Þjóðviljinn - 29.06.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJCöÖVÍtJINN —'Föstudagrár 29. 'juní 1956
"■nars
ÞlÓOVlLIINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn
},__________________________>
Viðtal Ólafs Thors
við New York Times
Igær skýrði Þjóðviljinn frá
hinu stórathyglisverða við-
’tali sem Ólafur Thors átti við
erlenda fréttamenn tveimur
dögum fyrir kosningar. Frá-
Sögn Þjóðviljans var tekin
©ftir einu kunnasta stórblaði
Sandaríkjanna, New York
Times, því borgarablaði þar-
tendis sem talið er einna
grandvarast í fréttaflutningi
sánum. Hefur blaðið eftir Ólafi
,Thors að það yrði að lækka
igengið; „Hr. Thors sagði að
®f gengið yrði ekki fellt myndi
þjóð hans, sem telur 154.000
rnanns, verða gjaldþrota vegna
þess að liún eyddi meiru en
íiiún gæti framleitt." 1 annan
íitað hafði blaðið eftir Ólafi
Thors að það yrði að lækka
kaupið: „Forsætisráðherrann
sagði að nauðsynlegt væri að
þrýsta niður kaupgjaldi til að
-ækka verðlag og ná aftur er-
ieiulum mörkuðuin fyrir ís-
’enzkan fisk, en á honum hvíl-
-r efnahagslífið.“ Og í þriðja
stað sagði Ólafur Thors, sam-
ikvíemt grein hins bandaríska
fréttamanns, að bandarískt
henám yrði að standa um ó-
íyrirsjáanlega framtíð og
banu lílcti landsmönnum sín-
am -’ið sauði í mæðiveildsgirð-
iagu úr gaddavír; ef girðingin
æri rofin færu sauðirnir sér
:ið voða!
legra að Ölafur hafi sýnt
blaðamönnunum beint inn í
hugskot sitt; þegar aðeins
voru tveir dagar til kosninga
hafi hann talið óhætt að birta
fyrirætlanirsínar um stórfelld-
ar árásir á lífskjör almenn-
ings að kosningum loknum —
einnig til þess að vinna sig í
álit hjá erlendum yfirboðurum
sínum.
IVAÐ er einnig mjög athygl-
* isvert hvernig Morgun-
blaðið orðar leiðréttingu sína
um gengislækkunina. Blaðið
segir; „Gengisfelling án kaup-
liækkunar. Enginn hefur
stungið upp á því.“ En hvað
þá um gengisfellingu með
kauphækkun? Síðasta gengis-
lækkun var sem kunnugt er
þannig framkvæmd, að henni
fylgdi vísitölukerfi. Engu að
síður hafði hún í för með sér
mjög alvarlega kjaraskerð-
ingu hjá öllum almenningi,
svo að ekki sé minnzt á með'
ferðina á sparifé fólks. Það
má segja að sú tegund gengis-
fellingar sé ekki eins harka-
leg árás og gengislækkun með
kaupbindingu, en engu að síð-
ur er hún mjög tilfinnanleg
kjaraskerðing og mjög alvar-
leg röskun á öllu efnahagslífi
þjóðarinnar í þágu verðbólgu-
braskara og milliliða.
!i
EN í gær, sama daginn og
Þjóðviljinn sagði frá frétt
iains bandaríska stórblaðs,
birti Morgunblaðið „leiðrétt-
Angu“ við frásögn þess. Það
,segir að þarna sé um „algeran
•misskilning" hins bandaríska
blaðamanns að ræða. Segir
Morgunbl. að Ólafur hafi látið
íþannig um mælt við blaða-
mennina: „Úrræðin sem fyrir
•llggja eru þessi: 1. Gengis-
ifelling án kauphækkunar.
Enginn hefur stungið upp á
j»ví. 2. Verðhjöðnun, þ.e.a.s.
lækltað kaup í von um lækkað
<afurðaverð. Enginn hefur
áeldur stungið upp á því.“
^AMKVÆMT þessari „leið-
réttingu" Morgunblaðsins
ihefur hinn bandaríski blaða-
snaður þannig átt að snúa um-
ímælum Ölafs nákvæmlega við.
S»egar Thorsarinn segir að
enginn hafi stungið upp á
gengisiækkun án kaúphækk-
Hinar, hefur blaðamaðurinn
«ftir honum, að hann vilji ein-
snltt slíka gengislækkun! Þeg-
rar Thorsarinn segir að enginn
etigi upp á kauplækkun, hef-
ur blaðamaðurinn eftir hon-
um, að hann vilji einmitt slíka
ikauplækkun! Jafnvel þótt í
Mut eigi bandarískur blaða-
maður er ,,Ieiðrétting“ Morg-
lunblaðsins vægast sagt ótrú-
fleg; hitt er lantgum senni-
ÞAÐ er ekkert undárlegt
þótt Ólafur Thors sé nú
hræddur við þaxi ummæli sem
bandaríska stórblaðið hafði
eftir honum. Hann hefur ekki
fengið þá aðstöðu á þingi sem
hann gerði sér vonir um; Al-
þýðubandalagið er það vald
sem ekki verður komizt fram
ihjá í hinu nýja þingliði. ís-l
lendingar reyndust ekki sauð-í
ir í mæðiveikigirðingu Ólafs1
Thors; heldur lýsti meirihluti
þeirra fullri andstöðu við her-
námsstefnu íhaidsins og fylgi
við stefnu Alþýðusambands
Islands í efnahags- og at-
vininimáliim.
En það er eitt sem Ólafur
Thors ber ekki til baka;
frásögn bandaríska stórblaðs-
ins um að hann vilji hafa
hér erlenda hersetu um ófyrir-
sjáanlega framtíð. Hann
stendur ennþá fast á lepp-
stefnu sinni, enda þótt meiri-
hluti þjóðarinnar liafi fordæmt
ihana og enda þótt fimm í-
haldsþingmenn féllu utan
Reykjavíkur vegna stuðnings
við hana. Á því sviði virðist
hann vera enn hræddari við
hina erlendu húsbændur sína
en íslenzka kjósendur; hann
þarf að fá harðari hirtingu ef
hún á að hrífa einnig á því
sviði.
Úrelt kosningafyrirkomulag er
að kippa stoðunum undan þing-
ræði og lýðræði á íslandi
Á þessu kjörtímabili vercSur að gera þær breyt-
ingar sem tryggja að meiribluti Alþingís geli ekki
verið í andstöðu við meirihluta kjósenda
Það var aðferð Hræðslu-
bandalagsins í kosningunum í
sumar að reyna að hagnýta ó-
réttlæti kosningalaga og kjör-
dæmaskipunar til hins ýtrasta,
þannig að bandalagið fengi
meirihluta á þingi þrátt fyrir
mikinn minnihluta meðal kjós-
enda. Það munaði litlu að
þessi fyrirætlun heppnaðist.
Bandalagið fékk 25 þingmenn
með þeim útreikningi sem
landskjöi-stjórn lét viðgangast
fyrir sitt leyti — og ef fimm
menn hefðu kosið á annan veg
í Suður-Múlasýslu og sex
menn í Vestur-Skaftafells-
sýslu hefði það náð 27 möim-
um á þing, eða hreinum meiri-
hluta! Samt hafa Hræðslu-
bandalagsflokkarnir aldrei
haft eins lítið fylgi með þjóð-
inni og nú — eða 33,9%, rétt
rúman þriðjung atkvæða.
Þreföld réttindi
Þessi úrslit hafa opnað augu
manna fyrir því að kjördæma-
skipun og kosningalög eru
orðin úrelt, að allt þiugræði og
lýðræði á Islandi er í bráðuslu
hættu. T. d. fékk Alþýðu-
bandalagið 19,2% atkvæða í
kosningunum en aðeins 8 þing-
menn; Framsóknarflokkurinn
sem fékk aðeins 15,6% at-
kvæða hirti hins vegar 17
þingmenn! Þetta dæmi kem-
ur eins út og ef hverjum kjós-
anda Framsóknarflokksins
hefðu verið afhentir þrír kjör-
seðlar en kjósendum Alþýðu-
bandalagsins aðeins einn;
Hinir fyrrtöldu hafa þrefaldan
rétt til áhrifa á Alþingi á við
þá síðartöldu. 1 þokkabót af-
henti Framsóknarflokkurinn
svo Alþýðuflokknum nær
6.000 atkvæði — eða 40% af
fylgi því sem Alþýðuflokkur-
inn fékk! — í kaupstöðunum
(nema Seyðisfirði) og í þrem-
ur kjördæmum öðrum. Út á
þessi atkvæði Framsóknar-
flokksins fengust svo einnig
uppbótarsæti þau sem Alþýðu-
flokkurinn státar nú með. At-
kvæði Framsóknarflokksins
eru þannig ekki aðeins hagnýtt
til þess að hirða kjördæma-
kosna þingmenn, heldur og til
þess að ná í uppbótarþing-
menn sem Framsókn á auðvit-
að ekki nokkurn minnsta
rét’t .á.
íhaldið getur beitt
sömu aðferðinni
Þegar um þessi mál er rætt
reka Tíminn og Alþýðublaðið
upp hrinur miklar og segja að
nú eigi að fara að ofsækja
Hræðslubandalagið. En hér er
ekki um Hræðslubandalagið að
ræða, heldur hreinlega undir-
stöðu þingræðis og lýðræðis í
landinu. Enda þótt Hræðslu-
bandalagið hafi nú hagnýtt
rangláta kosningalöggjöf til
hagsbóta fyrir sig, gefur það
auga leið að íhaldið getur beitt
mlkvæmlega sömu aðferðinni.
Og enginn þarf að vera í vafa
um að íhaldið gerir þetta þeg-
ar í næstu kosningum, ef AI-
þingi gerir ekki á þessu kjör-
tímabili nauðsynlegar breyt-
ingar á kosningalöggjöfinni.
jkr Aðferð íhaldsins
Aðferð íhaldsins yrði sú að
skipta sér í tvo flokka. Annar
•flokkurinn næði yfir Reykja-
vík, Gullbringu- og Kjósar-
sýslu og öll þau kjördæmi þar
sem ihaldið hefði ekki von um
að ná kjördæmakosnum
manni. Hinn floklturinn byði
fram í þeim kjördæmum þar
sem íhaldið hefur kjördæma-
kosna þingmenn eða von . um
að ná kjördæmakosningu.
Samkvæmt úrslitum síðustu
kosninga myndi Reykjavíkur-
flokkurinn fá um 28.000 at-
kvæði og fá 13—14 þingmehn,
kjördæmakosna eða uppbótar-
menn. Sveitaflokkurinn myndi
fá 11 þingmenn samkvæmt úr-
slitum kosninganna nú. Þar
væru þá komnir 24—25 þing-
menn. Auk þess eru svo nokk-
ur kjördæmi þar sem munur-
inn er svo lítill að úrslitin
verða vart kölluð annað en. til-
viljun ein:
Ef tveir menn hefðu kos-
ið öðru vísi í Mýrasýslu
hefði íhaldið náð kosningu.
Ef níu menn liefðu kosið
öðru vísi á Akureyri hefði
íhaldið náð kosningu.
Ef átta menn hefðu kosið
öðru vísi í Barðastrandar-
sýslu hefði íhaldið náð
kosningu.
Ef 21 rnaður hefði kosið
öðru vísi í Vestur-lsafjarð-
arsýslu hefði íliahlið náð
kosningu.
Ef 25 menn hefðu kosið
öðruvísi á Siglufirði hefði
íhaldið náð kosningu.
Ef 27 menn hefðu kosið
öðru vísi í Dalasýslu hefði
ihaldið náð kosningu.
í þessum sex kjördæmum
þarf íhaldið þannig aðeins að
vinna 92 atkvæði frá Fram-
sókn — með sínum alkunnu
aðferðum — til þess að ná
þingmönnum í þeim öllum. Og
Framhald á 10. síðu
Mynd pessi af netagerðarvél var tekin á fiskiðnaðarsýningunni í Khöfn.