Þjóðviljinn - 08.12.1956, Page 2
2) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. desember 1956
k í dag- er laugardagurinn 8.
desember. Maríumessa. —
342. dagur ársins. — Hefst
7. vika vetrar. — Tungl í
hásuðri kl. 17.10. — Ár-
degisháflæði kl. 8.59. Síð-
degisháflæði kl. 21.22.
Laugardagur 8. desember
Fas.tir liðir eins
og venjulega. Kl.
12.50 Óskalög
sjúklinga (Bryn-
dís Sigurjónsdótt-
ir). 14.00 Heimilisþáttur (Þóra
-Jónsdóttir). 15.00 Miðdegisút-
varp. 16.30 Veðurfregnir. Endur-
tekið efni. 18.00 Tómstunda-
þáttur bama og unglinga (Jón
Pálsson). 16.25 Veðurfregnir.
18.30 Útvarpssaga barnanna:
„Leifur“ eftir Gunnar Jörgen-
sen; VII. (Elísabet Linnet). 19.00
Tónleikar (plötur); a) Svíta eft-
ir John Field (Filharmoniska
hijómsveitin í Liverpool leikur;
Sir Malcolm Sargent stj.). b)
Don Kósakkakórinn syngur;
Jaroff stjórnar. 19.40 Auglýs-
ingar. 20.00 Fréttir. 20.30 Leik-
rit: „Ólíkir heimar“ eftir Hugh
Ross Williamsson, í þýðingu
Árna Guðnasonar. — Leikstjóri:
Þóra Borg. Leikendur: ITerdís
Þprvaldsdóttir, Emilía Borg,
Rúrik Haraidsson, Valur Gísla-
son, Þorsteinn Ö. Stephensen,
Sigríður Hagalín og Jón Aðils.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Danslög (plötur). — 24.00
Dagskrárlok.
Hiónaband
Laugardaginn 1. desember voru
gefin saman í hjónabánd á Ak-
ureyri ungfrú Karla;. Hildur
Kárlsd'óttir og Gunnhallur Sig-
freð Antonsson sjómaður. Heim-
íli brúðhjónanna er að Klappar-
stíg 3 á Akureyri.
Miliilandaflug:
Gullfaxi fer til
Kaupmannahafnar
og Hamborgar kl.
8.30 í dag. Flugvélin er vænt-
anleg. aftur til Reykjavíkur kl.
16.45 á morgun.
Saga er væntanleg kl. 6.00—8.00
frá New York, fer kl. 9.00 á-
leiðis til Gautaborgar, Kaup-
mannahafnar og Hamborgar.
Hekía er væntanleg í kvöld frá
Osló, Stafangri og Glasgow, fer
eftir skamma viðdvöl áleiðis til
New York.
Innanlandsflug:
í dag er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 íerðir), Blöndu-
óss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauð-
árkróks, Vestmannaeyja og
Þórshafnar.
Á morg.un er áætlað að fljúga
fil Akureyrar og Vestmannaeyja.
Basar Kvenfélags sósíalista
Á morgun, sunnudaginn 9. des-
ember, kl. 3 heldur. Kvenfélag
sósíalista basar og efnir til
kaffidrykkju í Tjarnargötu 20.
Flokksfélagar og aðrir velunn-
arar eru beðnir að gjöra svo vel
að líta inn. Það eru margir
eigulegir munir, og kaffið verð-
ur gott.
Breiðfirðingar í Reykjavík
Spilakvöld og skemmtun til kl. 2
verður hjá Breiðfirðingafélaginu
í Breiðfirðingabúð í kvöld, laug-
ardaginn 8. desember, og hefst
kl. 20.30. Félagar, fjölmennið
og takið með ykkur gesti.
Þetta getur að Iesa
í Morgunblaðinu í
gær: „Þetta skeði
fyrir nokkrum dögr
um í sjúkrahúsi
liér í bænum. —
Sjúklingur nokkur, sem var Þó
allsæmilega liress, hafði orð á
því við eina hjúkrunarkonuna,
síðdegis, að hann liefði ekkert
fengið að borða þann dag.
Hjúkrunarkonan minnti haiin á
að hann liefði fengið hádegis-
matiim á réttum tíma, og einn-
ig hefði hann drukkið kaffi á
sama tíma og venjulega. Sjúkl-
ingurinn liélt samt fast v'ð sitt.
Hann bað hana að rétta sér
dagblöðin, sem hann raunar var
búinn að lesa um morguninn, en
hugðist stytta sér hungurstund-
irnar(!I) fram til kvöídmatar,
með því að fara yfir þau aftur.
En er hann hafði litið á blöð-
in, rann upp fyrir lionum ljós.
'Morgunblaðið vantaði“. Þetta er
óstytt og orðrétt frásögli úr
Morgunblaðinu í gær, og þarfn-
ast ekki athugasemda. Þó ve:t
ég ekki hvort ég dáist meira að
smekkvísi blaðamannsins. sem
setur þessa Múnchhausensögu
saman, eða hugkvæmni lians í
uppfinningu nýrra fæðutegunda.
GENGISSKRÁNING
1 Bandarík j adollar 16.32
100 danskar krónur 236.30
1 Kanadadollar 16.90
100 norskar krónur 228.50
100 sænskar krónur 315.50
100 finsk mörk 7.09
1000 franskir frankar 46.63
100 gyllini 431.10
100 tékkneskar krónur 226.67
100 vesturþýzk mörk 391.30
1000 lírur 26.02
100 belgiskir frankar 32.90
100 svissneskir frankar 376.00
Gullverð ísl. kr.: 100 gullkrónur
= 738,95 pappírskrónur.
Næturvarzla
er í Ingólfsapóteki í Fischer-
sundi, simi 1330.
•Trá hóíninni
Eimskip:
Brúarfoss fór frá Vopnafirði í
gær til Nor.ðfjarðar, Eskifjarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Djúpavogs,
Vestmannaeyja og Rostokk.
Dettifoss fór frá ísafirði í gær-
kvöld til Patreksfjarðar, Tálkna-
fjarðar, Keflavíkur og Reykja-
víkur. Fjallfoss fer frá Hamborg
í kvöld áleiðis til Reykjavíkur.
Goðafoss kom til Riga í gær-
morgun; fer þaðan til Ham-
borgar. Gullfoss fer frá Kaup-
mannahöfn i dag áleiðis til
Leith og Reykjavíkur. Lagar-
foss fór frá Reykjavík s. 1.
sunnudag áleiðis til New York.
Reykjafoss fór frá Keflavík í
gærkvöld til Vestmannaeyja;
siglir þaðan til Hull, Grimsby,
Bremen og Hamborgar. Trölla-
foss fór frá New York S.l.
þriðjudag áleiðis til Reykjavík-
ur. Tungufoss fór frá Hull í
gækvöld áleiðis til Reykjavíkur.
Sambandsskip:
Hvassafell lestar síld á Norð-
ur- og Austurlandshöfnum. Arn-
arfell er í Piraeus. Jökulfell er
í Kotka. Disarfell er í Stettin.
Litlafell losar olíu á Vestur-
landshöfnum. Helgafell er á
Akureyri. Hamrafell er væntan-
legt til Reykjavíkur á morgun.
Sólskinsdagar á íslandi
sýndir í Gamlabiói
Kjartan Ó. Bjarnason hefur
undanfarin kvöld sýnt mynd
sína, Sólskinsdaga- á íslandi, í
Gamlabíói; og hefur aðsókn ver-
ið góð. Nú fer sýningum að
fækka um sinn — hinar síðustu
verða á morgun kl. 3 og 7 í
Gamla bíói.
Basar Kvenfélags
Hallgrímskirkju
er á morgun, sunnudag, kl. 2
e. h. í Iðnskólanum nýja á
Skólavörðuholtinu. Stjórnin og
básarnefndin heitir á alla vel-
unnara kirkjunnar, að stuðla
að því, að basarinn megi verða
sem glæsilegastur. Munir á bas-
arinn sendist á Mímisveg 6, til
frú Sigríðar Guðmundsdóttur,
sími 2501, eða í Blönduhlíð 10,
til frú Guðrúnar Ryden, sími
2297.
Sæunn ®g Sighvatur
— ,,ný" skáldsaga írá nítjándu öld
komin út.
Bókaútgáfan Fjölnir hefur gefið út skáldsögu frá 19.
öld: Sæunn og Sighvatur, eftir séra Eggert Ó. Brím
prest á Höskuldsstöðum. Sagan er 242 blaðsíður, með
nokkrum teikningum eftir Halldór Pétursson.
Sr. Sveinn Víkingur skrifar
nokkur orð um höfundinn i
sögulok. Hann fæddist að
Grund í Eyjafirði árið 1840,
vígðist prestur að Hofi í Álfta-
firði 1867, en fluttist síðar að
Höskuldsstöðum í Suðurmúla-
sýslu, fékk lausn frá prestskap
fimmtugur að aldri og fluttist
þá til Reykjavíkur. Hann and-
aðist þremur árum seinna, ár-
ið 1893.
„Séra Eggert var gáfumað-
ur og skáldmæltur vel“, segir
enn í þessari höfundarkynn-
ingu. Hann sá um útgáfu á
Tyrkjaránssögu, Noregskon-
ungasögum o. fl. og ritaði auk
þess allmargt greina í blöð og
tímarit. Leikrit eftir hann,.' er
nefnist Gizur Þorvaldsson, kom
út í Draupni, 1895—’97.
Eftir hann liggur mikið safn
af handritum i Landsbókasafn-
inu. Þar á meðal er skáldSag-
an Sæunn og Sighvatur, sem
nú birtist í fyrsta sinn á
prenti“.
Bókin er snoturlega úr garði
gerð, og sýnist fcandið vera öllu
vandaðra en gerist og gengur
á bókum hjá okkur.
MESSUR
A
MORGUN
Dómkirkjan
Messa kl. 11 árdegis. Sr. Áre-
líus Níelsson. Síðdegisguðs-
þjónusta kl. 5. Sr. Óskar J.
Þorláksson.
Laugarneskirkja
Messa kl. 2. Barnaguðsþjónusta
kl. 10.15 árdegis. Sr. Garðar
Svavarsson.
Bústaðasókn
Messa í Háagerðisskóla kl. 2.
(Aðalfundur safnaðarins verður
eftir messu). Barnasamkóma kl.
10.30 árdegis sama stað/ Sr.
Gunnar Ámason.
Hallgrínisprestakall
Messa kl. 11 árdegis. Ræðuefni:
Bölsýni heimsins og hughreyst-
ing kristinsdómsins. Sr. Jakob
Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl.
13.30. Sr. Jakob Jónsson. Messa
kl. 5 síðdegis. Sr. Sigurjón Þ.
Ámason.
Langholtsprestakall
Messa í Dómkirkjunni kl. 11.
árdegis. Sr. Árelíus Níelssonj
Fríkirkjan
Messa kl. 2. Sr. Þorsteinn
Bjömsson.
eftir Jakobínu Johnson
Þingeysk kona segir m.a. í formála: Sú litla bók,
sem nú hefur göngu sina á vit íslenzkra Ijóðvina, er
gestur sem fagna ber af hverjum þeim, er ann tungu
vorri og þjóðerni. — Það mætti líkja henni við ís-
lenzka jurt,. sem gróðursett hefur verið í erlendan
jarðveg, vaxið þar og dafnað, en ber þó að vitum
okkar angan íSlenzkra heiða. — Þótt það yrði hlut-
skipti Jakobínu að yfirgefa ættjörð sína, hefur hún
ekki orðið vegalaus. —Með lífi sínu og ljóðum hefur
hún sannað styrkleik íslenzks þjóðernis; með 1 jóð-
þýðingum sínum fært út lönd íslenzkrar óðlistar,
hafið andle^a yíw^- ,svp mætti að orði kveða.
HMELfU-
F R ð IN
eftir Alexander Dumas;
í þýðingu Björgúlfs Ólafs-
sonar læknis.
Alexander Dumas er
heimsfrægur rithöfundpr,
og þó mun Kamelíufrúin
vera það verkið, sem mest
hefur haldið nafni háns á
lofti. -— Kamelíúfrúíh er
ástarsaga, sem aldfíái
fyrnist.
LEIFTUR
Pósturinn skoðar "bækur — Eigulegar bækur —
Kunnir höíundar — Hátt verðlag
PÓSTURINN LAGÐI leið sína
inn í nokkrar bókabúðir í gær,
ekki þó til að kaupa bækur,
því að hann var blankur eins
og endranær, heldur til að
forvitnast um nýjar bækur og
verðlagið á þeim svona yfir-
leitt. Margt girnilegra bóka
er nýkomið út eða í þann
veginn að koma út. Ný
kvæðabók eftir Davíð Stefáns-
son; íslands er það lag, safn
ritgerða og sagna eftir kunn-
ustu höfunda þjóðarinnar;
Við uppspretttimar, rit-
gerðasafn eftir Einar Ól.
Sveinsson; Við, sem byggðum
þessa borg, einskonar viðtöl
við nokkra þekkta Reykvík-
inga; Enn á heimleið eftir
Vilhjálm Finsen, og mætti svo
lengi telja. Allt eru þetta
bækur, sem Jiklegar em til
mikilla vinsælda hjá almenn-
ingi; við, sem vomm ung og
rómantísk fyrir tuttugu ámm,
unnum. ljóðum Davíðs og
freistumst gjarnan til að
” kaupa. nýja Ijóðabók frá hans
hendi. Einar Ól. Sveinsson er
1 f: <yriT ? Töjv
þjóðkunnur rithöfúndur, og
ritgerðir hans- hafá. mér-jafn-
an þótt hvorttveggja í senn,
skemmtilegar aflestrar og
vandaður fróðleikur. Nýja út-
gáfu af Þorpinu eftir Jón úr
Vör sá ég líka, og er það
vel, því það er sérstæð og
hugþekk Ijóðabók, þótt hún
sé órímuð. Loks skal þess
getið, að ný bók eftir Stefán
Jónsson, hin vinsæla kennara
og rithöfund, er nýkomin út;
heitir hún Hanna Dóra. Vill
Pósturinn ráðleggja þeim,
sem hug hafa á að eignast
hana að tryggja sér eintak í
tíma, því að bækur þessa höf-
undar, a.m.k. „Hjaltasögurn-
ar“ náðu miklum vinsældum
og áttu tiltölulega skamma
dvöl i bókaverzlununum. Auk
nefndra bóka og fjölmargra
annarra eftir ísl. höfunda, var
á boðstólum fjöldinn allur af
þýddum bókum, einkum
skáldsögum eftir ýmsa höf-
unda, þekkta og lítt þekkta.
En það var m. a. verð bók-
anna, sem Pósturinn var að
,,stúdera“. Það var að vonum
mjög misjafnt, allt frá 60
krónum og upp í 150 krónur
eða meira. Ég man ekki til,
að ég sæi nokkra nýja bók,
Framhakl á 11. síðu.