Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 17. október 1956 — ÞJÖÐVILJINN —- (3 Minnisvarði um Áshildar- mýrarsamþykkt 1496 Árnesingafélagið í Reykjavík lét reisa veglegan stein- varða að Áshildarmýri á Skeiðum árið 1946 til minningar um það, að liðin voru 450 ár frá því, er Áshildarmýrar- samþykkt var gerð. Ashildarmýrarsamþykkt er merkilegt skjal, sem sýnir og sannar að sjálfstæðiskennd ís- lenzku þjóðarinnar og vitund um forn réttindi hennar v-ar enn. með fullu lifi meira en tveimur öldum eftir að landið gekk undir konung. Varðinn að Ashildarmýri stendur skammt fyrir norðari Skeiðaveginn á móts við Kílhraun. Hann er 4y2 m á hæð og ’sést af nær öllum bæjum á Skeiðum og þó víðar. Framan á varðann, sem hlaðinn er úr grjóti og steinhmdur, eru festar þrjár slípaðar steintöflur úr marmara með mynd af log- andi kyndli og á högginni svo- felldri áletrun: „Til minningar um Áshildar- mýrarsamþykkt 1496 og þá Ár- nesinga, sem þar stóðu vörð um forn réttindi liéraðs síns, Iands og lýðs, á örlagaíímum. Árnes- ingafélagið í Reykjavík reisti varða þennan 1946“. Allir sem um veginn fara, hljóta að veita varðanum at- hygli og fjölda margir, einkum skemmtiferðafólk, leggja þangað leið sína til að skoða mannvirkið nánar, enda er það fyllilega ó- maksins vert. Það óhapp vildi til í fyrra, að tvær efri stein- töflur varðans féllu niður og brotnuðu, líklega að vatn hafi komizt á milli og sprengt þær frá í frostum. Þeir, sem komið hafa að varðanum í fyrrasumar og það sem af er þessu ári, hafa vafalaust séð, að hér voru missmíði á. En nú hefur félag- ið látið gera nýj-ar steintöflur og koma þeim á sinn stað á varð- anum, og annaðist Áskell Magn- ússon, steinsmiður %í Reykjavík um það verk fyrir félagsins hönd. Er vonandi nú svo frá því gengið, að lengi muni end- ast. Kílhraunsbændur gáfu Árnes- ingafélaginu 3 ha. spildu um- hverfis varðann, og lét félagið girða hana með vandaðri girð- Kjörbréfin samþykkt Framhald af 1. síðu. lögum í það horf að útilokað væri að meirihluti Alþingis væri I ósamræmi við meirihluta kjós- enda og skoraði á þá að gefa slíka yfirlýsingu nú, ef þeir vildu sýna að þeir hefðu breytt um stefnu. Verður ræða Finnboga birt í heild hér í blaðinu siðar. Ræðumenn Sjálfstæðisflokks- ins reyndu að berja í brestina eftir ræðu Finnboga, en tókst að vonum illa að sanna heil- indi sín í því að breyta stjórn- arskrá og kosningalögum í ör- uggara og lýðræðislegra horf, enda ekki auðvelt fyrir flokk, sem margstaðinn er að því að vilja breyta hvorutveggja í þveröfuga átt m.a. með því að afnema uppbótarþingsætin og skipta landinu öllu í einmenn- ingskjördæmi. ingu. Hefur félagið gróðursett þar nokkur þúsund trjáplöntur af ýmsum tegundum á undan- förnum árum, og hafast þær vel við. Virðist jarðvegur þar um slóðir vel fallinn til skógræktar. Öllum vegfarendum er frjálst og velkomið að skoða varðann, og í ráði er að setja upp vegvísi er vísi mönnum leið þangað. Að- eins eru menn minntir á að gang-a um reitinn með varúð, svo að hinir ungu skógarkvistir bíði ekki skaða. Flmmtán n; Framhald af 1. síðu því komizt að endurnýja tog- araflotann smám sam.vn. og þ-egar litið er á aldur þeirra skipa, sem landsmenn eiga nú, er tímabært, að sú enduraýjun sé hafin. Síðast en ekki sizt er á það að líta, að í sumum landshlutum eru takmarkaðir möguleikar til bátaútgerðar, sums staðar vegna minnkandi afla í seinni tíð á miðum, er fyrrum voru fengsæl. Eru til þess ýmsar ástæður, sem ekki verða raktar hér. Hér á hlut að máli fjöldi útgerðarstaða á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Hins vegar hef- ur þar víða verið komið upp dýrum mannvirkjum til hag- nýtingar afla nú undanfarið eða þau aukin, sem fyrir voru, en víða skortir þá afla til vinnslu, a. m. k. hluta úr ár- inu, en rekstursaðstaða mann- virkja með miklum stofnkostn- aði reynist erfið, þegar mikið skortir á, að þau séu fullnotuð. Jafnframt verður þá á slíkum stöðum svonefnt árstíðabundið atvinnuleysi, en þeir, sem tök hafa á, leita atvinnu til fjar- lægra landshluta. Er það margra manna álit, að úr þessu verði helzt bætt með því að stofna til togaraútgerðar eða auka hana í þeim lands- hlutum og á þeim stöðum sem hér eiga hlut að máli, _eftir því sem hafnarskilyrði og aðr- ir staðhættir leyfa.“ Togaraútgerðin hefur bjargað ýmsum byggðarlögum frá f járliagslegu hruni. „Með togarakaupunum fyrri og síðari eftir styrjöldina og til- færslu síðustu árin hefur rúm- lega þriðji hluti hinna nýju skipa, eða nú 16 skip talsins, verið staðsettur og gerður út frá Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum. Er óhætt að segja, að sú ráðstöfun hafi bjargað nokkrum stöðum frá fjárhagslegu hruni, en aðrir hafa notið útgerðar þessara skipa verulega, með því að þeir hafa fengið togaraafla til vinnslu, einkum nú síðustu ár- in. Aðalútgerðar- og löndunar- staðir skipanna eru tilgreindir hér að framan. En auk jieirra má nefna Bolungarvik, Hnífs- dal og Súðavík, sem fengið hafa togarafisk frá ísafirði, og Dalvík, sem fengið hefur tog- arafisk frá Akureyri.“ Helmingur af ársafla lands- inanna. „Um almenna þýðingu tog- araútgerðar fyrir fiskfram- leiðslu landsmanna og fiskiðn- að tala tölur sínu máli. Tog- ararnir, rúmlega 40 talsins, skiluðu á land árið 1955 nær helmingi ársafla landsmanna, þegar síldarafli er undanskil- inn, enda eru þeir oftast í sam- felldum rekstri allt árið og síður en önnur skip háðir afla- bresti á einstökum fiskimiðum. Togararnir gegna alveg sér- staklega því hlutverki að hag- nýta djúpmiðin á landgrunninu og hin fiskauðugu mið við Grænland og í Norðurhöfum. Reynslan virðist sýna, að afli á grunnmiðum sé á ýmsum stöðum og tímum of óviss til þess, að byggja megi á þeim afkomu stórra landshluta, hvað sem verða kann með aukinni friðun næst landinu. Reynslan, sem fengin er af rekstri togara vestan-, norðan- og austan- lands í 9 ár, hefur leitt í ljós að reksturmöguleikarnir í þess- um landshlutum séu a. m. k. ekki stórum lakari en á Suð- urlandi, a. m. k. ekki þegar búið verður að útgerðinni þar á sama hátt og fyrir sunnan, t. d. að því er varðar skipa- viðgerðir, ísframleiðslu o. fl. Verði fyrst og fremst ráð- stafað til Vestnr-, Norður- og Austnríands. Það er álit atvinnutækja- nefndar, að þeim togurum, sem heimilað er að kaupa sam- kvæmt frumvarpi þessu, ef að lögum verður, beri einkum að ráðstafa til útgerðar á Vestur-, Norður- og Austurlandi, og þá með það fyrir augum, að þeir leggi afla sinn á land sem víð- ast þar sem þess er þörf. Að svo stöddu er nefndin þó ekki reiðubúin til að gera frekari tillögur um skiptingu milli landshluta eða staða, en mun, að undangenginni athugun, væntanlega gera slíkar tillögur til ríkisstjórnarinnar áður en langt líður. Að sjálfsögðu þarf að hlutast til um, að fengið verði álit sérfróðra og reyndra manna um stærð og gerð skip- anna.“ Kosmng fulllrúa á ?I þing Alþýðu- sambands Islands Kosningu fulltrúa á Alþýðusambandsþing mun iokic í flestum eða öllum sambandsfélögum. Ekki hafði þó í gær- kvöld frétzt um fulltrúa allra félaganna. Þessi úrslit eru nú kunn til viöbótar þeim sem áður hefur verið skýrt frá: Allsherjaratkvæðagreiðslu lauk í fyrrakvöld um fulltrúakjör í Verkalýðsfélagi Stykkishólms. A- listi sigraði með 114 atkvæðum en B-listi hlaut 60 atkv. Full- trúar félagsins eru: Kristinn B. Gíslason, Ingvar Ragnarsson og Guðm. Bjarnason. Verkalýðsféiagið Hvöt á Hvammstanga kaus Björn Guð- mundsson og Gunnar Jónsson. Verkalýðsfélag Borgarfjarðar eystri kaus Sigurð Pálsson og til vara Helga Guðfinnsson. Verkalýðsfélag Egilsstaða- hrepps kaus Steinbór Erlendsson. Verkalýðsfélag Djúpavogs kaus Ásbjöm Karlsson og til vara Sigurgeir Stefánsson. Verkalýðsfél. Austur-Eyjafjalla- lirepps kaus Sigurjón Sigurðs- son, formann félagsins. Verzluuannannafélag Rangæ- inga kaus Einar Benediktsson og til vara Guðna Jóhannsson. VerkaJýðsfélag Þingeyinga kaus Sigfús Jónsson. Bílstjórafélagið Fylkir, Kefla- vík, kaus Ketil Jónsson og til vara Ingólf Magnússon. Allsherjaratkvæðagreiðslu í Verkalýðsfélagi Borgarness um kjör fullírúa og varafulltrúa á Alþýðusambandsþing lauk í fyrrakvöld. 82 kusu af 135 á kjörskrá. A-listi hlaut 46 at- kvæði en B-listi 35. Aðalfulltrúí er Jón Guðjónsson en varafull- trúi Helgi Runólfsson. Verkamannafélagið Valur í Búðardal kaus Jósep Jóhannes- son og Guðmund Gíslason. Verkalýðsfélag Hríseyjar kauS Ragnar Hörgdal og til vara Ant- on Eiðsson. Iðnsveinafélag Keflavíkur kaus Magnús Þorvaldsson. V erkamannafélag Vopnafjarð- ar kaus Kristján Höskuldsson og til vara Nikulás Magnússon. Verkalýðsfélag Lónsmanna í Austur-Skaftafellssýslu kaus Arnór Þórðarson. Verkalýðsfélag Nesjahrepps í A-Skaft. kaus Friðrik Sigjóns- son. Hafnarfjarðar- bátar afla vei Bátar frá Hafnarfirði sem fóru á síldveiðar í fyrradag öfluðu yfirleitt ágætlega en urðu fyrir miklu netatjóni af völdum háhyrnings. Reykjanes- ið fékk t.d. um 300 tunnur og Hafbjörg 230. Bátarnir \oru aftur á sjó í gær. Ssldveiðamar Fyrsti skemmti- fundur Ferðafé- lagsins í haust Fyrsti skemmtifundur Ferða- félags íslands á þessu hausti verður annað kvöld í Sjálf- stæðishúsinu. Þar verður sýnd litkvikmynd af íslenzku landslagi, sem bandarískur jarðfræðingur hef- ur tekið. Hallgrimur Jónasson kennari mun útskýra myndina. Ferðafélagsmenn og aðrir munu væntanlega fjölmenna á þenna fyrsta skemmtifund fé- lagsins á haustinu. Húsið verð- ur opnað kl. 8.30. Framhald af 12. síðu Sumir höfðu lítinn afla, en margir yfir 100 tunnur. Mestan afla hafði Gunnar Hámundar- son, rúmar 200 tunnur, þá kom Heimir með 193 og þá Nonni með 160. Bátarnir reru aílir aftur. 11 bátar komu til Grinda* víkur með 746 tunnur. Mestan afla hafði Hugrún frá Vest- mannaeyjum, 146 tunnur, Haf- dís 138 og Sæborg 97 tunnui’. 10 bátar komu' til Hafnar- fjarðar með síld og var afli þeirra misjafn, frá 20 upp í 290 tunnur á bát. Mestan afla hafði Reykjanes, 250 tunnur, Haf- björg var með 200. Bátarnir fóru allir aftur á veiðar. Ægir blaðakóngur Akureyrar Máske þekkið þið eklá öll þennan inann, en allir Akureyringar þekkja liann, Ægi ÖI- afsson, sem um langt skeið hefur verið aðal- blaðasali Akureyringa. I suinar lét liann smíða sér myndarlegan blað- söluvagn og þar hefur liann á boðstólum öll daghlöðin, auk A’iur- eyrarblaðanna og mkk- urra rita. Hér sjáið þið Ægi við vagn sinn. Ægir er duglegur sölu- maður Þjóðviljans og hefur hér Þjóðviljann ofan á vagninum. — Ægir átti fimmtugs- afmæli í s.l. mánuði.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.