Þjóðviljinn - 22.12.1956, Síða 15

Þjóðviljinn - 22.12.1956, Síða 15
Laug-ardagur 22. desember 1956 — ÞJÖÐVILJINN — (31 69. dagur kvæmt áætlun ykkar og sendið okkur bara aflestrana samstundis. Það er okkur til hjálpar. Þegar oddurinn fer að tifa ótt og títt eigiö þið að láta okkur vita undir eins. Þá verðum við komnir mjög nærri ykkur. Skiljið þið þetta allt saman?“ „Roger .... B-17“. „Gott .... Það eru allmörg skip á leiðinni að áætl- unarleið ykkar. Tilkynnið okkur með að minnsta kosti hálftíma fyrirvara ef þið reynið nauðlendingu, svo að við getum beint þeim á réttan stað. Ef þið farið niður verða hafðár nákvæmar gætur á ykkur. Við höfurn nóg bensín til að elta ykkur til morguns ef þörf krefur og tvær sjóflugvélar eru viðbúnar að taka viö af okkur þegar viö' verðum að snúa heim. Þessi útsending er líka send á fimm hundruð kílóriðum, svo að þið ættuð að geta fengið fyrsta aflesturinn núna. Hvernig gengur það? Skipti“. Dan, Sullivan og Hobie horfðu með öndina í háls- inum á rauða vísinn sem snerist í hring og hægði á sér á stefnuleitarmælinum. Þegar hann stöðvaöist við fjörutíu gráður litu þeir hver á annan og allt í einu rauf hugarléttir þeirra spennuna sem hafði aðskiliö þá. Þeir voru eins og menn sem höfðu allt í einu fundið langþráða demantsnámu. Þeir hrópuðu upp orð og setn- ingar sem stóðu í engu sambandi við það sem var að gerast. Þeir slógu á bök og herðar hver annars. Þeir kölluðu til Leonards, svo aö hann mætti gleðjast með þeim. Loksins voru þeir ekki lengur einir í nóttinni. Þeir höfð'u samfylgd — þaö voru menn á hraðri ferö til þeirra, og í svipinn skipti það engu máli að þeir höfðu enga'aöstöðu til að veita þeim beina hjálp. Og rödd mannsins sem talaði frá B-17 var eins og hún átti að vera — róleg, samúöarfull og uppörvandi; rödd manns sem skildi hvernig þeim leið, þrátt fyrir fjar- lægðina. Sullivan tók taltækið af Hobie og bar það að vörum sér. „Fjórir-tveir-núll til B-17. Aflestur sýnir að þið eruð á fjörutíu segulgráðum. Eftir því að dæma eruð þið fimm gráðum fyrir norðan stefnu okkar — en við erum sárfegnir að vita af ykkur í nágrenninu“. „Roger, Fjórir-tveir-núll. Við skiljum ykkur. Aflestur ykkar kemur heim við okkar aflestur, svo að við færum okkur til um fáeinar gráöur. Hvaö er hæð ykkar þessa stundina?“ „Tuttugu og fimm hundruð og sextíu fet?“ „GetiÖ þið hækkað ykkur? Þetta þykkni á ekki að vera sérlega hátt, og ef við kæmumst ofaná það væri hægara að finna ykkur“. „Neikvætt svar. Við getum hækkaö okkur en viljum ekki eyða bensíni í það. Hvert einasta gallón færir okk- ur mílu nær ströndinni“. „Allt í lagi .... hugsum ekki um það. Radarinn okk- ar er ekki upp á það bezta, en við náum til ykkar fyrr eöa síðar ef við höldum þessum aflestrum áfram. Hvað er margt fólk um borð?“ „Tuttugu og einn“. „Hvað er lofthraði ykkar, lofthitinn úti, segulstefn- an?“ Leonard gaf Sullivan þessar upplýsingar á litlum pappírsræmum. Vissan um það að bráðlega yrði annar loftpiglingafræðingur á næstu grösum til að staðfesta stöðu þehra, hafði gert kraftaverk á honum. Hann hafði rétt úr sér og var hættur að titra. Hann vann kappsamlega og skrifaði tölurnar rösklega á miöann. Leonard tók fyrstur eftir því að Spalding var komin fram til þeirra. Hún hallaði sér þreytulega upp að búlk- anum sem bar uppi senditækin og hún reyndi að brosa. Leonard tók utanum hana og andartak hvíldi hún höfuðið upp við öxl hans. „Ég varð að koma“, sagði hún. „Ég hélzt ekki við lengur þarna aftur í“. „Auðvitað“, sagði Leonard og frá honum stafaði góð- mennsku og nýju öryggi. „Við vom næstum búnir að gleyma þér“. „Farþegunum líður vel. Þeir eru dásamlegirt. „Þú getur sagt þeim aö anda rólega. Við vorum rétt í þessu að ná sambandi við björgunarflugvélina. Hún yerður komin upp að okkur eftir svo sem tuttugu mín- útur“. „Ætlum viö að nauðlenda?“ Leonard bandaði með höfðinu í áttina til Sullivans, sem laut enn yfir mælaborðið og horfði á leitarvísinn. „Hann hefur ekkert sagt um það enn .... en það kemur allt á sínum tíma. Trúðu Leonard gamla frænda, — þú sefur í litla, hlýja rúminu þínu í nótt“. „Langar ykkur ekki í eitthvað .... kaffi eða eitt- hvað? Ég geymdi einn hitabrúsa og það eru nokkrar brauðsneiðar eftir í áhafnarklefanum“. „Nei, þakka þér fyrir. Dan færði okkur kaffi rétt áöan. En þú sjálf?“ „Ég gæti ekki komiö því niður. Maginn á mér er allur í uppnámi. Ég er víst hrædd“. „Hvers vegna hallarðu þér ekki út af á bekkinn í nokkrar mínútur? „Nei .... ég jafna mig undir eins. Það er alveg satt. Þiö hafið allir nóg að gera. Ég fer afturí núna“. „Þú ert dugleg stúlka, vina mín. Reyndu að spjara þig dálitla stund enn. Þetta fer allt vel“. Hún þakkaði Leonard með augunum og horfði á hann andartak meðan hann beygði sig yfir lorantækið og fór að snúa hnöpþunum. Hana langaði til að vera um kyrrt á flugþiljunum, þótt þar væri öðru vísi um- horfs en hún átti að venjast. Þar var megn þefur af leðri og málmi og ofanað barst sterk lykt af heitum vírum. Þefurinn af mönnunum var líka annarlegur, og hún fór að velta því fyrir sér hvort tóbaksreykur og sviti ættu alla sök á því. Sullivan leit við andartak til að gæjast upp um glerhvolfið. Hann horfði í gegnum Spalding; þreytuleg augu hans sýndu þess engin merki aö hann þekkti hana. Og svo voru þetta aðeins bök enn á ný, Leonard, Sullivan, Hobie og Dan Roman. Þeir voru önnum kafnir. Spalding fannst þeir eiga gott. Þeir höfðu nóg að gera viö hendur sínar og huga og það gerði biðina léttbærari. Og þaö hefur þú líka, telpa mín — þótt verkefni þín séu annars eðlis. Fjarlægari þeim en nokkru sinni fyrr leit Spalding í kveðjuskyni á bök þeirra og gekk hægt gegnum áhafn- arklefann og fram í fai’þegarúmið. 15. Milo og Nell Buck sátu i fremstu sætaröðinni, og voru einangruð frá öðrum farþegum. Eina fólkið sem hefði SÍÐBUX UR í KULD- UNUM Síðbuxur eru ágætur bún- ingur þegar kalt er í veðri. En nýjustu gerðir síð- buxna eru all- þröngar og ekki fullsiðar. Flestar dökk- ar síðbuxur má baeði nota sem skíðabux- ur og heima- klæðnað. Þó mega síðbux- ur ekki vera ol þröngar, en þó ætti að vera tiltölu- lega auðvelt að finna bux- ur sem henta vel til hvors tveggja Við síðbuxurnar eru notaðar biúss- ur, peysur og jakkar. Talsvert er notað af mynstruðum verúr- peysurn með breiðum prjóna- stroffum, en nýjustu jakkarnir eru langröndóttir eins og sá sem sýndur er á myndinni. Og að maður nú tali ekki um all- ar blessaðar kuldaúlpurnar. m&fateiVTfnT;a U V/Ð (Eulenspiegel) Og svo var það hínn strang: siðgæðisvörðuj’, — siðavönc piparmey í enskum smábæ, sert ásakaði mann fyrir drykkju skap, vegna þess að hún hefð séð að bíllinn hans stóð heilai dag fyrir framan krána. Maðurinn sagði ekki neitt, ei þegar skyggja tók ók hann bíln um sinum að húsi piparmeyjar innar og lét hann standa þa alla nóttina. þlÓDVILIINN ftó' Augiýsiag^tfárt: Jínsteiiuj HareWssoo. •*. iUCstJórA »fgre*Ssl». auaJýátnáw. prentsmlSJa: 8kð^^wö)^Susti*, 19U” kr' 29 4 “4ouS1 1 o* uisrennj; kr. aS MUií-^sttóar. - L*usas«uver6 kr. 1. .. „«et8ii<n: Sameinlnwrtkrickur aiþýSu - 8öslaU8t»flnktoiiinn. Bttstjórar: Magnús Kjartans—n ftbj* Sie-uréuT OuSmundsson. >- PréttajritstMrt: Jón Blamoson. - BJaSamenn: Ásmundur Sisur- Jdnssom BJaml Benedlitssott^ auSmundur _VUfússon, ívar H. Jónsson. Magnús Torfl Ólafsscm. — Simi *50ö (3 PrentsmiSis

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.