Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.05.1956, Blaðsíða 1
 Miðvikudagur 16. maí 1956 — 21. árgangur — 109. tölublað Kí Sjálfbialiðar 1 eru beðnir að hafa sambandl við liosni ngaskrifstufuiia í Tjarnargötu 20 tíl þess alt vinna ýnis störf til undir*' búnings kosningunum. Gamla vísitalan 737 stig! Verðbófgan hefur meira en tvöfaldazt á sex árum Gamla visitalan — sú sem var í gildi heim að gengis- lækkun — væri nú komin upp í 737 stig, ef húu væri notuð, en hún var sem kunnugt er felld úr gildi með gengislækk- uninni. I»á var gamla vísital- an 355 stíg. Hækkunin síðan^ er 472 stig; dýrtíðin hefur tvöfaldast og þriðjungi betur! Gefur þetta góða hugmynd um það liversu óhemjulega vrerð- bólgu stjórnarvöldin hafa leitt yfir þjóðina. Á henni liaia verðbólgubraskarar, milliliðir og skuldakóngar ílialdsins grætt, en allur almenningur hefur tapað og atvinnuvegir þjóðarinnar liafa átt andi örðugleikum. Ef kaup væri greitt eftír gömlu vísitölunni, eins og gert var [iar til „fyrsta stjórn Alþýðuflokksins“ batt vísitöl- una í desember 1947, myndi tímakaup Dagsbrúnarmanns nú verða kr. 24,98. Mismun- urínn er kr. 6,70 um tímann, kr. 53,60 á dag — eða sem svarar rúmum 16.000 kr. á ári. Sú tala gefur góða liug- mynd um það hvernig kaup- máttur launanuu hefur verið skertur með verðbólgunni. Það birtist m.a. í því að fólk þarf nú að vinna mun lengur en 1947 til [)ess að hafa hlið- stæða afkomu. an vegin nóg að gert. I hirzl- um ríkisstjórna.rinnar liggja nú ttllögur hagfræðinganefnd- ar. I þeim er gert ráð fyrir gengislæklum, kaupbindingu og minni framkvæmdum í landinu, „hæfilegu atvinnu- Ieysi“. Þessar leynilegu ttllög- ur eru hin saineigiulega stefnu- skrá íhaldsins og hræðslu- bandalagsins — ef kosninga- úrslitin verða þannig að aft- urhaldið þori að framkvæma þær. Héraðsnefnd Alþýðubandaiagsins í Eyjafirði Verkamenn og bæmlur eru f jöl- mennastir í héraðsnefndinni Akureyri. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Héraðsnefnd Alþýöubandalagsins í Eyjafjarðarsýslu stvax- hefur nu veriö mynduö og er hún skipuð 20 mönnum, aöal- lega verkamönnum og bændum. Þessir eiga sæti í nefndinni: Eiríkur Björnsson bóndi, Arn- arfelli i Saurbæjarhreppi, Magn- ús Hólm Arnason bóndi á Krónustöðum í Saurbæjar- hreppi, Jónatan Davíðsson bóndi á Draflastöðum í Saurbæjarhr., Hermann Sigurðsson bóndi á Litlu-Brekku í Arnarneshreppi, Árni Jónsson verkamaður, Dal- vík, Daníel Daníelsson héraðs- læknir á Dalvík, Jón E. Stefáns- son byggingameistari, Gestur Sigurðsson verkamaður, Þor- steinn Þorsteinsson verkamaður, Stefán Bjarman kennari, Eiríkur Líndal gjaldkeri Verkalýðsfé- En afturhaldinu finnst eng- lagsins ó Dalvík og Hermann Verðhækkanirnar margfalt meiri en kaupuppbétin Eins og Þjóðviljinn skýi’öi frá í gær hefur vísi- talan nú skammtaö launþegum uppbótina fyrir þriggja mánaða gegndarlausar verðhækkanir. Upp- bótin er 5 vísitölustig eða sem svarar tæplega 3 % kauphækkun. Hér í blaöinu hafa undanfarnar vik- ur og mánuöi veriö birtar fréttir um verðhækkan- irnar en þær hafa venjulegast numiö tugum pró- senta. Hér skulu nokkur dæmi tekin í viöbót, en þau eru valin úr hópi algengasta neyzluvarnings: Eitt kíló af hveiti kostaði áður kr. 2.80 en kostar nú kr. 3.20. Hcelckun 14.3%. Eitt kíló af strásykri kostaði áður kr. 3.20 en kostar nú kr. 3.60. Hælckun 12.5%. Einn pakki af barnamjöli kostaöi áður kr. 10.95 en kostar nú kr. 13.15. Hœlckun 20%. Eitt stykki af Lúx liandsápu kostaði áður kr. 4.15 en kostar nú kr. 5.25. Hœkkun 26.5%. Ein dós af ræstidufti kostaði áður kr. 3.85 en lcost- ar nú kr. 4.70. Hœkkun 22%. Ein dós af Manison-bóni kostaði áður kr. 8.45 en kostar nú kr. 9.50. Hœkkun 12.5%. Þetta eru sem sagt mjög hversdagslegar neyzlu- vörur, úr þeim flokkum sem minnst hafa hækkaö. Samt er hækkunin á þeim öllum fimm- til tí-falt meiri en kaupuppbótin til launþega. Og íhaldiö vildi svo bæta gráu ofan á svart með því aö leggja til aö launþegar fengju alls enga kaupuppbót.. Zophoníasson bó.kavörður, allir 6 síðastnefndu til heimilis á Dalvík. Ragnar Þorsteinsson kennarí, Hartmann Pálsson verkamaður, Balldór Kristins- son verkamaður, Víglundur Pét- ursson verkamaður, Gísli Krist- insson verkamaður, Axel Péturs- son verkamaður, Líney Jónas- dóttir húsfrú, Sigríður Pólma- dóttir formaður verkakvennafé- lagsins Sigúrvonar í Ólafsfirði. Þau átta síðasttöldu öll til heim- ilis í Ólafsfirði. Formaður héraðsnefndarinn- ar er Stefán Bjarman kennari. _ Slitnað uppúr samningum um sjálfstjórn Singapore Marshall forsætisráðherra mun segja af sér Slitnaö hefur uppúr samningum milli brezku stjórn- arinnai' og fulltrúa frá Singapore um sjálfstjórn borg- inni til handa. Samningarnir fóru út um þúfur vegna þess að brezka stjórnin vill áskilja sér rétt til að taka stjórn lögreglumála í Singapore í sínar hendur hve- nær sem henni sýnist Singapore, sem er mikil hafn- arborg og flotastöð á eyju við suðurodda Malakkaskaga, ifékk takmarkaða sjálfstjórn í fyrra. Flestir borgarbúar eru af kín- versku bergi brotnir. Herstöðin illa [>okkuð David Marshall, fyrsti for- saátisráðherra Singapore, var fyrir samninganefnd borgarbúa í London. Hann er foringi Verkamannaflokksins, hægfara sósíaldemókrataflokks. Marshall sagði í gær, að eftir þessar málaíyktir í London myndi hann halda heim hið skjótasta og biðjast lausnar. íbúar Singapore vildu fá fujla stjórn yfir innri málum sinum. Þeir hefðu boðizt til að láta Breta ifara áfram með utanrík- ismálin og landvarnir, enda þótt þeim væri lítið gefið um her- Framhald á 5. síðu. Samið um friðun fiskimiða Skýrt var frá þvi í Moskva í gær að náðst hefði samkomu- lag um fiskveiðisamning milli Sovétríkjanna og Japans. Hafa Japanir fallizt á að virða frið- unaraðgerðir Sovétríkjanna á laxfiskimiðum á Kyrrahafi norðvestanverðu. Árás hrundið Tvvining hershöfðingi, for- seti herráðs bandaríska flug- hersins sagði í gær að í Bandaríkjunum væri farið að smíða vetnissprengjur sem ekki væru stærri en það að tveggja hreyfla sprengjuflugvélar gætu borið þær. Dulles argur yfir afvopnun í Sovét Segir fækkun hermanna um 1.2 milljónir engin teljandi áhrif hafa á hernaðarmáttinn Ákvörðun sovétstjórnarinnar áö fækka í herafla sínum um 1.2 milljónir manna var aöalumræöuefni blaöa og stjórnmálamanna um heim allan í gær. Áberandi var að fregninni var^ öðruvísi tekið í London og París en í Washington. Ráðuneytisf uiul ur Talmaður brezka utanrikis- ráðuneytisins komst svo að orði, að brezka stjórnin fagnaði á- kvörðun Sovétstjórnarinnar og teldi að hún myndi draga úr viðsjám í heiminum. Eden forsætisráðherra kall- aði tarezka ráðuneytið á fund í gær og var fullyrt í London að umræðuefnið þar hefði verið fækkunin í herafla Sovétríkj- anna. Blöð í París bentu á að til- kynningin um fækkunina var gefin út daginn áður en for- sætisráðherra og utanríkisráð- herra Frakklands komu í opin- bera hemisókn til Moskva. Töldu þau það benda til að sov- Framhald á 5. síðu. Alþýðan á nú mikið tækifæri Sósíalistafélag Reykjavíkur liélt fjölsóttan fund í Þórskaffi í gærkvöld. Starfsmenn og trúnaðarmenn félagsins skýrðu frá undirbúningi kosningannai Aðalræðuna flutti Eðvarð Sig- urðsson mn liið mikla tældíæri íslen/.krar alþýðu að saineinast nú á stjórnmálasviðinu og vernda á þann hátt það sem verkalýðuriim hefur áunnið og sækja frain tíl nýrra sigra. Baráttan hér stendur í þessum kosningum milli tveggja afla, Alþýðubandaiagsins, samtaka alþýðumiar, og íhaidsins, sem Framhald á 11. síðu Guy Mollet Mollet, Pineau í Moskva Fol-sætisráðherra Frakklands, Mollet, og Pineau utanríkisráð- herra komu í gær í opinbera heimsókn til Moskva. Þeir eru fyrstu forustumenn vestræns stórveldis sem koma til Moskva síðan Churchill var þar á stríðsárunum. Á flugvellinum í Moskva sagði Mollet að þeir félagar myndu ræða við æðstu menn Sovétríkjanna undir merki frið- arins. Franska stjórnin myndi halda tryggð við bandamenn sína, en það væru sameiginlegir hagsmunir Frakklands og Sov- étríkjanna að greitt yrði fram- úr ýmsum alþjóðlegum vaiida- málum. í gær hófust viðræður MolletS. og Pineau við Búlganín for- sætisráðherra og Molotoff ut- anríkisráðherra. Verða viðræð- urnar á hverjum degi þangað til á laugardag, en þá heldur Mollet heim. Pineau mun heim- sækja Leníngrad, Kíeff oa Érevan, höfuðborg Armeníu,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.