Þjóðviljinn - 20.11.1956, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. nóvember 1956 — ÞJÓÐVILJINN — (H'
33. dagur
og við urðum að stytta dvöl okkar um þrjá daga til
þess að hafa ráð á að búa þar. Þannig misstum við
tækifæri til að komast til annarra eyja .... skiljið þér?
Hvaö gerðist svo? Ekki neitt fyrsta daginn. Við lág-
um í fjörunni og horfðum út á. sjóínn. Við töluðum
um fyrstu samverustundir okkar og hvernig við döns-
uðum undir stjörnubjörtum himni, en aldrei í svona
rómantísku umhverfi. Jæja, svo kom kvöld, og frúin fór
í eina kvöldkjólinn, sem hún gat tekið með sér, og ég
fór í beztu fötin, sem ég hef ekki komiö í síðast liðin
tíu ár .... en mig vantaði hnappa í flibbann og lín-
ingarnar, því að þeir lentu i dótinu, sem varð eftir.
Eg varð að kaupa þá og þeir eru svei mér ekki gefnir
i Honululu ....
Loks vorum við uppábúin eins og við ætluðum til miö-
degisverðar í Hvíta húsinu, eða eitthvað álíka, og við
lögðum af stað niður í borðstofuna, þar sem ég var bú-
inn að láta taka frá borð, og við ætluðum að. hafa það
verulega ánægjulegt. En takið nú eftir ....
Það lá marmarastigi úr forsalnum niður í borðstof-
una. Frúin var í nýjum skóm, sem hún hafði keypt fyr-
ir tuttugu og fimm dollara til að nota við nýja kjólinn
sinn. Skórnir voru hælahærri en hún átti að venjast,
svo að við vissum ekki fyrri til en hún tókst á loft og
sveif í stórum boga niður á við, unz hún skall niður í
harðar tröppurnar. Höggið kom á versta stað, og tíu
mínútum seinna lá hún endilöng í rúminu í herberg-
inu sínu. Læknirinn skoðaði hana og sagði, að hún
hefði tognað í mjööminni. Þá var útséð um, að viö
gætum farið á dansleik í þeirri ferð. Næstu tvo daga
uröum við að láta okkur nægja að horfa á sólskinið
gegnum glugga .... fyrir þrjátíu dollara á dag.
En allt líður einhvern veginn. Og á þriöja degi gat
hún staulazt niður að ströndinni aftur. Læknirinn sagði,
að hún mundi hressast við aö vera úti í sólskininu. En
sóiin var á öðru máli, og það mígrigndi í þrjá daga^
samfleytt. Munið þér eftir, hvernig 'regnið helltist úr
loftinu í síöustu viku? Við urðum þess vegna að halda
okkur inni við, og okkur var næst skapi að óska þess,
aö við heíðum aldrei farið aö heiman. Við dunduöum
við að skrifa á póstkort til að senda heim, og þar lýstum
við öllum unaðssemdum þessara suörænu eyja.“
Howard Rice þóttist sjá eftirvæntingu 1 augum hans
rétt sem snöggvast, en hún hvarf, og dálítið meinlegt
bros lék um varir hans.
,,Eg skal segja yður kunningi, að fólkið sem maður
hittir á ferðalögum, skapar visst andrúmsloft, ef svo
mætti segja. Til dæmis hittum viö einn daginn hjón frá
Minneapolis. Við skulum láta nöfnin liggja milli hluta.
Þau voru bráðfjörug og á sífelldu iði allan daginn. En
þau voru skrítnar skepnur. Þegar þau höfðu fengið sér
tvo sjússa eitt kvöldið, varð allt vitlaust. Eiginmaðurinn
varð alveg bálskotinn í konunni minni og konan hans
leit á mig eins og ég væri sjálfur Clark Gable. Það varð
úr þessu reglulegur maraþon-eltingaleikur, og konan
mín gat ekki hlaupið sérlega hratt vegna tognuðu
mjaðmarinnar. Og maður veit hreint ekki hvað lífiö er,
fyrr en kona þessa náunga hefur elt mann kringum
kókospálma hring eftir hring. Hreinustu brjálæðingar
— það voru þau. Þá daga, sem eftir voru, urðum við
aö læðast til og frá gistihúsinu, svo lítið bar á, til þess
að rekast ekki á þessa vitleysinga.
Síðustu tvo dagana var sólskin, og auövitaö uröum
við að fæi’a okkur þaö 1 nyt. Þaö var ófært að koma
heim frá Hawaii-eyjum án þess að vera sólbrenndur.
Viö mökuöum okkur þess vegna í sólarolíu og lögðumst
endilöng í sandinn, alveg eins og á myndunum í ferða-
t uglýsingunum. Niðurstaöan varð sú, að frúin hefur
þriöju gráðu brunasár á herðunum, og bakið á mér er
eins og eldur. Við megum þakka fyrir, ef nokkurt skinn
verður eftir á okkur, þegar viö komum heim. Of ef viö
komumst þangað nokkurn tíma, verð ég aö fá lán í
bankanum til aö geta borgað matarreikninginn fyrir
næstá mánuð .... “
Ed Joseph andvarpaöi djúpt. Hann hristi höfuðið há-
tíðlega og fór svo aö skellihlæja. .
„Ef þér ei'uö áhyggjufullur ennþá, herra minn, skal
ég fúslega ljá yður handklæðið mitt“.
Howai’d sneri sér fi’á andartak til að gæta að Lydiu,
konu sinni. Hún var enn aö horfa út um gluggann,
þó að það væri nú orðiö svo dimmt úti fyrir, .aö engin
ieið var að sjá neitt. Hann brosti ósjálfrátt og sneri
sér aftur að Ed Joseph.
„Mér datt í hug“, sagði hann hljóölega, „hvort þér
og frúin væruð kannski til í að fá ykkur sjúss meö
mér? Þér getiö fengiö handklæðið yðar aftur, hr.
Joseph“.
9
Christobal Trader, gamall rygöaöur flutningadallur,
sem sigldi undir Panamafána, klauf öldur Kyrrahafsins
á austui’leiö. Skipið gekk aöeins tíu hnúta, og ógn-
þrungnar öldurnar, er veltust á hlið þess frá noi’ðri,
rugguðu því óþyrmilega. í dimmunni var erfitt að gera
sér grein fyrir, hve veltingurinn var mikill, og það voru
ekki svo fá skipti sem Manuel Aboitiz, annar loftskeyta-
maður, bölvaöi sér upp á, aö nú mundi dallinum hvolfa
og allt fara til helvítis.
Manuel sat í loftskeytaklefanum og spyrnti fótunum
í þilið og hvíldi með bakið upp við gamla senditækið
sitt. Meö því eina móti gat hann komið í veg fyrir,
að hann ylti þvert yfir herbergiö, þegar skipið tók hliö-
arföll. Hann lokaði augunum og bölvaði örlögum sín-
um — lét sig dreyma um þá tíma, þegar hann var
fyrsta flokks loftskeytamaður í bandaríska flotanum.
Þaö var meira að segja á flugvélaskipi. En nú var þaö
allt um garð gengið. Það eina, sem eftir var, var kunn-
áttan, og jafnvel hún var nú gagnslaus eöa aö mestu
gleymd. Aðeins eitt tæki átti hann enn — móttöku-
tæki fyrir flugvélar; þaö haföi hann sjálfur smíðað, og
ekkert heimagert tæki hafði reynzt betur.
Yfirmaöur Manuels, aðalloftskeytamaðurinn á Cristo-
bal Trader, hafði horn í síðu þessa móttökutækis, og
eitt sinn er hann var drukkinn og ofsareiöur greip hann
það og ætlaði að kasta því útbyrðis. Hann hefði ekki
átt að reyna það. Manuel gekk næstum því af honurn
dauöum. Honum þótti vænt um hátíönitækið sitt og
sagði það öllum, er heyra vildu, að þaö væri það eina,
sem hefði foröað. honum frá að veröa brjálaður á
margra mánaða ferðum yfir hafiö. Gegnum tækið gat
hann hlustaö á flugvélar á leið yfir Kyrrahaf, og liefði
Brunahœtta í eldhúsum
Það er mjög sárt að brenna
sig á gufu eða heitu vatni, og
vert að varast það af fremsta
megni og þó að það sé hinsveg-
ar sjaldgæft, að af því hljótist
banaslys, getur það valdið ljót-
um örum.
Svo segir í British Medieal
Journal, og í því sambandi ber
það fram gagnrýni á fyrir-
komulagi í eldhúsum. Nú er
siður að hafa eldavélina þann-
ig setta, að auðvelt sé að kom-
ast að henni á þrjá vegu. Þetta
auðveldar starf húsmóðurinnar
en eykur hins vegar hættuna á
að krakkarnir nái i handföng á
pottum og pönnum og helli of-
an á sig. Það er hættuminnst að
láta eldavélina standa upp við
vegg og eldhúsborðin nema við
hana báðum megin, en sjá ætíð
svo til, að sköftin á pönnum og
pottum snúi upp, svo litlu kríl-
in nái ekki í þau.
Ekki verður þessu móti mælt,
og þetta sýnir, hve vandasamt
er að gera eldhús þannig úr
garði að brunahættan sé sem
minnst.
Hafið tekatlana af þeirri
gerð, sem liættuminnst er. Það
er enskur læknir sem gefur
þessi ráð, en að öðru leyti
segja þeir að teketillinn sé
börnum hættulegastur af öllu
sem í eldhúsinu er, og ótrúlega
mörg slys hljótist af því að
börnin hella ofan á sig úr te-
katlinum. Þó að ekki sé jafn-
mikill siður að drekka te hér
og í Englandi, er vert að gæta
vel að því, þá ér velja skal te-
ketil, að hann sé sem hættu-
minnstur að gerð. Hinir iágu,
víðu, sem algengastir eru, eru
mjög hættulegir, því þeim er
hættara við að velta um koll,
og það eru einmitt þeir, sem
flestum slysum valda. Enskir
læknar mæla með tekatli, sem
stendur _ á stórri, kringlóttri
plötu og er hærri og grennri en
venjulegast er. Það er einnig
áríðandi, að lokið sitji vel fast,
og þurfa að vera á þvi tveir
hakar, svo það geti ekki dottið
af þegar hellt er úr ka.tlinum.
Þessi gerð af lokum er algeng
á veitingahúsum, en þau sjást
sjaldan i heimahúsum.
Ihaldið
Framhald af 1. síðu
um láta herinn víkja úr Iahdi
á morgun cða næstu daga. : J>á
mundi ég ckki vilja láta háim
gera það. Svo alvarlegum augura
lít ég á ástandið eins og það er
nú. Eg.álit að nú sé slíkt hættu-
ástand að varnarlið sé íslandi
nauðsyn."
Morgunblaðið er svo himinlif-
andi vfir þessum orðum. sem
það hefur eftir Guðmundi f.
Guðmundssyni, að það segir í
Reykjavikurbrófi í fyrradag:„Eí’
Guðmundi I. Guðmundssyni væri
einum falið matið á þessu aí
liálfu íslendinga, mundu margir
telja málinu sæmilega borgið.
Gallinn er sá að hér eiga fleiri
hlut að en Guðmundur einn.“
^ Steína íslendinga.
■Þjóðviljinn telur sig ekki hafa
aðstöðu til að skýra ummælí
þessara tveggja þingmanna, sem
Morgunblaðið birtir með slíkri
velþóknun, eða ræða hvernig þau
komi saman og heim við ský-
lausa og óbreytta stefnu AIþingi9
og rikisstjórnar. Hins vegar vill
blaðið vekja athygli allra her-
námsandstæðinga á þvi hverjar
vonir Sjálfstæðisflokkurinn gerir
sér um að geta heft sókn íslend-
inga gegn hernáminu og við
livað þær vonir eru bundnar. Og
jafnframt b'er að minnast þeirirar
staðreyndaf að hvorki Alþingi
né ríkisstjórn hafa breytt afstöðu
sinni, þeirri afstöðu sem verður
stefna íslendinga í þeim samn-
ingum sem nú eru að hefjast við
Bandaríkin,
Gonmlka
Framhald af 1. síðu.
um samsetningu og dvalarstaði
liðsins, sem á engan hátt má
hlutast til um pólsk málefni.
Sovézkt lið í Póllandi má ekki
fara úr stöðvum sínum nema
með samþykki pólskra st,jói*n-
arvalda og það skal lúta pólskum
lögum.
1.400.000 tonn af korni
Sovétstjórnin fellst á að strika
út skuldir sem hún á inni hjá
Pólverjum og veitir þeim 700
milljóna rúblna lán til kaupa á
vélum og hráefnum í Sovétríkj-
unum. Þar að auki veita Sovét-
ríkin Póllandi 1.400.000 tonn af
korni að láni á næsta ári.
Fréttamenn í Varsjá segja að
þar ríki mikil ánægja með ár-
angurinn af för Gomulka og fé-
laga hans til Moskva.
Krúsjoff stórorður
I veizlu í pólska sendiráðinu
í Moskva í fyrrakvöld hélt
Krúsjoff, framkvæmdastjóri
Kommúnistaflokks Sovétríkj-
anna, ræðu og gengu sendiherr-
ar Vesturveldanna út undir ræðu
hans. Er það i annað skipti
á einum sólarhring senr slíkt
kemur fyrir. Krúsjoff kvað Vest-
urveldin róa að því öllum árum
að koma Sovétríkjunum og vina-
ríkjum þeirra fyrir kattarnef
en það skyldi aldrei takast. „Við
munum standa yfir höfuðsvörð-
um ykkar“, sagði hann.
PJO%9wlErllMPI ÚtBefandl: Samelnlngarflokkur alþýSu — Sósiallatoflokkurinn. — RltstlOrar: Masnus KJartanssoo
" (áb.ir.SlBurSur QuSmundsson. — Fréttaritstjóri: Jón BJarnason. — BlaSamenn: Ásmundur si«ur-
jónsson. Bjarnl Benedlktsson, Guðmundur Vigfússon, ívar H. Jónsson, Maenús Torfi Ólafsson. —
óuglýslngastjórl: Jónstelnn Haraldsson. — Ritstiórn, afgreiSsla, auglýsingar. prentsmiðja: Skólavörðustíg 19, — Sími 7500 (3
linur). — Askrlftarverð kr. 25 á mánuSl í Reykjavik og nágrennl; kr. 22 aanarsstaSar. — Lausasöluverð kr. 1. — Prentsm'Sln
«>]68vUJans h.f.