Þjóðviljinn - 07.06.1956, Qupperneq 4
4) _ ÞJÓÐVILJINN' — Fimíntudagur 7. júni 1956:
Enn um Tékkneska bifreiðaumboðið — lítið um
varahluti — Verðlag á varahlutum
hluta í Skoda og Tátra verð-
ur umboðinu. óhagstæður, og<j>
GRAMUR skrifar: — Sæll og
blessaður, bæjarpóstur minn!
f gær (þ. e. föstud. 1. júní)
skrifaði einhver góður maður
um erfiðleika sina í sambandi
við kaup á Skodabifreið. Eg
varð ekki rnikið hissa, því slíka.
reynslu hef ég af viðskiptum
við Tékkneska bifreiðaumboð-
ið, að ég yrði fyrst hissa, eí
ég heyrði getið um lélegri
þjónustu við viðskiptavini en
það lætur í té. Eg á sjálfur
tékkneska bifreið og hef kom-
ið á verkstæði umboðsins, en
verð að segja, að þar er ekki
um auðugan garð að gresja.
SíðastliðiS sumar og haust kom
ég þangað oft og spurði um
ýmsa varahluti; m. a. dempara,
hraðamælissnúru, bolta í
kúplingu, ræsi o. m. fl. Það
eina sem ég fékk var kveikju-
hamar, en það er líka alveg
bráðnauðsynlegur hlutur í bif-
reið með rafkveikju. Svo er
annað, og það er verðið á þeim
varahlutum, sem fást. Þegar ég
var að leita eftir ræsinum,
sem ég ekki fékk, sá ég ræsi
í Skoda, og spurði um verðið.
„Aðeins fimmtán hundruð
krónur, takk.“ Þeir, sem eitt-
hvað þekkja til verðs á vara-
hlutum í bifreiðar, skilja, hvers
vegna ég hraðaði mér .út und-
ir bert loft. Þess má geta, að
samsvarahdi stór ræsir í Aust-
in kostar milli fimm og sex
hundruð krónur. Samanburður
á verðlagi flestra annara vara-
þess vegna spyr ég, og vona
að forsjármenn umboðsins
svari skilmerkilega: 1) Hvern-
ig stendur á þessu geysiverði á
þeim fáu varahlutum sem
fást?, og 2) hvers vegna fást
varla nokkrir varahlutir í
Skoda- og sérstaklega Tatra-
bifreiðar? Ef umboðsmennirnir
geta ekki svarað þessu öðru
vísi en þeir hafa gert hingað
til; (þ. e. 1) að ræsarnir liafi
fyrst verið fluttir frá Sviss til
Tékkóslóvakíu og síðan til Is-
lands, m. ö. o. komin á þá
tollar og álagning í þremur
löndum, og 2) að það sé hætt
að framleiða fjögura manna
Taírabifreiðar og þess vegna
ekki til neinir varahlutir í
þær), — þá eru þeir ekki
snjallir kaupsýsiumenn. Nú
verður mér að hugsa: Skyldi
það vera tilfellið,. a.ð Tékkar
framleiði reiðinnar ósköp af
bifreiðum en enga varahluti í
þær? Eg held, að óhætt sé að
segja blátt nei við þessari hug-
dettu; nú, en hvað þá? Eru
virkilega allar biíreiðar model
1946—47 komnar úr umferð í
Tékkóslóvakíu? Eg svara þessu
líka neitandi: En þá hljóta
líka að vera til varahlutir í
þessar bifreiðar; það vantar
aðeins framtakssemi umboðs-
mannanna við að útvega þá.“
Gramur.—
PÓSTURINN tekur enn senv \
fyrr fram, að hann er reiðu- :
búinn að veita viðtöku athuga- ■
semdum frá forráðamönnum ;
umboðsins, sem á er deilt, ef ;
þær berast. Honum finnst og ■
trúlegt, að hér sé, a. m. k. að ■
einhverju leyti um misskilning
að ræða, sem mundi leiðréttast,
ef báðir aðilar, umþoðsmenn
og ' viðskiptavinir, .skýrðu
greinilega írá málavöxtum.
Nýít hefti af Nýju
HelgafelJi
Annað hefti Nýs Helgafells
kemur út í dag. Meðal efnis eru
ný kvæði eftir Stein Steinarr og
Hannes Pétursson, sagan Jari>-
ur eftir Þórberg Þórðarson, ís-
land þúsund ár eftir Kristján
Eldjárn, svör Finnboga Rúts
Valdimarssonar, Hermanns Jón-
assonar, Ólafs Thors og Valdi-
mars Jóhannssonar við fyrir-
spurn tímaritsins um utanríkis-
mál. Grein er eftir Arthur Ko-
estler, greinar um bókmenntir,
leiklist, tónlist o. fl.
Einn af ritstjórum Nýs
Helgafells, Ragnar Jónsson,
skýrði blaðamönnum frá því í
gær, að í undirbúningi væri mik-
il útgáfustarfsemi á vegum
tímaritsins og annars forlags
hér í bænum, og yrði markmið
hennar að lyfta undir nýja,
þjóðlega bókmenntavakningu
meðai æskunnar.
Óskum að ráða rafvirkja til raflagna í húsum. \
Ennfremur rafvirkja eða vana línumenn til raf- |
veituvinnu.
Rafveita Hafnarfjaröar.
HANDBÓKIN
1956
fæst í bókaverzlunum og
blaðasölum
j Hvernig varast má óþarfa
jslit á hfólbörSunum
Fáir bílar hafa vakiö meiri athygli upp á siðkastið en
hin nýja gerö Citxoens, DS19, og pað er sannarlega eigu-
legur bílí. pó ekki sé nema vegna. útlitsins.
Þegar komið er út fyrir
Hringbr. hér í Reykjavík er ó-
algengt, að götur séu malbik-
aðrar og finnst mörgum mal-
bikun gatna í höfuðborginni
.ganga furðu seint, svo ekki
sé talað um þjóðvegi þá sem
mest umferð er um. Malar-
vegirnir hafa þann kost að
þeir eru að ýmsu leyti greið-
farnari í vetrarfærð með frost-
um og ísingu og slysahætta þá
minni á þeim, er. þá eru kostir
þeirra líka taldir.
En gallar malarveganna eru
margir og er sá helztur hve
mjög þeir slíta hjólbörðum bíl-
anna. Það er því sennilega
hvergi meiri þörf á því en hér
á landi, að bifreiðaeigendur
geri allt sem í þeirra valdi
stendur til að slitið verði sem-
minnst og það er hægt að
koma í veg fyrir óeðlilegt slit
á hjólbörðum, ef aðgát er höfð.
Það er þá fyrst, að þess ber
jafnan að gæta, að loftþrýst-
ingurinn í hjólbörðunum sé sá
sem framleiðandi bílsins segir
til um í hverju falli. Sú þjón-
usta sem veitt er ókeypis á
benzínstöðvunum er oft mjög
af handahófi og afleiðingin oft
sú, að allt of mikið loft er í
hjólbörðunum. í þessu sem
öðru er méðalvegurinn beztur.
Of lítill loftþrýstingur er ó-
heppilegur hvemig sem á er
litið, þar sem hann hefur bæði
í för með sér aukið slit á
gúminu og þráðarívöfunum,
auk þess sem þyngra er að
stýra bílnum og hann lætur
verr að stjóm í beygjum. Of
mikill loftþrýstingur í börðun-
um getur hins vegar vissulega
dregið úr slitj á börðunum
sjálfum, en gerir bílinn of
hastan og styttir endingartíma
hans,
Stilling hjólanna er annað
atriði sem skiptir máli í þessu
sambandi. Framvagninn er
þannig smíðaður, að hægt sé
að aka beint áfram án þess að
stýrið sé í stöðugri hreyfingu,
að bíllinn sé léttur í stýri á
beygjum og að stýrið „rétti sig
af“ af sjálfu sér eftir beygjum-
ar. Bílíinn verður einnig að
vera stöðugur og láta vel að
stjórn þegar hratt er ekið. Það
er hin sérstáka afstaða hjól-
anna og framásanna til vegar-
flatarins, sem gerir þetta að
verkum, hin svonefndu ,,cam-
ber- og easterhom“ og „toe-in
stilling" hjólanna.
Annað atriði í síýrisútbúnað-
inum er hin svonefnda „beygju-
stilling" hjólanna. Þegar beygt
er, fara framhjólin í misjafn-
lega krappar beygjur. Innra
hjólið verður að sveigjast
lengra í beygjuáttina en það
ytra, ef það á ekki að skríða
til á veginum og verða með
því móti fyrir óþarfa sliti.
Framleiðendur bílanna segja
til um hver beygjustilling hjól-
anna á að vera og hún á ekki
að breytast, nema einhver hluti
útbúnaðarins hafi slitnað eða
aflagazt. _____
Sama máli gegnir oftast um
hin hjólhornin, „camber",
„caster“ og „toe-in“, en þessi
horn eru venjulega viðkvæm-
ari fyrir höggum og óvenju-
legu álagi, sérstaklega vegna
breytinga á fjöðrunum, bæði
að framan og aftan. Það er
þess vegna g'óð regla, að láta
athuga stillingu framhjólanna
einu sinni á ári og leiðrétta
hana, ef hún ekki í lagi, og
það er einmitt heppilegt á
þessum tíma árs.
Að lokum skulu hér teknar
upp leiðbeiningar úr Bókiniii
um bílinn (Leiftur, 1952) um
meðferð bílgúmsins:
Eftirfarandi atriði ætti hver
bílstjóri að festa sér í buga:
1. Athuga skal þrýstinginn í
hjólbörðunum með hæfilegu
millibili. Of lítill þrýstingur
eykur erfiði barðans, sérstak-
lega reynir á hann til hlið-
anna, en þetta veldur hita, sem
getur orsakað að lög barðans
losna hvert frá öðru og barð-
inn rifni.
Of mikill þrýstingur gerir
hreyfingar bílsins hastar og ó-
þjálar. Barðarnir hoppa á veg-
inum, en það veldur óeðlilegu
sliti.
2. Ofhleðsla á bílnum hefur
mjög slæm áhrif á hjólbarðana.
Þekkt hjólbarðaverksmiðja seg-
ir, að 100% yfirhleðsla hafi
það í för með sér, að barðinn
endist ekki nema fjórða hluta
af þeirri vegalengd, sem hann
ætti að geta enzt við eðlilegt
álag.
3. Af eðlilegum ástæðum
slitna þeir barðar mest, sem
eru á hjólbörðunum, sem knýja
bílinn áfram, en það eru
venjulega afturhjólin. Vegna
öryggis við aksturinn ber hins
vegar að hafa sem bezta barða
á framhjólunum. Eftir hverja
10.000 km, sem ekið er, ætti að
færa barðana milli hjóla, þann-
ig að framhjólabarðarnir komi
á afturhjólin og öfugt. Þegar
barðamir eru færðir þannig á
milli, ætti ávallt að setja
vinstri hjóls barða á hægra
hjól og hægra hjóls barða á
vinstra hjól.
4. Stilling framhjólanna verð-
ur að vera alveg rétt. Slitni
framhjólabarðarnir óeðlilega
mikið eða kantar þeirra mis-
jafnlega, er orsökina að finna
í rangstilltum framhjólum.
5. Við hemlun slitnar gúmið
mikið. Óþarflega snögga heml-
un ætti því að varast. Ekki
ætti heldur að aka hratt af
stað.
6. Við akstur i kröppum
beygjum reynir mikið á gúmið,
sérstaklega ef ekið er hratt og
bíllinn skríður til í beygjunni.
7. Á holóttum og ósléttuml
vegi skal aka hægt.
8. Aldrei skal aka á loíth-.usu
hjóli.
9. Leggið ekki bílnum svo
nærri gangstétt, að hjólbarð-
arnir núist við hana.
10. Verndið vel gúmið íyrir
olíu og benzíni. Gætið þess, að
olía sé ekki á gólfi bílskýlisíns.
11. Hiti og sólskin þurrkar
hjólbarðann um of og veldur
það sprungum á yfirborði hans,
ber því að vernda hann gegia
þessu eftir föngum.
12. Rispur og sprungur í yf-
irborði hjólbarðans skal bæta
svo fljótt sem þeirra verður
vart.
13. Hraður og langur akstuB
slítur hjólbörðunum mikið,
sérstaklega ef heitt er í veðri.
Hjólbarðaverksmiðjur segja, að
50 km/std. akstur slíti barð-
anum tvöfalt á við 30 km/std*