Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.11.1956, Blaðsíða 6
6) — ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 16. nóvember 1936 tlIÓÐVlLIINN Útgejandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósialistaflokkurinn Brezka löndunarbannið og blámið í hnappagatinu | T>rezka auðvaldið er að af- ■*-' nema löndunarbannið og ! gefast unp í árásarstríði sínu i Við íslendinga, en það reynir ! að dylja opinberan ósigur 1 Binn og vissir islenzkir aðilar reyna að hjálpa því til þess. ! Það er nauðsynlegt að r»fja ' upp sögu þessarar árásar ! forezks auðvalds, hinna riku ! Eamtaka brezkra togaraeig- I enda sérstaklega á oss Is- ! íendinga og réttindi vor til ! Þess að ráða málum vorum • ejálfir. I lýegar Islendingar færðu út I » friðunartakmörkin, hóf- ! ust hinir brezku auðmenn I ihanda, settu á löndunarbann- ! ið og hugðust þannig koma ! Islendingum á kné og venja I oss af öllu sjálfstæðisbrölti í 1 friðunar- og landhelgismálinu. ! Brezka stórveldið, margfaldur 1 „bandamaður" Islands, hélt auðsjáanlega að það gæti beygt Islendinga rétt eins og um Kenya, Kýpur eða aðra nýlendu væri að ræða. TT'n vopnin snerust í hendi þess. Það, sem brezkt auðvald ætlaði að gera oss illt, snerist oss til góðs. íslcndingar öfluðu sér mark- aða fyrir unninn fisk í öðr- um löndum, fyrst og fremst í Sovétríkjunum, uku við það atvinnuna hér heima og gjald- eyr’stekjur þjóðarinnar. Lönd- unsrbánn Breta varð Islend- ing-’.m mjög hagstætt og mátti oss því nú í léttu rúmi liggja hvort þeir kysu að afnema það eða ekki. i"kg brátt kom að því að hagsmunir brezkra fisk- ney^enda knúðu svo á að bre;:ka auðvaldið sá sitt ó- vænna og vildi gefast upp í á- rásnrstríði sínu við Islend- inga. En það þurfti að fá eitt- hvert blóm í hnappagatið, svo hið volduga brezka stórveldi stæði ekki frammi fyrir heim- inum bert að hvorutveggja: því ranglæti, að hafa ætlað að kúga íslendinga, og þeirri smán, að hafa ekki með öllu eínu banni tekizt að brjóta þesrsa litlu þjóð á bak aftur. I rphorsararnir og þeir togara- eigendur, sem áhuga hafa, af annarlegum ástæðum, fyrir stniklu.m löndunum í Bretlandi og lítilli atvinnu á Islandi, hafa staðið í sífelldu makki við Breta, — og m.a. um það aá fórna íslenzkum réttindum og þjóðarhagsmunum fyrir sérhagsmuni þeirra og brezkra auðfélaga. Eftír kosningarnar í sumar og myndun vinstri stjórnar, runnu allar vonir út í sand- inn um slíka fórn íslenzkra réttinda. 1 ÍBretar sáu að þeir áttu einsk- ! Ss annars kostar en gefast upp ! ef þeir vildu fá fisk frá Is- ’ landi — og efasamt að þeir fengju hann samt. Það var §jví aðeins um það að ræða fyrir þá að reyna að fá blóm í hnappagatið, til þess að verða sér ekki til skammar frammi fyrir öllum heimi. Fveir fengu blómið: „samn- * ing“ við togaraeigendur, sem ekkert gildi hefur, frek- ar en íslenzk stjórnarvöld vilja, og orðsendingu frá Guð- mundi I., sem óþarfi var að senda þeim en megna í engu að hindra oss íslendinga í að gera það, sem vér vorum og erum staðráðnir í að gera í friðunarmálinu, einu þýðing- armestá hagsmuna- og sjálf- stæðismáli þjóðarinnar. A ðstaða brezkra togaraeig- enda í árásarstríði þeirra við íslendinga var svo ill orð- in að þeim var nauðugur einn kostur að gefast upp og þeir áttu að fá að gera það skil- yrðislaust. Svo illur var þeirra málstaður, svo ljótur þeirra rógur, er þeir sökuðu Islend inga um að valda bana brezkra sjómanna. Nú munu brezkir togara- eigendur reyna að slíta úr samhengi og rangfæra ýmsar setningar úr bréfi Guðmundar I. og yfirlýsingu Hans Ander- sen, til að sýnast miklir menn og sigurvegarar heima fyrir, þótt þeir hafi reynzt litlir karlar og ósigursælir í viður- eigninni við íslendinga. 170 íslenzka þjóðin og ríkis- *-J stjórn hennar mun fara sínu fram í þessu lífshags- munamáli hennar án þess að spyrja Iiið brezka auðvald, sem orðið hefur nú bert að fjandskap og vanmætti gagn- vart oss fslendingum. íslenzka þjóðin hefur kraf- izt þess í síðustu kosningum að friðunarlínan verði færð út, til þess að tryggja iíf og af- komu fólks um land allt. Um ekkert mál voru menn svo sammála í síðustu kosningum sem eimnitt þetta. OG ÞETTA VERÐUR GERT, OG ÞAÐ SKJÓTT, Á ÞEIM TÍMA, SEM RÍKISSTJÓRNIN HAFÐI FYRIRHUGAÐ. Það verður gert samkvæmt vifja þjóðar- innar til þess að tryggja lífs- hagsmuni hennar, og gert hik- laust og óafturkallanlega. Tltfærsla friðunarlínunnar er ótvíræður vilji þjóðarinnar, og réttur hennar, og í því sjálf- stæðismáli verður ekki vildð. Ijjóð vor stendur einhuga í *■ þessari sjálfstæðisbaráttu sinni og brezku togaraauð- valdi þýðir ekkert að reyna að brjóta hana á bak aftur með nýju löndunarbanni. Það er brezkum togaraeigendum bezt að gera sér Ijóst, þegar þeir nú hafa beðið algeran ósigur í löndunarbannsárás sinni á fslendinga, en fá lítið blóm í hnappagatið til að hugga sig við heima fyrir í hneisu sinni. Ragnheiður E. Möller: Ánægjulegt húsmæirakvöld S.I.S. Sýnihenmsla og hrihmtgndasípting í Tjarnarbíói á morgun Samband íslenzkra samvinnu- félaga bauð s.l. þriðjudagskvöld formönnum allra kvenfélaga í Reykjavik til húsmæðrakvölds, í vistlegum húsakynnum sam- bandsins. Forstjóri sambands- ins Erlendur Einarsson, bauð gesti velkomna og sagði meðal annars: „Á liðnum árum hafa sam- vinnufélögin víða um heim tai- ið það eitt af hlutverkum sín- um að sinna sérstaklega áhuga- málum húsmæðranna. Húsmæð- urnar hafa líka mikilla hags- muna að gæta í sambandi við verzlunina, þar sem það kemur oftast í þeirra hlut að gera inn- kaup fyrir heimilin, matbúa og velja og sauma fatnað á fjöi- skylduna. Það er ekki óeðlilegt að húsmæðurnar vilji hafa ein- hverja hönd í bagga með því, hvaða vörur eru á boðstólum í verzlunum. Allir geta samein- ast um þær óskir, að á boðstól- um séu góðar vörur og að sjáif- sögðu sem ódýrastar. Hér eiga allir neytendur hags- muna að gæta og fyrir þann sérstaklega, sem hefur úr litiu að spila, getur það haft ómet- anlega þýðingu að heimilis- innkaupin geti verið hagkvæm. Það hefur lengi verið eitt af hugðarefnum Sambands ísl. samvinnufélaga að geta fetað í fótspor nágranna okkar og óskir um það hafa oftar en einu sinni verið bomar fram af kvenfulltrúum, sem sæti hafa átt á Aðalfundi Sambands- ins. Þegar við ákváðum að gera þessa tilraun með húsmæðra- fræðslu töldum við rétt að at- huguðu máli að fá aðstoð frá sænskum samvinnumönnum, sem á þessu sviði eru komnir lengra en flestir aðrir. Þegar ég var í Stokkhólmi í september- mánuði átti ég viðræður Við sænska sambandið um mögu- leika á því, að fá hingað til lands einhvern, sem gæti leið- beint okkur í þessu efni. Þessi málaleitun fékk mjög góðár undirtektir og var ákveðið, að forstöðukona við tilraunaeldhús sambandsina, frú Anna-Britt Agnsater kæmi hingað heim og leiðbeindi okkur í þessu starfi. Tilraunaeldhús sænska sambantlsins er einn liður í fræðslu og upplýsingastarfsemi sænsku samvitmufélaganna fyrir neytendur. Tilraunaeld- húsið fæst aðallega við rann- * sóknir á matvælum, gerir til- raunir með matartilbúning, en auk þess eru þar reynd ýms búsáhöld og heimilistæki. Nið- urstöður tilrauna þessara og rannsókna, sem margar eru mjög merkilegar eru svo birt- ar húsmæðrum í sérstöku tíma- riti, auk þess sem haldnir hafa verið fundir og sýni- kennsla farið fram. Bauð forstjóri síðan gesti vei- komna og óskaði þess að þetta fyrsta húsmæðrakvöld mætti verða vísir að meira starfi á þessu sviði í framtíðinni. Þá var sýnd kvikmynd um ná- kvæmni í matargerð og jafn- framt mælingatæki sem Svíar nota mikið við matreiðslu. Þá talaði frú Anna-Britt Agnsat- er, forstöðukona tilraunaeld- húss KF í Stokkhólmi. Hún tal- aði um næringargildi síldar, um þessar mundir stæðu yfir miklar umræður í dagblöðum á Norðurlöndum um fituneyzlu og þessi óhóflega fituneyzla væri álitin orsaka kölkun í stórum stíl; hinsvegar væri fita síldarinnar mjög holl og auð- meltanleg, því hún væri sem kallað er ómettuð. Svíar neyttu ekki eingöngu síldar frá íslandi, heldur einnig frá Noregi og sjáifir veiddu Svíar líka síld heima fyrir, en íslenzka síldin væri mjög eftir- sótt vara í Svíþjóð og þegar byrjað væri að selja hana á haustin mætti oft sjá langar biðraðir við búðirnar. Þá ræddi hún hvernig hreinsa ,ætti síldina og taldi að til þess að gera hana að lysti- legri fæðu þyrfti að ná öllum beinum úr herini, Kryddið væri mjög mikilsverður liður í mat- reiðslu síldarinnar og það skipti öll umáli að það væri 1. flokks, og fylgt væri uppskrift um það atriði svo sem frekast væri unnt. Útvötnun síld- arinnar væri mjög mikilsvert atriði, að hún væri mátulega sölt. Nægilegt mundi að af- vatna hana einn sólárhring. Þá talaði hún um að ýms smáá- höld væru mikilvæg fyrir nú- tímaheimilishald. Meira mætti vinna á heimilum með einum góðum búrhníf, en. smærri vélaáhöldum sem venjulegast eru þá ekki nema fyrir eitt- hvert eitt verk ætluð. Fundar- gestir höfðu fengið í hendur smá bækling með uppskriftum af sænskum síldarréttum frá tilraunaeldhúsi K, F. Þá hófst sýnikennslan og sýndi forstöðukonan síld mat- reidda með ýmsu móti, eftir forskriftum bæklingsins, og fylgdust konumar af áhuga með matartilbúningnum. Meðan frúin og aðstoðarmaður henn- ar önnuðust fx-ekari undir- búning frammi við til að geta gefið öllum kost á að smakka réttina var sýnd afar falleg mynd um frystingu mat- væla sem sænska samvinnu- sambandið hefur látið gera. Hverjum rennur ekki tií'rifja hve illa við stöndum okkur hér heima á matvælamarkaðinum, þegar við sjáum þær dásam- legu vörur sem renna fratnhjá okkur á léreftinu. Margskonar fiskur, ekki óhreinn og slepj- ugur eins og oft hér í búðum. heldur glænýr og unninn og pakkaður með það fyrir augurn að gera alla matreiðslu sem auðveldasta og fullkomnasta á hvaða tíma árs sem er.. Alls konar grænmeti sem hraðfrysfc er og pakkað á þann hátt að vítamíninnihald þess megi hald- ast sem bezt. Við sjáum ánægðar húsmæð- ur að starfi á léreftinu, mat- vælaástand í Svíþjóð og mat- væladreifingu er líka allt öðru- vísi háttað þar en hér. Anna-Britt Agnsáter sýnir okkur nú hina girnilegu rétti og býður viðstöddum að bragða. Eg vil færa fram þakklæti tii forstjóra Sambandsins og Fræðsludeildar SÍS fyrir þetta fróðlega og ánægjulega kvöld, og ég veit að mörgum okkar hefur verið það í huga, að fyrr en varði mundi ef til vill sá mikli sköpunarmáttur sem samvinnuhreyfingin í landinu býr yfir geta lyft því grettis- taki að stórbæta matvælafram- leiðsluna og sníða hana jafnan eftir nútímakröfum. Á laugardaginn kemur efnir Samband íslenzkra samvinnufé- laga til sýnikennslu í Tjarnar- bíó kl. 2,30. Forstöðukona til- raunaeldhúss sænsku sam- vinnufélaganna í Stokkhólmi frú Anna-Britt Agnsáter mun sýna matreiðslu ýmsra síldar- rétta. Jafnframt fá konur ó- keypis prentaðan bækling með uppskriftunum.. Þá verða sýnd- ar tvær matreiðslukvikmyndir afar fróðlegar, og fjallar önn- ur um meðferð og hraðfryst- ingu ýmiskonar matvæla og jafnframt matreiðslu. Myndin er afbragðsvel tekin og í fögr- um litum. Reykvískar húsmæð- ur ættu ekki að láta þessa fræðslu ganga sér úr greipum, heldur fjölmenna í Tjarnarbíó á laugardaginn. Ragnheiður E. Möller, Konurnar sem SÍS bauð á húsmœðrakvöldið bragða á síldarréttunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.