Þjóðviljinn - 17.06.1956, Side 7

Þjóðviljinn - 17.06.1956, Side 7
r Sunnudagur 17. júní 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 Ásgeir Blöndal Magnússon: Sjálfstæðisflokkurinn og hernámsmálin Flestum íslenrlingum er nú ®ð verða ljóst, að það var póli- tísk kórvilla, er útlendum víga- mönnum var leyft að búa um Sig á íslenzkri grund. Her- námið er .orðið eitt hið versta átumein í íslenzku þjóðlífi. Hngínn trúir lengur á þá árás- arhættu, sem notuð var sem átyila fyrir samþykkt þess. Jafnframt skilst mönnum æ betur, að landi og þjóð er eng- in \ örn í setuliðinu sv'onefnda, enda nógsamlega yfirlýst af háifu hinnar bandarísku herra- þjóðar, að íslandi sé ætlað það hlutverk eitt að vera árás- ar- og varðstöð í hinum yzta hring, ef til styrjaldar komi; og sjá allir hvílík vernd ís- lenzku lífi . og verðmætum mætti að því verða. Þeim fjölgar líka óðum, sem skiJst að utanríkisstefna okkar hin síðari ár hefur verið á viiligötum og með fráhvarfi okkar frá fornhelgri hlutleys- isstefnu og þátttöku í Atlants- hafsbandalaginu glötuðum við mikilsverðu tækifæri til að reka sjálfstæða utanríkispóli- tík í samræmi við hag og heið- ur landsins. ísland átti þess kost að vera boðberi friðsam- legra samskipta þjóða í milli — óháð jafn austri sem vestri — og hefði getað fært sér þessa aðstöðu í nyt. En skammsýnir valdhafar vildu það ekki. Sósíalistaflokurinn hefur barizt gegn þessari óheilla- þróun frá upphafi, og nú hefur ólygin reynsla og stað- haínir rennt slíkum stoðum undir málflutning hans, að brostið hefur flótti í lið her- námspostulanna. Allur þorri fólks hefur gerzt æ andvígari hernáminu — og Framsóknar- og Alþýðuflokkurinn, eða hræðslubandalagið svonefnda, hafa neyðzt til að beita sér fyrir Alþingissamþykkt um endurskoðun hernámssamn- ingsins og brottför hersins. Samþykktin er að visu loð- muJluleg og gerð með semingi, en þó órækt vitni um hvert stefnir. Utanríkismálaráðherra Framsóknar hefur verið rek- inn til þess eftir margar og langar særingar að tilkynna Bandaríkjastjórn opinberlega þessa ákvörðun Alþingis. Nú er sem sé sv*o komið, að það er aðeins einn opinber hei'- námsflokkur á íslandi, flokk- urinn sem kennir sig' við sjálf- stæði landsins. Afstaða Sjálfstæðis- flokksins til her- námsins Röksemdir þær gegn upp- sögn hernámssamningsíns, sem birzt hafa í málgögnum Sjálf- stæðisflokksins eru einkum 'þessar: Það er ekki á valdi ís- lendinga að ákveða, hvenær hernáminu skuli lokið. Þeir eiga ekki að meta, nær „árás- arhættan" sé liðin hjá. Það verði aðeins gert af þeim að- ilum, er að hernáminu standa — þ. á m. þeim, sem farið hafa fram á 99 ára hersetu á landi hér. Með slíkum mál- flutningi er í raun barizt fyrir ævarandi hernámi landsins; og er það því andhælislegra, sem hernámssamningurinn sjálfur gefur ekkert tilefni til slíkrar afstöðu. En þetta viðhorf er hins vegar í fullu samræmi við afstöðu Sjálfstæðisflokks- ins — og reyndar stjórnar- flokkanna beggja — í ýmsum öðrum utanríkismálum, þ. á m. landhelgismálinu, Þar má heldur ekkert aðhafast, fyrr en Sameinuðu þjóðirnar, Evrópu- ráðið og aðrar erlendar stofn- anir hafa sagt álit sitt. Með slíkri afstöðu eru frumréttindi þjóðarinnar, umráðin yfir eig- in landi, seld undir dómsvald framandi aðila; og er slíkt fáheyrt í sjálfstæðisbaráttu þjóða. Framámönnum Sjálfstæðis- flokksins mun og skiljast, að opinber afstaða af þessu tagi sé ekki sigurstrangleg; og síð- ustu dagana hafa þeir leitazt við að láta í það skína, að þeir væru ekki með öllu frá- hverfir uppsögn hernámssamn- inganna í sjálfu sér, heldur aðeins aðferðinni. Það vanti sem sé nauðsynlegar undirbún- ingsathuganir og ránnsóknjir varðandi framtícjarskipuin varnarmálanna, áður en slik uppsögn geti farið fram. Hafa orðaskipti ráðherra íhalds og Framsóknar um þetta atriði vakið hlátur og meðaumkun hjá öllum almenningi. En Sjálfstæðisflokkurinn treystir lítt á þennan opinbera málflutning sér til framdrátt- ar, og því er það að gripið er til annarskonar áróðurs í leyn- um — og hefur hann þó reynd- ar líka skotið upp kollinum í málgögnum flokksins. Inntak- ið í þessari hvislherferð er þetta: Við getum ekki komizt af án hernámsins, íslendingar geta ekki lifað mannsæmandi lífi nema á styrjaldartimum eða með því að leigja land sitt undir hersetu. Brottför hernámsliðsins mundi ríða okkur að fullu fjárhagslega. Og til að leggj a áherzlu á þann voða, sem sé fyrir dyr- um, eru hernámsyfirvöldin lát- in tilkynna, að öllum frekari framkvæmdum verði hætt um óákveðinn tíma. Viðhorf þetta lýsir slíkri vantrú á land og þjóð að furðu sætir og felur reyndar í sér fullkomna neitun á möguleik- um þjóðarinnar til sjálfstæðis. Það kom stundum fyrjr í sjálf- stæðisbaráttunni við Dani, að einstakir íslendingar töldu, að þjóðin hefði ekkert með sjálf- stæði og fullveldi að gera, hún væri ekki fær um að stjórna sér sjálf. Þessi skoð- un þótti jafnan lítilmannleg og rangsnúin, en þó höfðu for- mælendur hennar sér það til afsökunar, að þjóðin var þá örsnauð og reynsluvana og bjó við frumstæða lífshætti. Nú hefur hún hins vegar auðgazt stórum, komið á nútíma-at- vinnuháttum — og sýnt í verki, að hún er þess umkom- in að ráða sjálf málum sín- um. En samt eru enn til menn, jafnvel heilir stjórn- málaflokkar, er telja, að ekki verði lifað hér við sæmileg kjör, nema með því að leigja landið undir Víghreiður er- lendra stríðsmanna — og vilja þá heldur taka þann kostinn heldur en að draga úr eyðsl- unni og halda sæmdinni. Er fjárhagslegur gróði að hernáminu? En hvernig er þessu farið? Er það rétt, að hernámið styrki þjóðarhag og færi okkur fjár- hagslegan ágóða, sem við ann- ars yrðum að fara á mis við? Því fer fjarri. Hér skal ekki rætt um þá hernaðarlegu hættu, sem landinu stafar af dvöl erlends árásarliðs, eða þau margvíslegu spillingaráhrif, er kvíslast út frá dvalarstöðvum þess — né heldur um hvort réttmætt sé að bjóða heim slíkum voða fyrir nokkra þóknun í erlendum gjaldeyri. Hér skal aðeins vikið að fjár- hagshliðinni. Telja má, að yfir tvö þúsund íslendingar hafi unnið að jafn- aði á vegum varnarliðsins síð- ustu tvö til þrjú árin. Þessir menn eru að sjálfsögðu teknir frá innlendum framleiðslu- greinum, þ. á m. aðalútflutn- ingsframleiðslu landsmanna. gjaldeyristekjur af dvöl varn- arliðsins hér munu hafa num- ið rúmum 200 millj. króna árlega. 30 menn, sem ynnu á Kefla- víkurflugvelli, fyrir ca. 70 þúsund króna árskaup hver, myndu afla gjaldeyristekna, sem næmu samtals rúmum 2 millj. kr., en ef þessir sömu 30 menn stunduðu veiðar á íslenzkum togara, myndi full- unnið árlegt aflamagn þeirra nema rúmum 11 milljónum króna í gjaldeyrisverðmæti, miðað við meðalafla, 20 ís- lenzkir togarar afla jafnmik- ils erlends gjaldeyris árlega og allar framkvæmdir i sambandi við setuliðið. Ef vinnuafl það, sem nú starfar í þjónustu her- námsliðsins við ófrjó og þjóð- hættuleg störf, væri hagnýtt vel í þágu íslenzkrar fram- leiðslu, gæti það því skilað gjaldeyristekjum á borð við herstöðina í Keflavík. íslenzk- ir valdhafar hafa hinsvegar afrækt atvinnuvegi landsins, og þá fyrst og fremst sjávar- útveginn. Enginn nýr togari hefur verið keyptur til lands- ins síðastliðin átta ár, og hafa þó þeir, sem fyrir eru, gengið úr sér og tveir af þeim farizt. Hefur þetta með öðru orðið til að hrekja menn frá arni og ætthögum í atvinnuleit suður á Reykjanes. Rétt er líka að geta um það í þessu sambandi að Kefla- víkurflugvöllur myndi skila á- fram allmiklum tekjum í er- lendum gjaldeyri, enda þótt herinn færi af landi brott. Herstöðvavinnan hefur leitt til manneklu í íslenzkum atvinnu- vegurn, bæði sjávarútvegi og landbúnaði og reyndar víðar, og hefur orðið að fá útlendinga til að vinna að þessum störf- um. Um 1200 erlendir menn hafa stundað hér vinnu ár- lega, þar af unnu um 800 Færeyingar hér við fiskveiðar á síðustu vertíð — og greiðsl- an til þeirra í erlendum gjald- eyri eða jafngildi hans nemur áreiðanlega meira en 10 millj. kr. árlega. Hér við bætist, að hernámsvinnan hefur haft það í för með sér, að allt jafnvægi í byggð landsins hefur ,rask- azt, einstakar sveitir hafa svo til eyðzt að fólki. Hús og mannyirki hafa verið yfirgefin, hrörnað og, orðið verðlítU eða verðlaus. Fólk úr kaupstpðum vestan-, norðan- og austanlands „30 menn, sem ynnu á Keflavíkurflugveíli fyr- ir ca. 70.000 kr. árskáup livér, myndu afla gjald- eyristekna, sem næmu samtals rúmum 2 inillj kr., en ef þessir sömu 30 menn stunduðu veið- ar á islenzkum togara, myndi fullunnið árlegt aflamagn þeirra nema rúmum 11 milljónum króna í gjaldeyrisverð- mæti, miðað við meðal- afla“. hefur flæmzt suður á Reykja- nes og eignir þess og verð- mæti heima fyrir fallið í verði eða jafnvel reynzt óseljanleg. I kjölfar herstöðvavinnunnar hefur líka siglt hverskonar fjármálaspilling, okur og verð- bólga. Hitt er þó kannski enn alvarlegra, að hún á drýgstan þátt í því, að sífellt veitir erfiðara að fá íslenzka sjómenn á fiskiskip landsmanna og ala þannig upp nýja sjósóknara til að taka við af þeim eldri. Eg hef drepið hér á fáein at- riði í sambandi við fjárhags- gróðann af herstöðvavinnunni, frekar til að vekja menn til umhugsunar um þessi mál en til að rekja þau nákvæmlega. Þó ætla ég að flestum verði fljótlega ljóst, að herstöðin í Keflavík er þjóðinni lítt til hagræðis, og það eins þótt lit- til sé á fjárhagshliðina ein- göngu. Það er vitað mál, að in,nan Sjálfstæðisflokksins og fylgj- enda hans eru margir, sem eru andsnúnir hernáminu. og fer Framhald á 8. síðu. Jón Helgason: $á |$jóö... Sú þjóð sem löngum átti’ ekki’ í sig brauð en einatt bar þó reisn í fátækt sinni, skal efnum búin orðin þvílíkt gauð er öðrum bjóði sig að fótaskinni. Sú þjóð sem horuð ærið afhroð galt af ofurheitri trú á frelsið dýra, hún býður lostug sama frelsi falt með fitustokkinn belg og galtarsvíra. Sú þjóð sem veit sér ekkert œðra mark en aurasníkjur, sukk og fleðulæti mun hljóta notuð herra sinna spark og heykjast lágt í verðgangsmanna sœti. Sú þjóð sem dottar dáðlaus, viljasljó, og dillar þeim er Ijúga, blekkja, svíkja, skal fyrr en varir hremmd í harða kló. Hægt er að festast, bágt mun úr að víkja! Maí 1951. --— --—J

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.