Þjóðviljinn - 04.01.1957, Side 1
Föstudagur 4. janúar 1957 — 22. árgangur — 2. tölublað
Goðanes iórst við Færeyjar
Vont veður -
Lítill afli,
Nokkrir bátar fóru á sjó
fyrrinítt i verstöðvunum hér*
syðrr., ea ve ,ur var slæmt og
afii vavð 'íti'l.
í Vcít'rssnnaeyjum fóru þrír
bátar á sjó, fengu þeir hið versta
veður 02 komr. þeir með um 2ja
tonna alia hvev.
Sanögerðisbáítu öfluðu all
Tuttugu og þrem mönnum var bjargað, en
skipstjórinn, Pétur H. SigurÖsson fórst
Togarinn Goðanes strandaði í mynni Skálafjarð-
ar á Færeyjum í fyrrakvöld. Aðstaða til björgunar
var erfið og áður en tækist að bjarga allri áhöfn
iogarans brotnaði hann í tvennt og lentu þá þeir
6 sem enn voru um borð í sjóinn. Færeyskum trillu-
bátum tókst að bjarga 5 þeirra, en skipstjórinn, Pét-
ur Hafsteinn Sigurðsson, fórst.
mæli um að skjóta neyðarljós-
um og setja út björgunarbáta,
einnig var loftskeytamanni
sagt að senda neyðarkall. Þeg-
ar verið var að setja út björg-
unarbátana kastaðist skipið
mjög til, og misstum við þá
bakborðsbátinn á hvolf, en gat
brotnaði á stjórnborðsbátinn og
misstum við hann frá skipinu.
Goðanes var að sækja fær-
eyska sjómenn til Færeyja. Kl.
20.45 í fyrrakvöld strandaði
það í mynni Skálafjarðar á
Austurey. Brim var og gekk
yfir togarann. Fljótlega náðist
samband við togarann Aust-
firðing er var ekki mjög fjarri
og sigldi á vettvang.
FÆREYINGAR HÓFU
BJÖRGUNARSTARF.
Færeysk skip fóru einnig á
vettvang og eru einkum nafn-
greindir kútterarnir Rokur,
Thorshavn og Vesturhafið.
Færeyingarnir hófu björgunar-
starf kl. 3, en gekk erfiðlega
að koma línu um borð í Goða-
nes. Fengu þeir lánuð björgun-
artæki hjá þýzkum togurum er
lágu á firðinum og tókst á 5.
tímanum að skjóta línu um
borð í Goðanes, og fór þá
björgun að ganga greiðlega.
BROTNAÐI OG SÖKK.
Kiukkan hálfsjö brotnaði
Goðanes í tvennt og sökk. Voru
þá 6 af áhöfn togarans enn
um borð og fóru þeir allir í
sjóinn. Færeyskir trillubátar er
voru í grennd við togarann
björguðu 5 þeirra, en sá fimmti,
skipstjórinn Pétur Hafsteinn
Sigurðsson, fannst ekki.
FRÁSÖGN FYRSTA
STÝRIMANNS.
Beztar upplýsingar um slys
þetta koma fram í viðtali því
er Erlendur Patursson átti við
fyrsta stýrimann á Goðanesi og
sendi ríkisútvarpinu í gær, en
það var á þessa leið:
Klukkan 20.45 eftir íslenzk-
um tíma tók Goðanes niðri á
siglingu á Skálafirði við Fær-
eyjar. Að sögn I. vélstjóra var
hringt á stöðvun og síðan full
ferð afturá.
MISSTU BÁÐA BÁTANA.
Skipstjóri var sjálfur í stýr-
ishúsinu ásamt háseta er var
við stýrið. Stýrimennimir voru
nýlega farnir að gera klárt til
að binda. Skipstjóri gaf fyrir-
TÓK AÐ SÍGA ÖRT.
f fyrstu var hafzt við á
bátapalli og stýrishúsi. Skip-
1 stjóri skaut línu frá bátapalli,
en það misheppnaðist. Skipaði
I hann þá að yfirgefa bátapallinn
' tafarlaust er skipið tók að síga
ört að aftan og gátum við því
■■ ekki tekið flekann fram sem
við höfðum sett út og bundið
afturá.
BJÖRGUN HEFST.
Frá þessu héldust allir við í
stýrishúsi, loftskeytaklefa og
kortaklefa. Þeim sem komu á
vettvang til aðstoðar gekk illa
að koma línu um borð.
Kl. 4.25 eftir íslenzkum tíma
tókst að skjóta línu um borð
Framhald á 3. síðu.
Friðrik, Gligoric og O’Kelly
með 5 vinninga eftir 7 umf.
Sjöunda umferö á Hastings-mótinu var tefld í gær.
Friðrik Ólafsson tefldi viö Horseman og vann hann, en
Gligoric vann 0‘Kelly.
Jafntefli varð hjá þeim Alex-
ander og Toran, Penrose og
Szabo; en skák þeirra Larsens
og Clarke fór í bið.
Zsabo við Larsen, O’Kelly við
Penrose, Toran við Gligoric,
Horseman við Clarke.
Pétur Hafsteinn Sigurðsson
skipstjóri fórst með skipi sínu.
Síðustu handtök hans, áður cn
skip hans sökk, voru að hjálpa
tveim félögum sínum til lands
og lífs.
Pétur var ungur maður,
fæddur 10. maí 1932 í Nes-
kaupstað og hefur alltaf átt
þar heima. Foreldrar hans
voru Guðlaug Jónsdóttir og
Sigurður Bjarnason. Eru þau
bæði á lífi og eiga heima í
Neskaupstað. Pétur lætur eftir
sig unnustu og barn á fyrsta
ári. Pétur var hinn mesti efnis-
maður og stundaði sjó frá
æskuárum. Hann var annar
stýrimaður á Agli rauða þegar
hann fórst, síðar fyrsti stýri-
maður á Goðanesinu og skip-
stjóri í þessari síðustu ferð
þess.
sæmilega.
Frá Hafnarfirði fóru 4 bátar
á sjó. Frá G'undsrfirði 5 bátar.
Frá Grun’arfi'ði verða gerðir
út 8 bátr’r í vetur. Til Grundar-
fjarðar eru væntanlegir á ver-
tíðina um 30 Færeyingar.
Tókusi
ar í nótí?
Eins og Þjóðvil.jinn sagðl
frá í gærkvöldi er deila um
sjómannakjörin á Akranesi,
í Grindavík og Höfn á
Hornafirði.
Sáttasemjari, Torfi Hjart-
arson, lióf fund með fulltrú-
um sjómanna og útgerðar-
manna á Akranesi kl. 2 e.h.
í gær.
Þeim fundi var eiln ekki
lokið skömmu eftir m'.ðnætti
sl. nótt, en horfur voru þó
taldar á að samkomulag
næðist í nótt.
Pappírsárás 1
gerð á Kína
Stjórn Sjang Kaiséks á Tai-
van tilkynnti í gær, að her-
flugvélar hennar hefðu flogið
yfir Peking og 12 aðrar helztu
horgir Kína og varpað niður
flugmiðum. Hefðu á þá verið
letraðar áskoranir til Kínverja
um að fara að dæmi Ung-
verja og hefja up reisn gegn
stjórn kommúnista. Segir yfir-
hershöfðingi flughers Sjangs,
að skotið hafi verið á f' igvél-
arnar úr loftvarnabyssum og
þrýstiloftsvélar hafi veitt þeim
eftirför, en allar hafi skilað sér.
Thorsa’rarnir reyndu ai koma í veg '
fyrir að útgerð hæfist í ársbyrjpn
Vildu sefja þaS sem skilyrSi aS œttin hcldi
áfram oð drottna yfir afurSasölunni
Þýzk nefnd
í Moskva
í gær kom sendinefnd frá
stjórn Austur-Þýzkalands til
Moskva til viðræðna við Sovét-
stjórnina. Fyrir nefndinni er
Grotewohl forsætisráðherra.
Búlganin forsætisráðherra,
Sépiloff utanríkisráðherra og
fleiri sovézkir ráðamenn tóku á
móti Þjóðverjunum.
D«»llaraforóli
liroía eykst
Brezka fjármálaráðuneytið
skýrði frá því i gær, að gull-
og dollaraforði Bretlands næmi
nú 2133 milljónum ‘dollara -og
hefði aukizt um 168 milljónir í
desember. Aukningin stafar af
lánveitingu frá Alþjóða gjald-
eyrissjóðnum. Lánið er veitt til
að hindra að gengi sterlings-
pundsins falli sökum eftirkasta
árásarinnar á Egyptaland.
Biðskák þeirra O’Kellys og
Alexanders úr 6. umferð lauk
með sigri hins fyrrnefnda.
Er staðan þá þannig eftir 7
umferðir að efstir og jafnir, með
5 vinninga hver, eru Friðrik.
Gligoric og O’Kelly; þá kemiir
Bent Larsen með 4 >4 og biðskák,
Zsabo liefur 4 vinninga, Clarke
3 vinninga og biðskák, Toran
2 ‘A, Alexander 2, Horseman og
Penrose 114 hvor.
Áttunda og næst síðasta um-
ferð mótsins verður tefld í dag.
Friðrik teflir þá við Alexander,
Hreinsun Súez
mun kesta 160
tníllj.
Hammarskjöld, framkvæmda-
stjóri SÞ, hefur sent fulltrúum
þeirra ríkja, sem mest not. hafa
af Súezskurðinum, hjá SÞ bréf,
þar sem hann skýrir frá því að
áætlað sé að kosta muni 10 millj-
Framhald á 10. síðu.
Það hefur vakið almenna
athygli og ánægju að vertíð
hefst nú víðast hvar þegar
um áramót, en á síðasta ári var
allur flotinn bundinn ^janúar-
mánuð vegna óstjórnar íhalds-
ins, þrátt fyrir ágæta veðr-
áttu. En þess ber þá einnig
að minnast að forsprakkar í-
haldsins gerðu allt sem þeir
gátu til að reyna að koma í
veg fyrir að veiðar hæfust í
vertíðarbyrjun. Menn eins og
Ólafur Thors og Jóhann Þ.
Jósefsson urðu hamstola þeg-
ar þeir fréttu að samkomulag
hefði náðst við útvegsmenn
og beittu öllum brögðum sem
þeir kunnu til að rifta sam-
komulaginu. M.a. reyndu þeir
að fá útvegsmenn til að setja
það viðbótarskilyrði fyrir
veiðum á vertíðinni að ekki
yrði hróflað við yfirdrottnun
Thorsaranna og annarra
slíkra yfir afurðasölunni! En
allt mistókst þetta; útgerðar-
menn almennt höfðu tak-
markaðan áhuga á að vernda
sérhagsmuni Thorsaranna og
Jóhanns Þ. í afurðasölumálum,
enda þótt nokkrir pólitískir
hlaupagikkir gerðu allt sem
þeir gátu til að koma inn við-
bótarskilyrðum.
En þetta tilræði Ólafs
Tliors og þeirra félaga við út-
gerðina sýnir glöggt hvernig
sérhagsmunir ráða öllu i
stjórnmálabaráttu þessara
manna. Þeir voru reiðubúnir
til þess að stöðva bátaflotann
og ræna þjóðina tugum millj-
óna króna í því skyni einu aS
vernda annarlegan gróða sinn
erlendis. Þeir vita ekki hvað
þjóðarhagur er, en völd og
gróði aéttarinnar eru lifsblóm
þ®irra- .