Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 20. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (5 Hö?JWngam.lkii mál á dagskrá 11 Sukarno hjá trúbrœSrum Allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna kom saman til leglulegs ársþings þann 12. nóvember. Er þetta 11. alls- lierjarþingiö, því fundir þeir, sem haldnir hafa veriö und- anfariö á allsherjarþinginu í sambandi við' atburöina í Ungverjalandi og vö Suez eru aukaþing. Venjulega kemur allsherjar- þingið saman í septembermán- uði og situr framundir jól, en að þessu sinni var þing- setningu frestað þartil eftir að forsetakosningar höfðu farið fram í Bandaríkjunum. Það er talið að þingstörfum verði ekki lokið að þessu sinni fyrr en í janúarmánuði. 71 mál á dagskrá Þegar þetta er ritað eru 71 mál á bráðabirgðadagskrá alls- herjarþingsins, en vel má vera að þau verði fleiri áður en lýk- ur, einkum vegna atburðanna, sem gerzt hafa undanfarið. Hér fer á eftir stutt yfirlit um þau mál, sem fyrir alls- herjarþinginu liggja og telja verður markverðust: Af þeim skýrslum, sem fyrir þinginu liggja og það verður að taka afstöðu til er t.d. skýrsla efnahags- og félagsmálaráðs- ins. Formaður ráðsins árið sem leið var Hans Engen, fastafull- trúi Norðmanna við Sameinuðu þjóðirnar. Ambassador Engen getur þess í skýrslu sinni, að eitt af þýðingarmestu málum, sem ráðið hafi haft til með- ferðar árið sem leið fjalli um hinar óheppilegu verðsveiflur á nauðsynjum og hvernig megi skapa jafnvægi á þessu sviði. Engen getur þess einnig, að ráðið hafi lagt áherzlu á að ræða iðnaðarþróun í frumstæð- um löndum og hvað hægt sé að gera til þess að aðstoða þessar þjóðir til framfara. Nýir meðlimir Einsog kunnugt er var 16 nýj- um ríkjum veitt aðild að Sam- einuðu þjóðunum í fyrravetur, þannig að þátttökuríkin eru nú 76. Enn bættist við þá tölu á þessu þingi. Það hefur þegar veitt Súdan, Marokkó og Túnis aðild að samtökunum. Auk þess var skýrt frá því, er friðar- samningarnir milli Sovétríkj- anna og Japans voru undirrit- aðir, að Sovétríkin myndu nú ekki lengur leggjast gegn því, að Japan gerðist aðili að Sam- einuðu þjóðunum. Aiikin fulltrúatala ráðinu? i oryggis- Allsherjarþingið á m.a. að kjósa þrjá nýja fulltrúa í öryggisráðið í stað Belgíu, Perú og Irans. Talið er víst, að Svíþjóð verði kjörin í ráðið í stað Belgíu. Norðmenn hafa átt sæti í ráðinu (1949—1950) og Danir (1953—1954). Einsog kunnugt er eiga 11 þjóðir sæti í öryggisráðinu, þaraf eru fimm fastir fulltrúar (Bretland, Bándaríkin, Frakkland, Kína og Sovétríkin). Hinir 6 fulltr. ráðs ins eru kjörnir til tveggja ára í senn og má ekki endurkjósa fulltrúa strax í ráðið. Þá mun allsherjarþingið kjósa 6 af 18 méðlimum efna- hags- og félagsmáiaráðsins. En m'éðal þeirra þjóða, sem ganga úr ráðinu að þessu sinni, eru Bretland, Sovétríkin og Noreg- ur. Það er hinsvegar leyfilegt að endurkjósa meðlimi til ECOSOC, einsog ráðið er venjulega riefnt í daglegu tali, en það er skammstöfun fyrir Eeonomic and Soeial Council. Nokkur Suður-Ameríkuríki munu leggja til, að sætum öryggisráðinu verði fjölgað. Byggja þau tillögu sína á því, að meðlimum samtalcanna hafi fjölgað svo mikið, að nauðsyn beri til þess að ráðið sé fjöl- mennara en það er nú. Til þess að fjölga meðlimum ráðsins þarf að breyta stofnskránni. Kýpur og Alsínnálin fyrir allslierjarþingið Meðal þeirra stórpólitísku deilumála, sem koma fyrir alls- herjarþingið að þessu sinni eru Kýpur og Alsírmálin. Grikkland hefur krafizt þess að allsherjarþingið taki Kýpur- málið fyrir, en það hefur sem kunnugt er ekki verið rætt enn- þá innan Sameinuðu þjóðanna, þótt kröfur um það hafi ver- ið bornar fram ár eftir ár. Á allsherjarþinginu 1954 var samþykkt yfirlýsing þess efnis, að allsherjarþingið sæi ekki á- stæðu til, að svo stöddu, að taka afstöðu til Kýpurdeilunn- ar. Næsta ár krafðist Grikk- land enn, að málið yrði tekið fyrir, en þá var fellt með 28 atkvæðum gegn 22, að taka málið á dagskrá. Nú liggur fyrir krafa frá Grikkjum á ný, en auk þess hafa Bretar kært til þingsins yfir þvi sem þeir kalla „aðstoð Grikkja við hexmdarverkamenn á Kýpur“. Fulltrúar frá 15 löndum í Asíu og Afríku, hin svonefnda Asíu—Afríku sveit, hefur kraf- izt, þess, að Alsírmálið verði tekið á dagskrá allsherjarþings- ins, einnig ad þessu sinni. Seg- iry í kröfunni, að þjóðirnar í Asíu og Afríku hafi fallizt á það, að fresta umræðum um Alsír á allsherjarþinginu í fyrra í þeirri von, ,,að Fi’akkar sýndu í verki, að þeir vildu koma til móts við Alsírmenn og veita þeim frelsi. En nú sé það ljóst, að ekki sé því að fagna, held- ur hafi ástandið versnað held- ur en hitt“. — Það sé því ekki lengur hægt að komast hjá því, að Sameinuðu þjóðirnar taki málið fyrir. Fjárhagsáætlun Allsherjarþingið gengur frá f járhagsáætlun fýrir Sameinuðu þjóðirnar. Að þessu sinni eru gjöld stofnunarinnar áætluð 48.150.700 dollarar. Þar af leggja þátttökuríkin fram 46.104.640 dollara, en 2.146.000 eru tekjur, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sjálfar af bóka- útgáfu, frímerkjaútgáfu o.s.frv. Vilja ekki missa gálgann Bi-ezka stjórnin hefur á- kveðið að virða að vettugi yfirlýstan vilja neðri deildar þingsins að nema dauðarefs- ingu úr lögum. Afnántið sti’andaði á andstöðu lávarðadeildarinnar. í gær kom til umræðu stjórnarfrumvarp, þar sem lagt er til að dauðarefsing liggi áfram við morði með skotvopnum eða sprengiefn- um, morði sem innbrotsþjóf- ur frfemur, morði á lögreglu- þjóni eða fangaverði o.s.frV. Sidney Silverman, sem hafði fomstu í baráttuxmi fyrir afnámi dauðarefsingarinnar, komst svo að orði að frum- varp ríkisstjórnarinnar væri óskapnaður. Þegar Sukarno, forseti Indónesíu, var í opinberri heim- sókn í Sovétríkjunum á dögunum gerði hann sér far um að hitta sem flesta múhameðstrúarmenn, trúbrœður sína, en peir skipta tugum milljóna í Sovétríkjunum. Fjöl- mennastir eru peir í Asiulýðveldunum en eiga einnig ítök víða annarssta&ar, svo sem í höfuðborginni Moskva, en pessi mynd af Sukarno (annar frá hœgri) var tekin í bœnahúsi múhameðstrúarmanna par í borg. Bandaríkjastjórn neitar um olíu fyrst um sinn Framhald af 1. síðu. Evrópu að svo stöddu kynni að vekja reiði Nassers, forseta Egyptalands, og torvelda þar með hlutverk SÞ í Egyptalandi. Haft er eftir sendimönnum Vestur-Evi’ópuríkja í Washing- Baráfta gegn augnveiki Sumsstaðar í Indlandi er hin hryllilega augnveiki trakoma svo útbreidd, að 70% allra skólabarna hafa veikina. Nú hefur alþjóðaheilbrigðisstofn- unin (WHO) í samvinnu við indversku yfirvöldin ákveðið að hefja herferð gegn þessum sjúkdómi. Búferli á heimskaufsisnum Einn sovézki vísindaleiðangurinn sem hefst við á ísnum á Norður-íshafinu varð að flytja búferlum í skyndi um daginn pegar sprunga tók að opnast í jakanum sem bækistöðvar leiðangursins voru reistar á. Með hjálp beltadráttarvéla gekk flutning- urinn fljótt og slysalaust, c *j ton, að ljóst sé að Bandaríkja- stjóm ætli að hafa olíuskortinn að vogarstöng og lyfta með honum herjum Breta og Frakka út úr Egyptalandi. Sannanir liggja fyrir. I New York Times var full- yrt í gær að bandaríska utan- ríkisráðuneytið hefði nú undir höndum óyggjandi sönnunar- gögn, sem tækju af allan vafa um að árásin á Egyptaland hefði verið samantekin ráð stjórna Bretlands, Frakklands og ísraels. Þar kæmi í Ijós að farið hefði verið að undii’búa á- rásina í ágústlok og lokaá- kvörðun hefði verið tekin um miðjan október. Kanadamenn óvelkomnir. Hammarskjöld, framkvæmda- stjóri SÞ, kom til New York í gær úr för sinni til Egypta- lands. Haft er eftir samstarfs- mönnum hans að Nasser for- seti hafi verið harður í horn af» taka. Hafi hann hreyft mótbár- um við því að Kanadamenntf verði í alþjóðlega löggæzlulið- inu, sem Sþ senda til Egypta- lands. Svo mikið er víst að í gær var för Kanadamannanna frestað um óákveðinn thna. SÉIdarflofmn er kyrr 1 Færeyjum er borin tií baka fregn brezkra togara- manna um að sovézki síldar- flötinn, sem hafzt hefur vi& síðustu árin á norðanverðu At- j ' lanzliafi, hafi allt í einu haldiS heim á leið þegar hæst stóðic bardagar í Egyptalandi og Ungvei’jalandi. Þetta er til- hæfulaust, segja Færeyingar. Sovézki síldarflotinn er þar svo skammt undan landi aS ljósin á skipunum sjást á hverju kvöldi frá Þórshöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.