Þjóðviljinn - 17.06.1956, Side 9
HtKoOa*
Sunnudagur 17. júni 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (S
Flett blöðum „íþróttaplltsins"
Á s. 1. vetri átti Knatt-
spyrnufélagið Haukar 25
ára afmæli og var þess get-
ið hér á íþróttasíðunni. Var
þess getið jafnframt að hin-
ir áhugasömu ungu stofn-
endur hefðu gefið út hand-
skrifað félagsblað sem þeir
nefndu ,íþróttapiltinn.‘ Ætl-
unin var að rifja upp
nokkra kafla úr þessu
skemmtilega blaði í kring
um afmælið, en það dróst
lengur en ætlað var. Þótt
svo hafi til tekizt verður
samt svona til tilbreyting-
ar flett blöðum í „íþrótta-
piltinum."
Fyrsta tölublaðið er dag-
sett 6. marz 1934, og var
það gefið út þangað til
1938. Blaðið ber með sér að
þessir ungu menn hafa verið
stórhuga og látið margt til
sín taka. Þeir ræða félags-
málin, segja skemmtilegar
ferðasögur, segja frá fræg-
um íþróttamönnum, og i-
þróttagreinum, sérstaklega
knattspyrnu. Suma hausa
blaðsins hefur Hermann
Guðmundsson skreytt fag-
urlega.
ÁVARP.
Nú á þessum tímum, þegar
Iþróttapilturinn liefur göngu
sína, þá langar mig að ávarpa
ykkur, félagsbræður örfáum
orðum. Þessir tímar eru að
nokkru leyti mjög merkur at-
fourður í sögu Hauka og um
leið í íþróttasögu Hafnarfjarð-
ar, því Haukar. er fyrsta í-
þróttafélagið sem gefur út blað
innan félags. Hvað blaðaútgáfu
þessa snertir finnst mér að
Iþróttapilturinn gæti verið sem
iiokkurskonar skóli fyrir fé-
lagsmenn, þannig að þeir fyrst
riti þar greinar og fái þannig
sefingu áður en þeir leggja út
á annan vettvang. Þessvegna
vil ég að sem flestir taki upp
á því að senda íþróttapiltinum
greinar, þó að þeim sé ekki
gert það að skyldu og er rit-
stjóra skylt að færa þær inn.
Þann'ig mætti :fá marga ritfæra
menn sem síðar gætu stuðlað
að því að halda uppi skrifum
í Hauk og létta þannig undir
störfum útgáfunefndar. Félag-
ar, við verðum að gæta heiðurs
félagsins, og sem er í því fal-
inn fyrst og fremst að efla
íþróttir í bænum og einn stóri
liðurinn í því er einmitt út-
gáfa Hauks.
Við verðum að reisa merkið
hátt og stefna að því ótrauðir,
þó að við verðum að ganga
upp brekkunat Og síðast en
ekki sízt, venjum athygli fólks
á því, í Hauk, hverju er ábóta-
vant hér, svo íþróttir geti þrif-
ist og reynum að benda á skyn-
samlega úrlausn þeirra mála,
en umfram allt höldum frá allri
pólitík.
Magnús Guðlaugsson.
BÖÐ
Margir eru alitaf að jagast
á því að hér sé enginn aðstaða
fyrir íþróttir, sem satt er, til
dæmis mætti nefna eitt sem
iallir eru sammála um, og það
er að vanti bæði heit og köld
böð í íþróttahús bæjarins, eins
og Haukur minntist á í síðasta
tölublaði, en það mætti gjöra
gott úr því fyrir þá sem hafa
notað sér það. Þeir eru fæstir
af Haukum sem hafa notað sér
það enn, það er að fara í Bað-
hús Hafnarfjarðar, minnsta
kosti tvisvar í mánuði, það
kostar 0,50 aura í hvert sinn.
Að endingu vil ég minnast á
það að það væri ákáflega leið-
inlegt fyrir Hauka ef þessari
þörfu stofnun væri lokað vegna
þess að hún væri ekki nógu
vel sótt og líka að þetta er
eina baðhúsið í Hafnarfirði sem
almenningur getur fengið til
afnota.
Iþróttir. Islendinga að fornu
og nýju
Úr niðurlagi:
1. Eiga íslendingar ekki eins
góð íþróttamannsefni eins og
aðrar þjóðir?
2. Eru íslenzkir íþróttamenn
ekki eins áhugasamir og í-
þróttamenn annarra þjóða.
3. Eða er aðbúnaður ís-
lenzkra íþróttamanna ekki eins
góður og íþróttamenn annarra
þjóða eiga við að búa?
Fyrstu spurningunni vil ég
svara á þá leið að Islendingar
eigi engu síður góð íþrótta-
mannsefni.
Annarri spurningunni vil ég
Góð uppbót
Leikmaður einn sem keppir
með Real Madrid félaginu í
Madrid á Spáni, Ldis 'Molöwny
að nafni, fékk ekki svo litla
uppbót fyrir 10 ára starf í félag-
inu’ sem keppandi og er hann
þó naumast fastur í áðalliðirxú
í dag. Mun það siður þar sýðV'a
,að menn fái ágóðaléijk ítem. ligfá
verið svo lengi í sáma Jíði.' Áð
þessú sinni lék lið hans við hið
fræga lið frá Suður-Aúieríku,
Vasco da Gama. Um 100.000 á-
horfendur komu til1 leikáins og
fékk Molowny allári nettó á-
góðann, sem var um 700.000 kr.
í íslenzkum krónum.
f þessum leik tefldi Réál franr
sóknarlínu, sem ér metiri af
sérfræðingum á 13 til 14 rnill-
jónir ísl. kr. í hénni eru m. á.
Frakkinn Kopa, sem; er uiri
þessar mundir eírin' eftirsóttasti
knattspyrnumaður í Vésttu-Ev-
rópu. Þar eru og tveir spænsk-
ir snillingar, heitir annar cli
Stefano sem mikið orð fer af,
og hinn Rial.
Þetta félag lék úrslitaleik í
Evrópubikarkeppni beztu félaga
í álfunni og fór sá leikur ■ fram
í París. Um 3500 áhorfendur
fóru frá Madrid til að sjá þessa
viðureign, en því rriiður er ekki
vitað um úrslit þegar þetta er
skrifað.
svara á þá leið áð yfirleitt
séu íþróttamennirnir íslenzku
ekki nógu áhugasamir.
Og þriðju spumingunni vil
ég svara á þá leið að aðbún-
aður íslenzkra íþróttamanna
er viðast hvar óhæfur og þar
sem hann er skárstur er hann
slæmur og er út af fyrir sig
ekki til þess að auka áhuga
íþróttamanna heldur hið gagn-
hver illindi verði ekki með
til dæmis fundina. Það kemur
ekki sá fuiidur fyrir að ein-
stæða,
Eitt eiga íþróttir að fornu
og nýju sameiginlegt, og það
er það að „skapa lirausta sál
í hraustum líkama.“
Helgi Hóseasson.
prentari.
Um framtíð Hauka
Ég efast ekki um það að all-
ir þeir sem í Haukum eru,
óska þess af heilum hug að
framtíð félagsins megi verða
sem blessunarríkust og bezt.
Og ég veit að allir vilja gera
sitt til að svo verði, en nú
skulum við athuga hvernig það
tekst á sumum sviðum. Tökum
fundarmönnum.
Við skulum nú athuga hvað
af þessu leiðir. Af þessu leiðir
það að í félaginu myndast sér-
stakar klíkur, og af því leiðir
svo aftur það að fundirnir snú-
ast meir um persónur en mál.
Afíeiðing þessa verður svo
sú að félagið skiptist í tvo
eða fleiri andstæða hluta og
það getur aftur orsakað hrein-
an klofning. Og hvar er starf
félagsins þá?
Þessvegna, félagar, uppræt-
um allan „klíkuhátt" og störf-
um saman að viðreisn íþrótta-
málanna hér í þessum bæ.
Magnús Kjartansson.
Akvanesför Hauka 1934
Þegar til Akraness var kom-
ið. lagðist Suðurlandið fyrir
.akkerum út á höfninni eða vík-
,inni. Vorum við síðan ferjaðir
:x land á smábát með flutningi
og 'farþegum. Þegar við stigum
á bryggjjina á Akranesi var
þar fyrir að taka á móti okk-
ur Áxel Andrésson formaður
Iþróttaráðs.
Klukkan 2.30 byrjaði svo
þessi mikla knattspyrnukeppni
milli Hauka og úrvalsliðs úr
báðum félögunum. Leikurinn
býrjaði með ákafri sókn Ak-
urriesinga en Haukar hrundu
af sér hverju áhlaupinu á fætur
öðru en samt tókst Akurnes-
ingum að slcora mark, en fyrir
það kvittuðu Haukar strax
aftur, fyrri hálfleikurinn endaði
þannig að Haukar höfðu skor-
að eitt márk en Akurnesingar
tvö.
Seinni hálfleikurinn hófst
með hinni grimmilegustu og
harkalegustu spilamennsku af
hálfu Akurnesinga svo Hauli-
ar sem óvanir eru slíku töpuðu
öllu jafnvægi og settu Akur-
nesingar nú fjögur mörk, en
Framliald á 8. síðu.
Jakob Haístem endurkosinn for- I
iitalsir Iþróttafélags Reykjavíkur ]
Aðalfundur ÍR var haldinn
í húsi félagsins við Túngötu 31.
maí s.l. Formaður félagsins, Jak-
ob Hafstein flutti skýrslu stjórri-
.arinnar, sem var mjög ítarleg,
jénda er starfsemi íþróttafélags
sem ÍR orðin mjög umfangsmik-
il.
Félagið hefur Sjö íþróttagrein-
ar á stefnuskrá sinni eins og er,
þ. e. skíðaíþróttir, sund, frjálsí-
þróttir, handknattleik, körfu-
knattleik, badminton og fim-
leika.
Helztu afrek ÍR-inga í hinum
ýmsu íþróttagreinum undanfarið
hafa verið sem hér segir:
I skíðaíþróttinni hafa ÍR-ingar
skarað fram úr öðrum félögum
og eiga nú beztu skíðamenn
landsins. Tveir af þátttakendum
íslands á Vetrar-Olympíuleikun-
um í Cortina voru ÍR-ingar, þ.e.
Eysteinn Þórðarson, sem stóð
sig bezt ísl. þátttakendanna og
Valdimar Örnólfsson.
Skíðaheimili ÍR-inga, Kolviðar-
hóll, hefur verið selt, en nú er
að hefjast bygging fyrsta flokks
skíðaskála og tengja félagsmenn
miklar vonir við þá byggingu í
framtíðinni.
Margir efnilegir sundmenn og
konur eru innan vébanda ÍR og
á sundmóti félaganna s.l. vetur
varð ÍR annáð í röðinni í stiga-
keppni. Þjálfari sundfólksins er
hinn kunni sundkappi Jónas
Halldórsson.
ÍR-ingum hefur gengið mjög
vel í frjálsíþróttum upp á síð-
kastið, sigruðu t. d. í stigakeppni
Reykjavíkurmeistaramótsins s.l.
haust, í landsliðinu gegn Hol-
lendingum s.l. sumar voru 11
ÍR-ingarí 8 aðalmenn og 8 vara-
menn, ÍR sigraði í báðum sveita-
keppnum 40. Víðavangshlaups
ins. Þjálfari er Guðmundur Þór-
arinsson.
Ilandknattleiksmenn félagsins
eru í mikilli framför ög á ný-
afstöðnu íslandsmóti sigruðu ÍR-
piltarnir í 2. aldursflokki og
komust í úrslit í 3. flokki.
í körfuknattleik hafa ÍR-ingar
verið mjög sigursælir og urðu
íslandsmeistarar 1954 og 1955.
Á nýafstöðnu íslandsmóti varð
ÍR-liðið efst ásamt 2 öðrum fé-
lögum, en vegna formgalla hef-
ur það mót verið dæmt ógilt og
verður að keppa aftur.
Ágætir badmintonmenn og
konur hafa verið innan ÍR, en.
nú er frekar dauft jrfir þeirrf
grein vegna húsnæðisleysis.
Á fyrstu áratugum ÍR voru
framúrskarandi fimleikamennt
og konur innan félagsins. Aftur
á móti hefur verið mjög dauft
yfir fimleikunum undanfarið.
Stjórn félagsfns hefur ráðið frú
Sigríði Valgeirsdóttur sem kenn-
ara í kvennaleikfimi og er ár-
angur strax að koma í ljós, hún
er að koma upp ágætum kvenna-
flokki, sem vonandi verður orð-
inn mjög góður á 50 ára afmæli
félagsins 11. marz n.k. Kennari í
karlaleikfimi er Einar Valur
Kristjánsson.
Jakob Hafstein var einróma
endurkjörinn formaður félags-
ins, en aðrir í stjórn: Ragnar
Þorsteinsson varaformaður,
Guðmundur Vilhjálmsson gjald-
keri, Kjartan Jóhannsson, fund-
arritari og Örn Eiðsson, bréf-
ritari.
Samþykkt var að breyta fund-
artíma aðalfundar félagsins og
halda hann í október. Verður
næsti aðalfundur því 30. október
n.k.
(Frá f. R.)'
Stúlkiir fengu flestar liæstu
einkunnimar í Skógaskóla
Héraðsskólanum að Skógum var slitið 2. júní s.l. í vetur
liöfðu 94 nemendur stundaö nám í skólanum, í 4. bekkjar-
deildum. Námsárangur var yfirleitt góður, heilsufar nem-
anda gott og félagslíf fjölbreytt.
Tólf nemendur skólans gengu
undir landspróf, og hlaut Borg-
hildur Karlsdóttir, Bjálmholti
í Holtum, hæstu einkunn í
landsprófsdeild, 7,89.
Gagnfræðaprófi luku 23 nem-
endur. Hæstu einkunn hlaut
Bergljót Kristjánsd., Græna-
vatni 9 Mývatnssveit, 8,60.
Hlutu þær Borghildur bóka-
verðlaun úr verðlaunasjóði
skólans. Ennfremm’ voru þau
veitt Sigurlaugu Gunnarsdótt-
ur, Suður-Fossi í Mýrdal, er
fékk liæstu einkunn í lands-
prófsgreinum, 7,48. Næsthæst
á gagnfræðaprófi varð Mar-
grét Þórðardóttir, Lýtingsstöð-
um í Holtum, fékk 8 í aðal-
einkunn.
Björn Björnsson sýslumaður
var við skólaslitin og afhenti
fjórar bækur frá sýslunefnd
Rangæinga er skyldu vera
verðlaun til jafn margra.nem-
enda í 1. og 2. bekk fyrir bezt-
an námsárangur og góða
frammistöðu að öðru leyti.
í skólaslitaræðu sinni hvatti
skólastjórinn, Jón R. Hjálm-
arsson, nemendur til dugnaðar
og samvizkusemi, að vinna vei
landi sínu, yrkja það og rækta.
Nemendur unnu við trjá-
plöntun í skógrækt skólans að
loknum prófum eins og undan-
farin vor, og var plantað að
þessu sinni rúmlega 3000 plönt-
um.
Kosningaskrif-
stofa í loflavik *
og Njarðvíkum T
Stuðningsmenn Alþýðubanda-
lagsins í Keflavík og Njarðvík-
um liafa opnað kosningaskrif-
stofu. Simar skrifstofunnar eru
523 (Kéflavík) og 368 (Ytri-
Njarðvík). Sigurður Brynjólfs-
son og Sigurbjörn Ketilsson
veita skrifstofunum forstöðu og
eru stuðningsmenn Alþýðu-
bandalagsiiis beðnir að snúa sér
sem fyrst til þeirra með allar
upplýsingar sem auðveklað geta
kosningastarfið. __