Þjóðviljinn - 04.01.1957, Side 6
«) — ÞJÓÐVILJINN — Pöstudagur 4. janúar 1957
þlÓÐVIUINN
Útgefandi:
Sameiningarflokkur alpýðu — SósíaZistaflokkurinn
Að láta skeika að sköpuðu
f áramótaræðu sinni vék Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra að hernámsmálunum.
Komst hann m.a. svo að orði
að skipta mætti íslendingum
í þrjá flokka eftir afstöðunni
til þeirra mála: sumir vilja
alltaf her, sumir vilja stund-
um her og ..sumir vilja hér
engar varnir hafa og láta allt
skeika að sköpuðu". Má skilja
á ummælum forsætisráðherr-
ans að hann telur þá menn
ábyrgðarlausa eða kæringar-
litla sem vílja engan her hafa
á Islandi. hvorki á friðartím-
um, hættutímum né styrjald-
artímum.
¥Jér er um alvarlega rangt
•* mat forsætisráðherrans að
ræða. Andstaða gegn hernámi
er hin eina ábyrga afstaða
Islendinga, sú eina sem er í
samræmi við hagsmuni þjóð-
arinnar og framtíðarheill. All-
ar röksemdir hernámsmanna,
jafnt þeirra sem vilja
stundum her og hinna sem
vilja alltaf her, eru blekking-
ar einar og þola ekki að þær
séu grandskoðaðar.
A ð hernáminu er engin
,,vernd“ þótt stundum sé
reynt að halda því fram. Þetta
sést t.d. glöggt á því að
Bandaríkjamenn hafa ekki
haft nokkra minnstu tilburði
til að tryggja íslenzkum
þegnum öryggi, engar varúð-
arráðstafanir hafa verið
gerðar og engar reglur sett-
ar um viðbrögð á styrjaldar-
tímum. Með þessu viðurkenn-
ir hernámsliðið í verki, svo
að ekki verður vefengt, að
það er öldungis ekki hér statt
til þess að vemda líf og limi
og eignir Islendinga.
Jxetta er þá jafnframt við-
- ur’:enning á þeim veru-
iciiia að í kjarnorkustyrjöld
cr engin vernd til, ekkert ör-
yggi finnanlegt. Þetta er al-
kunn staðreynd, enda stað-
festi framkvæmdastjóri At-
lanzhafsbandalagsins, Ismay
lávarður, hana skýrt og skil-
merkilega er hann kom hing-
að í heimsókn fyrir nokkrum
árum. Á styrjaldartímum
hefði hernámsliðið þannig
engin tok á að vemda líf og
limi og eignir Islendinga,
jafnvel þótt það hefði ein-
hverja löngun til þess, en
hennar hefur sannarlega ekki
séð merki.
IT’f til styrjaldar kemur er
eina öryggi Islendinga í
því fó’gið að land og þjóð
haldist utan átakanna. Auð-
vitað verður sú aðstaða aldrei
tryggð með neinu móti, en
eitt. er alveg víst: Ef hér eru
'handariskar árásarstöðvar —
eins og nú hefur verið um
nokkurt skeið—verður ísland
örugglega styrjaldarvettvang-
ur. Með hernámi er þannig
verið að kalla yfir okkur
geigvænlegustu hættur —
hættur sem kynni að verða
unnt að forðast ef þjóðin
byggi ein í landi sínu, óháð
hemaðarbandalögum.
■JDn eina leiðin til þess að
tryggja öryggi íslands er
að berjast fyrir friði í heim-
inum, samningum og sáttum.
Engum dylst að það er valö-
stefnan sem kallar styrjaldar-
hættuna yfir mannkynið.
Hemaðarbandalög, samkeppni
um hervæðingu og herstöðv-
ar — sú stefna á sér eitt
rökrétt markmið: nýja heims-
styrjöld. Friðurinn verður
aldrei tryggður með vopna-
valdi, og það hernaðarlega
„jafnvægi" sem stundum er
talað um að eigi að tryggja
frið hefur oft kollsteypzt
býsna snögglega með hinum
hörmulegustu afleiðingum. Á
því ári sem nú er nýliðið höf-
um við einmitt séð hin ömur-
legustu dæmi um það hver
ósköp valdstefna stórveld-
anna og viðsjámar þeirra á
milli leiða yfir smáar og van-
megna þjóðir.
TKeir íslendingar sem ekki
* vilja „láta ailt skeika að
sköpuðu" hljóta að berjast
fyrir friði, gegn valdstefnunni.
Þeir íslendingar sem ábyrgir
em vilja ekki aðeins losna
við herliðið úr landinu held-
ur einnig aflétta þeirri fárán-
legu fjarstæðu að þjóðin sé
bundin hernaðarbandalagi ný-
lenduríkja og árásarseggja.
Eif Islendingar reka herliðið
úr landi brott, segja sig úr
Atlanzhafsbandalaginu og
lýsa yfir hlutleysi, eins og
þær þjóðir sem nú njóta
mestrar virðingar í heimin-
um, er þjóðin að leggja fram
sinn skerf til friðsamlegrar
sambúðar, en það er eina
stefnan sem tryggt getur ör-
yggi íslendinga. Og með þeirri
stefnu erum við ekki aðeins
að vemda hag okkar, heldur
veitum öllum þjóðum fordæmi,
frá smáþjóðunum sem berjast
fyrir frelsi sínu og sjálfstæði
til stórþjóðanna sem em að
sligast undan hervæðingar-
byrðunum og þeim taugatryll-
ingi sem fylgir valdstefnunni.
J|ær staðreyndir sem hér
* hafa verið raktar geta
varla verið fjarlægar Her-
manni Jónassyni forsætisráð-
herra. Hann var einna treg-
astur forustumanna borgara-
flokkanna til að fallast á her-
námsstefnuna og hann hefur
margsinnis varað við afleið-
ingum hennar, einmitt vegna
þess að hann vildi ekki „láta
allt' skeika að sköpuðu". Lög-
mál tregðunnar veldur því að
oft virðist auðveldast að láta
hjakka í sama fari, en lífs-
hagsmunir Islendinga krefjast
þess að haldið sé inn á nýja
braut sem allra fyrst. Er þess
að vænta að forsætisráðherra
eigi þá stjómlist og djörfung
sem til þess þarf; á því veltur
einnig gengi þeirrar vinstri
samvinnu sem haxm hefur for-
ustu fyrir.
Ernst Stenberg
Nokkur miimingarorð
Hingað hefur borizt sú fregn
að sænski íslandsvinurinn
Emst Stenberg sé látinn og
hafi andlát hans borið að á
jóladaginn.
Emst Stenberg var mörg-
um hérlendum mönnum að
góðu kunnur. Sér í lagi á
þetta við um íslendinga, sem
átt hafa einhverja dvöl í
Stokkhólmi á undanfömum
árum. Með honum og ýmsum
þeirra tókst vinátta, sem var
þess eðlis, að enzt myndi hafa,
hversu langra lifdaga sem«>—
þeim eðá honum hefði mátt
auðið verða. íslendingur gat
alitaf átt visa fyrirgreiðslu
hans, mætti hann með nokkru
móti láta hana i té. Emst
Stenberg hafði tekið sliku ást-
fóstri við Island, að sjaldgæft
mun vera um útlendinga.
Hann unni Islandi, eins og
væri það annað föðurland
hans. Og þetta var kærleikur,
sem kom fram í verki. Það
var honum hjartfólgið áhuga-
mál að kyrina ísland meðal
landa sinna. Að þessu vann
hann af þeim eldmóði, sem
fágætur er, og fómaði til þess
ótöldum stundum starfs og
erfiðis, svo hlaðinn sem hann
var þó margs konar erilsöm-
um skyldustörfum. Hann
stofnaði félagsskap þann, sem
kallaður er „Islandshringur-
inn“ (Islandscirkeln), og var
síðan sjálfur lífið og sálin í
starfsemi hans. Félagið hélt
fundi flesta mánuði ársins, og
var þá jafnan á dagskrá eitt-
hvert íslenzkt efni, svo sem
fyrirlestrar um ísland, ferða-
lýsingar, skuggamyndir, kvik-
myndir eða þvíumlíkt. Félagið
hefur skipulagt tvær hópferð-
ir Svía til íslands, og var
hin síðari farin sumarið 1955.
Þarf ekki að taka fram, að í
því skipulagningarstarfi var
Stenberg aðaikrafturinn. I
ráði var, að þriðja Islands-
förin yrði farin að sumri, og
var hann byrjaður að undir-
búa hana. íslandshringurinn
hans var að byrja tíunda ald-
ursárið sitt, er hann féll frá.
Væntanlega mun mörgum
þykja sem torfundinn verði
maður til að halda áfram
starfsemi Islandshringsins af
fórnarlund hans og eldlegum
áhuga. Þó er það oftast, að
maður kemur í manns stað,
og svo verður vonandi einnig
að þessu sinni.
Hér er ekki kostur að geta
ættar Emsts Stenbergs eða
æviatriða, enda skortir þann,
er þetta ritar, gögn til þess.
Þessi fáu minningarorð áttu
aðeins að túlka þakklæti til
hins ósérplægna, glaðlynda og
góðviljaða hugsjónamanns,
þakklæti fyrir vináttu hans og
hjálpsemi í garð undirritaðs
og annarra Isleridinga, er
hennar hafa orðið aðnjótandi,
og fyrir órofatryggð hans í
garð Islands og óeigingjarnt
starf í þágu þess meðal hinn-
ar sænsku frændþjóðar.
Björn Franzsou
9?Fmmhlanpff ungs skálds og
99göfnglyndlff skáldvinar og
þraníreynds útgefanda
Af tilskrifum þeirra Jó-
hannesar Helga og Ragn-
ars Jónssonar í Þjóðvilj-
anum í dag skilst manni,
hversu hörmulega getur til
tekizt, þegar menn, eins og
Ragnar Jónsson orðar það,
eru ekki sterkir í dulrænum
fræðum og hugsanalestri.
Þannig atvikast það, að Jó-
hannesi Helga eru ekki eftir
dulrænum leiðum fluttar þenk-
ingar Ragnars, en svellur í
barmi réttlætiskrafa, sem
byggist á því, að rithöfundar
fái notið þrennskonar rétt-
inda, sem raunar ættu löngu
að vera löghelguð, sem sé að
þeir í fyrsta lagi eigi tillögu-
rétt um útlit verka sinna, og
geti dregið sig til baka, ef
samkomulag næst ekki um
það atriði, í öðru lagi fái
ávallt að lesa próförk af rit-
smíð eftir sig, og í þriðja
lagi séu metnir til launa og
greiðslu þeirra á borð við
aðra starfsþegna, en þurfi
ekki að sýna lítillækkandi
eftirgangsmuni, eða jafnvel
leita fulltingis dóms og laga.
Við lestur bréfs Ragnars
skilst manni að í sömu mund,
sem hinn ungi höfundur lætur
frá sér fara hið mjög svo
mannlega, allvel rökstudda
en bituryrta ákæruskjal sitt,
sé útgefandi hans að bolla-
leggja ráð til kynningar og
vegsauka ungra skálda og
annarra listamanna, og hygg-
ist hefjast handa um stór-
mannlega útgáfu, er væntan-
lega mun lengi halda á lofti
nöfnum þeirra og hans.
Má vera að svo stórhuga
menningarfrumkvöðli sé það
vorkunnarmál, þó að hann,
sakir vanmáttar síns í dul-
rænum fræðum og hugsana-
lestri, renni ekki grun í að
væntanlegir skjólstæðingar
hans labbi sig grama og
þreytta í endurteknar erindis-
leysuferðir til fulltrúa hans,
afgreiðslumanns, ’ sem ekki
hefur á takteinum nein ákveð-
Framhald á 8. síðu.
Dag eftir dag halda Al-
þýðublaðið og Morgunblaðið
áfram að reyna að sverta
og svívirða ungan, íslenzk-
an stúdent, Hjalta Krist-
geirsson, sem dvelur hér
heima i j ólaleyfi, og eiga í
göfugri keppni um sóðalegt
orðalag við þá iðju.
★
Hvað hefur svo þessi
ungi íslenzki námsmaður til
saka unnið? Hann hefur
skýrt frá því sem fyrir
hann bar hina örlagaríku
daga í Búdapest nú í haust.
Þegar fréttamaður Ríkisút-
varpsins, að eigin ósk, hef-
ur viðtal við Hjalta, og snýr
því upp í pólitíska yfir-
heyrslu, svarar Hjalti stilli-
lega og án þess að fullyrða
meira en hann taldi sig
vita. Fréttastofa Ríkisút-
varpsins hefur svo þann
einstæða hátt að lána Morg-
unblaðinu viðtalið, sem not-
ar birtingu þess til ósvíf-
inna árása á Hjalta Krist-
geirsson. Væri ástæða til að
menn hefðu fulla gát á er
fréttamenn Ríkisútvarpsins
biðja um viðtal, og hug-
leiddu, hve náið samband
virðist vera milli þeirrar
„fréttastofu“ og ritstjórnar
Morgunblaðsins, og á
hverju stigi sumir frétta-
menn hennar standa. Al-
þýðublaðið gjammar svo að
sjálfsögðu með Bjarna Ben.
& Co.
★
Níðskrif þessi munu þó
ekki bera tilœtlaðan árang-
ur. Hjalti Kristgeirsson hef-
ur hvarvetna kynnt sig sem
afburða hæfileikamann í
námi og starfi og góðan
dreng. Fyrirlitningin sem
öskurherferð Bjarna Ben.
Helga Sœmundssonar og nú
síðast Vilhjálms Vilhjálms-
sonar átti að vekja, skellur
á þeim sjálfum, og það
munu þeir hafa fundið.
★
Þessir karlar hafa allir
þrír fengið að sýna hvern
mann þeir hafa að geyma,
þegar um er að ræða ER-
LENDAN HER OG HER-
STÖÐVAR í ÞEIRRA EIG-
IN LANDI. Og vel mætti
V.S.V. hugleiða, að ekki
þótti góður þefurinn af Al-
þýðublaðinu, þegar hinn er-
lendi her á íslandi reiddi
hæst til höggs á stríðsárun-
um, og tók að blanda sér
freklega í íslenzk innan-
landsmál, þvert ofan í gef-
in loforð. Þá ávann einmitt
Alþýðublaðið, blað V.S.V.,
sér alþjóðar fyrirlitningu,
er það VARÐi framkomu
hins erlenda hers í landinu,
FAGNAÐI henni og þótti
það prýðilegasta leið að ná
sér niðri á stjórnmálaand-
stœðingum að láta erlent
hernámslið flytja þá úr
landi. Óþefurinn af þeirri
smánarlegu afstöðu blaðs
V.S.V. kostaði Alþýðuflokk-
inn fylgi margra heiðar-
legra íslendinga.
★
Og enn kemur í huga
myndin frá bandarísku her-
mannaveizlunni i Tripoli:
íslenzkt skoffín hreykjandi
sér á stólum bandaríska yf-
irhershöfðingjans, svo gagn-
tekið af Ijóma hins erl. hers,
að heitasta ósk þess braust
fram á óstjórnlega skopleg-
an hátt, óskin: I SHOULD
LIKE TO ,BE IN THE
ARMY! í einu atviki, í
einni setningu flaðrandí að-
dáun á erlendum her í
landi sínu. Þekkir V.S.V■
lyktina af þeirri fylgispekt?