Þjóðviljinn - 07.06.1956, Side 1

Þjóðviljinn - 07.06.1956, Side 1
Könniinarblokkir1 Þeir sevi hafa fengiS könnunarblokkir Alþýðu- bandalagsins eru beðnir að skila þeim fyrir nœstu. helgi í skrifstofu banda- lagsins Tjarnargötu 20 og ' Hafnarstrœti 8. HermálasérfrœSingur New York Times skýrir frá: Herstjórn Bandaríkjanna bíður úr- slita Alþingiskosninganna í ofvæni Telur að ályktuninni um brottför hersins af Islandi verði því að- eins framfylgt að „kommúnistar44 styrki aðstöðu sína á Alþingi Yfirherstjórn Bandaríkjanna bíður úrslita Alþing-^ iskosninganna á íslandi 24. júní í ofvæni, segir Han- son W. Baldwin, hermálasérfræðingur bandaríska stórblaðsins New York Times. ,,Eí úrslit kosninganna verða þau að kommúnist- ar fá úrslitaaðstöðu á Alþingi Islendinga, neyðist bandaríska herliðið, sem nú mannar herstöð sem hefur kostað Bandaríkin 150 milljónir dollara (2450 milljónir króna), að öllum líkindum til að hverfa á brott’', segir Baldwin í blaði sínu 29. maí. I fregnum bandarískra blaða af stjórnmálabaráttunni á ís- landi um þessar mundir er Al- þýðubandalagið jafnan nefnt „kommúnistar", \ Litinn nijög- alvarlegum augum Baldwin skýrir frá ályktun Ajþingis um brottför Banda- ríkjahers og segir: „Ályktunin var þáttur í herbrögðum stjórn- málaflokkanna fyrir kosningarn- ar, en hún er litin mjög alvar- legum augum í Washington. Kommúnistar ráða nú þegar yf- ir stærstu verkalýðsfélögunum á íslandi, verðbólga hefur valdið miklum efnahagsvandamálum og styrkleikahlutföll flokkanna þurfa ekki að breytast mikið í kosningunum, sem í hönd fara, til að kommúnistar fái oddaað- stöðu“. „Washington bíður átekta'* Síðan er skýrt frá ákvörðun bandarísku herstjórnarinnar að fresta nýjum framkvæmdum á íslandi um óákveðinn tíma en haida áfram verkum sem byrjað er á. „Washington bíður átekta og llækkar hag- iir Stevensons 1 fyrradag kusu demókratar í Kaliforníu í Bandaríkjunum fulltrúa á flokksþingið í ágúst sem velur forsetaefni flokksins. Áttust þeir við Stevenson og Kefauver og sigraði Stevenson með miklum yfirburðum. Hafði hann fengið um 450.000 atkv. þegar síðast fréttist en Kef- auver um 230.000. Fyrirsjáan- legt er að Stevenson fær alla 68 flokksþingfulltrúana. Eftir þessi úrslit er Kefauver úr sögunni sem forsetaefni. Mögu- Fiamhaid á 5. síðu. vonar að tilraun koinmúnista lil að sýna styrk sinn muni mis- takast", segir Baldwin. Hann telur fjarstæðu að ís- lendingar geti tekið við gæzlu herstöðvanna; „ólíklegt virðist að völ sé á nógu mörgum inn- fæddum með nauðsynlega tækni- þekkingu", svo notuð séu orð hans sjálfs. „Lífsnauðsynlegt" fyrir Bandaríkin Baldwin gerir grein fyrir her- afla Bandaríkjamanna hér á landi, og segir að hann sé miklu minni ein hernaðarþýðing ís- lands gefi tilefni til. Landið sé „útvarðsstöð fyrir hinar þýð- ingarmiklu flugstöðvar 1 Græn- landi," á Keflavíkurflugvelli geti sprengjuflugvélar athafnað sig og hann megi nota fyrir „flugstöð í fremstu víglínu ef til stríðs kemur", ísland sé „austurendi radarstöðvakerfis til varnar meginlandi Norður-Arne- Framhald á lí. síðu Matarhlé eftir Gunnlaug Sdieving. Helgafell gefur út litprentanir eftir myndum kunnustu málara Fyrsta myitdin, Matarhlé eftir Gunnlaug Scheving er fullprentuð í Nýju Helgafelli, 2. hefti tímaritsins sem út kemur í dag, er skýrt frá því að útgáfan hafi nú náö samningum við flesta hina kunnustu málara okkar um prentun mynda eftir þá. Fyrsta myndin, Matarhlé eftir Gunnlaug Scheving, er nú fullprentuð og sala á henni hafin. Myndin er litprentuð Sviss hjá fullkomnustu prent- smiðju Evrópu. Hefur listamað- urinn haft eftirprentunina undir höndum í nokkrar vikur og tel- Genf ít ur hana svo líka málverkinu, að erfitt muni að þekkja hana frá frummyndinni. Litprentunin og frummyndin verða væntánlega Framhald á 10. síðu. Hverfir liyrjii í dag? ★ Hver er sá lesandi ÞjóðvHj- ans að hann gæti ekki aflað blaðinu EINS nýs áskrifanda? ★ Sá mun vandfundinn. en væri það framkvæmt, þýddi |>að stóraukin tækifa>ri fyrir Waðið að í'ækja verkefni sitt sem málgagn hinnar róttæku alþýöu á Islandi. ★ 1 haust eru 20 ai- frá þvi Þjóðviljinn kom fyrst út. Hon- un verður ekki gefin betri af- mælisgjöf en að aflaö sé nýrra áskrifenda. Og fáa nmn iðra >ess að gerast áskrifandi, reynslan sýnir og sannar að íeimili sem kyn/.t hefur I>jóð- viljanum daglega nokkui-n tíma, vill ekki án hans vera. ★ Tilkynnið nýja áskrifendur afgreiðslu blaðsins, Skóla- vörðustíg 19, simi 7500, eða á skrifstofu Sósíalistafélags H- víkur, Tjamargötu 20. Munið aðalvei'ðlauíi áskrif- endasöínunariniiar: FÖK \ HEIMSMÓT ÆSKUNNAK SUMARIÖ 1957! BYRJIÐ í DAG! I Mestu koialög á hnettinum Komið er í ljós að kolalögin í Kasakstan, einn af Asíulýð- veldum Sovétríkjanna, eru hin mestu sem kunnugt er um á hnettinum, segir MoskvablaðiíS Pravda í gær. Kolalögin Jiarna fundust fyrir heilli öld, en þau hafa ekki verið fuilrannsökuð fyrr en nú. Kom í ljós að kolin skipta mörgum inill jörðuin tonna. Yíðast er svo grunnt á þeim að hægt er að vinna þau í opnmn námum, en það er mikiu ódýrari vinnsla en þegar grafa þarf göng djúpt undir yfirborð [jarðar tii að komast að kohm- ! um. y I kosximguniim í sumesr verður kjörseoill- ism hliðstæður verkfalisvopitinu Stjórnarflokkarnir flýttu kosningunum vegna þess eins að þeir þorðu ekki að framkvæma bjargráð sín fyrr en að kosningum loknum Á hinum mikla fundi Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld lögðu allir ræöumenn áherzlu á þaö að kosningarnar í sumar eru kjarabarátta, kjörseðillinn er hliðstæöur verk- fallsvopninu. Það er um það aff tefla 24. júní hvort þjóff- in ætlar aff kalla yfir sig gengislækkun og lögbundið kaup- í gjald effa hvort Alþýffubandalagiff á að verða eins sterkt 1 á þingi og Alþýðusambandiff er í faglegu baráttunni. Hvers vegna eru kosningar lialdnar í suniar, ári fyrr en iög, mæla fyrir, spurði Eðvarð Sig- urðsson. Það er ekki kunnugt um neinn ágreining milli stjórn- arflokkanna i efnahagsmálum. Þeir voru sammála um allt, síð- ast um álögurnar miklu, 240 milljónir króna. Framsóknar- menn hafa ekki borið fram nein- ar tillögur sem íhaldið hafnaði; íhaldið gerði engar kröfur sem Framsókn var ekki reiðubúin tii að ganga að. Allt samstarf stjórnarflokkanna fór fram á helmingaskiptagrundvelli og gerir það enn. En hvers vegna var þá efnt til kosninga ? Vildu ljúka kosningumim af. Ástæðan er sú að það' er stefna stjórnarflokkanna að lækka gengið stórlega og binda kaupið með lögum, svo að laun- þegar geti ekki velt af sér of- urþunga sívaxandi dýrtíðar. En stjórnarflokkarnir þorðu ekki að framkvæma þessa stefnu, ef að- eins væri eitt ár til kosninga; þeii- töldu nauðsynlegt að árás- in mikia fyrndist betur. Þess vegna komu þeir sér saman um að ljúka kosningunum af áður en lagt væri í „bjargráðin" miklu. Skattarnir í vetur mestu álögur sem þjóðin hefur orðið að þola — voru aðeins „bráðabirgðaráðstöfun", en hinar endanlegu og varanlegu Framhald á 10. síðu Komið sem fyrst með framlögin í kosningasjóð G—listans

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.