Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 17.10.1956, Blaðsíða 6
B) —■ ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 17. október 1956 tMÓÐVIUINH 1 Útgefandt: Sameiningarflokkur alpýðu — Sósíalistaflokkurinn \ Happdrætti JÓÐVILJINN hefur nú ver- ið baráttublað íslenzkrar alþýðu í tvo áratugi, 31. októ- ber n.k. eru liðin rétt tuttugu ár frá því að fyrsta tölublaðið kom út. Barátta blaðsins héf- ur verið fjölþætt og árang- ursrík, kjör íslenzkrar alþýðu og vald verkalýðssamtakanna hefur gerbreytzt á þessu tíma- bili; hver einasti alþýðumaður getur sannreynt gildi Þjóð- viljans af persónulegri reynslu. En jafnhliða þessari baráttu í þágu íslenzkrar al- þýðu hefur einnig verið háð önnur um tveggja áratuga skeið, barátta Þjóðviljans við f járskortinn. ÁÐ hefur æfinlega verið fjárhagslegur halli á út- gáfu blaðsins. Það hefur aldrei verið selt við því verði sem jafngilti útgáfukostnaði; það hefur æfinlega fyrst verið litið á það hverju til þyrfti að kosta til þess að gera Þjóð- viljann að hæfu baráttutæki og síðan reynt að finna til þess leiðir að afla fjár sem á skorti. Lengi var það svo að Þjóðviljinn barðist við fá- tæktina dag frá degi; oft var óvíst til kvölds hvort blaðið kæmi út næsta dag — en það kom alltaf út, nema þegar er- lent hemámslið bannaði það. Og tilveru sína á blaðið að þakka fjárframlögum þúsunda manna sem ár eftir ár hafa Þjóðviljans rýr-t tekjur sínar til þess að eiga þetta vopn. Og mörgum hefur virzt það einfalt reikn- ingsdæmi að engar greiðslur hafi gefið meiri og fjölþætt- ari arð en fjárframlögin til Þjóðviljans. OUMUM finnst það stundum ^ næsta leiðigjarnt að safna fé til Þjóðviljans ár eftir ár, en það sjónarmið er ekki rétt. Þau nánu tengsl sem þannig hafa skapazt eru blaðinu á- kaflega dýrmæt; þúsundir manna líta á Þjóðviljann sem hluta af sjálfum sér, þeir hafa blaðið á framfæri sínu eins og börnin sín. Sá hugur sem ein- kennt hefur framlögin til Þjóðviljans í tvo áratugi er ekki síður mikilvægur en upp- hæðir þær sem safnazt hafa, og eru þær þó miklar. T ár leitar Þjóðviljinn enn einu sinni til vina sinna; sala á happdrætti Þjóðviljans er hafin fyrir nokkru og henni lýkur tveimur dögum eftir af- mæli blaðsins. Hér verða ekki birtar neinar hvatningar til manna; Þjóðviljinn veit að vel verður við brugðizt eins og jafnan fyrr, að afmælisgjöf lesenda muni gera blaðinu fjárhagslega kleift að efla enn sókn sina og ná nýjum árangri sem sé í samræmi við tuttugu ára baráttusögu. Lausn til frarabúðar í sambandi við deiluna um kjörbréf uppbótarmanna Alþýðuflokksins skiptir það að sjálfsögu mestu máli að sá leikur verði ekki endurtekinn ^að flokkur eða flokkasam- steypa geri tilraun til að hrifsa til sín meirihlutavald á Alþingi með minnihluta kjós- enda að baki. 1 því skyni þarf að kveða skýrt á um fyrir- komulag og rétt kosninga- bandalaga í kosningalögunum um leið og stjórnarskráin er endurskoðuð með það fyrir augum að tryggja sem mest jafnrétti kjósenda til áhrifa á skipan Alþingis. T JIÐ myndun núverandi rík- * isstjórnar lagði Alþýðu- bandalagið ríka áherzlu á að kosningalögin og stjórnar- skráin yrðu endurskoðuð á yfirstandandi kjörtímabili. Tókst um það samkomulag milli stjórnarflokkanna og er það eitt af atriðum málefna- samnings þeirra. Á það verður lögð áherzla að þessi endur- skoðun fari fram og þannig tryggt eftirleiðis að ákvæði kosningalaga og stjórnarskrár verði svo skýr og ótvíræð að ekki verði um deilt. Með þess- um hætti á að vera fært að leysa málið til frambúðar. Það verður hino vegar ekki gert með því einu að neita að taka gild kjörbréf uppbótarþing- manna Alþýðuflokksins eins og málsvarar Sjálfstæðis- flokksins hafa krafizt á Al- þingi. TURAM á þetta sýndi Finn- bogi Rútur Valdimarsson í rökfastri og greinargóðri ræðu á Alþingi í fyrradag og á þetta hafði Einar Olgeirsson einnig lagt áherzlu fyrr í um- ræðunum. Þetta er mergur málsins. Málið er jafn óleyst eftir sem áður þótt Alþingi neiti að taka gild kjörbréf uppbótarmanna Alþýðuflokks- ins. Uppbótarsætum hefur þegar verið úthlutað í sam- ræmi við úrskurð landskjör- stjórnar og það er síður en svo nein vissa fyrir því að hún teldi sér skylt að fara eftir ályktun Alþingis í þessu efni, þptt þingið tæki þá á- kvörðun að vísa uppbótar- mönnum Alþýðuflokksins heim. Eftir væri þá aðeins ein lausn, og vafasöm þó að óbreyttum kosningalögum, þ. e. að efna til nýrra kosninga. TANLEGA skilja Sjálf- stæðismenn á Alþingi það jafn vel og aðrir að lausn deilumálsins felst einungis í endurskoðun kosningalaga og<j>. stjórnarskrár eins og Alþýðu- bandalagið hefur bent á og tryggt með samningum við hina stjómarflokkana. Þeir hafa hins vegar talið nauðsyn- legt að ky^nna þjóðinni vinnu- 41. alþjóðaþing Esperantista í Kaupmannahöfn 4.-11. ág. 1956 Á hverju ári halda esper- antistar alþjóðaþing til þess að ræða um þau málefni, sem horft geta hugsjónum esper- antista til heilla. Á undan heimsþinginu eru í ýmsum löndum heima fyrir ýmiskonar námskeið og und- irbúningur undir sjálft þing- ið. Einna kunnast íslenzkum esperantistum er námskeið það eða sæluvika, sem lýðhá- skólakennari Friis veitir for- stöðu, einn meðal allra ötul- ustu forustumanna esperant- ista í Danmörku. Og skal nú skýrt nokkuð frá þessari sælu- viku, er var í Helsingjaeyri dagana 28. júlí til 4. ágúst 1956. Helsingjaeyri er fögur borg við Eyrarsund andspænis Helsingjaborg í Svíþjóð. Þarna vom um 250 esperantistar úr 16 löndum samankomnir til þess að æfa sig í að tala Esperanto og kynnast hver öðrum. Hver dagur hófst með ýmiskonar námskeiðum 6 tals- ins og valdi hver þátttakandi námskeið við sitt hæfi; stóðu námskeiðin frá 9 til 12. En eftir hádegið og fram til háttatíma voru svo ýmis at- riði til skemmtunar. Viðræður yfir borðum og hvar sem einhverjir hópuðust saman vom hinar ánægjulegustu og yfirleitt svo ljúfar og léttar eins og þetta væm menn, sem alizt hefðu upp í sama bæn- um. Og var það ekki sjald- gæft að t.d. menn frá átta þjóðum éða jafnvel fleiriværu saman við sama borð og eng- in viðstaða var á fjömgum þætti í umræðunum frá neins manns hálfu. Til skemmtunar var þarna margt og mikið, kvikmyndasýningar, smá- ferðalög, góður söngur og mörg önnur gamanatriði. Is- lendingar voru 22 og sáu al- veg um eitt skemmtikvöldið, var gerður góður rómur að, enda vel til vandað eftir á- stæðum, svo sem gítarspil, samsöngur, ræður, kvikmynd, samlestur og fleira. 21 Islend inganna- eru búsettir í Vest- mannaeyjum, en einn er Hafn- firðingur og er hann einnig Vestmannaeyingur frá fornu fari. Á 41. alþjóðaþing esper- antista í Kaupmannahöfn létu skrá sig 28 íslendingar, en tveir þeirra munu hafa verið forfallaðir frá að mæta á þinginu, svo að alls voru á þessu þingi 26 íslendingar. Er það hærri þingmannatala hlutfallslega heldur en hjá nokkurri annarri þjóð og hafa aldrei hlutfallslega mætt svo margir menn á alþjóðaþingi esperantista frá nokkurri þjóð. Alls voru á þinginu 2200 manns og voru þeir frá 44 þjóðlöndum. Við þingsetning- una talaði fyrir hönd Dana, er var erlendis, aðstoðarutan- brögð hinnar „hörðu“ stjóm- arandstöðu þegar í upphafi þings með linnulausu málþófi og stóryrðum sem hefur enga aðra þýðingu en að tefja fyrir störfum Alþingis. ríkisráðherra Ernst Christian- sen. Svo tók til máls borgar- stjórinn Ingvard Dahl, og bauð menn velkomna til Kaup- mannahafnar. Þá þakkaði for- seti UEA Enfrid Malmgren ráðherranum og borgarstjór- anum og bauð velkominn full- trúa kennslumálaráðherra Dana, Rosenkjær, og sagði hann síðan eftir stutta tölu þingið sett. Þá töluðu og heilsuðu þinginu fáar mínút- ur hver, fulltrúar 7 ríkis- stjórna, Austurrikis, Finn- lands, Frakklands, Hollands, Belgíu, Noregs og Svíþjóðar. Svo heilsuðu fulltrúar esper- antofélaga hinna ýmsu landa og töluðu eina mínútu hver. Fyrir hönd Islands talaði sr. Halldór Kolbeins, sóknarprest- ur í Vestmannaeyjum. Eftir ávörp þjóðarfulltrú- anna tók doktor Ivo Lapenna til máls, sem er ýmsum Is- lendingum að góðu kunnur sökum dvalar sinnar um nokk- urra mánaða skeið í Reykja- vík. Hann er aðalritari UEA. Var honum klappað óspart lof í lófa, enda er hann meðal mestu mælskumanna, mark- viss og mikilhæfur. Þingið starfaði í þrem deild- um. I 1. deild var fjallað um afstöðu esperantohreyfingar- innar til uppeldismála. I ann- arri deild var fjallað um við- horf alþjóðamálsins til al- þjóðasamskipta. Og í þriðju deild var rætt um viðhorf æskunnar til esperanto. For- seti 1. deildar var David Kennedy, doktor í Skotlandi. Forseti í annarri deild var Ivo Lapenna, prófessor í Lundúnum og forseti þriðju deildar Karl Fighiera, kenn- ari. I sambandi við þingið var vísindaleg starfsemi. Voru fluttir nokkrir fyrirlestrar í svo kölluðum Sumarskóla og haldið hátíðlegt % aldar af- mæli Alþjóðlegs sambands vísindamanna esperantista. Nefnd sú, sem stjórnar framvindu esperantohreyfing- arinnar, Komitato de UEA sat jafnan á fundum og var samin ný reglugerð fyrir fé- lagið. Nýr forseti og nýr varaforseti voru kosnir. En- frid Malmgren sagði af sér forsetastarfi sökum sjúkleika, en hann hefur unnið ágætt starf. Nýi forsetinn er Italinn Giorgio Kanuto, og í stað varaforsetans, Davids Kenn- edy, sem beiddist lausnar, var kosinn H. W. Holmes frá Lundúnum. Voru fráfarandi forseti og varaforseti leystir c#*mí .a* ■■>. út með veglegum gjöfum. Eftir styrjöldina hefur ekk- ert alþjóðaþing esperantista verið jafn alþjóðlegt eins og þetta, því þar voru m. a. staddir menn frá Póllandi, Ungverjalandi, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Japan, Iran, Vietnam, Kína, Afríku, Nýja- Sjálandi, Bandaríkjunum, Suð- ur-Ameríku og meira að segja kom kveðja frá Sqvétrúss- landi. Þá var sérstakur æsku- svipur yfir þinginu. Margir unglingar töluðu mjög vel saman á esperanto og ekki var hlutur barnanna minnst- ur. Þau höfðu sitt sérstakt þing innan ramma aðalþings- ins. Komu þau stundum fram á aðalþinginu ög báru djarf- lega fram merkið, var þeirra framburður og framkoma í esperantisma hrein ög fáguð. Nokkur skref frá þingsöl- unum var hin ánnálaða sýn- ing um esperantoefni, er fyrst kom fram í desember 1954 í Montevideo, og jók svo mjög álit esperantos hjá Samein- uðu þjóðunum og fjölda ann- arra opinberra stofnana. Þar voru þúsundir bóka og tíma- rita á esperanto frá 100 lönd- um að minnsta kosti og glögg- lega gat þar að líta hina glæsilegu framvindu esper- anto hið innra og ytra þau um sjötíu ár, sem liðin eru síðan málið leit dagsins Ijós fullgjört, en það var 26. júlí 1887. Þá kom fyrsta kennslu- bókin fyrir almenningssjónir. Hvað skal segja um fram- gang esperantohreyfingarinn- ar á íslandi? Sjálfsagt munu vera hér á landi um 1000 færir esperantistar, en þeir eru dreifðir og fæstir skrá- settir í félögunum. Oss vant- ar einingartákn út á við fyrir ísland. Um tíma gáfum vér út bókmenntarit íslenzk á Esper- anto: „Vocon de Islando" Það gat sér mjög góðan orðs- tír, en varð fljótt að hætta að koma út vegna peninga- skorts. Nú eigum vér Islend- ingar að gjöra átak nokkurt og ekki lítið, svo að vér get- um orðið fremstir í fylkingu esperantohreyfingarinnar, og áður en mjög langt líður verði haldið hér Alheimsþing esperantista. Treysta skulum vér þjóð og þingi til stuðn- ings við þetta ágæta mál. Esperanto lifi. Ofanleiti í Vestmannaeyjum, 23. september 1956. Halldór Kolbeins. (Allmikið stytt af ritstjórninni). rri r • x • 1 resmioir ; ■ Vantar trésmiði tii imiivinnu og á verkstæði. BENEDIKT & GISSUR hi. | Skeiðavogi 121 — Sími 5778. ■'

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.