Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 6
g) _ ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 20. nóvember 1956
liióÐyiumN
ÚtgefandL'
| Sameiningarflokkur aíþýðu — SósíaMstaflokkurinn
Hverjir eru óþokkar?
Fáeinar spurningar til Gunnars Thoroddsens
Burt með hernámið
j 'ffslendinga greinir á um
i margt í sambandi við her-
j setu, en löngum var það þó
lágrnarksyfirlýsing þjóðarinn-
ar að hér skyldi aldrei dvelj-
ast erlendur her á friðartím-
um. Þessi vfirlýsing var þó
teygð út í algera afskræm-
ingu þegar hernám 1951 var
rökstutt með styrjöld í Kór-
! eu; ef þannig er seilzt til
röksemda er hætt við að
! „friðartímar" verði langt und-
| an. Enda hefur lengi verið
! Ijóst að hér á landi er harð-
| snúinn hópur manna sem hef-
! ur svikið einnig þessa lág-
! ínarksyfirlýsingu og gerzt
bandgenginn hinu erlenda
1 setuliði. Þessi hópur hefur nú
I se-rzt af ótta við að herinn
! verði látinn hverfa af landi
I brott og klifar sérstaklega á
I jþví að nýjustu stóratburðir
í alþjóðamálum hljóti að hafa
breytt viðhorfunum til her-
setunnar; nú séu hættutímar
sem jafngildi að minnsta kosti
Kóreustyrjöld.
að er vert að reyna að
setja sig í spor þeirra
manna sem telja í raun og
veru að herseta sé íslending-
um einhver vernd á hættu-
tímum og að á slíkum tímum
þurfi „vestrænar lýðræðis-
þjóðir“ að vernda íslendinga
gegn ,,hættunni“ af Sovét-
ríkjunum og samherjum
þeirra í Varsjárbandalaginu.
Ef ’æssir menn hugsa ráð sín
af nlvöru og einlægni hljóta
ef( ’^irandi staðreyndir að
blar-r. við:
1 Vesturevrópa hefur aldrei
verið eins óvarin og nú
síðan heimsstyrjöldinni lauk.
Allnr her Frakka er í Norður-
afrí'ai og hefur verið þar um
langt, skeið, önnum kafinn við
að ’irióta niður með ofbeldi
og blóðsúthellingum frelsis-
kröfur þarlendra manna.
Enski herinn er saman kom-
inn við austanvert Miðjarðar-
hafa og hefur átt þar í styrj-
öld við egypzku þjóðina.
Vesturþýzki herinn er ekki til
enn. Þessi staðreynd um
varnarleysi Vesturevrópu sýn-
ir glöggt að ráðamenn „vest-
rænna ]ýðræðisríkja“ telja
engar líkur á því að stórstyrj-
öld skelli á og þeir gera ekki
minnstu tilraun til þess að
halda því fram í verki að
hætta sé á árás frá Sovét-
ríkjunum eða öðrum aðildar-
ríkjum Varsjárbandalagsins.
fi> Ef hætta er talin stafa
frá Varsjárbandalaginu
ætt: aukinn styrkur banda-
lagsins að magna hættuna.
En bað er augljóst mál að at-
buroirnir í Ungverjalandi
háfa ekki styrkt bandalagið
heldur veikt það til muna.
Her Sovétríkjanna hefur ver-
ið beitt innan eins bandalags-
ríkisins, og Ungverjaland er
ekki lengur stoð heldur veila
í þessum hernaðarsamtökum
og hlýtur að verða það um
langt skeið.
O Árás Frakka og Breta,
tveggja helztu forustu-
þjóða Atlanzhafsbandalagsins,
á Egyptaland, verður vart
með nokkurri alvöru talin
röksemd fyrir því að hér
verði herseta á vegum þess
bandalags; varla er hægt að
ætlast til þess að það eigi að
vernda okkur fyrir hættunni
af sjálfu sér. Hins vegar
hafa Bretar og Frakkar þver-
brotið stofnskrá Atlanzhafs-
bandalagsins með þessari árás
sinni og er það Islendingum
að sjálfsögðu mikilvæg rök-
semd gegn hernáminu og her-
námsstefnunni.
17kki verður séð hvernig al-
varlega hugsandi menn
geta metið ástandið á annan
hátt, einnig menn sem telja
að grípa verði til hersetu á
hættustund þótt hún sé neyð-
arúrræði. Enda eru þessar
niðurstöður í samræmi við á-
lyktanir sérfræðinga og stór-
blaða um alla Vesturevrópu
og Ameríku, þeir aðilar telja
almenna stríðshættu eins fjar-
læga og nókkru sinni fyrr
þrátt fyrir hina geigvænlegu
atburði sem gerzt hafa.
Hitt er svo annað mál að
það er og hefur alltaf
verið stefna þessa blaðs að
herseta geti aldrei veitt ís-
lendingum neitt öryggi, held-
ur kallar hún geigvænlegustu
hættur yfir þjóðina. Hernám
Islands er þáttur í valdstefnu
þeirri sem hefur leitt sárustu
hörmungar yfir eitt land af
öðru. Sú stefna dregur ekki
úr stríðshættu heldur magnar
hana. Ef til styrjaldar kemur
kalla bandarískar árásar-
stöðvar á íslandi á gagnárás-
ir, sem með nútíma vopna-
burði geta tortímt meirihluta
þjóðarinnar í einu vetfangi.
Hernám er alltaf jafn hættu-
legt íslendingum, á friðartím-
um, á hættutímum og á
stríðstímum.
|7n aðalatriðið er hitt að með
núverandi ríkisstjórn hafa
algerir andstæðingar hersetu
tekið höndum saman við þá
menn sem telja hersetu neyð-
arúrræði og að baki þeim
stendur meirihluti þjóðarinn-
ar. Stjórnin hefur heitið því
að losa þjóðina við hernámið,
og þeir atburðir sem síðan
hafa gerzt geta ekki raskað
þeim ásetningi heldur styrkt
hann.
! Auglýsið í Þjóðviljanum
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjóri kvað hafa sagt í ræðu
austur í Rangárvallasýslu
laugardaginn 10. þ.m. að ekki
mætti fyrir neina muni líkja
saman aðförum Breta og
Frakka í Egyptalandi og
framkomu Rússa í Ungverja-
landi: það væri eins og að
leggja „að jöfnu að myrða
fólk unnvörpum og gefa ó-
þokka á kjaftinn".
Lítum á þetta nánar. Hvern
kallar Gunnar ,,óþokka“ í
þessu sambandi ? Sumum
virðist hafa fundizt ofurlítið
meira til um innrás Breta og®
Frakka en Gunnari Thorodd-
sen. Til dæmis Sameinuðu
þjóðunum. Þeim fannst árásin
hnefahögg í andlit sér. Þær
samþykktu 64 talsins fordæm-
ingu á árásarseggina. Þeir
höfðu fótumtroðið sín eigin
hátíðlegu loforð. Þeir höfðu
brotið sjálfan sáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Fordæmingin
á árásaraðilana var samþykkt
með fleiri samhljóða atkvæð-
um en áður þekktust dæmi til
innan þessarar stofnunar.
Þetta var þyngsta áfall fyrir
vestrænt lýðræði, sem lýst
hafði yfir því, að af þess hendi
myndi aldrei hafin árás að
fyrrabragði. „Kjaftshöggið"
lenti m.a. í andlit 64 þjóða
sem ekki vildu una því.
Eru Sameinuðu þjóðirnar
,,óþokkinn“, sem Gunnar
Thoroddsen talar um?
Eða á hann við annan
aðila?
Dag Hammarskjöld, fram-
kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, nýtur nú og hefur not-
ið viðtækara trausts en nokk-
ur annar maður. Þegar hann
frétti um árás hinna tveggja
stórvelda á varnarlitla smá-
þjóð, féllst honum svo um, að
hann vildi segja af sér starfi
sínu í mótmælaskyni, taldi sig
ekki geta verið í þjónustu
þjóða, sem svikju hátíðleg heit
og bindandi samþykktir —
sjálfa stofnskrá þjóða heims-
ins. Honum hefur fundizt að-
gerðir Breta og Frakka nokk-
uð þungt hnefahögg framan í
sig og lífsstarf sitt.
Var Hammarskjöld kannski
,,óþokkinn“ sem Gunnar var
að vitna til ? Eða á að gera
lengri leit að sakaraðila borg-
arstjórans?
Á fremur litlu svæði í einni
borg Egyptalands telur fregn-
ritari 2000 lík óbreyttra borg-
ara, eftir árás Breta og
Frakka. En vitað er, að herir
þeirra gerðu sprengju- og
skotárásir á margar borgir
landsins í nær samfelldri á-
rásarhríð sólarhringum sam-
an.
Voru hinar ótöldu þúsundir
myrtra manna, kvenna og
barna í Egyptalandi aðeins „ó-
þokkar“ í augum Gunnars
Thoroddsens, sem áttu skilið
þetta fullnaðar“kjaftshögg“
hinna há-lýðræðissinnuðu ?
Eða, spyrjum enn: Börnin
sem leituðu feðra og mæðra
í rústunum, reikuðu örvilnuð
milli líka foreldra sinna, —
eru þau aðeins „óþokkar“ í
meðvitund Gunnars borgar-
stjóra, sem áttu „kjaftshögg-
ið“ skilið ?
Ibúar Egyptalands hafa
lengi búið við kúgun og áþján.
Þyngstan hug bera þeir til
þeirrar lýðræðisþjóðar sem
þeir þekkja bezt — Breta.
Nágrannaþjóð ræðst inn í
land þeirra með her. Bretar
og Frakkar segjast ætla að
stilla til friðar. Þeir gera
það á ofurfrumlegan liátt.
Þeirra „friðarsókn44 er sú að
ráðast líka á smáþjóðina sem
árásinni liafði sætt og drepa
fólk unnvörpum.
Það voru sannarlega engin
smáhögg í andlit egypzku
þjóðarinnar, sem þau gáfu, á-
rásarríkin.
Er þessi smáþjóð „óþokk-
inn“ sem Gunnar sigtar til í
ræðu sinni fyrir hinum dans-
fagnandi áhangendum sínum
austur á Hellu?
Hver er óþokkinn í þessum
Ijóta leik, Gunnar?
Og ein spurning enn:
Hvar gala nú óþokkar
hræsninnar hæst hér á ís-
landi um þessar mundir?
Norðlendingur
Tsllaian, sem ekki fékksf
rædd eða samþykkt
Stúdentafélag Suðurlands
boðaði til fundar á Selfossi
þriðjudagskveldið 13. nóv.
1956. Var fundurinn haldinn í
Selfossbíói og voru fundar-
menn margir, fullt hús. Um-
ræðuefni átti að vera ofbeldi
og árásir í heiminum. Fund-
arstjóri var Páll Hallgrímsson
sýslumaður. Ræðumenn vor>i
allir ákveðnir fýrirfram, og
voru það þeir sr. Jóhann
Hannesson á Þingvöllum, Þor-
steinn Sigurðsson á Vatns-
leysu, Sveinn Þórðarson skóla-
meistari ,á Laugarvatni, Sig-
urður Greipsson í Haukadal
og sr. Sigurður Einarsson í
Holti.
Þegar frummælendur höfðu
lokið ræðum sínum, bar fund-
arstjóri upp tillögu, sem hann
bað fundarmenn að sam-
þykkja. Fóru þá að heyrast
raddir framan úr salnum um
það hvort tillagan fengist ekki
rædd, og svaraði fundarstjóri
því til að umræðum væri lok-
ið. Reis þá einn fundarmanna
upp, og kvaðst vera með til-
lögu, sem hann óskaði að bor-
in yrði undir fundinn. Sam-
tímis gekk annar fundarmað-
ur inn til fundarstjóra, og
lagði fram aðra tillögu. Tók
fundarstjóri við henni, og lét
þess jafnframt getið að hann
væri fáanlegur til að taka við
meiri pappírum ef menn vildu.
Lagði hinn fundarmaðurinn
þá einnig fram sína tillögu.
Var síðan tillaga fundarboð-
enda lesin upp og samþykkt
með öllum greiddum atkvæð-
um. Efni hennar var, að fund-
urinn fordæmdi allar ofbeldis-
aðgerðir í samskiptum þjóða í
milli, en þó sérstaklega að-
farir Rússa gagnvart ung-
versku þjóðinni. Næsta tillaga
var nokkru fyllri, lýsti andúð
fundarins á framkomu Breta
og Frakka gagnvart Egypt-
um, og samúð með egypzku
þjóðinni. Ekki vildi fundar-
stjóri taka tillögu þessa sem
góða vöru, taldi hana til-
gangslausa, þar sem fundur-
inn væri búinn að samþykkja
mótmæli gegn öllu ofbeldi.
Bar hann samt tillöguna und-
ir atkvæði, en ekki var fund-
armönnum fylliiega ljóst
hvort ætlast væri til að til-
lögunni væri vísað frá eða
hún samþykkt. Voru flestar
hendur á lofti, töldu sumir að
verið væri að samþykkja til-
löguna, en aðrir að verið væri
að vísa henni frá. Og sú varð
raunin á. Eftir atkvæða-
greiðsluna lýsti fundarstjóri
yfir því að tillögunni væri vís-
að frá. Þá var síðasta tillag-
an eftir. Flutningsmaður
hennar fór þess nú á leit, að
hann fengi að fylgja tillögu
sinni úr hlaði með því að
segja nokkur orð. Kom nú
nokkurt hik á fundarstjóra,
hann las tillöguna yfir aftur,
og virtist vera í nokkrum
vafa hvernig hann ætti að
snúa sér í málinu. Ráðfærði
hann sig nú betur við fundar-
boðendur, og ákvað síðan að
láta fundarmenn greiða at-
kvæði um hvað við þessa
„vandræðatillögu" ætti að
gera. Gat hann þess samt um
leið og hann teldi tillögu þessa
ekkert erindi eiga inn á fund-
inn, hún væri efnislega skyld
tillögu fundarboðenda, um-
ræðum væri lokið, en ef að
einhverjir væru óánægðir og
vildu endilega segja eitthvað,
þá gætu þeir fengið að tala
eftir að fundi væri slitið, og
fundarmenn þá auðvitað farn-
ir, en þó kvaðst hann sjálfur
ætla að bíða eftir því. Fór nú
að koma óánægjukurr í fund-
armenn, raddir að heyrast um
að þetta væri einkennilegt lýð-
ræði, líklega ættað frá valda-
tímum Hitlers í Þýzkalandi.
Gall þá við í einhverjum að
sjálfsagt væri að vísa tillög-
unni frá, því að hún væri flutt
til þess eins að kasta ryki í
augu fundarmanna, um hinn
sanna tilgang fundarins. Þetta
var ágæt yfirlýsing, hún sýndi
hið sanna um tilgang fundar-
ins, og hún hefur án efa kom-
ið beint frá lijartanu. Síðan
var tillögunni vísað frá með
miklum meirihluta atkvæða.
Þessi „vandræðatillaga" var
orðrétt á þessa leið:
„Fundur haldinn í Selfoss-
bíó þriðjudaginn 13. nóv. 1956,
boðaður af Stúdentafélagi
Suðurlands, lýsir fyllstu and-
úð á framferði Rússa í Ung-
verjalandi, og Breta og
Frakka í Egyptalandi, og lýs-
ir jafnframt innilegri samúð
Framhald á 11. síðu