Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.11.1956, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 14. nóvember 1956 í dag er miðvikudagurinn 14. nóveniber. Friðrekur biskup. — 310. dagur árs- ins. — Sólarupprás kl. 8.53. Sólarlag kl. 15.30. — Tungl í hásuðri kl. 21.Z6. Árdegisháflæði kl. 2.28. Síðdegisháflæði kl. 14.50. Fastir iiðir eins og venjulega. Kl. 12.50—14.00 Við vinnuna: Tón- leikar af plötum. 18.30 Bridgeþáttur (Eiríkur Bald- vinsson). 19.00 Óperulög. — 19.10 Þingfréttir. — Tónleikar. 20.30 Daglegt mál (Grímur Ilelgason kand. mag.). 20.35 Lestur forn- rita: Grettis saga; I. (Einar Ól. Sveinsson prófessor). 21.05 Ein- leikur á píanó (Guðmundur Jónsson): a) Þrjátíu og tvö til- brigði í c-moll eftir Beethoven. b) Sónata eftir Ravel. c) Prel- údía, sarabande og tokkata eftir Debussy. d) Etýða eftir Pagan- ini-Liszt. 21.45 Hæstaréttarmál (Hákon Guðmundsson hæstarétt- arritari). 22.10 „Lögin okkar“. — Högni Torfason fréttamaður fer með hljóðnemann í óskalaga- leit. 23.10 Dagskrárlok. Austurland í Söluturninum Nýjasta eintakið af Austurlandi, málgagni sósíalista á Austfjörð- um, er komið til bæjarins og fæst í Söluturninum við Arnar- hól. DAGSKRÁ Alþingis miðvikudaginn 41. nóv. kl. 1.30 Sameinað þing 1. Jarðgöng og yfirbyggingar á fjallvegum, þátill. Fyrri umr. 2. Dráttarbraut á Seyðisfirði, þáltill. Fyrri umr. 3. Endurskoðun hjúkrunar- kvennalaga og iaga um hjúkr- unarkvennaskóla, þáltill. Ein umr. 4. Aðstoð vegna fjárskipta i Dala- og Strandasýslum, þáltill. Ein umr. 5. Hraðfrystihús, þáltil. Fyrri umræða. 6. Ungverjalandssöfnun Rauða krossins, þáltill. Fyrri umr. FLUGFÉLAG ÍSLANDS Millilandaflug: Millilandaflugvél- f in Sólfaxi fer til Ósló, Kaupmanna- hafnar og Ham- borgar kl. 8.00 í dag. Flugvélin er væntanleg aftur til Reykja- víkur kl. 18.00 á morgun. Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga tii Ak- ureyrar, ísafjarðar, Sands og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferðir), Bildu- dals, Egilsstaða, ísafjarðar, Kópaskers, Patreksfjarðar og Vestmannaeyja. Barizt í fyrirheitna landinu Ilæð 24 svarar ekki, kvik- mj'ndin sem Hafnarfjarðarbíó sýnir þessa dagana, ber ekki nein merki þess að byrjendur eða óvaningar hafi unnið að gerð herinar, en þó mun það rétt vera sem stendur í leik- skránni: þetta er fyrsta kvik- myndin sem framleidd er í ísrael af Sik’or Film, Tel Aviv. Þetta er mynd um stríð, bar- áttuna um fyrirheitna landið. Eins og vænta má, er hvergi í myndinni efazt um nauðsyn þessa stríðs og réttmæti af hólfu ísraelsmanna; engin fórn er færð til einskis og dauði fjórmenninganna í myndarlok er endurgoldinn með því að hæð 24 er felld undir yfirráð ísra- elsmanna við vopnahléð 18. júlí 1948. Að sjálfsögðu er aldrei litið á stríð þetta öðru vísi en varnarstríð gegn á- gengum og herskáum nágranna- þjóðum Araba. Án þess að nokkur afstaða sé tekin til þessa mikla vandamáls, fær maður ekki varizt þeirri hugs- un eftir að hafa séð myndina í Hafnarfjarðarbíói, að unnt hefði verið að komast hjá þeim hörmulegu atburðum sem hún lýsir og síðar hafa gerzt, ekki hvað sízt síðustu Mikurnar. Að minnsta kosti flytur mynd- in áhorfendur nær þeim at- burðum, sem eru að gerast fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Það sem er bezt við kvik- myndina er myndatakan og leikurinn, orðin sem lögð eru í munn leikenda eru hins veg- ar oft marklaus og sum atriðin klaufaleg. Verstur finnst mér þátturinn um samskipti ísra- elska hermannsins og þýzka SS-mannsins — hann er alger- ; lega misheppnaður; á hinn bóg- inn er sá hluti myndarinnar beztur sem lýsir leit lögregl- unnar að Gyðingnum Berger og kynnum írska lögreglumannsins Finnegan og stúlkunnar Miri- Ein af Drúsa-konunum situr í glugga sínum og syngur. am. Önnur atriði sem minnis- stæð verða eru fundir Miriam og Drúsanna, sérkennilegs þjóð- flokks sem aðhyllist sambland af múhameðstrú, gyðingdómi og kristni. Eins eru margar feiknagóðar senur meðan stend- ur á brottflutningi Gyðinga úr gamla borgarhlutanum í Jerú- salem. Eins og áður er sagt, er leik- urinn í myndinni yfirleitt mjög góður og beztur hjá þeim Haya Harait, sem leikur Miriam, Ed- ward Mulhaire (Finnegan) og Zalman Leviush (Rabbíinn). ÍHJ. ívi höfnititii* Eimskip Brúarfoss átti að koma til Rost- okk i gær frá Vestmannaeyj- um. Dettifoss fór frá Gdynia í gær áleiðis til Hamborgar og Reykjavíkur. Fjallfoss fer frá Hafnarfirði í kvöld til Vest- mannaeyja og þaðan til Rotter- dam og Hamborgar. Goðafoss fór frá Kotka 9. þm áleiðis til Reykjavíkur. Gullfoss fór frá Hamborg í fyrradag áleiðis til Kaupmannahafnar. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Hamborg á sunnudaginn áleiðis til Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá Reykjavík 7. þm áleiðis til New York. Tungufoss fór frá Húsavík í gær til Svalbarðseyr- ar, Akureyrar, Ólafsfjarðar, Siglufjarðar, Raufarhafnar, Seyð- isfjarðar, Norðfjarðar og Eski- fjarðar; fer þaðan til Svíþjóðar. Straumey lestaði í Hull í gær til Reykjavíkur. Vatnajökull lest- ar í Hamborg í dag til Reykja- víkur. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fer væntanlega í dag frá Liibeck til Stettin, Flekke- fjord og Reykjavíkur. Arnarfell er í Reykjavík. Jökulfell er í Reykjavik. Dísarfell lestar síld á Raufarhöfn og Siglufirði. Litla- fell er á leið frá Húsavík til Reykjavíkur. Helgafell fór vænt- anlega í gærkvöldi frá Liverpool til Cork, Avonmouth, Hamborgar og Stettin. Hamrafell er vænt- anlegt til Batum 19. þm. Rikisskip Hekla er á Austfjörðum á suður- leið. Herðubreið fer frá Reykja- vík á morgun austur um land til Bakkafjarðar. Þyrill var væntanlegur til Reykjavíkur seint í nótt frá Þýzkalandi. Bald- ur fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Snæfellsneshafna og Flateyj- ar. Ásúlfur var á Hornafirði í gær á suðurleið. niri-fundur í kvöld kl. 9 á UiTl. venjulegum stað. Stund- vísi. Næturvarzla er í Ingólfsapóteki í Fischer- sundi, sími 1330. Frá Þjóðleik- húsinu Það óhapp vildi til á sunnudags- sýningu Þjóðleikhússins á gam- anleiknum „Tehús Ágústmánan- ans“, að grind tehússins á leik- sviðinu brotnaði, urn það bil er tjaldið átti að falla í leikslok. Þjóðleikhúsið biður velvirð- ingar á þessu óhappi, en áhorf- endur munu ekki hafa misst úr nema tvær eða þrjár setningar. Þannig lék Steinitz Þá er að segja frá hvernig lauk skák þeirra Steinitz og von Bardelebens (því svo hét keppi- nauturinn) í Hastings 1895. Lárétt: 1 dalur 3 fuglamál 6 á skipi 8 tveir sérhljóðar 9 bang 10 frum- efni 12 verkfæri 13 tár 14 for- setning 15 eldsneyti 16 bein 17 meindýr. Lóðrétt: I drepur 2 tveir sérhljóðar 4 auðnuleysingja 5 skýr 7 líkama II illgresi 15 bitvargur. Ráðning síðustu gátu: Lárétt: 1 ský 3 sel 6 tá 8 Re 9 bolli 10 An 12 Ag.13 njóli 14 dá 15 án 16 ill 17 ára. Lóðrétt: 1 strandi 2 ká 4 Erla 5 leiguna 7 holla 11 Njál 15 ár. Steinitz skákar með hróknum á f7. Þar er hrókurinn vald- aður af riddaranum, svo það er kannski ekki furða þó sv-art- ur drepi hann ekki með drottn- ingunni. í staðinn færir hann kónginn undan á g8 — en þá sýnir hrókur hvíts fyrst hvers hann er megnugur. Næsti leik- ur Steinitz er Hf7-g7t!I Við spyrjum kannski: hverskonar óvit er þetta? Er nokkuð ann- að en drepa hrókinn? Málið er ekki svona einfalt. Ef svartur drepur hrókinn með kónginum, þá drepur hvítur drottningu svarts og skákar um leið. Ef sv.artur drepur með drottriing- unni, þá leikur hvítur Hclxc8f Ha8xc8, Dg4xc8f — og hvítur hefur margunnið tafl. Svartur leikur því kóngi sínum á h8, og hvítur skákar enn með hróknum: Hh7f. og síðan tefld- skákin þannig til loka: 25. Kh8—g8 26. Hh7—g7t Kg8—h8 27. Dg-4—h4f Kh8xg7 28. Dli4—h7f Kg7—f8 29. Dh7—li8f Kf7—e7 30. Dh8—g7f Ke7—e8 31. Dg7—g8f Ke8—e7 32. Dg8—f7t Ke7—d8 33. Df7—f8t Dd7—d8 34. Rg5—f7t Kd8—d7 35. Df8—d6f og mát. Nýkomnar KUHLEi saumavéEar í skáp. — Zig-Zag. Verð kr. 2950,00 Búsáhaldadeild Skólavörðustíg 23. Snæfellingafélagið Skemmtifundur verð’ur haldinn í Silfurtunglinu viö Snorrabraut fimmtudaginn 15. nóvember n.k. kl. 8.30 e.m. — Góð skemmtiatriði. Snæfeliingar, fjölmennið og takið gesti með. Snœfellingafélagiö KH8KV eru ljúffengar og ódýrar — Matvörubnðir Aðeins 5 kr. pakkinn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.