
Hewitt sagði loks: „Hefur þetta einhverja þýðingu
fyrir yður, prófessor?“
Hinn sagði með hægö: „Ég geri ráð fyrir því. Ég þyrfti
að vinna dálítið úr þessu. Það leynir sér ekki að við þurf-
um aöra stillingu fyrir omstuskip og um leið gæturn við
lækkaö tíðnina lítið eitt. Hvenær sagöi Burnaby aö
við gætum aftur fengið omstuskip“.
„Eftir hálfan mánuð“.
f A
J
Of fáar ístungur í gömium íbúðum
ip6a{npeei|SfT| nia J196 ||o rnn in{sgia{ ipsnni
I flestum gömlum íbúðum
eru rafleiðslur mjög úreltar,
þegar tekið er tiliit til hinnar
miklu notkunar rafmagns nú
á tímum. Það þarf ístungur
fyrir útvarp, ryksugur, raf-
magnsofna, háfjallasól og að
ógleymdum borðlömpum, stand-
lömpum og alls konar lömpum.
Afleiðingin verður ofhlaðin
ístunga, eins og sýnt er á
myndinni, þar sem fimm leiðsl- j
ur eru í sömu ístungu. Leiðsl-!
urnar vefjast og vindast um
stofuna, eru fyrir þegar hreins-
að er, það er gengið á þeim
og þær slitna og geta þannig
orðið beinlínis lífshættulegar,
að ógleymdri eldhættunni.
Framlengingarsnúrur og milli-
stykki eru auk j>ess lífshættu-
leg fyrir börn sem lei'ia sér á
gólfinu.
Á teikningunni hér áð neðan
• er 'sýnt hveraig lx:tla ætti að
vera og hvernig það er alltof
oft. En það er erfitt og dýrt
að fá þetta betrumbætt, en
það er þó strax bót að fá tvö-
faldar ístungur í stað einfaldra.
Slík ístunga er sýnd á. mynd-
inni. *
Sæjarpósturinn 1
Framhald á 4. síðu.
til að ræða þessar spurningar
né gefa svör við jreim, en
hugsið málið" og svarið hvert
fyrir sig. Reynið að gera ýkk-
ur rökvísa grein fyrir því,
hverskónar andrúmsloft er
ríkjandi hér t. d. í síðferði-
legum efnum. Hlustið á sam-
tal tveggja unglingsstráka
um síöustu næturævintýri sín,
og takið vel eftir orðfæri
þeirra; það er sótt beint í
morð- og kynórasögur tíma-
ritanna og kvikmyndanna. —
Nú finnst mér rétt að geta
þess, að það er langt í frá,
að ég hatist við reyfara, ég
hef lesið feiknin öll af þeim
um dagana og ekki orðið var
við að sú lesning spillti mér
neitt að ráði. Sömuleiðis er
skylt að geta þess, að það
eru líka gefin út hér vönduð
og góð tímarít, þótt ruslið
sé í meirihluta. Eg vil nefna
tímarit eins og: Orval, Tírtia-
rit Máls og menningar, Helga-
fell (ef það er þá við lýði
enn), Birting. Þetta eru allt
vönduð tímarit að efni og
búningi, og menningu okkar
fremur til sóma en hitt.
ÞVINGUNARLÖG
Framhald af 12. síðu.
áhrif á gang verkfallsins, ekki
sízt atkvæðagreiðsluna um miðl-
unartillöguna, ,sem nú stendur
yfir í mörgum verkalýðssam-
böndum.
Gegn þvingunarlögunum töl-
uðu þingmenn kommúnista ein-
ir.
Tilkynnt hefur verið, á'ð for-
sætisráðherrann, H. C. Hanseii,
hafi ákveðið að hætta við ís-
landsför sína vegna verkfalls-
ins, en hann ætlaði að vera í
fylgd með konungshjónunum
hingað.
„Information“ vill meiri
lögregluvernd
Ráðizt var á ríkisstjórnina í
danska þinginu í gær fyrir það
hve slælega lögreglan hefði
gengið fram í því að vernda hús
blaðsins „Information" og bíl
ritstjórans.
Dómsmálaráðherra svaraði
því, að lögreglan hefði haft
auga með húsinu en ekki talið
ástæðu til að ráðast gegn
mönnum þeim, sem safnazt
höfðu þar saman, því um ó-
spektir hefði ekki verið að ræða,
og sýnilegt að sumir hefðu
komið þama fyrir foi’vitni sak-
ir.
,,Information“ er eina blaðið
sem gefið er út í Kaupmanna-
höfn, auk blaða Sósíaldemó-
krata og Kommúnistaflokksins,
sem út eru gefin með sam-
í þykki verkfallsmanna.
Innilegustu þakkir mínar, sonar rníns, og annarra að-
standenda, færi ég öllum jVeim mörgu, er við fráfall og
jarðarför eiginmanns míns,
Ksistius SæmHKdssesAí,
trésmíðameistara,
auðsýndu oldcur mikla vinsemd, samúð og liluttekningu
á margau hátt og heiðruðu minningu hans margvíslega.
Og sérstakar þakkir .ber þeim mörgu, sem af dugnaði og
fórnfýsi tókcj þátt í erfiðri og fyrirhafnarmikilli leit að
jarðneskum leifum hans. —Hjartans þakkir 'fyrir alla
þessa góðsemd.
Kristín Ögmuudsdóttir
| Dtgefandí: 8ameinlngarfloktur alþýðu — Sósíallstaflokkurlnn. — Rltstjórar: Magnús KJartanssom
(áb.)i Stgurður Quðmundsson. — íFréttarltstJórl: Jón BJarnason. — Blaðamenn: Ásmundur Slgur-
4ónsson, Bjarnl Benediktsson, Guðmundur Vlgfússon, ívar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafson.
AuelýslngftstJóri: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjóm, afgreiffsla. auslýsinear, prentsmiSja: Skólavörðustíg 19. — Sixni 7500 (1
línur). — Áskriftarverö kr. 20 & mánuði í Reykiavik og nágrenni; kr. 17 annaraataðar. -- Lausasöluverð kr. 1. —
ÞJóðvllians h.f.