Þjóðviljinn - 06.04.1956, Side 6

Þjóðviljinn - 06.04.1956, Side 6
— ÞJÓÐVILJINN — Föstudagiir 6. apríl 1956 I. HiómnuiNN Útgefandi: Sameiningarflokkur alpýðu — Sésíalistaflokkurinn Herstöðvaflokkarnir riðlast rialdsflokkur Ólafs Thórs og Bjarna Ben. emjar nú sár- an vegna „svika“ hdnna her- námsflokkanna tveggja. Þeim er Ijóst að íhaldsflokkur þeirra er ekki vel settur að ganga til kosninga í sumar sem eini yfir- líýsti, forherti hemámsflokkur- inn. Og hvað sem líður heilind- um hinna flokkanna í hernáms- málunum eru það og hafa bvarvetna þótt talsverð tíðindi, að sarrfstaða hernámsflokkanna þriggja, íhaldsflokksins, Fram- sóknar og hægrimanna Alþýðu- flokksins skuli nú rofna, að tveir af þremur þeirra flokka sem ofurseldu land og þjóð bandarísku hemámi, telji sér ekki lengur fært að ganga til kosninga sem yfirlýstir her- námsflokkar. >eir eru komnir það langt á undanhald að nú teijá þeir væniegast til kjör- fylgis, að kjósendur trúi því að þessir flokkar hafi snúið frá villu síns vegar, vilji að ís- iendingar vísi burt bandaríska Jbemum. Þetta undanhald, enda þótt Eysteinn, Hermann og Har- aldur hugsi sér það sem kosn- ingabrellu, er í raun réttri stór- sigur fyrir þá einbeittu og hik- lausu stefnu sem Sósíalista- flokkiyinn hefur jafnan mark- aó í hinni nýju sjálfstæðisbar- áttu íslenzku þjóðarinnar, bar- áttunni gegn erlendri ásælni, gegn herstöðvum á íslenzkri grund. Þess mun jafn- an minnzt, þegar skráð verður saga íslenzku þjóðarinnar á tuttugustu öld, hve hreint og hiklaust einn íslenzkur stjóm- málaflokkur, Sósíalistaflokk- urinn, reis gegn hinni erlendu ásælni og barðist á öllum stig- um hennar fyrir íslenzkum málstað. Arið 1945, þegar Bandaríkin kröfðust af dæmafárri ó- svífni þriggja herstöðva á Is- landi til 99 ára, í stað þess að efna hátíðleg loforð forseta og stjórnar Bandaríkjanna að hverfa burt með herinn í síríðslok, tókst Sósíalista- flokknum að hindra framgang þess máls, vegna þess, að hann átti þá aðild að ríkísstjórn. Bandaríkjastjórn ásetti sér að ná því í áföngum, sem ekki fékkst í einu. Þá hefst dekksti kaflinn í sögu í'naldsflokksins, Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins. Foringjar þeirra flokka hófu hina gruggugu baktjaldasamninga við banda- rísk stjórnarvöld, sem leiddu 4il Keflavíkursamningsins 1946, • stjórnarmyndunar Stefáns Jó- hanns, Eysteins og Bjama Ben 1947; leiddu til þess að ísland var svikið í hernaðarbandalag Bandaríkjanna 1949 og loks til smánar hernámsins 1951. Til þessa hefur samsektin nægt til _að viðhalda leyndinni um þá gruggugu baktjaldasamninga Spámaður finnur sinn lýð íslenzkra stjórnmálaflokka, en svo mun ekki verða til fram- búðar. Þeir flokkar og þeir menn sem rígbundu íslaná við hemaðarbandalag Bandaríkj- anna og kölluðu á bandarísk- an her inn í landið munu hljóta þunga dóma íslandssög- unnar. i TVTÚ þegar, aðeins fimm árum 4-’ eftir að hernámið hófst, hefur Sósíalistaflokknum og heiðarlegum ættjarðarvinum í öðrum flokkum tekizt að skapa svo sterkt almenningsálit í landinu gegn hernámsstefnu og herstöðvum, að tveir af þrem- ur hemámsflokkunum em þeg- ar komnir á undanhald. Þeir vom ekki margir utan Sósíal- istaflokksins sem treystu sér til að standa í eldi hinnar nýju sjálfstæðisbaráttu þegar hæst lét í hemámsflokkunum þrem- ur, um nauðsyn „vama“ lands- ins, um þá sælu að eiga kost á „vernd“ hins volduga banda- ríska hers. En með hverju ári hafa þeir orðið fleiri og fleiri. í hemámsflokkunum hafa þeir risið upp, með rök sósialista á vörunum, og knúið foringja þeirra til undanhalds. Ófáir, sem létu blekkjast af hemáms- áróðrinum, hafa leitað sám- vizku sinni friðar í blindgötu Þjóðvarnarflokksins, einnig með rök sósíalista á vörunum. Allt hefur borið að sama brunni: Fylking hinna forhertu hemámsmanna hefur skroppið santan, og nú er svo komið, að gagnvart kjósendum sumarið 1956 þorir einungis einn her- námsflokkanna að viðurkenna sig sem hernámsflokk, banda- rískan herstöðvaflokk, Ihalds- flokkur Ólafs Thórs og Bjarna Ben. Á stæða er til að fagna þessari þróun, því það eitt er víst, að henni lýkur ekki með þeim undanhaldskafla Framsóknar og Alþýðuflokks- ins, sem nú er staðreynd. Fólk- ið í landinu fær einmitt tæki- færi nú í sumar að hraða þess- ari þróun, er hlýtur að lykta með því að bandaríski herinn verður rekinn burt af landinu. • Kjósendurnir fara ekki í graf- götur með það, að sé ætlunin að tryggja rökrétt framhald sjálfstæðisbaráttu íslendinga, er varlegt að treysta flokkum, er drukkið hafa til botns smán- arbikar hernámsins undanfarin ár. Einungis eitt ráð dugar til að þrýsta undanhaldsflokkunum, Framsókn og Alþýðuflokknum áfram, þrýsta þeim til heiðar- legra framkvæmda á heitunum um brottför hersins. Það ráð er að gera bandalag alþýðunn- ar að öflugum þingflokki þeg- ar í kosningunum í sumar. Svo virðist sem alþýðumenn úr öll- um flokkum hafi gert þetta upp við sig, ög því brakar nú í innviðum gömlu flokkanna. Fyrir fáum dögum varð mér litið í Morgunblaðið, sem ég er annars löngu hættur að lesa. Er ég fletti því í hirðuleysi, blasti við niðurlag á prédikun séra Sigurðar Einarssonar, hverja sá drottins smurði kvað hafa haldið fyrir og yfir Heim- dellingum í Holsteini — og eins og vera bar um vonzku komm- únista. Eg renndi augum yfir næstu línur prédikaráns. Þær hljóða þannig: „Hannes Hafstein sagði: Hvernig sem stríðið þá og þá er blandið, það er að elska, byggja og treysta á Iandið. Þetta getuan við sagt, en ekki kommúnistar. Þeir eiga ekki að dirfast í þessu frekar en öðru að taka sér í murin neitt það, er varðar þjónustu við okkar land, okkar framtíð, framtíð og sæmd okkar þjóðar.“ Svo mörg voru þau vísdóms- fullu orð. Fyrir nOkkrum mánuðum flaug náfn íslands um állar jarðir, ofið inn í Ijóma frægð- ar og aðdáunar. Það var einn maður, einn fslendingur, sem hafði varpað á land og þjóð umfangsmeiri og glæstari bjarma frægðar og viðurkenn- héldu Leiðtogar Sjálfstæðisflokks- ins eru nú mjög uggandi yfir þeirri aðstöðu sinni að standa uppi sem afhjúpaðir erindrek- ar Bandarikjamanna, svo auð- mjúkir að þeir mega ekki einu sinni halda fram sjálfstæðri afstöðu fyrir kosningar. Með- al almennings vakti það mikla athygli að þrír af þingmönn um flokksins voru fjarverandi er atkvæði voru greidd um þings- ályktunar- tillöguna um endurskoð- un herset- unnar, þeir Gunnar Thoroddsen (maðurinn sem flutti ræðuna 1. desember 1945), Jónas Rafnar og Jón Pálmason. Var talið einsætt að þarna væri um pólitískan sjúkleika þre- menninganna að ræða, í þeim opinberaðist samvizkubit flokksins. Hinir þingmenn flokksins, sem atkvæði greiddu sam- kvæmt valdboði Bandaríkj- anna, voru mjög sárir út af þessu liðhlaupi þremenning- anna. Hafa þeir verið tekn- ir í karphúsið að undanförnu, þeim hefur verið hótað öllu illu, og í gær lj'ppuðust þeir loksins niður og birtu sam- eiginlega yfirlýsingu í Morg- unblaðinu um það að þeir hafi haft ,,um afgreiðslu málsins fulla samstöðu með öðrum þingmönnum flokks- ins.“ Þetta er í annað skiptið sem Gunnar Thoroddsen heyk- ist á afstöðu sinni til her- námsmálanna. ingar og' lofs en nokkrum öðr- um hafði tekizt frá því byggð hófst í landinu. Morgunblaðið hafði m. a. kallað þennan mann „æðsta prest kommúnista.“ Annað íhaldsblað tók fram að þessi langfrægasti maður Is- lands, fyrr og síðar, hefði á annan áratug aldrei skrifað í önnur blöð hér heima en Þjóð- viljann. Halldór Kiljan Laxness var í munni og perina allrar aftur- haldspressunnar, item Alþýðu- blaðsins og Holtsklerksins, fyrsta flokks kommúnisti. Samt gátu þessi blöð og pótentátar ekki neitað því, að Halldór K. Laxness hafði borið heim til íslands frægustu við- urkenningu fyrir bókmenntaaf- rek, sem heimurinn gat veitt. Enginn Islendingur fannst svo blindur af pólitísku ofstæki að hann viðurkenndi ekki, að af- rek Laxness, mat heimsins á honum og verkum hans, stæði í nokkru sambandi við „sæmd okkar þjóðar“ — þar til spá- maður Heimdallar birtist á sviðinu. Bezt gáeti ég samt trú- að, að Sigurður hefði viðhaft önnur orð um svipað efni, er hann var að staupa sinn heil- agleik heima hjá „æðsta presti kommúnista" í tilefni veitingar Nóbelsverðlaunanna. Þessi tilfærðu niðurlagsorð í prédikun klerksins urðu til þess, að ég las ekki annað í ræðu hans. Gat ekki lagt mig niður við það. En hafi annað efni hennar verið 'af sama toga spunnið, sagt af álíka miklu viti og prestlegri hógværð og sannleiksást, þá er ekki þar um að segja nema þetta eitt: Loks háfa Heimdellingar fundið sér spámann og spá- maður hitt sinn lýð. Og það hygg ég, að hver maður gæti hengt sig upp á, hvar sem væri, að aldrei hafi tveir slíkir hæft hvor öðrum betur. Leikmaður. Sáttakerf i til að koma í veg f yrir verkföll Fyrir verkfallið í fyrra létu iðnrekendur líða vikur og mán- uði án þess að reyna að semja við verkalýðsfélögin, — og það enda þótt margir þeirna vildu semja. Það er þvL nokkuð óljóst hvað vakir fyrir nýafstöðnu iðn- rekendaþingi í eftirfarandi sam-' þykkt: „Ársþingið telur brýna náuð- syn á að komið sé hér á sátta- kerfi, líkt og tíðkast í mörgum nágrannalöndum. Verkefni þess sé að auka samstarf verkamanna og atvinnurekenda og að fylgj- ast með þróun atvinnumála í þeim tilgangi að reyna að koma í veg fyrir verkföll óg draga úr hinum skaðlegu áhrifum þeirra verkfalla er ekki verða umflú- Mznningarorð um Jón Sæmundsson Jón Sæmundsson,, dáinn, horfinn. Örlögin eru oft misk- unnarlaus og þá oft miskunnar- . lausari við eftirlifendur en hina látnu. Eigi maður fáa vini, eins og oft vill verða í þessum misk- unnarlausa heimi, má helzt engan þeirra missa, þvi að þeir einir eru vinir sem í raun reynast. Slíkur var Jón Sæmundsson þeim sem hann kynntist og þáðu trúnað hans. Ef mönnum finnst heimur fara versnandi og að meira og meira færist í það horf að olnbogarnir ráði um hvort maðurinn kemst hér vel á- fram eða ekki, þá er fundið sárt til saknaðar, er einn þeirra manna er horfinn er átti ekki slíkan hugsunarhátt nein- staðar í fórum sínum, en var alltaf boðinn og búinn að fórna tíma og verðmunum til þess eins að búa öðrum samferða- mönnum betra líf og tíjartara. Sá er þetta ritar kynntist Jóni um það leyti sem hann hóf nám í múraraiðn og varð strax heillaður af hans óvenju- lega persónuleika. Viðmót hans var strax við hvern sem var svo milt og þýtt -og aðlaðandi að fram hjá honum varð ekki komizt án eftirtektar. En þrátt fyrir það vann hann ennþá á við áframhaldandi kynningu. Jón var fæddur sósíalisti, hann var ekki einn þeirra sem ber sér á brjóst og kallar hér er sósíalisti um leið og hann fór framhjá,. en j sporunmn stóð skýrum stöfum: hér fer sósial- isti og sannur mannvinur. En misjafnir eru dómar mannanna. Olnbogabörnin gáfu honum að sjálfsögðu allt annan dóm. í þeirra augum var hann einfaldur krakki sem varaðist ekki hinn vonda heim og var því ekki fær um nð nota sér aðstöðu sina til að upphefja sjálfan sig til vegs og virðing- ar. Meðan hann var í Verka- mannafélaginu Dagsbrún var fljótt komið auga á hans sér- stöku félagslegu eiginleika og var hann þar oft í trúnaðar- stöðum. Er hann kom í Múrarafélagið var að sjálfsögðu einriig komið auga á hæfileika hans en 'snú- izt öðruvísi við af ráðamönnum þess. : En Jón var óvenjulégur drengskapar- og manndóms- maður. Og ekki dreg ég í efa að í því félagi, þar sem andi. Jóns svifi yfir vötnunum, væri betra andrúmsloft og að þar væru menn bundnir meiri og' vinsamlegri böndum. Þessi fátæklegu minningar- orð eiga að vera tilraun til þakklætis fyrir samveru til þessa eina vinar míns innan Múrarafél. Reykjavíkur. „Loks- ins sjást hér engin fjöll.“ Ef við vinir þínir viljum gera eitthvað fyrir þig látinn, veit ég að þú' myndir helzt hafa óskað að við störfuðum á- fram fyrir meiri samúð og samstarfi manna á milli er leiddi til góðs, götuna fram eft- ir veg. Vertu sæll vinur. Þorst. Löve

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.