Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. október 1956 — 21. árgangur — 237. tölublað
Æ.F.H.
Fyikingarfélagar, niunið
fundinn annaðkvöld ld. Ö.30
að Strandgötu 41. — Mœtið
stundvíslega. — Stjórnin.
Sf}órnarfrumvarp um sfórfellda aukningu fiskíflotans
Heimild til að láta smíða fimmtán
nýja togara og sex stóra íiskiháta
Ríkisútgerð verði stofnsett fyrir þau byggðcsrlög seitt
hafe versta aðstöðu
í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar er birt var við
stjórnarmyndunina 24. júlí s.l. er svo kveöiö á að „leita
skuli samninga um smíði á 15 togurum og lánsfé til
þess“. Ennfremur var því yfirlýst að skipunum veröi
„ráðstafað og þau rekin af hinu opinbera og á annan
hátt með sérstöku tilliti til þess að stuðla að jafnvægi í
byggð landsins".
Frumvarp til laga um þetta
efni hefur nú verið lagt fyrir
Alþingi af ríkisstjórninni en
atvinnutækjanefnd hefur und
iðbúið frumvarpið og greinar-
gerð þá, sem því fylgir.
15 togarar — 6 stórir
fiskibátar.
I frumvarpinu er gert ráð
fyrir að ríkisstjórnin geri
samninga um kaup og smíði
allt að 15 togara og sex 150-
250 tonna fiskiskipa og taki
til þess gjaldeyrislán allt að
165 milljónir króna, sem verði
endurlánað væntanlegum kaup
endum togaranna og bátanna
með sömu kjörum og lánin eru
tekin með erlendis. Má endur-
lána allt að 90% af andvirði
hvers togara og 80% af and-
virði bátanna, gegn 1. veðrétti.
Ríkisútgerð togara.
Svo er ákveðið í frumvarp-
inu að atvinnutækjanefnd skuii
gera tillögur um ráðstöfun
hinna nýju togara og fiski-
skipa og skulu þær tillögur
Umdeildu kjörbréfin voru
samþykkt með 32 atkv.
Þingmenn Alþýðubandalagsins vísuðu til
greinargeiðar sinnar um málið
Þingsetningarfundi Alþingis, sem nú hefur staðið yfir í
nær heila viku, lauk í gær laust fyrir kl. 19 og fór þá
fram atkvæðagreiðsla um kjörbréf.
Féllu atkvæði þannig að hin
óumdeildu kjörbréf 48 þing-
manna voru samþykkt með 45
samhljóða atkvæðum, en kjör-
bréf hinna fjögurra uppbótar-
þingmanna Alþýðuflokksins,
þeirra Gylfa Þ. Gíslasonar,
Benedikts Gröndals, Guðm. 1.
Guðmundssonar og Péturs Pét-
urssonar voru, að viðhöfðu
nafnakalli samþykkt með 32
atkvæðum þingmanna Alþýðu-
flokksins, Framsóknarflokks-
ins og Alþýðubandalagsins.
Einn þingmaður, Guðm. 1. Guð-
mundsson var enn ekki mættur
til þings. Þingmenn Alþýðu-
bandalagsins vísuðu við at-
kvæðagreiðsluna til greinar-
gerðar, er þeir höfðu lagt fram
um afstöðu sína til málsins í
umræðunum á Alþingi og birt
hefur verið hér í blaðinu.
Það þykir tiðindum sæta að
nokkrir þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins (6) greiddu ekki at-
kvæði með hinum óumdeildu
kjörbréfum, heldur sátu hjá við
atkvæðagreiðslu um þau.
Þingsetningarfundurinn hófst
gerðar með sérstöku tilliti tL^
þess að stuðla að jafnvægi
í byggð landsins.
Þá heimilar frumvarpið rík-
isstj. að setja á stofn ríkisút-
gerð togara í því skyni að þeir
leggi afla sinn á land á Vest-
ur*-, Norður- og Austurlandi,
sérstaklega á stöðum þar sem
ekki eru fyrir hendi fjárhags-
legir möguleikar til þess að
kaupa og reka togara en at-
vinnuleysi er ríkjandi.
Togarasmíði innanlands.
Samkvæmt frumvarpinu er
ríkisstjórninni heimilt að bjóða
út smíði 1-2 togara hér innan-
lands og að láta smíða þá i
landinu, ef byggingarkostnaður
þeirra telst viðunandi.
Brýn þörf á endurnýjun og
aukningu togaraflotans.
í ýtarlegri greinargerð segir
m. a.:
„Ýmsar ástæður eru til þess,
að nauðsyn þykir til bera, að
aflað verði nýrra togara til
landsins. Þörf er á að auka
útflutningsframleiðslu lands-
manna og þar með árlegar
tekjur í erlendum gjaldeyri,
jafnframt því sem auka þarf
atvinnu við framleiðslu á kom-
andi árum. lEkki verður hjá
Framhald á 3. síðu
í gær kl. 13.30 og stóð með
klukkustundarhléi til kl. tæp-
lega 19. Fyrstur ræðumanna
var Finnbogi Rútur Valdimars-
son, sem lauk ræðu þeirri er
hann hóf að flytja daginn áður.
Var ræða hans án alls vafa
ein hin rökfastasta og snjall-
asta er flutt hefur verið í þess-
ari vikulöngu þrætu.
Fletti Finnbogi, án miskunn-
ar, ofan af tvískinnungs- og
yfirborðsmálflutningi Sjálfstæð-
ismanna og sannaði með ljósum
rökum að ógilding kjörbréfa
hinna fjögurra þingmanna, væri
engin lausn á því vandamáli,
er upp hefði risið með því til-
tæki Alþýðu- og Framsóknar-
flokksins í kosningunum s.l.
sumar að freista þess að ná
meirihluta á Alþingi með þriðj-
ungi kjósenda.
Hann sýndi og fram á að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekki
gefið neina yfirlýsingu um
eða sýnt það á nokkurn hátt
í verki, að hann vildi breyta
stjórnarskránni eða kosninga
Fram’h. á 3. síðu
Fær Gomulka
fyrra embætti sitt
Fréttaritari franska blaðsins
Le Monde í Varsjá skýrir frá
því, að þar sé búizt við því að
Gomulka, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri Sameiningar-
flokks verkamanna, muni taka
aftur við því embætti áður en
vikan er liðin. Miðstjórn
flokksins situr á fundi í Var-
sjá 4>essa dagana.
Skipalest á leið um Súezskurð. »
Eden og Lloyd fljúga enn
til viðræðna í París
Orðrómur um sendingu skipalestar með
skipi írá ísrael gegnum Súezskurðinn
Þeir Eden forsætisráðherra og Lloyd utanríkisráðherra
Bretlands flugu í gær 1 skyndi til Parísar til viðræðnai,
við frönsku stjórnina. i
Lloyd kom í gærmorgun til
London frá New York, þar sem
hann sat fundi Öryggisráðsins
um Súez, og stóð aðeins við í
nokkrar klukkustundir áður en
hann hélt ásamt Eden til París-
ar.
Pineau, utanríkisráðherra
Frakka, var í árdegisverðarboði
hjá Sépiloff, utanríkisráðherra
Sovétríkjanna, í 'sovézka sendi-
Farþegaflugvél nauðlenfi á
Kyrrahofh mannbjörg varð
Stór bandarísk farþegaflugvél af Stratocruiser-gerð
nauðlenti í gær á Kyrrahafi, 1.500 km frá ákvörðunar-
stað sínum, San Francisco.
Flugvélin var á leið frá Hono-
lulu á Hawai til San Francisco
þegar tveir af fjórum hreyflum
hennar biluðu. Flugvélin var þá
stödd um 1.500 km. fyrir suð-
vestan San Francisco. Svo vel
vildi til að þar nálægt var veð-
urathuganaskip og ákvað flug-
maðurinn að reyna nauðlendingu
í námunda við það ef hreyflarnir
kæmust ekki aftur í gang.
Flugfreyjurnar voru beðnar
að vekja hina sofandi farþega,
en meðal þeirra voru 6 konur og
3 börn, og biðja þá að vera við
öllu búna. í fimm klukkustund-
ir sveimaði flugvélin kringum
Framh. á 2. síðu
herrabústaðnum í París í gær.
Sépiloff kom í fyrradag til Par-
ísar frá New York og ætlaði til
Moskva í dag.
Þeir Pineau ræddust við í
tvær klukkustundir og sagðL
Sépiloff við fréttamenn að þeim
viðræðum loknum að þær hefðu
verið mjög gagnlegar góðri
sambúð Sovétríkjanna og
Frakklands, en neitaði að segja,
hvort Súezdeilan hefði verið
rædd sérstaklega.
I París hneigðust menn að
þeirri skoðun að samband væiú
á milli viðræðna þeirra Sépil-
offs og Pineau og hinnar
skyndilegu heimsóknar brezku
ráðherranna.
I
Skipalest send um Súezskurð?
Orðrómur gekk um það f’
París í gær, að stjórnir Bret-
lands og Frakklands liefðu í
byggju að senda skipalest
gegnum Súezskurðinn og láta
skip frá ísrael bætast í lest-
ina. Egyptar hafa síðan 1948
bannað ísraelskum skipum eða
Framh. á 2. síðu
,
Oðum styttist þar til dregið verður, gerið skil fyrir selda happdrættismiða