Þjóðviljinn - 17.10.1956, Page 7

Þjóðviljinn - 17.10.1956, Page 7
Miðvikudagur 17. október 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (7 • Eða hinn — sem dó Á hæðinni á vesturbakka Volgu ganga sjö álútir íslend- ingar og rýna niður í svörðinn. Þeir eru að leita að sprengju- brotum. Engisprettur suða. Sól- in skín. í austri liðast Volga dökk á lit. Siéttan austan henn- ar hverfur í hitamóðu. En fleira mun þurfa að gera en sója sig á annarra manna sigurhæðum. („Hvort er ég heldur hann sem eftir lifir, eða hinn sem dó?“). Brátt erum við á hraðri leið brott af þessum orustuvelli, sem er enn ekki fullgróinn ■— eftir 13 ár. • Gunnar illa fjarri Niðri við Volgu er skógur af skorsteinum. Upp frá þeim gul- ir og blakkir reykir. Þarna eru bæði málmbræðsla og dráttarvélaverksmiðja. Verk- stæði, byggingar og athafna- svæði dráttarvélasmiðjunnar mun ná yfir 6 km langt svæði meðfram fljótinu. Starfsmenn um 15 þús. Víða utan í hæðum og gilja- skomingum Stalingarðs eru stór hverfi lágreistra húsa er stinga mjög í stúf við hin miklu stórhýsi í öðrum hverf- um. Tilsýndar minna hús þessi dálítið á smáíbúðahverfið fyrir ofan Sogamýrina. Húsin sýnast enn lægri vegna þess að þau þessara mörgu smáhúsa er reist hafa verið á brunarústum Stal- ingarðs. Timburhús. Tvö sæmi- lega stór herbergi, auk svefn- herbergis, eldhúss, baðs o. s. frv. ’ Hvernig kjallara hefur verið fyrirkomið athuguðum fimá- íbúðit við ekki). Ung kona leiðir skáld til stofu. Lítill snáði held- ur í pils ömmu sinnar og horf- ir dökkbrúnum alvarlegum aug- um á þessa framandi menn. Gamall maður kemur inn úr dyrunum á eftir okkur. Glans- dershúfan hans er með svipuðu sniði og sumir sveitamenn not- uðu á íslandi um 1920, þegar þeir vildu mfikið við hafa. Hús- bóndinn, ófaglærður verkamað- ur er vinnur í málmbræðsluveri niðri við Volgu kemur á milli- skyrtunni og heilsar vingjarn- lega. Hann er eigandi þessa húss. (Svo eftir allt saman mega menn eiga íbúð í Rúss- landi!). .— Hvað kostar að byggja svona hús? Hér sjáið þið á gafUnn á smáíbúð máhnbræðslumannsins og i'ólkið sem við heimsóttum. Málmbræðslumaðurinn Iengst til vinstri, „afinn“ með glansdershúfuna lengst til hægri. eru hálfhulin runnum og trjám. Já, segja Rússar. Það hafa ver- ið byggð allskonar hús hér í Stalingarði. Það sem gilti var að koma upp sem mestu hús- næði á sem skemmstum tíma. Margir hafa unnið við það í eftirvinnu að kom.a upp sínum eigin húsum sjálfir. Mér varð á að hugsa: Mikil hamingja væri það fyrir hann Gunnar okkar borgarstjóra að skreppa hingað og sjá hvað þessi hús eru lágkúrulegri en þau í smá- íbúðahverfinu heima í Reykja- vík! Og einmitt í því nema bíl- arnir staðar. — Hvað eigum við að gera hér? — Þetta er verkamanna- hverfi. Viljið þið ekki heilsa upp á bá og sjá hvernig þeir búa? Jú, takk. Við látum svo lít- ið. • Hvað myndi Landsbankinn .... sefja? Svo göngu'm við inn í eitt — Tólf þúsund rúblur. — Hvernig gazt þú fengið 12 þús. rúblur til að byggja fyrir? — Ríkið Iánaði mér 10 þús. en 2 þús. þurfti ég að leggja fram sjálfur. — Hváð er það lán til langs tíma? -— Það á að borgast á 10—12 árum. — Það er stuttur lánstími. Og hvað þarftu að borga í rent- ur? — Ekkert. Ríkið lánar okkur rentulaust til ibúðabygginga. — Hvað hefurðu i kaup á mánuði? — Ellefu til tólf hundruð rúblur. •— Og hvað þarftu að borga af því í skatt? — Það er 11—12 hundruð rúblur að frádregnum sköttum. • Hús fyrir 10% af fciupi Við ísleifur og Agnar lítum þegjandi hver á annan, förum að reikna o? komumst að þeirri niðurstöðu að með þvi ao bcrga Okkur þótti leiðsögumað- urinn heldur valdanúldll þegar hann veifaði járn braut er kom brunandi, — og lestin var stöðvuð. Þetta reyndist barnajárn- braut, þ.e. börn af báðum kynjum fá litla járnbraut til umráða og hafa að leik að læra að stjórna henni. Og hér sjáið þið 2 járn- brautarstjóra. ■ innan við 10% af nettólaunum sínum eigi maður þessi hús eftir 10 ár. (Guð má vita hvemig það verkaði á Gunnar Thoroddsen að koma í þetta „smáíbúðahverfi"). — Hvað hefurðu langan vinnutíma? spurðum við rnann- inn. — Átta stundir á sólarhring. — Sumarfrí? — 24 dagar, — .á fullum launum, — Hvað borgarðu í sjúkra- kostnað? — Ekki neitt. Læknishjálp og sjúkrahúsvist er ókeypis. • Ósvífin kona í stað hurða hér inni eru tjöld fyrir öllum dyrum — þau eru hvit! (Ekki veit ég hversvegna í dauðanum fólkið hefur valið slíkan lit á dyra- tjöld, nema ef vera kynni til þess að Stein gæti rennt grun í að það væri framleitt þvotta- efni — og það notað — í Sovét- ríkjunum). Við flýtum okkur að kveðja þegar á að fara að bera okkur veitingar, — mig minnir að konan væri komin með glös í hendur. En það var einnig komin þarna önnur kona, og fleira fólk. Túlkurinn segir hana vera húsmóður í hús- inu handan götunnar og hún vilji endilega að við komum líka inn til sín. Við kunnum ekki við að neita svo góðu boði og förum yfir götuna. í þessu húsi eru tvö herbergi og tvö lítil svefnherbergi, að sjálf- sögðu auk eldhúss o. s. frv. Þessi kona er svo ósvífin að hafa pálma og margskonar blóm inni, — og teppi á gólf- um. Uppi um veggi eru fjöl- skyldumyndir, líkt og var fyrr- um í stofum til sveita á Is- landi, og er enn viða, einnig í kaupstöðum. • Vodkaflaskan á lofti Konan hefur augsýnilega ekki ætlað að láta okkur takast að leika sama leikinn og í hinu húsinu, því fyrr en við vitum af stöndum við með glös í höndum. Eg sé ekki betur en konan sé svo nær- gætin að rétta Steini kristals- glas. Og vodkaflaskan er á lofti. Meðan Hallgrímur maldar kurteislega í móinn gegn veit- ingum lyftum við Steinn brún- x>g og teygjum fram hendur móti vodkaflöskunni, líkt og 4—5 rirtnr mót unnust- unni. Agnari einum fatast ekki. þegar mér nú verður litið til Steins sé ég að þær hafa skil- ði þetta, því þarna er Steinn allt í einu kominn með stærsta vöndinn — og ljómar eins og júnísól! En hér stöndum við hinir sneyptir og horfum öf- undaraugum í fang útvaldra, sem eru svo ósvífnir að brosa út að eyrum. • Samsæri heillar götu Nú er komið fleira fólk til sögunnar. Það hefur orðið gest- kvæmt í húsinu eftir að við komum. Það virðist hafa flogið eins og eldur i sinu milli hús- anna í götunni að komin væri heil friðarsendinefnd norðan af íslandi. Hér úti á götunni sjá- um við að það stendur fólk til beggja handa. Hver og einn vill að við lítum inn til sín. AIl- ir vilja mega bjóða íslending- unum inn til að skoða smáí- búðir, drekka vodka, eta kökur og ber. Það er eins og heil gata hafi gert samsæri til þess að sýna okkur Steini að það sé til þvottaefni, ræstiduft og jafn- vel kristalsglös og gólfteppi í rússneskum smáíbúðum! Já, og vodka! Þarna eru tugir smáí- búða. Gerum ráð fyrir að ekki hafi verið nema ein vodka- flaska til í hverju húsi. En samt — þetta hefði getað orð- ið dýrlegt kvöld! En við legg- jum á flótta, eins og Jósef forðum þegar kona Pótifars togaði í hann. • Hættulega víða Þeir Hallgrímur, Steinn og ís- leifur hverfa bak við blómvendi sína þegar þeir setjast inn í bíl- ana, — við hinir fáum ekki svo Framh. á 9. síðu Stalíngarður er mikil hafnar- borg því óslitinn straumur fljótabáta er í förum eftír Volgu. Hér standa samferða- menn mínir og Ieiðsögumenn á „landganginum“ upp bakkana frá bryggjum við Volgu. hann brosir og þakkar. Glösum er lyft. Berjaskál er borin milli okkar og reynt að troða í okk- ur likt og þetta góða fólk haldi að við séum nýkomnir glorr soltnir ofan af langri heiði norður á því kalda íslandi. „Það er nóg af þessu í garð- inum“, segir það. Við förum út í garðinn. Við Steinn sjáum þar nóg af kirksuberjum, jarð- arberjum,., tómöfum, grænmeti — og eplatrjám. Og nú fatast Agnari: hann þyggur boðið um að stinga á sig epli, og upp- götvar ekki fyrr en löngu síðar að það er grænjaxl! • Hvers áttum við að gjalda? Þegar við loks stöndum fyrir utan garðshliðið sjáum við að þeir Hallgrímur og ísleifur eru komnir með blómvendi mikla, sem konurnar hafa tínt þeim i garðinum. Okkur finnst þétta fúlasta ranglæti að hrúga slíku blómskrúði í fang' þeirra tveggja sem teknir eru að grána í vöngum, en láta okk- ur hina kvenhollari ekki fá svo mikið sem eitt krónublað! Vera kann að það brjóti í bág við rússneskt siðferði að giftar konur færi skáldum og blaða- mönnum blóm — þótt hver kona ætfi raunar að geta sagt sér það sjálf að aldrei hafa þeir meiri þörf fyrir smáþægilegheit en einmitt í mörg þúsund km fjarlægð frá konum sínum. Og

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.