Þjóðviljinn - 05.05.1956, Side 12

Þjóðviljinn - 05.05.1956, Side 12
Páll Sveinsson sandgrœðslustjóri óoöar parna fagnaðarerindi sitt á Leirvogstungu- melum í gœr, — og staðurinn sem hann stendur á er einmitt sönnunin fyrir boðskap hans: par sem Páll stendur er gróið tún eftir eins sumars rœktun, en fyrir utan girð- inguna er melurinn örfoka eins og hann hefur verið undanfarna áratugi. Það er hægt að breyta öllum melum á íslandi í gróin tún Laugardagur 5. maí 1956 — 21. árgangur — 101. tölublað Aliiieniiur st|óriimála€iiiftdiir á Sandi og í Ólafsvík í dag og á uiorgiin Alþýöubandalagið boðar til tveggja almennra stjóm- málafunda á Snæfellsnesi um þessa helgi. Verða fundirn- ir á Hellissandi og í Ólafsvík í dag og á morgun. Fund- urinn á Sandi hefst kl. 8.30 í kvöld en fundurinn í Ólafs- vík kl. 2 á morgun. Framsöguræöur um stjórnmálaviöhorfið og alþingis- kosningarnar flytja Alfreð Gíslason læknir og Guðmund- ur J. Guðmundsson, starfsmaður Dagsbrúnar. Fundirnir eru að sjálfsögðu opnir fyiir alla kjósendur og er þess að vænta að Snæfellingar fjölmenni. Breytt dómsmeðferð á stjóm- málaafbrotum í Sovétríkjunum Æðstaráð Sovétríkjanna hefur numið úr gildi tvær stjórnartilskipanir um dómsmeðferð í málum manna, sem sakaðir em um andbyltingarstarfsemi. og rœktunarkostnaSur verSur töluvert minni en þegar mýrum er breytt i tún Það er hægt að breyta öllum melum á íslandi í tún: Þetta var inntakið í ræðu sem Páll Sveinsson sand- græöslustjóri hélt á Leirvogstungumelum í gær. Og þetta vom engir framtíðardraumórar, staðurinn sem Páll stóð á var sönnunin fyrir orðum hans. Tillieyrendur sandgræðslu- stjórans í gær voru raunar að- eins nokkrir blaðamenn, en hefðu gjarnan mátt vera heilt búnaðarþing. Austur á Rangárvöllum hafa sandarnir verið ræktaðir árum saman með ágætum árangri, og er það raunar vitneskja sem ekki aðeins flestir blaðalesend- ur, heldur og þá sérstaklega bændur, ættu að vita. En þrátt fyrir ágætan árangur af ræktun sánda og mela á Rangárvöllum virðast margir vantrúaðir enn á að melar geti orðið frjósamt land. Sáð i fyrra Því var það að sandgræðslan hvarf að því ráði að sá í Leir- vogstungumelana (til vinstri handar við veginn þegar farið er yfir melana milli ánna fyrir ofan Leirvogstungu). Wm þenn- an veg fara tugþúsundir manna og þarna á það að blasa við, grænt á gráu holtinu, hvernig melainii- geta. breytzt í grænt óg gróið tún. Kostnaður inínui Þarna var ekki verið að gera tilraunír með hvaða áburðar- hlutfall væri heppilegast eða minnst hægt að komast af með, heldur sýna að örfoka melur væri ræktanlegur. Voru þvi bor- in 300 kg. af fosfórsýru og 450 kg. af Kjarna á hektarann, og er það um þriðjungi meira en venja er að bera á tún. Ekk- ert kali var borið á, því það er tilgangslaust á melum, en melana „hungrar í fosfór“. Samt er þetta ódýrari rækt- unaraðferð, þar sem henni verður við komið, en fram- ræsla mýra, þar sem hvorki þarf að ræsa fram né plægja mel- inn, heldur er hægt að sá í hann eins og hann er. Kostnaður á ha. þarna er 1800—2000 kr. Óherfaði hlutinu betri tals tugum þúsunda ha, Öllum þessum melum má breyta í græn og gróin tún. Að vísu er rétt að hafa í huga að sumarið í fyrra var votviðrasamt langt umfram venju, og melurinn því ekki eins þurr og í venjulegu ári. En hitt er jafnframt stað- reynd að austur á Rangár- völlum hafa melar verið ræktað- ir með ágætum árangri í meðal- þurrum sumrum, — og hvers vegna skyldi ekki nást sami ár- angur í öðrum landshlutum. Nýræktin á Leirvogstungu- melunum er nú öllu grænni en gamla tunið. Það mun alger ó- þarfi að hvetja þá sem um Leirvogstungumela fara í sum- ar að gefa gaum að túninu á 1 annan hluta svæðisins sem melnum neðan vegarins —og þá var ræktað var sáð í melinn jafnframt örfoka melunum of- eins og hann var, en hinn hlut- an vegarins. Fyrir einu ári leit inn var herfaður djúpt, eða allt landið eins út báðum megin. að í 12 þuml. niður. Og einmitt __________________________________: sá hlutinn sem ekki var sáð i er miklu grónari. Tilskipanir þessar voru numdar úr gildi 15. apríl sl. en það var fyrst tilkynnt i Moskva í gær. Önnur tilskipunin var gefin út í desember 1934, en hin í september 1937. 1 þeim var ákveðið, að dómsmeðferð í mál- um manna sem sakaðir voru um andbyltingarstarfsemi skyldi vera frábrugðin dóms- meðferð í öðrum málum. Þeir skyldu leiddir fyrir dómara tíu dögum eftir handtökuna og saksóknarinn skyldi hafa á- kæruskjalið í höndum einurn degi áður. Mönnum sem dæmd- ir voru til lífláts fyrir slík af- brot skyldi óheimilt að sækja um náðun og líflátsdómnum skyldi fullnægt þegar í stað. Með afnámi þessara tilskip- ana verður dómsmeðferð í slík- um málum í framtíðinni eins og í öðrum sakamálum og þau rekin fyrir sömu dómstólum. Túnvingullimi myndar mold t annan hluta svæðisins var aðallega sáð túnvingli en í nokkurn hluta herfaða svæðis- ins var sáð sandfaxi. Þegar eft- ir fyrsta sumarið er óherfaða svæðið, þar sem túnvingullinn er aðaljurtin, orðið eins og tún og hefur þegar mynd- azt nokkurt moldarlag undir grassverðinum. Þar sem tún- vingullinn er í herfaða svæðinu er árangurinn töluvert verri, en þar sem sandfaxið er eitt ér árangur minnstur og gróðurinn gisnastur. Tugþúsundir ha Um flestar byggðir landsins eru melar og nema þeir sam- SÍMABREYTINGAR 7510 — Sósíalistafélag Reykjavíkur 7811 — Kosníngaskrifstofa Alþýðubanda- lagsins, opnuð eftir helgina. 7512 — Miðstjóm Sósíalistaflokksms. 7513 — Æskuíýðsfylkingin. Almennur stjórnmálafundur haldinn á Dalvík í dag Alpýðubandalagið héldur almennan stjórnmálafund á Dalvík í dag. Á fundinum mæta Hannibal Valdimarsson alpm. og Þorsteinn Jónatansson varaformaöur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar og flytja þeir framsöguræöur um aðdraganda að stofnun Alþýðubandalagsins, stjórnmála- viðhorfið og Alþingiskosningarnar. Fundurinn er að sjálfsögðu öllum opinn og eru Dal- víkingar og nágrannar hvattir til aö fjölmenna á fund- inn og taka þátt í umræðum um hin nýju viðhorf í stjórn- málunum. Almennur stjórnmálofundur á Húsavík á morgun Almennan stjórnmáláfund heldur Alpýöubandalagiö d Húsavík á morgun. Fundurinn hefst kl. 8.30 e.h. Frummælendur Hannibal Valdimarss. alpm. og Þorsteinn Jónatansson varaformað- ur Verlcamannafélags Akureyrarkaupstaöa,i'. Munu þeir ræöa um stofnun og markmiö Alþýðubandalagsins. Að sjálfsögðu eru allir alþingiskjósendur velkomnir á fundinn. Eru Húsvíkingar og Þingeyingar hvattir til að fjölmenna og taka þátt I umræðunum. Sýning á verkum nokkurra beztu iistamanna landsins opnuð i Eyjum Þar verða m.a. málverk eftir Kjarval 09 höggmyndir eftir Ásmund Sveinsson í dag verður opnuð í AKOGES-húsinu í Vestmanhá- eyjum sýning á málverkum og höggmyndum eftir nokkra af kunnustu listamönnum íslenzkum. Er slík sýning nýr viðburður í Vestmannaeyjum. _____i____________________§ AKOGES-félagið í Vestmanna- eyjum bauð Félagi íslenzkra myndlistamianna að halda sýn- ingu þessa í húsi félagsins. Verður sýningin opnuð í dag kl. 5 síðdegis. Á sýningunni verða málverky eftir þessa málara: Jóhannes Kjarval, Snorra Arinbjarnar.j Sverri Haraldsson, Jóhannes Jóhannesson, Sigurð Sigurðs- son. Valtý Pétursson og Krist- ján Davíðsson. Höggmyndir verða eftir Ás- mund Sveinsson, Magnús Á. Árnason og Ólöfn Pálsdóttur. Þeir Kjartan Guðjónsson og Jóhannes Jóhannesson annast uppsetningu sýningarinnar í Vestmannaeyjum. Það er ánægjuleg nýbreytni að halda úti á landi sýningar á verkum beztu listamaima þjóð- arinnar og kannske mætti vona að þetta sé upphafið að því að slíkar sýningar verði haldnar á fteiri stöðum á landinu. Eitthvað af myndunum á sýningunni er til sölu — og hver veit nema einhverjum höfðing'- lunduðum Vestmannaeyingum detti í hug að kaupa nokkrar — og stofna með þeim listasafn fyrir Vestmannaeyinga.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.