Þjóðviljinn - 17.06.1956, Síða 10

Þjóðviljinn - 17.06.1956, Síða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagnr 17. júní 1956 Viðhorf æskunnar Framhald af 6. síðu. blakta yfir Islandi um ókom- in ár við hliðina á fána Is- lands. Þetta er boðskapur Sjálf- stæðisflokksins til íslenzkrar æsku. Þetta er boðskapur þeirra manna, sem vilja selja frum- burðarrétt íslenzkrar æsku til þess, að þeir sjálfir geti tryggt völd sín og notað hernámið sem gróðauppsprettu fyrir sig. Næsta sunnudag fær æska Islands sitt mikla tækifæri til að svara boðskap Sjálfstæðis- flokksforkólfanna. með sínum eigin boðskap, boðskap ungra íslendinga. íslenzkri æsku líkar vel að hafa vasapeninga, en hún sel- ur ekki land sitt og æru fyrir dollara né neina aðra mynt. Hún kann vel að meta aðrar þjóðir, einnig hina bandarísku. En enga þjóð metur hún þann veg, að hún vilji afhenda henni nein völd í landi sínu, né bursta skó erlendra liðþjálfa. Islenzk æska veit vel um kosti og auðlindir annarra landa, en hún er reiðubúin til að taka upp hanzkann fyrir sitt eigið land, hasla hverjum þeim völl, sem kastar rýrð á land hennar. DAGSKRÁ háiíðahaldanna 17, júní 1956 I. Skrúðgöngur Kl. 13:15 Skrúðgöngur að Austurvelli hefjast frá þremur stöðum í bænum. Fi'á Melaskólanum -verður gengið um Furumel, Hringbraut, Skothúsveg, Tjarnargötu og Kírkju- stræti. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórn- andi: Paul Pampichler. Frá Skólavörðutorgi verður gengið um Njarðar- götu, Laufásveg, Skothúsveg, Fríkirkjuveg, Lækj- argötu og Skólabrú- Lúðrasveitin Svanur leikur. Stjórnandi: Karl O. Runólfsson, tónskáld. Frá Illemmi verður gengið um Laugaveg, Banka- stræti, Aus'turstræti og Pósthússtræti. Lúðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi: Jón S. Jónsson. Lúðrasveitir og fánaberar ganga inn á Austurvöll kl. 13:50. II Hálsðahöld við Áuslurvöll Kl. 13.55 Hátíðin sett af formanni þjóðhátíðarnefndar, Þór Sandholt- Gengið í kirkju. Kl. 14:00 Guðsþjónusta í Dómkirkjunni. Prédikun: Séra Árelíus Níelsson. Einsöngur: Magnús Jónsson. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson, tónskáld. Dóm- kirkjukórinn syngur. Þessir sálmar verða sungnir: Nr. 671, Beyg kné þín, fólk vors föðurlands, nr. 23, Þín miskunn, ó, guð, nr- 674, Lát þitt ríki, ljóssins herra. Kl. 14:30 Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, leggur blómsveig frá íslenzku þjóðinni að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. — Allir viðstaddir syngja þjóðsönginn með undirleik lúðrasveitanna. Stjórn- andi: Paul Pampichler. Kl. 14:40 Forsætísráðherra, Ólafur Thors, flytur ræðu af svölum Alþingishússins. — „ísland ögrum skorið“ sungið og leikið. Stjórnandi Karl O. Runólfsson. Kl. 14:55 Ávarp fjallkonunnar af svölum Alþingishússins. „Yfir voru ættarlandi" sungið og leikið. Kl. 15:00 Lagt af stað frá Alþingishúsinu suður á íþrótta- völl. Staðnæmst við leiði Jóns Sigurðssonar, For- seti bæjarstjórnar, frú Auður Auðuns, leggur blómsveig frá Reykvíkingum. Karlakór Reykja- víkur og Karlakórinn Fóstbræður syngja: „Sjá roðann á hnjúkunum háu“. Lúðrasveit Reykja- víkur leikur fyrir göngunni. III. A IþróllaveSlinum Kl. 15:30 Mótið sett: Jakob Hafstein. Skrúðganga íþróttamanna. Sýningar- og bændaglíma. Stjórnandi: Lárus Saló- monsson. Glímumenn úr Ármanni og U.M.F.R. Fimleikasýningar: Úrvalsflokkur kvenna úr Í.R. . undir stjórn frú Sigríðar Vaigeirsdóttur. Undir- leikari: Frú Unnur Eyfells. Stúlkur úr Ármanni sýna akrobatik og æfingar á hárri slá undir stjórn frú Guðrúnar Nielsen. Undirleikari Carl Billich. Frjálsar íþróttir: 100 m hlaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, langstökk, stangarstökk, kúluvarp, kringlukast og 4x100 m boðhlaup. Keppt verður um bikar þann, sem forseti Islands gaf 17. júní 1954. Keppni og sýningar fara fram samtímis. Leikstjóri: Jens Guðbjörnsson, Kynnir: Haukur Ciausen. IV. Baruaskemmlun á Arnarhéii Stjórnandi og kynnir: Ævar Kvaran. Kl. 16:00 Lúðrasveitin Svanur leikur: Stjórnandi: Kaii O. Runóifsson. — Ávarp: Séra Emil Björnsson. — Einsöngur: Lára M. Ragnarsdóttir, 8 ára. — Al- mennur söngur með undirleik Lúðrasveitarinnar Svanur. — Akrobatiksýning: Stúlkur úr Glímu- félaginu Ármanni. Stjórnandi: Frú Guðrún Niel- sen. Undirleikari: Carl Billich. — Einleikur á harmoniku: Emil Th. Guðjónsson, 11 ára. — Al- mennur söngur með undirleik Lúðrasveitarinnar Svanur. — Baldur og Konni, — „Örkin hans Nóa“, leikþáttur eftir Loft Guðmundsson, rithöfund. V. Ténieikðr við Auslurvöll Kl. 17.30 Sinfóníuhljómsveit íslands leikur. Stjórnandi: Wil- helm Schleuning. Karlakór Reykjavíkur syngur. Stjórnandi: Sig- urður Þórðarson. VI. í Tívolí Kl. 15:00 Skemmtigarðurinn opnaður. Aðgangur ókeypis. Einleikur á harmoniku: Emil Th. Guðjónsson, 11 ára. — Baldur og Konni. — Einsöngur: Lára M. Ragnarsdóttir, 8 ára. VII. Kvöldvaka á Arnarhóli Kl. 20:00 Lúðrasveit Reykjavíkur. Stjórnandi: Paul Pam- pichler. Kl. 20:20 Kvöldvakan sett: Pétur Sæmundsen. Lúðrasveitin leikur: „Hvað er svo glatt“. Kl. 20:25 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Ragnar Björnsson. Kl. 20:40 Borgarstjórinn í Reykjavík, Gunnar Thoroddsen, flytur ræðu. Kl. 20:55 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur Reykjavíkurmarz eftir Kai'l O. Runólfsson. Höfundurinn stjómar. Kl. 21.00 Áhaldaleikfimi: Piltar úr KR sýna undir stjórn Benedikts Jakobssonar. Kl. 21:15 Einsöngur og tvísöngur: Stina Britta Melander, Einar Kristjánsson og Magnús Jónsson. Undirleik- ari: Dr. Victor Urbancic. Kl. 21:30 Gamanþáttur: Gestur Þorgrímsson. Kl. 21:40 Þjóðkórinn syngur. Stjórnandi: Dr. Páll ísólfsson. Þessi lög verða sungin: 1. Þú vorgyðja svífur. 2. Ó, blessuð vertu sumarsól. 3. Minni Ingólfs, 4. Þú nafnkunna landið. 5. Rís þú unga íslandsmerki. VIII Dans lil kl, 2 effir miönæffi ef veður leyfir. Að kvöldvökunni lokinni verður lagt af stað frá Arnarhóli að dansstöðunum í miðbænum. Lúðra- sveitin Svanur leikur fyrir göngunni. Á Lækjartorgi: Hljómsveit Björns R. Eínarsson- ar. Söngvari: Ingibjörg Þorbergs. Á Hótel íslands-lóðinni: Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar. Söngvari: Sigrún Jónsdóttir. Á Lækjargötu: ílljómsveit Óskars Cortes. Söngv- ari: Sigurður Ólafsson. Hljómsveit Aage Lorange leikur til skiptis á öli- um dansstöðunum. Söngvari: Ragnar Bjamason. Gestur Þorgrímsson og Hjálmar Gíslason skemmta á dansstöðunum. Kl. 02:00 Dagskrárlok- Hátíðahöldunum slitið frá Lækjar- torgi af formanni þjóðhátíðarnefndar. ★ ATHS. Þjóðhátíðarnefndin áskilur sér rétt til breytinga á útidagskrá, ef nauðsynlegt er vegna veðurs. Börn, sem lenda í óskilum, verða geymd að „Hótel Heklu" við Lækjartorg (afgreiðsla Strætisvagna), unz þeirra verður vitjað af aðstandendum. Hún er stolt af íslandi, kostum þess, auðlegð þess og fegurð, sögu þess og frægð. Hér, í landi Egils og Ingólfs, er hún fædd. Hér hefur hún vaxið úr grasi þúsund ára hetjusögu þrjátíu kynslóða íslendinga. Og hér ætlar hún að lifa — og byggja upp. Það kann að vera, að í aug- um bandárískra setuliðsmanna sé Island aðeins „the damned rock“. En fyrir æsku íslands er það ættjörð hinna ótæmandi möguleika. Ungum Islendingum er ekki ókunnugt um, að Island er svo auðugt að gæðum, að það gæti brauðfætt milljónaþjóð. Hauður og höf Islands búa yfir óvirkjuðum fallvötnum stórkostlegrar orku, jarðhita, sem var á sinn líka, land- flæmum, sem biða ræktunar, verðmætum efnum til vinnslu, gullforða fiskjarins. Islenzkrar æsku bíða hér verkefni, sem hver kynslóð má vera hreykin yfir að fá að glíma við. Og ungir íslendingar hafa sannað, að íslenzka þjóðin er nægum hæfileikum búin til þess að leysa hverja þraut verklegra og andlegra við- fangsefna, sem hún hefur lagt fyrir sig. Æska Islands hefur ekki að- eins sýnt hæfni sína í því að sækja sjóinn, rækta jörðina, reisa mannvirki, smíða far- kosti og stjórna samgöngu- tækjum í lofti, á láði og legi, Hún hefur einnig sannað hæfni sína á sviði félagsmála, verzl- unar og viðskipta. Og síðast en ekki sízt hefur hún sannað þjóð sinni hæfileika sína á sviði vísinda, lista og bók- menhta. Æska Islands veit, að ætt- jörð hennar býður lienní rausnarlega möguleika til varanlegrar og tryggrar at- vinnu, til menntunar og þroska hvers einasta ungs Is- lendings, til velsældar fram- sækinnar þjóðar. Þess vegna er boðskapur ís- lenzkrar æsku trú á landið. Og æska Islands veit jafn- vel, að þrátt fyrir mannfæð sína, er íslenzka þjóðin mikil þjóð, sem býr yfir ríkum hæfi- leikum til þess að nýta auð- lindir fósturjarðarinnar og byggja sér upp hamingjusama tilveru. Þess vegna er boðskapur ís- lenzkrar æsku trú á þjóðina. Trúin á landið ög traustið á þjóðina — það er stefna ís- lenzkrar æsku, svar hennar við hernámsstefnu Sjálfstæð- isflokksforsprakkanna. Ungir íslendingar, blómi þjóðarinnar, munu sameinast um þessa stefnu æskunnar í kosningunum næstkomandi sunnudag með því að lcjósa Al- þýðubandalagið. Æska íslands ætlar sér að tryggja það, að yfir íslandí blakti aðeins einn þjóðfáni, fáni íslands. _

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.