Þjóðviljinn - 13.05.1956, Blaðsíða 3
Fiskccflinn töluvert minni nú
en á sama tíma á s. 1. óri
bátar hœttir eða að hœtta
Aflatregða er'nú í verstöðunum á Suðvesturlandi. Tölu-
vert er síðan að í Vestmannaeyjum var eins og um ver-
tíðarlok: bátar hættir veiðum og fjöldi aðkomufólks far-
inn eða á förum. Af verstöðvunum á Reykjanesi er sömu
söguna að segja og allmargir aðkomubátar í Keflavík eru
hættir veiðum og farnir eða á förum heim.
Margir
veiðum
Simnudagur 13. mai 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3
Tímaritið Eimreiðin skiptir um
eiganda og ritstjóra
Komið er út 1. hefti 62. árgangs Eimreiðarinnar, og eru
orðin eiganda- og ritstjóraskipti á tímaritinu. Hefur Fé-
lag íslenzkra rithöfunda keypt ritið af Sveini Sigurðs-
syni, en Guðmundur Hagalín hefur gerzt ritstjóri í stað
hans.
Hið nýja hefti hefst á kvæð-
inu Kveðju eftir Valtý Guð-
mundsson. Þá skrifar Guðm. G.
Hagalín ritstjóri greinina Eim-
reiðin fyrr og nú. Næst er rit-
gerð um Valtý Guðmundsson,
stofnanda ritsins, eftir Jónas
Jónsson. Andrés Bjömsson birt-
ir kvæðið Fjallið heima. Þorleif-
ur Bjarnason á smásögu er hann
nefnir Fylgdarmaður. Þórir
Bergsson skrifar endurminning-
ar úr Fremribyggð og Tungu-
sveit. Birt eru þrjú kvæði eftir
Þorgeir Sveinbjarnarsctn. Ivar
Orgland skrifar ritgerð um
norska skáldið Tarjei Vesaas.
Þá éru erlendar bókafregnir og
að lokum ritsjá eftir Þorstein
Jónsson og Helga Sæmundsson*.
Ánægjuleg breyting hefur ver-
ið gerð á fyrstu kápusíðu ritsins.
Nainsdvöl i aöalstöðvuni
Saineinuöu þ|óöaniia í N. V-
Sameinuðu þjóðirnar munu á næsta ári bjóða 20 ung-
um körlum og konum til námsdvalar í aðalstöðvunum í
New York.
Hér fer á eftir skýrsla Fiski-
félags íslands um aflabrögðin á
Suðvesturlandi í síðasta mánuði.
í marzmánuði var aflinn 15
þús. lestum minni en á sama
tíma fyrra.
Togararnir (í apríl):
Sama fiskitregða var á tog-
aramiðum fyrri hluta apríl og
hefur verið síðan fyrir áramót.
Skipin voru dreifð um suðvest-
ursvæðið, en nokkur voru á mið-
um fyrir Norðurlandi.
Um 9. mánaðarins kom allgóð
hrota á Selvogsbanka en stóð
stutt eða einungis 10 daga. Flot-
inn var það tímabil mest aliur á
þeim slóðum og var um ágætan
afla að ræða. Gæftir voru Ofi
góðar. Síðari hluta mánaðarins
hefur verið lítill afli á Selvogs-
banka og á suðvestur- og vestur-
miðum almennt. Reytingsafli
hefur aftur á móti verið fyrir
Xiorðan land, en fiskurinn smár.
Flestir togararanna voru á
saltfiskveiðum eða veiddu bæði
í salt og ís. Um 14 skip voru ein-
göngu á ísfiskveiðum.
SUÐVESTURLAND
(1.—15. apríl)
Hornafjörður. Frá Hornafirði
reru 5 bátar með net. Gæftir
voru ágætar; voru flest farnir
15 róðrar. Aflahæstu bátar á
tímabilinu voru Gissur hvíti
með 196 lestir í 15 róðrum og
Hvanney með 151 lest einnig í
15 róðrum. Afli bátanna á tíma-
bilinu var 582 lestir í 65 róðrum.
Á sama tíma í fyrra var afli 5
báta 465 lestir í 56 róðrum.
V estmannaey jar. Frá Vest-
mannaeyjum reru um 90 bátar,
þar af voru um 80 bátar með
net, en hinir með handfgeri og
línu. Afii var rýr á línu, en góð-
ur á handfæri, eða allt að 15
lestir í róðri, með 4 mönnum á
bát. Mikill hluti handfæraaflans
var ufsi. Afli var góður hjá
netjabátum fyrstu viku mánað-
arins, en mjög rýr síðan. Mestur
afli í róðri varð 2.—6. apríl, en
þá fengu nokkrir bátar 55—60
lestir í lögn. Ekki er enn vitað
með vissu um aflamagn ein-
stakra báta, en aflahæstu bátar
hafa um 200 lestir á þessu tíma-
bili. Afli bátanna á þessum tíma
var um 10.500 lestir. Á sama
tíma í fyrra var aflinn um
10.000 lestir. Aflahæstu bátar
hafa fengið alls um 700 lestir,
það sem af er vertiðar; þeir eru
Gullborg, Ófeigur III, Freyja,
Reynir og Leo I., og eru allir
þessir bátar með net.
Stokkseyri. Frá Stokkseyri
reru 5 bátar með net. Gæftir
voru ágætar. Voru flest farnir
15 róðrar. Mestur afli í róðri
varð þann 5. apríl, 21 lest. Afla-
hæsti bátur á þessu þessu tíma-
bili var Hólmsteinn með 119
lestir í 15 róðrum. Afli bátanna
S tímabilinu var 350 lestir í 54
Sí&örum. Á sama tíma í fyrra var
afli 4 báta 214 lestir í 25 róðr-
um.
Eyrarbakki. Frá Eyrarbakka
reru 4 bátar með net. Gæftir
voru ágætar; voru flest farnir
14 róðrar. Mestur afli í róðri
var 20,6 lestir þann 5. apríl.
Aflahæsti bátur á tímabilinu var
Jóhann Þorláksson með 135 lest-
ir í 14 róðrum. Afli bátanna á
þessu tímabili var 482 lestir í
53 róðrum. Á sama tíma í fyrra
var afli 5 báta 206 lestir í 25
róðrum.
Þorlákshöfn. Frá Þorlákshöfn
reru 7 bátar með net; gæftir
voru góðar; voru flest farnir
12—13 róðrar. Mestur afli í róðri
var 32 lestir, þann 5. apríl. Afla-
hæstu bátar á þessu tímabili
voru Þorlákur með 211 lestir
í 12 róðrum og Friðrik með 204
lestir í 13 róðrum. Afli bátanna
á þessu tímabili var 1170 lestir
(óslægt) í 101 róðri. Á sama
tíma í fyrra nam afli 6 báta
1063 lestum í 65 róðrum.
Grindavík. Frá Grindavík reru
18 bátar, þar af voru 4 með
línu, en 14 með net. Gæftir voru
góðar, voru flest farnir 13 róðr-
ar. Aflahæstu bátar voru: Arn-
firðingur með 180 lestir í 9 róðr-
um, Hrafn Sveinbjarnarson með
173 lestir í 12 róðrum, Þorbjörn
með 171 lestir i 13 róðrum.
Allir þessir bátar voru með
net.
Afli bátanna á þessu tímabili
var 2252 lestir (slægt) í 197
róðrum. Á sama tíma í fyrra
var afli 19 báta 1594 lestir í 159
róðrum.
Sandgerði. Frá Sandgerði reru
19 bátar með línu. Gæftir voru
góðar; flest voru farnir 11 róðr-
ar. Mestur afli í róðri varð 4.
apríl, 16,1 lest. Aflahæstu bátar
á tímabilinu voru: Víðir með
104,6 lestir í 11 róðrum, Mummi
með 100,6 lestir í 11 róðrum,
Muninn með 90,5 lestir í 11 róðr-
um.
Afli bátanna á tímabilinu var
1409 lestir í 199 róðrum. Á sama
tíma í fyrra var afli 18 báta
1025 lestir í 142 róðrum.
Keflavík. Frá Keflavík reru
49 bátar. þar af voru 41 með
línu, en 8 með net. Gæftir voru
góðar; flest vpru farnir 11 róðr-
ar. Mestur afli í róðri á línu
var 10. apríl, 16,2 lestir, en mest-
ur afli i net var 6. apríl, 19,1
lest. Aflahæstu línubátar eru:
Guðm. Þórðarson með 100 lestir
í 11 róðrum, Kópur með 90 lestir
í 11 róðrum, Bára með 85 lestir
í 11 róðrum.
Aflahæsti netjabátur er Ing-
ólfur með 140 lestir í 11 róðrum.
Afli bátanna á þessu tímabili
var 3414 lestir í 517 róðrum. Á
sama tíma í fyrra var afli 45
báta 2565 lestir.
Hafnarfjörður. Frá Hafnarfirði
reru 23 bátar; þar af voru 8
með línu, en 15 með net. Afli
línubátanna var 331 lest í 79
róðrum, en afli netjabátanna
1986 lestir. Aflahæsti línubátur-
inn var Örn Amarson með 54
lestir i 9 róðrum. Afiahæstu
netjabátar voru:
Fagriklettur með 178 lestir
Ársæll Sigurðss. — 175 —
Fiskaklettur — 172 —
Heildaraflinn á tímabilinu var
2317 lestir. Á sama tíma í fyrra
var afli 5 línubáta 223 lestir í
35 róðrum.
Reykjavík. Frá Reykjavík reru
26 bátar, þar af voru 20 bátar
með net,' en 6 með línu. Gæftir
voru góðar; voru flest farnir 12
róðrar. Afli línubátanna á þess-
um tima var um 300 lestir í 67
róðrum. Afli netjabátanna var
um 1900 lestir. Aflahæstu netja-
bátar á þessu tímabili voru
Helga, Hafþór og Valgeir; fengu
þeir um 220 lestir hver. Afli
annarra netjabáta var yfirleitt
góður, en misjafn eftir stærð
þeirra. Á sama tímabili í fyrra
var sama sem ekkert róið frá
Reykjavík, en þá stóð verkfall
yfir.
Akranes. Frá Akranesi reru 22
bátar, þar af voru 5 með net,
en 17 með línu. Gæftir voru
góðar; voru flest farnir 10—13
róðcar. Mestur afli í róðri á línu
varð 5. apríl 9,5 lestir, en mestur
afli í net varð 6. apríl 38,7 lest-
ir. Aflahæsti bátur á línu á
þessu tímabili var Reynir með
67 lestir í 10 róðrum. Aflahæsti
bátur í net á sama tíma var
Böðvar með 220 lestir í 13 lögn-
um. Afli bátanna á tímabilinu
var 1832 lestir í 230 róðrum. Á
sama tíma í fyrra nam . afli 20
báta 1166 lestum í 177 róðrum.
Sandur. Frá Sandi reru 5
trillubátar á þessu tímabili og
öfluðu 23.3 lestir í 20 róðrum.
Rif. Frá Rifi reru 6 bátar með
línu. Gæftir voru góðar; voru
flest farnir 10 róðrar. Mestur
afli i róðri varð 14. apríl, 9
lestir. Aflahæsti bátur á þessu
tímabili var Ármann með 47
lestir i 10 róðrum. Afli bátanna
á tímabilinu var 233 lestir í 53
róðrum.
Ólafsvík. Frá Ólafsvík reru 9
bátar með línu. Flest voru farn-
ir 11 róðrar. Mestur afli í. róðri
varð 14. apríl, 11 lestir. Afla-
hæsti bátur á þessu tímabili var
Fróði með 54 lestir í 11 róðr-
um. Afli bátanna á tímabilinu
var 478 lestir í 76 róðrum. Á
sama tíma í fyrra var afli 8
báta 442 lestir í 58 róðrum.
Grundarfjörður. Frá Grundar-
firði reru 9 bátar með línu.
Gæftir voru góðar; voru farnir
8—11 róðrar. Mestur afli i róðri
varð 10 lestir, hinn 6. apríl.
Aflahæsti bátur á þessu tímabili
var Farsæll með 73 lestir í 11
róðrum. Afli bátanna á þessu
tímabili var 537 lestir í 96 róðr-
um. Á sama tíma í fyrra var afli
6 báta 341 lest í 37 róðrum.
Stykkislióhnur. Frá Stykkis-
hólmi reru 7 bátar með línu.
Gæftir voru allgóðar; voru flest
farnir 9 róðrar. Mestur afli í
róðri var 12. apríl, 7,7 lestir. Afli
bátanna á þessu tímabili var
280 lestir í 60 róðrum. Á sama
tíma í fyrra var afli 6 báta
224 lestir í 34 róðrum.
Tilgangur þess er sá að
kynna starfsemi SÞ. — Hverj-
um námsgesti verður fenginn
leiðbeinandi, er mun skýra fyr-
ir honum störfin.
Eitt " af skylduverkum náms-
gesta verður að leiðbeina gest-
um, sem koma til þess að skoða
húsakynni SÞ.
Umsækjendur um námsdvöl
verða að vera ríkisborgarar í
landi, sem er i samtökum SÞ.
Þeir verða að leggja fram skil-
ríki um það, að þeir hafi stund-
að a.m.k. 2 ára nám í viður-
kenndum háskóla. Þeir verða að
vera vel færir í enskri tungu.
Um námsdvöl geta sótt bæði
konur og karlar, 20—26 ára að
aldri.
Námsdvölin hefst 15. ágúst
1956 og varir í 12 mánuði.
Vinnutími er að jafnaði frá
kl. 9,30 f.h. til kl. 6 e.h., fjmm
daga i viku.
Sameinuðu þjóðirnar greiða í
dvalarkostnað $ 50 á viku. Að
auki verða hverjum námsgesti
greiddir $ 100.00 við komu
Sænskur náms-
styrkur
Samkvæmt tilkjmningu frá
sænska sendiráðinu hafa sænsk
stjórnarvöld ákveðið að veita
námsmanni frá Danmörku, Nor-
egi, Finnlandi eða íslandi fjög-
urra mánaða námsstyrk háskóla-
árið 1956—1957. Styrkurinn
er einkum ætlaður mönnu.n, er
hafa hug á að stunda sjálfstætt
framhaldsnám við sænskan há-
skóla. Til mála kemur, að
styrknum verði skipt milli
tveggja umsækjenda og fengi
hvor umsækjandi þá styrk til
tveggja mánaða námsdvalar.
Umsóknir um styrkinn sendist
menntamálaráðuneytinu fyrir 15.
maí næstkomandi. í umsókn
skal taka fram fullt nafn og
heimilisfang, fæðingarár og
stöðu, ennfremur fylgi umsókn-
inni staðfest afrit af prófskír-
teinum, vottorð um sænsku-
kunnáttu, nákvæm greinargerð
um, hvernig umsækjandi hyggst
verja námstímanum, svo og með-
mæli ef til eru Svenska institutet
annast val styrkþega.
(Frá menntamálaráðuneytinu)
hans til New York, upp i kostn-
að við að koma sér fyrir.
Námsgestir munu fá 2 vikna
frí á árinu með fullu kaupi.
Þeir munu hafa sömu réttar-
stöðu og starfsmenn SÞ, meðan
þeir eru þar, og verða að hlíta
starfsreglum, sem þar gilda.
Ekki er þeim veittur neinn á-
dráttur um atvinnu síðar í skrifi-
stofum SÞ.
Umsækjendur hér á landi
skulu senda umsóknir sínar til
skrifstofu SÞ í Kaupmannahöfn.
Utanáskrift: The Director, Unit-
ed Nations Information Centre,
37, H. C Andersen Boulevard.
Umsóknir skal skrifa á ensku,
og skal æviágrip umsækjanda
fylgja með. Umsóknir skulu
vera komnar til skrifstofunnar
ekki síðar en á hádegi 10. maí.
Ymsar nánari skýringar veitir
skrifstofa Háskóla íslands.
Templarar fara
til Akraness \
Framhald af 12. síðu.
kirkju kl. 11 f.h. og hlýtt
messu hjá sóknarprestinum sr.
Jóni Guðjónssyni. Ræða hans
var framúrskarandi góð og
áhrifarík. Að messu lokinni var
gengið til borðhalds á Hótel
Akraness. — Kl. 2 e.h. hófst
bindindismálafundur í Bíóhöll-
inni. Fundarefni var þetta:
Öðinn Geirdal æt. stúkunnar
Akurblómið flutti ávarp. Þor-
steinn J. Sigurðsson umdæmis-
templar flutti ræðu. Frú Sigrún
Gissurardóttir og Þórketill Sig-
urðsson fluttu leikþátt. Björn
Magnússon prófessor flutti
fræðsluerindi um bindindismál.
Einar Þ. Guðmundsson leikari
las upp. Jóhannes Jóhannesson
lék einleik á harmoniku. Maríus
Ólafsson skáld las frumsamin
kvæði. Þorleifur Bjarnason
námsstjóri flutti lokaorð. Kjam-
ir var Þórður Steindórsson um-
dæmiskanslari.
Góður rómur var gerður a5
þeim atriðum, sem fram fóru 4
fundinum. Sérstaklega ánægju-
legt var hve margt ungmenna
var meðal fundarmanna, er
fylgdist af miklum áhuga og
prúðmennsku með því sem frana
fór.