Þjóðviljinn - 07.06.1956, Side 11

Þjóðviljinn - 07.06.1956, Side 11
Fmmitudagur 7. júm 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (11 Mildred Pierce 24. dagur hann spjörunum úr, rétt eins og; ekkert hefði komið fyrh’. Wally sagðist hafa þurft að ná tali af honum í marga mánuði, en svo sannarlega væri þetta fyrsta tæki- færiö sem hann hefði fengið til þess. Bert sagðist kannast við það, tíminn væri svo fljótur að líöa. Wally sagði að það væri út af húsunum þrem í fjórtándu blökk. hvort nokkurt munnlegt ioforð hefði verið gefiö um að félagið byggði skjólvegg bakvið þau. Bert aftók þaö með öllu og rifjaði upp öll smáatriði í sambandi við söluna á húsunum. Wally sagði, aö sér hefði líka fundizt þetta ótrúlegt, en hann hefði viljaö ganga úr skugga um þaö. Mildred hlustaöi með öðru eyranu, hún hafði engan áhuga á Wally, hugsaði aöeins um bílinn og hvemig hún ætti að vekja máls á honnm. En svo fékk hún allt í einu kvikindislega hugmynd og samstundis ákvaö hún að framkvæma hana. „Skelfing er heitt hérna inni. Er •ykkur ekki heitt í jökkunum, strákar? ViljiÖ þið ekki fara úr þeim?“ „Það væri ekki svo vitlaust, Bert“. „Já, þú segir nokkuö“. „Þið þurfiö ekki aö standa upp. Ég skal taka viö þeim“. Þeir fóru úr jökkunmn og hún lagði þá yfir handlegg- inn og gekk að skápnum til að setja þá á heröatré. Þega r hún var búin aö hengja þá upp stakk hún hendinni niö- ur í smápeningavasa Berts, og eins og hana gmnaöi var lykillinn að bílnum þar. Hún tók hann og stakk honum í skóinn sinn. Þegar hún kom fram úr skápnum tók hún glasið sitt sem hún haföi vai’la snert fram aö þessu. ..Hvernig væri að ég fyndi á mér“. „Alveg tilvalið“. „Ég skal bæta í glasið þitt“. Bert bætti ís í glasiö hennar, meira whiskýi og sóda- vatni og hún tók tvo eða þrjá snögga teyga, Ilún hristi glasið með ísnum og sagði söguna um Harry Engel og akkerinu og karlmennimir tveir skemmtu sér vel. Þegar hún lauk frásögninni fann hún bíllykilinn kitla sig í ilina og hún gaf frá sér fyrsta innilega hláturinn i marga mánuði. Hún hló mjög smitandi eins og Ray og mennirn- ir tveir fóru líka aö hlæja og þau hlógu öll saman rétt eins og aldrei heföi verið kreppa, erfiðleikar í hjónabandi né illindi í sambandi við atvinnu. En Wally var sýnilega dálítið taugaóstyi’kur og vissi ekki hver staöa hans var þarna, og fljótlega tók hann þá ákvörðun aö fara. Bert fylgdi honum hátíðlega til dyra. en Wally mundi aö hann hafði gleymt jakkanum sínum og það gaf honum tækifæri til aö skjótast aftur inn í hús- ið og hvísla að Mildred. „Heyröu er hann kominn aftur? Ég á við, býr hann hérna?“ „Hann er bara í heimsókn". „Þá sjáumst við bi’áðum“. „Það vona ég“. Þegar Bert kom inn aftur, settist hann í sæti sitt, dreypti hugsi á glasi sínu og sagöi: „Hann hafði víst ekki írétt neitt. Um okkur, á ég viö. Mér fannst ástæöu- laust að segja honum það“. „Það var alveg rétt hjá þér“. „Hann hefur ekki illt af því sem hann veit ekkert um“. „Nei, hreint ekki“. Það' var farið að lækka í flöskunni, en hann hellti enn í glas og kom nú aö erindinu. „Áður en ég fer, Mildred, ættirðu aö minna mig á að taka ýmislegt smálegt úr skrifboröinu. Það er ekkert áiiðandi, en það er eins gott að hafa það hjá sér“. „Get ég náð í það fyrir þig?“ „LíftryggingarskírteiniÖ mitt“. Rödd hans var dálítiö skuggaleg eins og hann gerði ráð fyrir rifrildi. Líftryggingin hljóðaði upp á 1000 dali en hann hafði aðeins greitt iögjöld upp á 256 dali, vegna þess að hann trúði ekki á líftryggingar sem fjárfestingu, kaus heldur A.T.&T. verðbréf. Þau höfðu deilt um þetta og Mildred hélt því fram að ef eitthvaö kæmi fyrir hann, þá foröaði líftryggingin börnunum frá fátækrahæli. En hún vissi aö þessu þurfti að fórna næst og bersýnilega var hann að búa sig undir deilur um það. En hún sótti skírteinið orðalaust og hann sagði: „Þökk, Mildred“. Hann virtist feginn því, hve þetta gekk auðveldlega og sagöi: „Jæja, hvernig hefur þér annars liðið“. „Alveg ágætlega“. „Við skulum fá okkur einn diykk enn“. Þau drukku það sem eftir var í flöskunni og svo sagðist hann þurfa að fara. Mildred sótti jakkann hans, fylgdi honum til dyra, gaf honum rneira að segja dálítið tárvot- an koss, og svo fór hann. Hún flýtti sér að slökkva ljósin, fór inn í svefnherbergið og beiö. Og eftir nokkrar mínút- iir Herstjórn USA 1 Framhald af 1. síðu ríku“ og „norðurendi útvarð- línu radarskipa og flugvéla, sem nær suður til Asoreyja“. „í stuttu máli sagt, ísland er að áliti háttsetts embættismanns í landvarnaráðuneyinu „lífs- nauðsynlegrt“ fyrir öryggi Banda- ríkjanna“, segir Baldwin. „Kosningaúrslitin á íslandi geta haft áhrif um allan lieim“ Hann víkur hvergi að þvi einu orði að herseta Bandaríkja- manna hér stafi af þörf á að verja ísland, þvert á móti talar hann um að fsland sé í hópi herstöðva sem „hafið eða hnatt- lega verndar við beinni árás kommúnistaherja". Þess vegna geti Bandaríkjamenn „ráðið yf- ir loft- og sjóleiðum, sem hafa mikla hernaðarþýðingu, með sjó- her og flugher frá þessum eyj- um eða útvarðstöðvum." í sama flokki og ísland nefnir Baldwin Norður-Afríku, Kýpur, Ceylon, Aden, SingapoVe, Nýju Gineu og Okinawa. Þessir stað- ir eigi það allir sameiginlegt að nú amist þjóðirnar þar við her- setu Bandaríkjamanna eða bandamanna þeirra. Þetta „veldur herstjórn Banda- ríkjanna töluverðum áhyggjum", segir Baldwin. „Þess vegna muh verða litið á úrslit kosninganna á íslandi, sem fram eiga að fara 24. júní, sem fordæmi sem kann að liafa hin víðtækustu áhrif“. Hanson W. Baldvvin er a,l- mennt viðurkenndur sá banda- rískur hermálafréttaritari sem af mestum kunnugleika túlkar sjónarmið bandarísku herstjórn- arinnar. S.XBEMBI9 F Brezkur náungi varð fyrir því að gleypa af misgáningi níu saumnálar. Hvernig sá mis- gáningur átti sér stað hermir sagan því miður ekki. Maður- inn var lagður á sjúkralrús, tekin mynd af honum og hann rannsakaður vandlega, en það ltom á daginn að saumnálamar lágu svo „vel“ að talið var óhætt að láta þær eiga sig án þess að framkvæma aðgerð. Maðurinn var settur í sirstakt fæði, og eftir nokkra daga komu fyrstu nálarnar lit með Jsaurnum. Að viku liðinni voru Mlar nálarnar níu búnar að jskila sérog mnðurinn var send- iur heim ó ddaður eftir hið strembna fæoi. Þannig er hægt að borða saumnálar án þess að .skaðast af, þótt heimilisþáttur- inn vilji ekki ráðicggja neinum ! að leika þetta. eftir; varla yrðu j allir eins heþpnir og maðurinn í Englandi. LI6GUB LE!ÐIN Hrmgar ui sme.lli Jarðarför GUÐMUNDAR A. GlSI ASONAK, Krókatúni 2, Akranesi, sem andaðist 2. þ.m., fer fram frá Hallgrímskirkju laugar- daginn 9. júni kl. 10.30 f.h. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Vftiítlaiirenn ÞÓKANNA GlSLADÓTl’IR, sem andaðist að heimili sínu Fálkagötu 11 hinn 30, maí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni föstudaginn 8. júní kl. 3 síðdegis. Signrður Sigmundsson og vandamenn. I Og þessir hringar cra si | mun ódýrari eh gömhi stein-’ hringamir ca -erlendis virðast þeir víða vera að útrýma þeim. A UPÍ í} BCi na Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar og systur okkar GUDNV JAK ÞORVALDSDÓTTUR Ölafur Þórarinsson og systkini hinnar látnu. Nú er farið að framleiða smelta málmhriuga. Þeir eru mjóir og sléttir og aðeins rönd af smelt- ; inu. Þeir eru oft samstæðir arm- i böndum og eyrnalokkum úr ; sama efni. Þetta er tilraun til að gera hringa vinsæla aftur. Maissiil feættulegra m himdsfcit Sem betur fer kemur það ekki oft fyrir að við verðum fyrir mannsbiti, en ef það lcem- ur fyrir getur það orðið býsna hættulegt. Með bitinu flytjast bakteríur frá einum manni til annars, og að því er virðist er mannsbit fullt af liættuleg- um bakteríum. Þessar upplýs- ingar eru úr British Medical Journal, og þar eru allir lækn- ar hvattir tii að gæta niun ^ meiri varúðar i meðhöndlun á mannsbiti en «þegar „bara“ er ■ ■naai o »•■■■■■«• Amerískir SUNÐBOLIR nýkomnir BEZT, Vesturveri. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' legt, þar er aðeins hætta á stífki’ampa og hann læknast með einni sprautu, en manns- bit er miklu hættulégra og margbrotnara. Jæja, þá vitum um hundsbit að ræða. Hunds-! við . það og reynum að gæta bit er ekki talið sérlega hættu- * þess að láta ekki bíta okkur. frtgefandl: Samelningarflokkur alþýðu — Sósíallstaflokkurinn. — Rltstjórar: Magnús Kjartansson íó.b.), Sigurður Ouðmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón Bjarnason. — Blaðamenn: Ásmundur SiKur- Jónsson, Bjarni Benediktsson, Guðmundur Vigfússon, fvar H. Jónsson, Magnús Torfi Ólafsson. — Auglýslngartjórl: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Síml 7500 (3 línur). — Áskriftarverð kr. 25 á mánuði I Reykjavík og nágrenni; kr. 22 annarsstaðar. — Lausasöluverð kr. i. — PrentamiÖJa ÞJóðvilJans h.f.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.