Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 20. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (3 Bœ]arst]órn SiglufjarcSar samþykkir einróma: fíaup á tveim nýjum dísiltogurum og byggingu nýs hraðírystihúss Bæjarstjórn Siglufjarö'ar samþykkti einróma á fundi 29. f.m. að Siglufjarðarbær kaupi tvo nýja dísiltogara og bygg'i nýtt frystihús. Sýnir þessi samþykkt að ekki mun standa á fólkinu í bæjunum úti á landi, ef það á þess kost að eignast ný atvinnutæki. Samþykkt bæjarstjórnar Siglufjarðar um þetta efni er svolátandi: „Með fundarsamþykkt frá 26. júlí 1955, var samþykkt að kaupa. nýjan díseltogara til bæj- arins ef möguleikar væru fyrir hendi, og óska aðstoðar ríkis- stjórnarinnar í því efni. Af á- stæðum, sein kunnar eru, hefur enn ekki orðið úr þessum tog- arakaupum. Með framkomu liins nýja togarafrumvarps á Alþingi, hefur hinsvegar opnast nýr möguleiki fyrir bæjarsjóð til togarakaupa og fyrir því samþ. nú bæjarráð að sækja um til atvinnutækjanefndar og ríkisstjórnar, að þessir aðilar útliluti til Siglufjarðar einum til t\Teimur togurum, af þeim 15 togurum, sem ákveðið er, að keyptir verði til lands- Ins á næstunni. Jafnframt Germania minnist Schumanns Fyrir nokkru hóf félagið Ger- manía vetrarstarfsemi sína með kvikmyndasýningu, en fyrsti skemmtifundur félagsins verður í dag í Sjálfstæðishúsinu, Er hann helgaður mmningu Roberts Schu- manns, í tilefni af 100. ártíð hans á s.l. sumri. — Mun dr. Póll ísóifsson flytja erindi um hið fræga tónskáld, en frú Jór- unn Viðar leika verk eftir Schu- mann. Fundir félagsins voru mjög fjölsóttir á s.l. vetri, svo að stundum þurftu menn frá að hverfa. Er því ráðlegra að tryggja sér aðgöngumiða í tíma. Bókinni er skipt í sex megin- flokka. í 1. flokki eru upp- drættir af Reykjavík, Islandi og af vitakerfi og fiskimiðum kringum landið. í 2. flokki er skrá yfir öll hús í Reykjavík, á Akureyri og í Hafnarfirði, og er tilgreint lóða- og húsamat, lóðastærð og nafn eiganda. í 3. flokki eru upplýsingar um stjórn landsins, fulltrúa ís- lands erlendis og erlendra ríkja hér á landi, og stjórn Reykja- vikurbæjar. Þá er einnig fé- lagsmálaskrá og nafnaskrá Reykjavíkur. í 4. flokki eru kaupstaðir og kauptún utan Reykjavíkur, 47 talsins, með félagsmálaskrá og nafnaskrá fyrir hvern stað um eig. samþ. bæjarráð að gerð verði kostnaðaráætlun, sem lögð verði fyrir bæjarstjórn til at- hugunar, yfir byggingu lirað- frystihúss á lóð Rauðku, eða næsta nágrennis, sem rekið verði samhliða Rauðkuverk- smiðjunni. Jafnframt samþ. bæjarráð að kjósa 4 manna nefnd innan bæjarstjórnar, á- samt þinginanni kjördæmisins og Gunnari Jóhannssyni og bæjarstjóra til að vinna að þessum málum, enda vinni bæj- Ungverjaland Framhald af 1. síðu. Búdapest stra.?c og lög og regla væru komin þar á og um leið myndu hefjast samningar um brottför alls sovézks herliðs úr Ungverjalandi. Pravda andmælir Tító Blaðið Pravda í Moskva birti í gær ritstjórnargrein, þar sem Tító, forseti Júgóslavíu, er sakaður um að hafa haft í frammi ótilhlýðilega íhlutun í mál annarra sósíalistískra ríkja með ræðu sinni um daginn, þar sem hann kenndi stalínssinnum í forustu Kommúnistaflokks Sovétríkjanna um að uppúr sauð í Ungverjalandi. Segir Pravda, að Tító hafi reynt að vekja klofning í röðum komm- únistaflokka með því að skipta mönnum í stalínssinna og and- stalínssinna. Einnig hafi hann haldið því fram að framtíð sósíalismg'ns |í iheiminum sé undir því komin að aðrar þjóð- ir fari að dæmi Júgóslava. Málflutningur Títós hafi verið brot á öllum reglum sósíalist- ískrar samheldni og alþjóða- hyggju. í 5. flokki er Varnings- og starfsskrá, sem er meginkafli bókarinnar. Eru fyrirtæki og einstaklingar af öllu landinu tilgreind þar, raðað eftir starfs- og atvinnugreinum. í 6. flokki er skrá yfir skipa- stól íslands 1956. Aftan til í bókinni er ítarleg ritgerð á ensku eftir dr. Bjöm Björnsson hagfræðing og nefn- ist hún „Iceland: A Geograp- hical, Political and Economic Survey". Otgefendur leggja áherzlu á, að allt hafi verið gert sem unnt var til að hafa allar upp- lýsingar í bókinni sem réttast- ar. Ritstjórn annaðist Páll S. Dalmar, en Steindórsprent h.f. er útgefandi. arstjóri og þiiigmennirnir Á. J. og G. J. að þessum inálum við ríkisstjórnina.“ I nefndina voru kosnir eftir- taldir menn: Öskar Garibalda- son, Sigurjón Sæmundsson, Bjarni Jóhannsson og Ólafur Ragnars. Varamenn voru kjörn- ir: Þóroddur Guðmundsson, Kristján. Sigurðsson, Ragnar Breytt stjórn FÍD Sá breyting hefur orðið á stjórn Félags ísl. dægurlagahöf- unda að formaður þess' hr. Frey- móður Jóhannsson hefur beðizt lausnar. Hefur lausnarbeiðni hans verið tekin gild og 1. vara- maður í stjórn, frú Hjördís Pét- ursdóttir, tekið við formanns- störfum. Einnig hefur hr. Árni ísleifs- son, 2. varamaður tekið við gjaldkerastörfum í fjarveru gjaldkerans, fr. Þórunnar Franz. Gunnlaugsbúð. í tilefni af því hefur Nátt- úrulækningafélagið látið í té eftirfarandi upplýsingar: Rum 3 ár eru síðan Pöntun- unarfélag Náttúrulækningafé- lags Reykjavíkur var stofnað. I fyrstu var það rekið með hreinu pöntunarfélagssniði, en það form reyndist of þröngt, svo að brátt var opnuð verzlun fyrir almenning, en pöntunar- fyrirkomulagi haldið fyrir þá félagsmenn, er þess óska, og eru vörur sendar heim 2svar í viku. Auk þess eru pantanir sendar víða um land. — Vöru- lista géta allir fengið, sem óska. Allir, sem að stofnun pönt- unarfélagsins stóðu, voru sam- mála um, að æskilegast væri að verzla með þá matvöru eina, sém væri heilnæm. En ljóst var, að með þeirri einskorðun hefði vart verið hægt að skapa öruggan rekstursgrundvöll. Það var því tekin sú ákvörðun að verzla með allar algengar vör- ur nema tóbak, sælgæti og öl, en leggja áherzlu á að hafa sem beztar vörur og benda fólki á hið betra og mæla aldrei með lélegum vörum, gefa fólki sem sannastar upplýsing- ar. Félagíwnenn fá 10% afslátt af flestum vörum í pöntunum, svo og við búðarborðið um leið og kaup eru gerð, ef keypt er fyrir minnst 50.00 kr. Kornmyllu rekur félagið. Selt er mjöl til sex brauðgerðar- húsa og fer þeim fjölgandi, sem fá vilja heilmjöl. Einnig er bakað fyrir félagið úr heil- mjöli og hafa brauð og annað hlotið miklar og vaxandi vin- sældir. Enda mun öllum ljóst, að mjöl, sem flutt er til lands- ins þolir engan samanburð við nýmalað heilmjöl. Jóhannesson og Georg Pálsson. dag í samkomuskála Kaupfélags Vakan hófst kl. 8.30 á föstu- dagskvöld með erindi er Sigurð- ur Blöndal flutti um skógrækt; en síðan fluttu þeir Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi og Guð- mundur G. Hagalín bókafulltrúi framsöguerindi um aðalmál vök- unnar: stofnun sameiginlegs fé- lagsheimilis að Egilsstöðum fyrir allt Fljótsdalshérað — en Þor- steinn er formaður Félagsheim- ilasjóðs. Urðu mjög miklar um- Eitt af því, sem félagið keppir að, er að flytja sjálft inn valið korn. Og félagið vill fá leyfi til að flytja inn valið grænmeti þann tíma ársins, sem það fæst ekki hér. En æskilegt er, að íslenzkir garð- yrkjumenn anni grænmetisþörf landsmanna og hefji vetrar- ræktun, ef kostur er á. Verzlun félagins að Týsgötu 8 hefur gengið vel, enda er fé- lagið nú að færa út kvíarnar og hefur opnað verzlun í Hafn- arfirði, þar sem áður var Gunnlaugsbúð. Hefur búðln öll verið máluð og innréttingu breytt að nokkru, svo að búð- in er með snyrtilegustu búðum. En þótt félagið hafi nú tvær verzlanir, má samt segja að allt sé í byrjun, því að svo mörg veigamikil verkefni eru óleyst. I tilefni af grein „Manneldi og Móselög“, sem birt er í Mánudagsblaðinu 12. þm., þar sem segir, að sú saga gangi um bæinn, að verzlun rekin undir nafni N.L.F.I. sé hluta- félag einstakra félagsmanna, sem hirði hagnaðinn í sinn vasa, skal það tekið fram, að fyrir sögunni er enginn fótur. Allur hagnaður af verzluninni rennur til uppbyggingar og umbóta á henni sjálfri. Og á þeim 3 árum, sem liðin eru síðan hún var stofnuð, hafa vissulega verið gerðar miklar umbætur, sem allar miða að betri þjónustu við viðskipta- menn. En því miður mun það taka mörg ár að koma í fram- kvæmd þeim áætlunum, sem þegar eru gerðar til frekari umbóta á ýmsum sviðum, enda renna 10% af flestum vörum til félagsmanna auk þess, sem greiða verður tilskilin gjöld inn í sjóði félagsins. Framhald á 10. aíðu Haíliöi landar 300 ionn- um á Siglufirði Siglufirði í gær Frá fréttaritara Þjóðviljans. Togarinn Hafliði kom af veið- um í morgun með á að gizka 300 tonn fiskjar. Aflinn var tekinn í frystihús. Héraðsbúa á Egilsstöðum. ræður um málið, og stóðu þær fram á nótt. Voru menn á einu máli um gildi slíks félagsheim- ilis fyrir Héraðið og menningar- líf þess. í dag halda þeir Þorsteinn og Guðmundur fund með hrepps- nefndum á Héraði um málið. Vakan hélt áfram kl. 4 á laugardag, og var þá rætt um framtíð Héraðsins og jafnvægi í byggð landsins. En um kvöldið var haldin kvöldvaka. Á sunnudaginn voru enn hald- in erindi, og þá skiluðu nefndir álitum um þau mál er rædd höfðu verið; og samþykktar voru tillögur þar að lútandi. Vakan var fjölsótt, einkum á laugardagskvöldið; þá munu á 4. hundrað manns hafa sótt hana. Námskeið í reikn- ingshaldi iðn- fyrirtækja Dagana 26.—30. þ.m. gengst Iðnaðarmálastofnun íslands fyr- ir námskeiði í reikningshaldi iðn- fyrirtækja og notkun fjárliags- áætlunar. Námskeið þetta er haldið í samráði við Félag íslenzkra iðn- rekenda, Landssamband iðnaðar- manna, Samband ísl. samvinnu- félaga, Verzlunarmannafélag Reykjavíkur og Vinnuveitenda- samband íslands. Til námskeiðsins hafa verið fengnir tveir kennarar, íslenzkur og danskur. Eru það Svavar Pálsson cand. oecon. löggiltur endurskoðandi og T. Bak-Jensen, danskur ráðgjafi í stjórn iðnfyr- irtækja. Hinn síðarnefndi hefur starfað hjá framleiðniráði Evr- óp.u og ferðazt um álfuna á veg- um þess og fengizt við ráðgjafa- störf í Danmörku í 20 ár, enn- fremur kennt við Handelsköj- skolen í Kaupmannahöfn. Svavar Pálsson er kunnur sem endurskoðandi og kennari í reikningshaldi við laga- og hag- fræðideild Háskóla íslands. Þeir munu flytja fyrirlestra daglega frá kl. 16—19 og leggja áherzlu á nauðsyn þess að bók- hald fyrirtækja gefi ekki aðeins upplýsingar um heildarkostnað fyrirtækisins, heldur einnig um einstaka kostnaðarliði framleiðsl- unnar og gefi sem réttasta mynd af rekstri fyrirtækisins á hverj- um tíma. Væntanlegir þátttakendur ciga að skrá sig fyrir 22. þ.m. Þátt- tökugjald er kr. 100,00. Nánari upplýsingar veita félögin sem [ að námskeiðinu standa. Viðskiptaskráin 1956 er komin ít Viðskiptaskráin fyrir árið 1956 er komin út. Þetta er miki! bók, á tólfta hundrað blaðsíður, og flytur, eins og líkum lætur, mikinn fróðleik um viðskipta- og kausýslu- mál landsins, en einnig eru þar margvíslegar upplýsingar um félagsmál í Reykjavík, kaupstöðum og flestum kaup- túnum landsins. Náttúrulækningafélag íslands opnar verzlunarbúð í Hafnarfirði Náttúrulækningafélag íslands opnaði sl. laugardag nýja félagsbúð 1 Hafnarfirði, við Austurgötu ,þar sem áöur var Verður reist eitt félagsheimili fyrir allt Fljótsdalshérað? Héraði í gær. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Menningarsamtök Héraðsbúa ltalda svonefnda Héraðsvöku einu sinni á ári, og stendur hún þrjá daga hvert skipti. Að þessu sinni var Héraðsvakan haklin sl. föstudag, laugardag og sunnu-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.