Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 4
I) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. nóvember 1956 j Kaupum j hreinar prjóna- tuskur ■ ■ ■ ■ ■' / . t ? 'A.i ; | Baldurgötu 30 s «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ a ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■ Barnamm Húsgagnabuðm h.f. ■ Þórsgötu 1 ■ ■ 5 •■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■* I VIÐGERÐIR ■ ■ á heimilistækjum og rafmagnaáhöldum. ■ ■ Skinfaxf, Klapparstíg 30, BÍmi 6484. ■ j ðtvarps- I viðgerðir og viðtækjasala. 1 BADIð. Veltusundi 1, síml 80800. ■ ■ ■ ■ 5 ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■ ■ ■ ■ j m í rafverh m m m ■ ■ ■ Vigfús Einarsson Sími 6809 )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■► m m m ~ j Ragnar I Ölafsson n ■ s hæstaréttarlögmaður og :i lðggiltur endurskoðandi, s Lögfræðistörf, endurskoð- un og fasteignasala i Vonarstrætt 12, síml 5999 og 80065 ■ •> £ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■* I REKORD- ■ S x búðingnum getur húsmóðirin treyst Ljósmyndastofa Laugavegi 12, sími 1980. Vinsamlega pantið mynda- tökur tímanlega. «■■■■■■»■■■■■■' ■«•■■**■■■■■■■*■■■***"• BlLAR Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja bíl, liggja tU okkar. BfLASALAN, Klappastíg 37, sími 82032 ■■■■■>■■■■■■*■■■■ ■■■*■■«■■*■■■■■■■■■■■■■■■• ■ Reiðhjél .allar stærðir. Búsáhaldadeild KRON ■ ■ ■ Skólavörðustíg 23 sími 1248. ■ !■■■•■■■■■■■■*■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ Pípur PípumunnstykM Pípuhreinsarar Kveikjarar Steinar í kveikjara ■ Kveikir Söiuturninn við Arnarhól. N0RSK BLÖÐ Blaðaturninii, Laugavegi 30 B. Innrömmun ! ■ ■ ■ ■ á málverkum, Ijósmyndum og j saumuðum myndum. Setjum upp veggteppi. j Innrömmunaisiðfan j Njálsgötu 44 — Sími 81762. ■ Hús, íbúðir, bifreiðar og báfar ■ ■ jafnan til sölu hjá okkur. j ■ ■ Fasfeignasala Inga B. Helgasonar Skólavörðust. 45, sími 82207. : munnn■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ NIÐURSUÐU VÖRUR ■■■■■■■«■■■■■■•«■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■/ I síld á Suðurnesjum — Tólf ára dama fer í heim- sókn — Þrjátíu og ein tunna yíir helgina. — Hvílík æska! Tapazt hefur brúnt seðlaveski í Úthlíð eða á Seltjarnar- nesi. — Vinsamlegast skilist á lögreglustöðina eða í Út- hlíð '13, kjallara. •■■■■■■■■■■■■■ rnummin ■■■■■»■■»■**«■ ■*■■■■■■ ' Saumavéla- viogcroir Fljót afgreiðslsu ■ ■ i Laufásvegi 19. Sími 2656. Heimasími: 82035 >■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■«■■«■■■■■■■■■■■■«■) Dvalarheimili aldraðra sjómanna Minningarspjöldin fást hjá: Happdrætti D.A.S. Austur- , stræti 1, sími 7757 — Veiðar- j færaverzlunin Verðandi, sími : 3786 — Sjómannafél. Reykja ! víkur, sími 1915 — Jónas : Bergmann, Háteigsv. 52, sími 4784 — Tóbaksbúðin Boston, Laugaveg 8, sími 3383 — Verzl. Laugateigur, Laugateig 24, sími 81666 — Ólafur Jó- hannsson, Sogabletti 15, sími 3096 — Nesbúðin, Nesveg 39 Auglýslð í Þjóðvlljanum Á MÁNUDAGINN eða þriðju- daginn (þetta þætti Þórbergi líklega heldur ónákvæm tíma- ákvörðun) hitti Pósturinn á götu tólf ára gamla frænku sína, laglega, snaggaralega og duglega stelpu, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Af því að daman er hvort tveggja í senn kumpánleg og frændrækin, tók hún kveðju Póstsins alúðlega og sagði: Sæll og bless. Og þegar Póst- urinn spurði almæltra tíðinda, eins og venja er, þegar mað- ur hittir kunningja sína á götu, þá brosti ungfrúin dá- lítið drýldnu brosi og sagði: Ég var í síld um hfelgina. Þetta þóttu Póstinum heldur en ekki tíðindi og hóf nánari eftirgrennslanir viðvíkjandi þessari sildarvinnú. Kom þá í ljós, að telpan hafði reyndar brugðið sér í heimsókn til frænku sinnar, sem býr suð- ur með sjó, og þar sem frænk- an var á kafi í síld, fannst telpunni tilvalið að rétta henni hjálparhönd. — Hvenær fórstu suðr’eftir? spurði Pósturinn. — Ég fór með þrjúrútunni á laugardaginn (kannski það hafi lika verið fjögurrútan, ég man það ekki svo nákvæm- lega) og byrjaði að vinna klukkan sex, og við unnum til klukkan tvö um nóttina, sagði ungfrúin. — Komstu svo í bæinn á sunnudaginn ? spurði Póstui'- inn. — Nehei, það var aftur sild á sunnudaginn; og veiztu, við söltuðum í samtals þrjátíu og eina tunnu á laugardaginn og sunnudaginn, sagði daman og leyfði sér þann munað að vera pínulítið grobbin í málrómn- um; enda var þetta tvímæla- laust nokkuð til að grobba af. Svo fórum við að reikna í huganum, hve mikið þær frænkur hefðu unnið sér inn um helgina, meðan Pósturinn og hans líkar lágu í leti eða sólunduðu allt of hárri prós- enttölu af kaupinu sinu í bíó eða dansiball. Reiknaðist okk- ur til, að þær hefðu verið orðnar kring um þúsund krón- um ríkari á sunnudagskvöldið heldur en þær voru á föstu- dagskvöldið, og er það óneit- anlega vel af sér vikið á þess- um „síðustu og verstu tím- um“. — Hvenær komstu svo í bæ- inn aftur? spurði Pósturinn, og lét á sér skilja, að lionum þætti þetta miklar og góðar fréttir. — Ég kom með ellefu rút- unni á mánudaginn og fór í skólann klukkan eitt, sagði daman og yppti svolítið öxl- um eins og henni fvndist þetta óþarfa hnýsni. Þá ætl- aði Pósturinn að fara að hrósa telpunni á hvert reipi fyrir frammistöðu hennar, en hún var þá allt í einu mjög tíma- bundin og kvaddi stuttara- lega, sagði: Jæja, bless, og strunzaði síðan áfram, rösk- leg og ákveðin í fasi. — Auð- vitað finnst ykkur þetta mjög ómerkilegar fréttir, en mér fannst samt rétt að segja frá því til málsbóta þeirri æsku, sem gamla fólkið er stundum að ásaka fyrir að nenna ekki neinu, nema drekka kóla og fara í bíó. ★ ÞÁ HEFUR borizt eftirfarandi athugasemd frá bæjarverk- fræðingi: „í tilefni af bréfi í Bæjarpósti, er birtist í Þjóð- viljanum þ. 15. þ.m. frá Sig- urði Guttormssyni, um frá- rennsli frá byggingum Mann- virkis li.f. við Kaplaskjólsveg, vil ég skýra frá því, að lóðum við Kaplaskjólsveg var út- hlutað til Mannvirkis h.f. ár- ið 1954 á þeirri forsendu, að félagið annaðist verkfræðileg- an undirbúning að holræsa- mannvirkjum á þessu svæði, sem og framkvæmd þeirra, hvort tveggja á kostnað bæj- arins. Bæ jarverkf ræðingur”. Úfbreiðlð Þ;óðviljann ■■■■"■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■r --------------------------—----------—--------------------------------- Missldlningur Morgunblaðsins Morgunblaðið segir s.l. föstu- dag að staðreyndirnar um lausn löndunarbannsins í Bret- landi liggi nú fyrir alþjóð og reynir að gefa í skyn að fyrri ummæli og afstaða Þjóðviljans fái ekki lengur staðizt. Þetta er mikill misskilningur hjá blaðinu. Bretar hafa gugnað á að halda hinu ólöglega lönd- unarbanni sínu lengur til streitu og ekkert fengið í staðinn nema persónulegar yfirlýsingar sem ekki eru gerðar í nafni ríkisstjórnar- innar og binda Islendinga ekki á neinn hátt. Það sem Bret- ar stefndu að og nutu til öt- ullar aðstoðar Ölafs Thors var allt annað og meira: Is- lendingar áttu að skuldbinda sig til að stækka ekki land- helgina og að veita brezkum togurum sérstök friðindi í ís- lenzkri landhelgi. Um þetta var makkað í samninganefnd- inni sem starfaði á vegum OEEX? og að fullu frá samn- ingum gengið. Ólafur Thor lét leggja tillögu um staðfest- ingu fyrir Alþingi en sú til- laga var aldrei afgreidd af því að kosningar voru framund- an. Blöð brezkra útgerðar- manna fóru ekki dult með að tillagan hefði dagað uppi. af „pólitískum ástæðum“ og að úrslit kosninganna yrðu á- kvarðandi um endanlega af- greiðslu hennar. Fall ríkisstjórnar Ólafs Thors og myndun ríkisstjóm- ar vinstri flokkanna að lokn- um kosningum gerði óska- draum Breta og Thorsaraklík- unnar að engu. íslendingar hafa ekki og munu ekki af- sala sér nokkrum rétti til stækkunar landhelginnar og engin fríðindi veita brezkum eða annarra þjóða togurum í landhelgi sinni. Það verður unnið að stækkun landhelg- innar og hún framkvæmd eins og ráðgert hefur verið og eng- in veiðifríðindi veitt í íslenzkri landhelgi, Þetta er mergur málsins þótt hann kunni að reynast beizkur í munni þeirra óheillaafla sem barizt hafa fyrir því að íslendingar afsöluðu sér dýrmætum rétt- indum til þess að greiða fyrir auknum gróðamöguleikum og annarlegum milliliðahagsmun- um Thorsaiaklíkunnar og hennar nánustu. Þjóðviljinn hefur alveg sér- staka ástæðu til að fagna því að uppljóstranir blaðsins og barátta í þessu mikilsverða máli hefur borið þennan ár- angur. Sjónarmið Thorsar- anna hafa beðið eftirminni- legan ósigur og brezkir bandamenn þeirra hafa svo sem ekki yfir miklu að fagna þótt þeim væri gerð uppgjöfin auðveldari með yfirlýsingum sem engin ríkisstjórnarsam- þykkt stendur á bak við og hafa því vægast sagt tak- markað gildi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.