Þjóðviljinn - 25.05.1956, Blaðsíða 12
Hvergi lægri dánartalo af m
w
uöldum berkla en hér á Islondi
Starfsemin á Reykjalundi heíur vakið athygli víða unt lönd
10. þing Sambands ísl. berklasjúklinga var sett að
Reykjalundi í gær. Sitja það 83 fulltrúar.
Á s.l. ári var dánartala af völdum berkla komin niður í
0.7.af 10 þús. og mun það vera lægsta dánartala sem
þekkist af völdum berkla. Starfsemi S.Í.B.S. að Reykja-
lundi hefur vakið athygli víða um lönd.
Björgvin Sigurðsson
Alfreð Gislason
Forseti þingsins var kosinn
Jónas Þorbergsson fyrrv. út-
varpsstjóri og varaforsetar Stein-
dór Steindórsson frá Akureyri
og Böðvar Ingvarsson frá Vest-
mannaeyjum.
Þórður Benediktsson ávarpaði
þingið og skýrði frá þvi að
SÍBS hefði kosið dr. Sigurð
Sigurðsson berklayfirlækni heið-
ursfélaga sambandsins, og fór
lofsamlegum orðum um stjórn
dr. Sigurðar á vörn og sókn
gegn berklaveiki hérlendis.
Maríus Helgason, sem verið
hefur formaður SÍBS s.l. 10 ár
flutti ræðu þar sem hann rakti
sögu baráttunnar gegn berkla-
veiki hér á landi. Samkvæmt rann
sóknum á beinum er talið að
berklaveiki hafi verið hér á
landi áður en Þjórsárdalur
^^ eyddist. Á 17. og 18 öld virðist
hafa verið nokkur berklaveiki
hér og á tveim síðustu áratugum
19. aldar færist hún allmjög í
vöxt. Árið 1896 eru taldir 137
berklasjúklingar í landinu, þ. a.
70 í Reykjavík. Árið 1900 eru
þeir taldir 239 og árið 1909 sagði
Guðmundur Björnsson landlækn-
ir að jafnmargir létust af völd-
um berkla og öllum öðrum
sjúkdómum samanlagt.
Árið 1903 voru sett fyrstu
berklalögin og 1906 var heilsu-
hælisfélagið stofnað, en það
safnaði fé til byggingar Vífil-
staðahælis, er tók til starfa 1910
með rúmum fyrir 80 sjúklinga.
Fimmtán árum síðar var Krist-
neshæli reist. Hringurinn hafði
berklahæli í Kópavogi og ríkið
vísi að hæli í Hveragerði.
Árið 1921 voru sett ný berkla-
lög er ákváðu um ókeypis lækn-
ingu, en á árunum 1924—1930
var dánartala af völdum berkla
um og yfir 20 af hverjum 10
þús. Berklayfirlæknisembættið
var stofnað fyrir 20 árum. Var
um það bil hafizt handa að
leita að sjúklingum á byrjunar-
stigi og 40% landsmanna skoð-
að í beim tilgangi.
SÍBS var stofnað fyrir 18
árum og hefur starfað af dugn-
aði og giftu síðan og staðið
fyrir hinum miklu framkvæmd-
um við vinnuhælið að Reykja-
lundi, sem hafa vakið athygli
manna víða um lönd. Arangur
af baráttunni gegn berklaveik-
inni er líka mjög góður. Arið
1950 var dánartalan 2 af 10 þús.,
en s.l. ár var hún komin niður
í o,3 af hverjum 10 þús.
Að lokum .minntist Maríus
Helgason látinna félagsmanna og
risu fundarmenn úr sætum.
Því næst voru skýrslur flutt-
ar og hefur ágóði af starfsem-
inni á Reykjalundi orðið 4
mill.i. á s.I. tveim árum. — í
dag verða fræðsluermdi og
skýrslur félagsdeildanna.
Bokauppboð SJ, i
SJáSfstæðishúsiny
Sigurður Benediktsson heldur
bókauppboð í Sjálfstæðishúsiiui
í dag, og hefst það kl. 5 stund-
vísleg^.
A uppboðinu eru rösklega 100
númer í tveimur deildum: ann-
arsvegar gömul landabréf, hins-
vegar bækur, flestar frá síðustu
öld. Elzta kortið, sem nefnist Is-
landia, er frá 1595; og meðal
bókanna má nefna frumútgáfu á
kvæðum Bjarna Thorarensens
frá 1847, ferðabók Hendersons,
frá 1819, enska sýnisbók ís-
lenzkra kvæða, útgefna í Bristol
1797 — að ógleymdri Landfræði-
sögu Þorvalds Thoroddsens, sem
alltaf er verið að spyrja um hjá
fornbókasölum.
Einar Olgeirsson
TónleikaferS Sinfóníusveitarinnar
lil Noruurlanéins tékst ágætlega
Norðurlandsferð Sinfóníuhrjómsveitar íslands um hvíta-
sunnuhelgina tókst eins og bezt var á kosið. í förinni voru
34 hljóðfæraleikarar auk hljómsveitarstjórans dr. Páls
ísólfssonar.
Magnús B.iarnason
Almennur fundur
áSalfossiíkvöld
Alþýðubandalagið efnir til al-
menns stjórmnáLaíundar á Sel-
fossi í kvöJd. Verður hann í Sel-
fossbíói og hefst kl. !i,30. Ræðu-
menn á fundinum verða Einar
Olgeirsson, Alfreð Gístason,
Magnús Bjarnason og Björgvin
Sigurðsson; én þeir Björgvin og
Magnús skipa 2 efstu sætin á
framboðslista Alþýðubandalags-
ins í Arnessýslu.
Flogið var til Akureyrar um
hádegi annan hvitasunnudag, og
hafði brottförin þá tafizt um
3 klukkustundir vegna slæmra
veðurskilyrða fyrir norðan. Frá
flugvellinum á Akureyri var ek-
ið rakleitt austnr að Skjólbrekku
í Mývatnssveit. A undan tónleik-
unum þar bauð Kirkjukórasam-
band Suður-Þingeyjarprófasts-
dæmis hljómsveitarmönnum til
kaffidrykkju, og Páll H. Jónsson
skáld og tónskáld á Laugum
bauð hljómsvieitina velkomna.
Tónleikarnir fóru síðan fram í
hinu nýja og myndarlega félags-
heimili að Skjólbrekku. Voru
þeir vel sóttir og hljómsveitinni
ákaft fagnað af áheyrendum. í
lok tónleikanna flutti hrepps-
nefndaroddviti sveitarinnar, Jón
Gauti Pétursson á Gautlöndum,
ávarp og þakkaði hljómsveitinni
komuna. Jón Þórarinsson fram-
kvæmdastjóri Sinfóníuhljóm-
sveitarinnar þakkaði fyrir henn-
ar hönd hlýleg orð og ágætar
móttökur.
Að þessum tónleikum loknum
var ekið tafarlaust til Akureyr-
ar. Félagsmenn í Tónlistarfélagi
Akureyrar skiptu hljómsveitar-
mönnum á milli sín og buðu til
kvöldverðar á heimilum sinum
þeim, sem ekki áttu kvöldverð-
Framhald á 10. síðu.
Utankjörstaðaatkvæðagreíðsla
hefst sunnudaginn. 27. maí. Kosið er hjá hreppstjórum,
sýslumönnuin eða bæjarfógetum, en í Reykjavík hjá
borgarfógeta. (Kjörstaður: Melaskólinn (leikfimisalur)
í Reykjavík, kosning fer daglega fram á virkum dögum
frá kl. 10—12 f.h., 2—6 og 8—10 e.h. á sunnud. 2—6).
Kjósendur er dvelja eriendis geta kosið í skrifstofum sendi-
ráða, útsends aðah-æðismanns, útsends ræðismanns eða
vararæðismanna íslands. Allar upplýsingar um utankjör-
staðaatkvæðagreiðsluna eru veittar í skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins Tjarnargötu 20," símar 7510, 7511, 7513.
Stuðningsmenn Alþýðubandalagsins eru beðnir að gefa
allar upplýsingar um kjósendur sem' dvelja f jarri lögheim-
ilum sínum Jivort heldur er innan lands eða utan.
Ðragið ekM fram á síðustu stundu að greiða atkvæði.
Alvaran bak víð brotiflutningshjalið:
Fimm 19 |ás. lesta ílutningasKip
tii krsins á 2 vikum
Blöð hernámsflokkanna hafa undanfarið rætt með
skelfingu um brottför bandaríska hersins frá íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur gert baráttuna fyrir varan-
legu hernámi Islands að aðalkosningamáli eins og
reynir að afla sér atkvæða með þeim áróðri að hér verði
atvinnuleysi ef herinn fari. Enda iþótt ríkisstjórnin hafi
svikizt xim að tilkynna fc-rmlega samþykkt Alþingis um
brottför hersins hefur Bandaríkjastiórn reynt að hjálpa
Sjálfstæðisflokknum í kosningunum með því að tilkynna
að þegar verði hætt öllum framkvæmdum á Keflavíkur-
flugvelli, jafnvel viðhaldi vallarins!
Alvaran á bak við brottfarartal hersins sést bezt á þvi
að á s.l. 10 dögum til hálfum mánuði hafa 5 birgðaskip
um 10 þús. lestir hvert komið til hersins og hafa þau
m.a. flutt byggingarefni!
Kunnasti kór Banda-
ríkjanna syngur hér
Robert Shaw væntanlegur á þriðjudag ásamt
30 manna kór og 20 manna hljómsveit
f næstu viku er hinn kunni bandaríski tónlistarmaöur
Robert Shaw væntanlegur hingað til Reykjavíkur, ásamt
30 manna blönduðum kór og 20 manna hljómsveit. Halda
listamenn þessir eina opinbera tónleika í Austurbæjarbíói,
kl. 9.15 á miövikudagskvöld.
Kórinn er eingöngu skipað-
ur völdum atvinnusöngvurum,
úrvali úr stærri kór sem mjög
er kunnur vestan hafs ig víðar
og Rohert Shaw stofnaði fyrir
rúmlega 10 áraum.
Stamstarfsmaður Shaws
Robert Shaw hefur getið sér
mikinn orðstír sem frábær
stjórnandi blandaðra kóra,
hljómsveitarstjóri og kennari.
Um meira en áratugs skeið var
hann samstarfsmaður hins
heimsfræga, ítalska stjórnanda
Arturo Toseaninis, sem jafnan
greip til Robert Shawkórsins,
þegar hann st.jórnaði flutningi
hinna stærri verka meistaranna
eins og t. d. Missa Solemnis og
9. sinfóníu eftir Beethoven, Te
Deum eftir Verdi, Gesang der
Parzen eftir Brahms o. fl.
Haldið tónleika
i 20 þjóðlöndum
Undanfarna tvo og hálfan
mánuð hefur Robert Shaw ver-
ið á tónleikaferð um Evrópu og
Mið-Austurlönd, ásamt kórnum
og hljómsveitinni sem hingað
kemur. Hafa Bandaríkjamenn-
irnir heimsótt alls 36 borgir í
20 löndum og haldið milli 50 og
60 tónleika. Eru þeir nú á leið
vestur um haf aftur og er
Reykjavík síðasti viðkomustaður
þeirra í þessari lcngu ferð.
F.jólbreytt efnisskrá
Eins og áður segir heldur kór-
Pramhald á 10. síðu.
þlÖÐVUJIN
Föstudagur 25. maí 1956 — 21. árgangur — 115. tölublað
lir sem vilja vinna ú sigri Alþýðubandalagsins þtiria ú taka sðfnisnargögn