Þjóðviljinn - 16.05.1956, Page 7

Þjóðviljinn - 16.05.1956, Page 7
Miðvikudagui' 16. mai 1956 — ÞJÓÐVILJINN - (7 Beynslen er rökfræði Hér sér yfir innri hluta salarins sem er félagsheimili ÆFR Hinlr tveir kostir æskunnar Félagsheimili Æskulýðsfylk- ingarinnar í Reykjavík, sem vígt var og opnað s.l. sunnu- dag, er ánægjuleg vistarvera; og má Fylkingin, sem jafnan hefur átt undir högg að sækja um allt húsnæði, muna tvenna tímana. Eins og áður hefur ver- ið sagt frá er félagsheimilið salur á rishæð hússins Tjarnar- götu 20, auk eldhúss við ann- an stafn, gegnt uppgöngu. Verður salurinn opinn hvert kvöld, ki. 8,30—11, og geta menn unað sér við iestur bóka og tímarita, tafl, spil, útvarp; ennfremur verður kaffi veitt eftir kl. 9 hvert kvöld. Þótt saiurinn sé að vísu undir súð, er hann mjög vistlegur; og er þess að vænta að hann verði löngum fjölsetinn. Vígslusamkoman á sunnu- daginn hófst með því að for- maður ÆFR, Adda Bára Sig- fúsdóttir veðurfræðingur, bauð gesti velkomna; síðan gaf hún orðið formanni „innréttingar- nefndar", Hannesi Vigfússyni rafvirkja. Sagði hann frá því að liðið'væri á annað ár síðan hafizt var handa um innrétt- inguna, og rejmdist hún bæði meira verk og dýrara en ráð hafði verið fyrir gert. Salurinn var áður aðeins geymsluloft; og var byrjað ■ á því að rífa aila • Rifnar sperrur, bókahillur í þiljum klæðnirigu innan úr loftinu. Hefur súðin öll verið klædd nýju eíni milli sperra, en sjálfar hafa sperrurnar verið rifnar og síðan málaðar brún- um lit, sem fer mjög vél við Ijósa litinn í kring. Þá hafa útskotin til beggja hliða að sjálfsögðu verið þiljuð af, og hefur sex bókahillum vexúð komið fyrir í þeim þiljum. Þá þurfti að smíða algerlega nýja glugga í þakið, lagíæra gólfið undir nýjan dúk, ieggja gólf- lista o. s. frv. Og ekki má gleyma smiði og innréttingu eldhússins. Að lokum var allt málað í hólf og gólf; stiginn upp -á loftið lagður dreglum, sömuleiðis forstofan. Sjoðui’inn sem á húsið Tjarnargötu 20 lagði til efnið í innréttingu salarins, en Fylk- ingarfélagar hafa unnið verkið sjálft í sjálfboðavinnu. Sagði Hannes að margir þeirra hefðu lagt á sig mikla vinnu og fyrir- höfn við innréttinguna. Mest var unnið um helgar, en stund- um komu menn líka eftir kvöldmat að loknum erfiðum vinnudegi og unnu fram um miðnætti. Þakkaði Hannes þessum félögum öllum og kvað gott til þess að vita að Æsku- lýðsfylkingin ætti slíkt fólk innan vébanda sinna. Síðan tók Adda Bára til máls og flutti snjallt ávarp. Eg þakka í nafni ÆFR öllum þeim sem hér hafa lagt hönd að verki, sagði hún. Það hefur • Stílabókin, sem ekki var skrifuð lengi verið talið sjálfsagt i okkar hreyfingu að störf væru vel af hendi leyst, og ekki þótt umtalsvert. Og hafi ein- hver verk þótt þakkarverð, hef- ur að minnsta kosti verið lát- ið sitja við þakklætið.' Orðin hafa verið einu launin. Eifh verður það að vera svo. Við, sem einkum höfurn látið okkur nægja að horfa á og fylgjast með, flytjum ykkur hinum al- úðai'þakkir og treystum þvi að verk ykkar beri að öðru leyti laun sín í sjálfum sér. Eg nefni engin nöfn að þessu sinni; enda er það svo að þótt ekki sé liðið nema rúmlega ár síðan hafizt var handa hér í risinu, þá man enginn leng- ur nákvæmlega hvernig verk- inu hefur miðað stig af stigi. Það stóð til í upphafi að félag- ai'nir skráðu vinnustundir sín- ar við innréttinguna í vand- aða bók, sem geymd yrði með öðrum heimildum um starf Æskulýðsfylkingarinnar. En það var aldrei keypt nema ofurhversdagsleg stílabók, og eftir nokkurn tíma þótti félög- unum ekki mikils virði að gefa slíka skýrslu ufn vinnu sina — og hættu að rita i bókina. Ef til vill verður félagi okkar einhverntíma síðar annara urn sögu sína en okkur sem hér erum samankomin, og væntan- lega verða þeir sem síðar koma þess umkomnir að gjalda ágæt verk meiru en orðum einum. En ætli þau verk séu ekki ætíð unnin af heilustum hug sem ekki vænta opinberra launa; og sá félagsskapur er vissu- lega vel á vegi staddur er á innan vébanda sinna marga meðlimi eins og þá sem lögðu nótt við dag i þessum sal, af- söluðu sér hvíld og skemmtun margt eitt kvöld, gerðu þetta ris að því sem það nú er orð- ið; — eitthvað á þessa leið mælti Adda Bára rneðal annars í ávai'pi sínu. Því næst flutti Brynjólfur Bjarnason ræðu. Þakkaði hann Fylkingunni fyrir framtak hennar, sem þessi salur bæri nú ljóst vitni. Á þessum tím- um á æskan í höfuðatriðum um tvo kosti að velja, sagði Brynjólfur: leyfa spillingu og upplausn hins hröxmandi auð- skipulags að setjast að hug sín- um — eða vinna að sköpun • Hinir tveir kostir æskunnar nýs heims. Þið í .Æskulýðsfylk- ingunni hafið skipað ykkur í síðarnefndu sveitina; þessi húsakynni skapa ykkur mikil- væga aðstöðu í starfi ykkar Og þaðh er táknrænt að nú þegar verður hafið hér í salnum í-aunhæft starf. Hann er ekki eingöngu ætlaður til hvíldar og skemmtanar; um- ráðin yfir honum leggja ykkur jafnframt auknar skyldur á herðar. Bi-ynjólfur vék að kosninga- baráttunni sem nú stendur yfir, Það er sérstaklega ein óþekkt stærð í kosningunum 24. júní, sagði hann: unga fólkið sem nú • Stærðin óþekkta kýs í fyrsta sinn. Baráttan stendur mjög um unga fólk- ið, og þar á Æskulýðsfylking- in að geta lagt drjúgan skerf Framhald á 10. síðu Sjaldan eða aldrei hefur verkalýðurinn og allt vinnandi fólk hér á íslandi haft betri skilyrði til þess að gera sér ljóst, hvar það á að standa í þjóðfélagsmálunum » en um næstu kosningar. Enginn kennari er betri en reynslan, hvort heldur hún er í þjóðfélagsmálum eða öðru. Fólkið hefur fylgzt með því í daglegri reynslu, hvernig Framsókn og íhald hafa hjálp- azt að því að auka dýrtíðina og skattana á því, ár frá ári, máúuð eftir mánuð, viku eftir viku og frá degi til dags. — Það hefur líka fylgzt með því, hvernig hægx'i arnxur Alþýðu- flokksins hefur stutt stjói'nina, bæði beinlínis og óbeinlínis, í öllum hennar óhappaverkum á hendur alþýðunni í landinu. Og þar með hafa forustumenn hans auglýst sig sem örgustu liðhlaupa frá sínum fyrri stefnumiðum, baráttunni fyrir bættum kjörum verkalýðsins og fólksins í landinu. Sú reynsla, sem kjósendur hafa fengið af Þjóðvarnarmönnum, er á þá leið, að ekki er hugs- anlegt að þeir komi manni að við þessar kosningar. Þeir ei'u mai’gsinnis búnir að sanna það með breytni sinni og fram- komu, að þeir meina ekkert með því sem þeir eru að segja. Þessi framantöldu atriði ætti hver kjósandi að muna áður en hann greiðir atkvæði; þá er þetta svo einfalt, eins og það ^getur verið. Og hver sá verka- maður, hvort heldur hann er í sveit eða við sjó, sem ekki styður Alþýðubandalagið, nú í þeirri kosningabaráttu, sem háð verður á þessu vori á móti íhaldi, Ffamsókn og Þjóðvörn, hann hlýtur að vera haldinn einhverjum annarlegum sjón- armiðum. Hann hefur lent i tíöllahönd- um, eins og það var orðað í gamla daga. Og þá heíur hann brugðizt sjálfum sér, stétt sinni og þjóð. Hann hefur þá látið glepjast af ýmsum aukaatrið- um og áróðri stjórnarflokk- anna, gleymt aðalatriðunum, lífskjörum sínum og stéltár sinnar. Þegar athugað er hvernig kosningar hafa farið siðast og þar áður, þá er það aúgljóst að of rnargir hafa látið glepjast af áróðri íhaldsins um allskon- ar mál í öðrum löndum, ýmist ýkt eða login, sem verkalýðn- um hér koma ekki vilund við, en haldið er stöðugt á lofti, til þess að glepja kjósendur fyrir kosningar. En vonandi endur- tekur slíkt sig ekki nú, þar sem kjósendur hafa margreynt gerðir þeirrar stjórnar sem set- ið hefur við völd síðustu árin. Vilji kjósandinn vaxandi dýi'- tíð, dýrari vörur, hækkandl skatta, atvinnuleysi og fleira góðgæti, þá kýs hann íhuldið og Framsókn, en vilji hann lækkandi dýrtíð, vöruverð og skatta, herinn burt úr landinu og' rýmri landhelgi, þá kýs hann með Alþýðubandalaginu. Þetta og ekkert annað þarf hann að muna, þegar hann kýs 24. júní næst komandi. Og ef hann man þetta og lætur allan áróður íhaldsins eins og vind um eyrun þjóta, þá rennur upp nýtt og betra menningartímabil í sögu þjóðarinnar. — Að endingu set ég hér kvæði eftir Sveinbjörn Björnsson, ort 1911, sem getur vel átt við þá tíma sem við lifum nú á: Vcrr œttjörð hún kallar og knýr fram vorn dug og krefst pess vér störfum og vökum, með eldmóð í hjarta, með eldmóð í hug og afltreystum drengskapartökum; vér fram berum merkið og fylgjumst í þraut og foringjann verjum, sem ryður oss braut. Vér eigum að sníða burt eitraða rót, sem íslenzka pjóðkjarnann sýkir. Vér eigum að ganga par óskiptir mót hvar óstjórn og síngirni ríkir, er sveita vorn drékkur og sýgur vort blóð og safnar með róstum að höfði okkar glóð. Vér fylgjum ei peim, sem að vefjast um veilt, sem veltandi rekáld á floti. Vér heimtiim að allt sé nú innbyrðis heilt svo óhappa-verkunum sloti; því sorálaust stál á aö bm'Ma í pann brand, sem bítur til sigurs og ver petta land. Vér hötum pœr dróttir, sem draga’ að oss háð og dirfast í óhreinum sökum, vort pingrœði er brotið og pjóðerni smáð með prælslegum níðinga tökum, en réttlœti og sannleiki er troðið um tœr, . hvar tignarsess lýgin og varmennskan fœr. Vor œttjörð hún kallar, vér heyrum pað hljóð er háfjállatindarnir duna, ó, sjáðu að þér, fámenna og svívirta pjóð! og segðu; Vér skulum pað muna, að velja ei þá fuUtrúa er válda oss þján með vaxandi bölvun og framtíöar smán. Ef situr þú hér eftir sofandi hjá og sérð ei hvað nú er að gerast. Framhald á 10. síöu

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.