Þjóðviljinn - 10.05.1956, Side 3
Fimmtudagur 10. maí 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Utankjörstaðakosning erlendis
Framhald af 12. siðu.
San Francisco og Berkeley,
California:
Ræðism.: Steingrímur Octa-
vius Thorlaksson, 240 San
Ferando Way, San Francis-
co 27. California.
Seattle, Washington:
Ræðism.: Karl Frederick,
3310 West 70th Street, Se-
attle 7, Washington.
Bretland:
London: '
Sendiráð íslands, 17, Buck-
ingham Gate, S.W. 1
London.
'Edinburgh-Leith:
Aðalræðismaður: Sigursteinn
Magnússon, 46 Constitution
Street, Edinburgh 6.
Grimsby:
Ræðism.: Þórarinn Olgeirs-
son, Rinovia Steam Fishing
Co. Ltd. Humber Bank, Fish
Dock, Grimsby.
Danmörk:
Kaupmahnahöfn:
Sendiráð íslands,
Dantes Plads 5, Kaup-
mannahöfn.
• Frakkland:
París:
Sendiráð íslands, 124 Boule-
vard Heussmann, Paris.
ítalía:
Genová:
Aðalræðismaður: Hálfdán
Bjarnason, Via C. Roccatag-
liata Ceccardi no. 4-21,
Genova.
Kanada: *
Toronto, Ontario:
Ræðism.: J. Ragnar John-
eon, Suite 2005, Victory
Building, 80 Riehmond St.
West, Toronto, Ontario.
Winnipeg, Manitoba:
(Umdæmi: Manitoba, Sask-
atehewan, Aibérta). Ræðis-
maður: Grettir Leo Jóhanns-
son, 76 Middlesgate, Arm-
strong’s Point, Winnipeg,
Manitoba.
Noregur:
Oslo:
Sendiráð fslands, Stortings-
gate 30, Oslo.
Sovétríkim:
Moskva:
fCvöidvaka leikara
Framhald af 12. siðu.
Stephensen, Valur Gíslason,
Guðmundur Pálsson og Þor-
grímur Einarsson.
Loks verður fluttur gaman-
leikur með söngvum eftir Noel
Coward, Fjölskyldumynd frá
Viktoríutímabilinu. Leikendur
eru Brynjólfur Jóhannesson,
Inga Laxness, Anna Guðmunds-
dóttir, Jón Sigurbjörnsson,
Margret Guðmundsdóttir, Helgi
Skúlas., Hólmfríður Pálsd., Ró-
foert Arnfinnsson og Lárus Ing-
ölfsson.
Milli leikþátta sýnir Snjólaug
Eiríksdóttir listdans, en hún er
nýkomin heim frá Danmörku,
þar sem hún stundaði dansnám
um þriggja ára skeið.
Kvöldvakan hefst kl. 8.30.
1 IAugaveg 30 — Síml 8220»
Fjölbreytt Érval af
ateinhringun)
Pöstsendnm —
Sendiráð fslands, Khlebny
Pereulok 28, Moskva.
Svíþjóð:
Stokkhólmur:
Sendiráð íslands, Koraman-
dörgatan 35, Stokkhólmi.
Sambandslýðveldið Þý/.kaland:
Bonn:
Sendiráð íslands, Kronprinz-
enstrasse 4, Bad Godesberg.
Hamborg:
Aðalræðismannsskrifstofa
íslands, Tesdoi-pstrasse 19,
Hamborg.
Afrnæli Vals
Framhald af 12. síðu.
þar aðstæður til alhliða íþrótta-
iðkana og annars félagsstarfs.
Fram til þess tíma höfðu Vals-
menn rutt fjóra malarvelli en
orðið að hrekjast af beim öllum.
Sá kjarni félagsmanna, sem átti
mestan þátt í hinum íþróttalega
uppgangi Vals um 1930, beitti
sér nú einnig fyrir kaupum
Hliðarenda og framkvæmdum
þar.
Fé skortir til að
Ijúka smíði jþróttahúss
Félagsheimili Valsmanna var
vígt 1. júlí 1948 og malarvöll-
urinn 3. sept. 1949. Grasvöllur
var síðan gerður á árunum 1950
og ’51 og fullgerður, en hefur
enn ekki verið vígður formlega.
Þar hafa þó verið háðir nokkrir
æfingaleikir og einn kappleikur:
milli 2. flokks liðs Vals og
Hamborgara, sem hér voru á
ferð s.l. sumar.
Snemma árs 1955 var hafizt
handa um smíði íþróttahúss á
landareign félagsins og er það
nú fokhelt, en óinnréttað. Út-
lagður kostnaður við smíði húss-
ins nemur nú þegar um 500
þús. kr., en auk þess hafa fé-
lagsmenn lagt fram mikla sjálf-
boðavinnu. Fé skortir til áfram-
haldandi framkvæmda við í-
þróttahúsið, en Valsmenn hafa
fullan hug á að fullgera það
sem fyrst og taka í notkun.
500 virkir félagsmenn
Virkir félagar í Val eru nú
um 500, auk unglingadeildar fé-
lagsins. Stjórn skipa Gunltar
Vagnsson formaður, Frímann
Helgason varaformaður, Baidur
Steingrímsson gjaldkeri, Þórður
Þorkelsson féhirðir, Guðmundur
Ingimundarson bréfritari, Frið-
jón Friðjónsson ritari og Gunnar
Gunnarsson unglingaleiðtogi.
Kirkjukvöld í Kópavogi
Fyrir forgöngu kirkjukórs
Bústaðasóknar, en organleikari
hans og stjórnari er Jón G.
Þórarinsson, verður haldið
kirkjul^öld í Háagerðisskóla að
kvöldi uppstigningardags kl.
9.30. Aðalefni dagskrárinnar.
— Sóknarpresturinn flytur á-
varpsorð. Þórir Kr. Þórðarson
docent flytur erindi. Söngur
kirkjukórsins. Einsöngur. Allir
eru velkomnir. Aðgangur ó-
keypis. Kórinn hefur frá fyrstu
tíð verið mjög áhugasamur um
allt er varðar starf hans og
heill safnaðarins. Tel ég og ó-
hætt að fullyrða, að menn
muni sækja þessa samkomu sér
til ánægju og uppbyggingar.
Ætti hún að geta orðið til auk-
innar kynningar innan safnað-
arins.
Gunnar Árnason.
Vinna —
húsnæði
Bifvélavirki eða vanur
bílaviðgerðamaður
óskast. •
Húsnæði á staðnum
Tilboð merkt: Mótor-
viðgerðir, sendist af-
greiðslu blaðsins fyrir
mánudagskvöld.
Ódýi og góðui
■
■
■
■
Nærfatnaðnr
■
Siðar karlmanna nærbuxur ■
á kr. 29,85. |
f Stuttar karlmanna nærbuxur ■
á kr. 18,00.
Stutterma karlmanna bolir :
á kr. 17,50.
Ermalausir karlmannabolir j
á kr. 15,20
■
Telpna-jerseybuxur j
nr. 2 til 14 á
kr. 8 til 14,50. j
Kven-jerseybuxur
nr. 42 til 48 á kr. 17,50.
Hv. Jersey gamosjebuxur ■
nr 0—4 á 41,40 til 47,40. j
j Telpna náttkjólar nr. 28 til j
42 á kr. 37,50 til 61,00. j
Sendum í póstkröíu. j
■
■
■
H. T0FT
* Skólavörðustig 8. Sími 1035 •
■■■■•■■■■■■■■■■•■■■■■•■■■■•■■■■■■■■•••■••••Ti
■
■
■
TÆKIFÆRISVERÐ
Seljum á morgun
■
■
karlmannaskó !
lítið eitt gallaða, fyrir
ótrúlega lágt verð.
Skóbúð !
Reykjavíkui h.f.
Garðastræti 6. :
Fjársöfnunardagur Slysavarnafélagsins
Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins
eru nú nær 100 talsins
Fjársöfnunardagur Slysavarnafélags íslands er á morg-
un. í Slysavarnafélaginu eru nú 200 deildir og björgunar-
sveitir þess um 100 talsins. Á sl. ári var bjargaö’ 180 mönn-
um, og af þeim mega 114 þakka.Slysavarnafélaginu eða
tækjum þess björgun sína. — Sjúkraflugvél Björns Páls-
sonar flutti á árinu um 50 sjúklinga, víðsvegar aö af
landinu.
Fjársöfnunardagur Slysavarna-
fél. Islands er á morgun. Þennan
dag leitar Slysavarnafélag ís-
lands til allra landsmanna, og
heitir á hvern einasta mann,
karla og konur, til sjávar og
sveitar að vinna að bættu ör-
yggi og auknum slysavörnum
með ráðum og dáð á hvaða sviði
sem er.
Um það verður ekki deilt að
Slysavarnafélag íslands er eitt
þarfasta og vinsælasta félag,
'sem starfar í þessu landi og
slysavarna- og björgunarmál
getur enginn góður íslendingur
látið afskiptalaus.
Aldrei í sögu félagsins hefur
starfsemi þess verið blómlegri
en einmitt nú, og aldrei hefur
verið bjargað fleiri mönnum
fyrir atbeina félagsins en á'síð-
asta ári. Af 180 mannslífum,
sem bjargað hefur verið á ár-
inu, má í minnsta kosti 114 til-
fellum þakka það Slysavarnafé-
lagi íslands og björgunartækj-
um þess.
Þar að auki hafa björgunar-
skipin á sama tíma aðstoðað um
130 skip með samtals um 800
manna áhöfn. Þá hefur sjúkra-
flugvél félagsins og Björn Páls-
son flutt á annað hundrað sjúk-
linga frá sem næst 50 stöðum
víðsvegar á landinu og þannig
visulega tekizt að bjarga nokkr-
um mannslífum og létta þján-
ingar margra með því að koma
þeim skjótlega til læknis og
þannig flýta fyrir bata margra.
Ævisaga Jóns Vídalíns ein
félagsbóka AB ó nœsta óri
Almenna bókafélagið hefur nú ákveöiö félagsbækurn-
ar fyrir næsta ár, eru þær fimm aö tölu, og kosta félags-
menn 150 krónur sem greiðast í tvennu lagi.
Bækurnar eru þessar:
Ævisaga Jóns Vídalíns, Séra
Ámi Sigurðsson hafði safnað
miklu efnj í þessa bók áður en
hann lézt, en Magnús Már Lár-
usson prófessor lýkur samningu
hennar.
Eldur í Heklu. Dr. Sigurður
Þórarinsson annast útgáfu bók-
arinnar, sem er fyrst og fremst
myndabók. Verða í henni um
60 myndasíður, en inngangur
Sigurðar um 20 síður. Bókin
verður prentuð í Þýzkalandi.
Frelsi eða dauði. Það er skáld-
saga eftir Grikkjann Nikos Kaz-
antzakis, sem nýverið fékk bók-
menntaverðlaun heimsfriðar-
hreyfingarinnar, þýðandi Skúli
Bjarkan.
Nytsamur sakleysingi nefnist
4. bókin, eftir Norðmann að
nafni Otto Larsen, þýðandi Guð-
mundur Hagalín. Bókin segir frá
samskiptum höfundar við rúss-
nesk stjórnarvöld í síðustu
heimsstyrjöld.
Fimmta bókin er smásagna-
gafn eftir William Faulkner, í
þýðingu Kristjáns Karlssonar,
og ritar hann einnig inngang
um höfundinn og verk hans.
Á næsta ári mun félagið
einnig gefa ut nokkrar aukafé-
lagsbætkur, og fá félagsmenn
þær á kostnaðarverði. Ekki er
enn ákveðið hverjar þær verða.
Fjölmargrar hjálparbeiðnir
berast félaginu árlega og það er
vitaskuld reynt að leysa úr þeim
eins fljótt og vel og ástæður
frekast leyfa.
Hinar rúmlega 200 félags-
deildir og nærri 100 björgunar-
stöðvar um allt landið eru tal-
andi tákn um mátt félagsins og
hjálpargetu.
En driffjöður félagsins og
vaxtarbroddur er hinn fjárhags-
legi stuðningur og hylli almenn-
ings, það er eldsneytið, sem
varpar frá sér birtu og yl í
slysavarnastarfseminni.
í björgunarmálum hefur fé-
lagið stór verkefni fyrir hönd-
um. Verið er að Ijúka við að
reisa mikla og vandaða radíó-
miðunarstöð á Garðskaga og
vonir standa til að koma upp
Oddsvita í Grindavík á þessu
ári. Þá hafa um 19 öryggistal-
stöðvar verið teknar í notkur,
í 19 sjávarþorpum fyrir tilstilli
Slysavarnafélags fslands með
stuðningi Landssímans.
Nýlega var hleypt af stokkun-
um hinu stóra og vandaða
björgunarskipi fyrir Norðurland,
árangurinn af löngu og þrot-
lausu starfi hins norðlenzka
slysavarnafólks.
Hinn nýi björgunarbátur
Reykvíkinga, Gísli J. Johnsen,
klýfur nú öldur úthafsins tii
móti sjó og vindi til að reyne.
að ná hingað heim fyrir loka-
daginn, þessi síðasti vitnisburð-
ur um stórhug og örlæti tií
stuðnings slysavarnastarfsem-
inni i landinu, en margir eru
þeir nú orðið sem gefið hafa
Slysavarnafélagi íslands afrakst-
urinn af ráðdeild sinni og strit
langrar ævi. Þökk sé öllu því
góða fólki og hverjum og ein-
um sem styður og styrkir Slysá-
varnafélag íslands í viðleitn:
sinni til varnar slysum.
Öll skulum við hafa það hug-
fast að stuðningur við góð mál
miðar til þjóðþrifa og göfgar
hvern þann sem að þeim vinn-
F JÁRMÁLATÍÐÍNDI
eru komin út
FYLGIST MEÐ EFNAHAGSMÁLUM
gerizt áskrifendur aðeins 25 kr. á ári.
Hagfrœðideild Landsbankans
ísafoldarprentsmiðja.
ÞJÓÐVILJANN vantar ungling
til að bera blaðið til fastra kaupenda vi§
Grímstaðaholt
Talið við afgreiðsluna. — Sími 7500.