Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 12
Vesfurþýxka sfjórrsin neydd fil að draga úr hervæðingu Breyfingar á henni faldar vifnisburBur um andsföSu gegn sfefnu hennar Vegna hinnar almennu andstöSu í Vestur-Þýzkalandi gegn hervæðingunni, hefur Adenauer forsætisráðherra nú neyðzt til að gera stórbreytingar á ríkisstjórn sinni og víkja frá Theodor Blank hermálaráðherra. Jafnframt hefur Bonnstjórnin neyðzt til að hætta við fyrirætlun sína um að koma upp 500.000 manna her. Adenauer gekk í gær á fund Heuss forseta og afhenti hon- um hinn nýja ráðherralista. Vit- að var að breytingar á stjórn- inni voru fyrirhugaðar, en þær urðu með nokkuð öðrum hætti en talið hafði verið. Mikilvægasta breytingin og sú, sem kemur minnst á óvart, er að Theodor Blank hermálaráð- herra er látinn víkja úr stjórn- inni, en ' Franz Josef Strauss, kjarnorkumáíaráðherra, tekur við af honum. Andstaðan gegn hervæðingarfyrirætlunum stjórn- afinnar hefur magnazt svo í Vestur-Þýzkalandi að rmdan- förnu, að engin önnur leið virt- ist fær en að fórna Blank, sem hefur frá upphafi undirbúið stofnun hins nýj>a hers. TaliA er að skipun Strauss í embættið muni leiða til þess, að Boitnstjófnin haðtti við fyrir- Theodor Blank ætlunina um að koma upp 500. 000 manna her herskyldra. Hann er sagður þeirrar skoðunar að Héitæki flokkurimt í Fmkklandi klofinn Andstæðingar Mendes France, þ.á.m. íjórð- ungur þingílokksins, stoína nýjan ílokk Róttæki flokkur Prakklands, Parti Republicain et Radical-Socialiste, sem á þessari öld hefur oftar en nokk- ur annar flokkur haft stjórnartauma landsins í hendi sér, er nú klofnaður. Flokkurinn hélt þing sitt í Lyon í síðustu viku og bar Mendes France þar algeran sigur af hólmi í átökunum um völdin í flokknum. Hann var endur- kjörinn varaformaður flokksins með miklum yfirburðum og tryggði sér þar með alla stjórn hans, því að hinn aldurhnigni Edouard Herriot er aðeins for- .maður flokksins að nafninu til, en er auk þess stuðningsmaður Mendes France. Hægrimenn flokksins sem höfðu gsrt sér nokkrar vonir um að bola Mendes France til hliðar hafa nú gefizt upp á því. Einn af leiðtogum þeirra, André Maurice, fyrrv. verzlunarmála- ráðherra, tilkynnti í gser, að þeir hefðu nú sagt sig úr Róttæka flokknum og stofnað nýjan flokk, Parti Radical-Socialiste. 15 af 60 þingmönnum flokksins í fulltrúadeild þingsins hefðu gengið í hinn nýja flokk, þ.á.m. 2 fyrrverandi forsætisráðherrar, Henri Queuille og Andre Marie, og búast mætti við að helming- ur 75 öldungadeildarmanna myndu gera slíkt hið sama. Sæmilegur síldarafli kom á land við Faxaflóa í gær Allmikið magn af síld barst á land í höfnum við Faxa- flóa í gær, eða á sjötta þúsund tunnur. Til Akraness bárust í gær tæpar 1300 tunnur af síld. Með- alafli á bát mun hafa verið um 50 tunnur, en aflahæstir voi'u Höfrungur með 232 tunn- ur og Keilir með 174 tunnur. Síldin er góð og voru 600 tunn- ur saltaðar í gær á Akranesi, en afgangurinn var frystur. Bátarnir reru allir aftur undir kvöldið. Fjórtán bátar komu til Sand- gerðis með samtals 895 tunnur. Fjórir bátar voru með yfir 100 tunnur hver, en fjórir innan við 10 tunnur hver. Mestan afla hafði Faxi 199 tunnur, annar var Muninn II með 159 tunnur. 29 bátar komu til Keflavíkur í gær með samtals 2200 tunnur. Framhald á 3. síðu. hafa eigi færri menn, t.d. 300. 000, í hernum, en þjálfa þá því betur ,og liafa því meiri hluta hans skipaðan atvinnuhermönn- um. Adenauer tilkynnti þingflokki Kristilega Iýðræðisflokksins gær, að hinn nýi hermálaráð- herra myndi skýra Atlanzbanda- lagsráðinu frá því, er það kem- Ur saman næst, að Vestur-Þýzka- land hafi sett markið of hátt, þegar það skuldbatt sig' með Parísarsamningunum að koma upp 500.000 manna her. Það er einnig talið að skipun Framhald af 5. síðu. tUÖÐVIillNN Miðvikudagur 17. október 1956 — 21. árgangur — 237. tölublað Opinberir starfsmenn fái átján daga lágmarksorlof Lagt hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um lögfestingu 18 daga lágmarksorlofs til handa starfsmönn- um ríkisins. Lagt er til að viðkomandi lagagrein um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins orðist svo: „Starfsmenn skulu fá orlof í 18 virka daga og einskis í missa af föstum launum. Ef sérstaklega stendur á, má orlof þó vera allt að 21 degi“. Greinargerð er svofelld: Aðalfundur Æskulýðsfylking- arinnar í Reykjavík er í kvöld Eins og sagt var frá í blaðinu í gær verður aðalfundur Æsku- lýðsfylkingarinnar í Reykjavík haldinn í kvöld, og heíst hann kl. 20.3U í Tjarnargötu 20. Félögum í ÆFR hefur fjölg- að mjög í sumar og haust, og hefst fundurinn 1 kvöld á upp- tölcu margra nýrra félaga. Síð- an hefjast venjuleg aðalfund- arstörf, en að því búnu verður rætt um happdrætti Þjóðvilj- ans. Ef tími vinnst til, lýkur fundinum með kvikmyndasýn- ingu. Vetrarstarf ÆFR hefst með þessum fundi, en fráfarandi stórn hefur að undanförnu unnið að undirbúningi víðtæks skemmti- og fræðslustarfs á komandi vetri. Formaður henn- ar er Jón Böðvarsson, forseti Sléttbakur seldi fyrir B5.802 mörk í Cuxhafen Akureyrartogarinn Sléttbak- ur seldi í Cuxhafen í gær 178 lestir af fiski fyrir 85.802 mörk, um 330.000 kr. ÆF. Fundir Æskulýðsfylkingarinn- ar hafa vérið ágætlega sóttir í sumar og haust og er þess að vænta að svo verði enn í kvöld. Þegar lög nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins voru sett, var orlof samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga almennt 15 virkir dagar. Var því fylgt sem aðal- reglu í lögunum, en á hinn bóginn veitt heimild til lengra orlofs þeim til handa, er all- lengi höfðu starfað í þjónustu ríkisins. Á s.l. ári var orlof samkvæmt kjarasamningum lengt í 18 virka daga. Með frv. ■ þessu er lagt til, að almenna reglan um orlof starfsmanna ríkisins verði í samræmi við þetta. Einnig er lagt til, að heimild sú, er lögin geyma um, að orlof megi vera allt að 18 virkum dögum, ef sérstaklega stendur á, verði allt að 21 virkum degi. Hins vegar hefur ekki verið talin ástæða til breytinga á orlofi þeirra starfs- manna ríkisins, er verið hafa í þjónustu þess lengur en 15 ár, en þeir hafa nú orlof í 24 virka daga“. Bíll ók út <tf Keflavíkurvegi og skemmdist mikið Um tvö leytið í gær ók vörubifreiSin G 217 út af Keflavíkurveginum á móts við Kálfatjörn og skemmdist mjög verulega. Bíllinn var hlaðinn hleðslu- steinum, og þegar hann stað- næmdist á klöpp rétt fyrir utan veginn skall hlassið á húsinu af slikum þunga að það lagðist að heita má sarnan. Var aðeins um tíu sentímetra bil frá þak- inu að stýrishjólinu, svo mjög hafði bíllinn ýtzt saman. Bílstjóri var Ámi Vigfússon, og telpa var með honum í bíln- um. Munu þau bæði hafa meiðzt eitthvað, en ekki hafði Þjóð- viljinn fregnir af því í gærkvöld hversu mikið þau hefðu skadd- azt. Slysavarðstofan skýrði blað- inu svo frá að meiðslin hefðu ekki orðið alvarlegri en svo að þau hefðu getað farið heim að aðgerð lokinni. 60 ára h|úskapai*almæli Ottó N. Þorláksson og Caro- lína Siemsen eiga sextíu ára lijúskaparafmæli í dag. Myndin sem hér birtist var tekin í gær lieima hjá þeim að Nýlendugötu 13, og' segir meira um það hjónaband en mörg orð. Saman hafa þau lifað í 60 ár — og saman munu þau iifa í hugum og hjarta íslenzkrar alþýðu, meðal beztu brautryðjenda verkalýðshreyfingarinnar á íslandi. Þjóðviljinn flytur þeim einlægar lieillaóskir á þessum hátíðisdegi, þakkar þeiin ævistarfið fyrir ai- þýðumálstaðinn. Hefur þú sent Þjóðviljanum nýjan áskrifanda í afmælisgjöf?

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.