Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. nóvember 1956 í dag er þriðjudagurinn 20. nóvember. Játmundur kon- ungur. — 325. dagur árs- ins. — Tungl liæst á Iofti; í hásuðri kl. 1.57. — Ar- degisháfíæði kl. 6.19. Síð- degisháflæði kl. 18.41. Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 18.30 íþróttir (Sigurður Sig- urðsson). 18.50 Þjóðlög frá ýmsum löndum. — Þingfréttir. 20.30 Erindi: Norð- urljós; síðara erindi (Eysteinn Tryggvason veðurfræðingur). | 20.55 Frá sjónarhóli tónlistar- manna: Dr. Hallgrímur Helgason tónskáld talar öðru sinni um ís- lenzk þjóðiög. 21.45 íslenzkt mál (Ásgeir Blöndal Magnússon kand. mag.). 22.10 ,,Þriðjudagsþáttur- inn“. — Jónas Jónasson og Haukur Morthens hafa stjórn hans á hendi. 23.10 Dagskrárlok. Tímaritið Flug- mál hefur bor- izt, nóvember- biað árgangs- ins. Þar er fremst viðtal við Ásgeir Pétursson um flug hjá frændum vorum Norðmönn- um. Þá er greinin Sikorsky, fað- ir þyrilvængju nútímans. Sig- urður Jónsson segir frá flugsýn- ingunni í Farnborough í ár, og fylgja greininni fjölmargar myndir. Næst er frásögn úr stríði: Djarfleg árás. Grein er um rússneska flugvél: Tubolevs TTJ-104. Jorge L. Guzman skrif- ar Sanna sögu um kaldan karl. Síðan er frásögnin Augun al- g.iáandi. Sagt er frá nýrri upp- finningu sem afstýrir árekstrum í lofti. Þá er þátturinn I hlað- varpanum, skrítlur og sitthvað fleíra. Mikiii fjöidi mynda er í biaðinu. Ritstjóri Flugmála er Ólafur Egilsson, en útgefandi Hilmir h.f. Konur í menningar- og friðarsamtökumim Munið basarinn sem haldinn verður 28. nóvember. Munum veítt móttaka hjá Áslaugu Ge- cirgsdóttur Hraunteig 17, Ingunni Gunnlaugsdóttur Kambsvegi 7, Sigriði Ottesen Skeiðarvogi 99, Guðríði Þórarinsdóttur Hjalla- vegi 1, Rósu Vigfúsdóttur Óðins- götu 17B, Sigríði Jóhannsdóttur Grettisgötu 67, Sigríði Ilallgríms- dóttur Mánagötu 2. Kaupmaður bauð Símoni vindii; það hafði hann ekki fyrr gert, og flaug Símoni í hug, að brögð væru í tafli. Kaupmaður hafði lagt tvo vindla á borðið, annan nær Simoni, en hinn hjá sér; sneri kaupmaður sér svo víð til að ná í eldspýtu. Á meðan skipti Sírnon um vindlana. Nú kveikir kaupmaður í sinum vindli og springur hann með biossa og brennir skegg og andiit kaupmanns. Það var sá vindillinn, sem Símoni var ætlaður; hafði (hann) verið hlaðinn púðri. ,.Það lifnar þó í þeim, óhætt er um það“, sagði Símon og kveikti ánægjulegur í hinum víndlinum. (Úr Blöndu). Frá Hfllsuvermlarstöð Reykjavíkur Húð- og kynsjúkdómadeild opin daglega kl. 1-2, nema laugardaga kl. 9-10 árdegis. Ókeypis lækning- Næturvarzla er í Laugavegsapóteki, sími 1618. Garðs apótek er opið daglega frá kl. 9 árdegis til kl. 20 síðdegis, nema á laug- ardögum kl. 9—16 og sunnu- dögum kl. 13—16. Eimskip Brúarfoss fer frá Hamborg í dag áleiðis til Reykjavíkur. Detti- foss fór frá Hamborg s.l. laugar- dag áieiðis til Reykjavíkur. Fjall- foss fór frá Vestmannaeyjum á laugardaginn áleiðis til Rotter- dam og Hamborgar. Goðafoss kom til Reykjavíkur 16. þ.m. frá Kotka. Gulifoss fer frá Leith í dag áleiðis til Reykjavíkur Lag- arfoss fór frá Eskifirði í gær til Reyðarfjarðar, Norðfjarðar og Seyðisf jarðar; heldur þaðan norð'- ur og vestur um land. Reykja- foss kom til Reykjavíkur á laug- ardaginn frá Hamborg. Trölia- foss er um það þil að koma til New York frá Reykjavík. Tungu- f-oss fór frá Norðfirði í gær til Eskifjarðar; heldur þaðan til Gautaborgar og Gravarna. Straumey fór frá Hull 14. þm áleiðis til Reykjavíkur. Vatna- jökull fór frá Iiamborg í fyrra- dag áleiðis til Reykjavíkur. Ríkisskip Hekla fór frá Reykjavík í gær- kvöldi austur um land í hring- férð. Herðubreið er á Austfjörð- um. Þyrill fer frá Reykjavík í dag vestur um land til Akureyi’- ar. Ásúlfur er á Vestfjörðum. Baldur fer frá Reykjavík á morgun tii Snæfellsness og Gils- fjarðar. Skaftfeiiingur fór frá Reykjavík í gærkvöldi tií Vest- mannaeyja. Skipadeild S.Í.S. Hvassafell fór 18. þ.m. frá Stett- in áleiðis . til Flekkefjord og Reykjavíkur. Arnarfell er á Dal- vík,. lestar saitfisk, fer þaðan til Norðfjarðar, Seyðisfjarðar, Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar. Jökul- fell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell fór 16. þ.m. frá Siglu- firði áleiðis til.Hangö og Valkom. Litlafell losar olíu á Norður- landshöfnum. Helgafell fór í gær frá Avonmouth til Hamborgar og Stettin. Hamrafell er í Batum. HJÓNABAND Síðastiiðinn iaugardag voru gef- in saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Hrefna Val- týsdóttir, Munkaþverárstræti 1 á Akureyri, og Skjöldur Jónsson, Aðalstræti 17 á Akureyri. Heim- ili brúðhjónanna verður að Munkaþverárstræti 1. ÞÉR ÓGEFNU UNGU STÚLKUR Þér ógefnu ungu stúlkur sem eigið kannski um tvd menn að velja: annan feitan, hinn grannan — veljið þann feita. Þetta er ráðiegging hins kunna mannfræðings Waiiand til ykkar. Hann varar ykkur aldeilis sérstaklega við „hetj- unni“: hnarrreista manninum með stinnu vöðvana, honum sem þið kváðuð falla býsna auðveldlega fyrir. Hann verð- ur orðinn að heypoka um ’ fertugt, ekki síður en sá sem er orðinn feitur 25 ára, segir mannfræðingurinn. Sá feit- j lagni er hinsvegar indæll eig-; inmaður, tillitssamur, trygg- ur, kurteis og eftirtektarsam- ur. Honum geðjast vel að góðum mat, situr gjarnan heima á kvöldin og geislar af vellíðan — já, ég segi ykkur satt. Lárétt: 1 gryfja 3 vík 6 kyrrð 8 tveir eins 9 óþjála 10 skammstöfun 12 gönuhlaup 13 talfæri 14 forsetn- ing 15 tónn 16 skemmd 17 bæj- aroafn Lóðrétt: 1 spil 2 skrúfa 4 maðka 5 visnar 7 fugl 11 ungmenni 15 eignast Ráðning á síðustu gátu: Lárétt: 1 öld 3 ess 6 ká 8 tó 9 afréð 10 FH 12 la 13 alger 14 ný 15 au 16 tré 17 arm Lóðrétt: 1 ökufant 2 lá 4 stél 5 sóðanum 7 afber 11 hlýr 15 ar. LOFTLEIÐIR Saga er væntanleg kl. 5.00—7.00 frá New York, fer kl. 9.00 áleiðis til Ósló- ar, Kaupmannahafnar og Ham- borgar. Basar! Basar! Kvenfélag sósíalista heldur bas- ar sinn 9. desember næstkom- andi. Nú er heppilegur tími til að undirbúa framlag sitt til bas- arsins, en síðar verður greint frá því livert konum ber að skila j murlunum. Hversvegna falla loufin? í júlihefti Náttúrufræðingsins í sumar spurði Sigurður Pét- ursson þessarar spurningar, og kemur hér hluti af svari hans: „Þegar laufin taka að falla af trjám og runnum, teljum við, sem búum utan hitabelt- isins, að haustið sé að nálg- ast. I okkar auguni er lauf- fallið svo fast bundið þessari árstíð, að við mundum líta á það sem óeðlilegt eða sjúk- legt, ef planta felldi lauf á öðrum tímum árs. Lauffallið á öðrum tima árs en á haustin á sér þó vissulega stað. í hitabedtinu eru laufin að falla allt árið, og í tempruðu belt- unum má segja, að þau séu að falla allt sumarið, eða að minnsta kosti síðari hluta þess, þó að lauffallið sé þá oftast í svo smáum stíl, að ekki er tekið eftir því fyrr ’en á haustin...... En hvað veldur því, að laufin falla ? Þetta hefur mikið ver- ið rannsakað, og það er skammt síðan menn hafa fengið nokkra vitneskju um það, hvernig í þessu liggur. Hefur komið í ljós, að hér muni vera um að ræða verk- anir ákveðinna efna, sem myndast í blöðum platnanna. ’Eru þetta einskonar hormón, sem áxín nefnast, og hefur tekizt að vinna þau úr blöð- um plantnanna. Það einkenni- Þessi mynd er af riimenskum frú Barböru. Ennfremur verður gripum á sýningu sem félagið sýnd kvikmynd og drukkið kaffi. „23. ágúst“ hélt í Tjarnargötu Þess er vænzt að félagar í „23. 20 fvrir réttu ári, eða 20. og 21. ágúst“ fjölmenni, og þarf vænt- nóvember í fyrra. Á skemmtun anlega ekki að taka það fram! félagsins í Brciðfirðingabúð í kvöld eru til sölu margvíslegir rúmenskir gripir, sem félaginu hafa áskotnazt; og verða þeir seldir mjög vægu verði. — Skemmtunin hefst kl. 8.30, og þar mun Magnús Á. Árnason segja frá Rúmeníuför sinni, en liann hélt þar nýlega sýningu á myndum sínum og konu sinnar, Nýlega opinber- . uðu trúlofun sína ungfrú Auð- ur Kjartansdótt- ir, skrifstofu- mær, Ásvallagötu 49, og Gunn- ar Egilsson, útvarpsvirkjunar- nemi, Auðarstræti 15. lega er að sama áxínið, sem veldur því að laufið fellur, getur líka hindrað laufið í því að falla. Virðist það fara eft- ir uppruna áxínsins, hver á- hrifin verða... Tilraunir hafa sýnt, að það er hlutfallið milli áxínsins frá gömlu blcðunum og þess frá yngstu ' blöðunum, sem lauf- fallið er háð. Meðan laufblöð- in neðan til á stönglinum framleiða svo mikið áxín, að það vegur upp á móti því áx- íni, sem kemur frá toppnum, þá sitja blöðin kyrr. En und- ir eins og áxínframleiðsla blaðsins fer niður fyrir ákveð- ið mark, vegna aldurs, skugga, skerðingar. eða því um líkt, þá ná áxínin frá toppnum yfir- höndinni og gömlu blöðin falla. Það eru þannig ungu blöðin á plöntunni, sem bein- línis útrýma þeim gömlu, þegar þau geta ekki lengur séð fyrir sjálf... Söfnin í bænum: Bæjarbókasafnið Lesstofan ér opin kl. 10—12 'og 1— 10 alla virka daga, nema laugardaga kl, 10—12 og 1—7; sunnudaga kl. 2—7. — Útláns- leildin er opin alla virka daga kl. 2—10, nema laugardaga kl. 2— 7; sunnudaga kl. 5—7. — Útibúið á Hofsvallagötu 16: opið alla virka daga, nema. laugar- daga, kl. 6—7. Útibúið í Efsta- sundi 26: opið mánudaga, mið- vikudaga og föstudaga ,kl. 5.30 -7.30. ÞJÓÐMINJASAFNIÐ er opið þriðjudaga, fimmtudaga og laugiarlaga kl. 1—3 og sunnu* daga kl. 1—4. ÞJÓÐSKJALASAFNIÐ á virkum dögum kl. 10-12 og 14- 19 e.h. NÁTT ÚRUGRIP ASAFNIH kl. 13.30—15 á sunnudögum, 14—16 á þriðjudögum og fimmtudögum. UANDSBÓKASAFNIÐ kl. 10—12, 13—19 og 20—22 alla virka daga nema laugardaga kl. 10—12 og 13—19. TÆIÍNIBÓKASAFNIÐ í Iðnskólanum nýja er opið mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga LISTASAFN EINABS JÓNSSONAR er ,opið sunnudaga og miðviku- daga kl. 13.30 til 15.30. LESTRARFÉLAG KVENNA Grundarstíg 10. Bókaútlán: mánu- daga, miðvikudaga og íoatudaga kl. 4-6 og 8-9. Nýir félagar eru Innritaðir á sama tima. BÓKASAFN KÓPAVOGS er opið þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8—10 síðdegis og sunnudaga kl. 5—7. Ungverjalandssöfnunin N.N. 100 kr. Magnús 50 kr. DAGSKRÁ Alþingis í dag, þriðjudag, kl. 13,30 Efrideild Söfnunarsjóður íslands, frv. 3. umræða. Neðrideild Skipakaup o. fl„ frv. 3. umr. Almannatryggingar, frv. 1. úmr. ■ ■ - - i J ; ■ í;Í GENGISSKRÁNING 1 Sterlingspund 45.70 1 Bandaríkjadollar 16.32 1 Kanadadollar 16.90 100 danskar krónur 206.30 fva IR-vauuifíft ðe •k.'k'k KHftKf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.