Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 4
8) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 7. febrúar 1957 ■MTH—r Laugavegi 166. Barnadeildir: Ný deild, þriðjudaga og föstudaga kl. 17-19 Kvölddeildir fullorðinna: Hægt að bæta við fá- einum nemendum. Uppl. mánudaga og fimmtudaga milli kl. 15 og 22 í síma 1990, eða í skólanum, Lcrns staða Hjúkrunarkonu vantar nú þegar I Kristneshælið. Laun samkvæmt launa- lögum. Upplýsingar um stöðuna veita ráðsmaður og yfirnjúkrunai kona hælisins. Einnig skrifstofa ríkis- spítalanna. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA 3.—14. marz 1957 KAUPSTEFNAN I LEIPZI6 40 Iönd sýna vörur og vélar á 800 000 femetra sýningarsvæði. Umboðsmenn: KAUPSTEFNAN — REYKJAVÍK Laugaveg 18 og Pósthússtræti 13. Símar 1576 og 2564. IEIPZIGER MESSEflMT • lEIPZIG C1 ■ HfllNSTRASSE IS Breiðdælingaíélagið í Reykjavík heldur ÁRSHÁTlÐ sína föstudaginn 8. febrúar í Skáta- heimilinu við Snorrabraut og hefst kr. 8.30 stundvíslega. Dagskrá: 1. Formaður setur samkomuna. 2. Sigríður Hannesdóttir, gamanvísur. 3. Leikþáttur; Emilía Jónasdóttir og Áróra Halldórsd. 4. Ýmis skemmtiatriði. 5. Dansað til kl. 2. Stjórnin Ekki er hann amalegur þessi. Þaö eru heldur engir aukvisar sem að honum standa. Enskir og ítalskir sérfrœðingar hafa lagzt á eitt með aö gera þennan vagn traustan og fállegan: vélin og undirvagninn eru frá hinum ensku David Brown-verksmiðjum en yfirbyggingin er gerð í Milano á Ítalíu. ítalskur „elegance“ og marglofuð gœði enskra bílhreyfla samein- ast í þessum eigulega vagni. þessari leið vonum við að við fáum að hafa árvaka og sam- vizkusama bílstjóra, því þá kemur hinn naumi vagnkostur síður að sök“. Erfiðar samgöngur um bæinn — Stræíó fastur í llh tíma — Fólk kemst of seint til vinnu — Fleiri vagna í Vogana VOGABÚI SKRIFAR: — „Nú síðustu daga hefur ófærð verið með fádæmum mikil á götum bæjarins, svo að ófært hefur orðið á tímabilinu milii 4-7 síðdegis í nokkra daga samfleytt. Þriðjudaginn þann 27. janúar fór ég niður á Lækjartorg kl. 4.30 að af- lokinni vinnu og sté upp í Vogavagn sem fór inn Suður- landsbraut kl. 4.35. Þegar komið var innundir Múla stóð allt fast vegna ófærðar. Þarna vorum við fastir til kl. 7 eða í 2i/2 tíma. Vagninn var yfir- fullur af fólki og þar á meðal voru konur með ungbörn, sem voru mjög óróieg og grétu. Bílstjórinn sem var með vagninn þessa ferð sýndi ein- stakt smekkleysi og tillits-^ leysi við farþega las í dag- blöðum mikinn hluta tímans, sem við vorum þarna föst, og svaraði ungum manni skæt- ingi er hann vildi fá upplýs- ingar um töfina, og hvort von væri til að úr rættist. Þegar líkt stendur á og í þetta skipti og hríð byrgir alla útsýn fyrir farþegum, á bílstjóri að ’tilkynna farþegum í hátalara um orsakir stöð^/unarinnar og hvort von sé til að úr rætist fyrr eða síðar, það róar far- þegana og samband bílstjóra við fólkið verður nánara. Fjöldi bílstjóra sýnir mikinn dugnað í þessari slæmu færð sem nú er á vegunum og strætisvagnabílstjórar ekki síður en aðrir, þó vill það koma fyrir að misbrestir verði á þjónustu sumra þeirra, þannig að þeir nota ófærðina sem skálkaskjól til þess að vanrækja skyldur sínar við farþegana. Þannig hefur veðri verið háttað að undanfömu, að vegir hafa verið greiðfær- ir að morgni, snjónum hefur verið rutt af þeim að kvöld- inu og að nóttunni. Bílstjóri sá er hefur keyrt Vogavagn- inn að morgninum þessa síð- ustu viku janúar hefur kom- ið með hann í fyrstu ferð að morgninum um stundarfjórð- ungi seinna en vanalega. Þetta hefur þær afleiðingar, að fólk sem vinnur í atvinnu- fyrirtækjum í Vesturbænum og þarf að ganga í 12-15 mín. af Lækjartorgi og vestur í bæ kemur of seint til vinnu og tapar hluta af vinnudeginum fyrir þennan trassaskap ein- stakra bílstjóra. Að lokum eni það vinsamleg tilmæli okkar Vogabúa til forstjóra strætisvagnanna að hann láti okkur hafa einn vagn í við- bót; það þarf ekki að vera hraðferð, því Vogamir em eina bæjarhverfið, sem aðeins býr við hraðferðir, en vagn- arnir það fáir á þessari leið, að þeir halda mjög sjaldan áætlun, jafnvel þótt veðrið sé betra en það hefur verið að undanförnu. En á meðan ekki er hægt að bæta við vagni á Komið aftur TeppaíiU og einangrunarfilt • 140 em breitt, 32.00 pr. m. 3 ii n TOLEDO I n Fischersund Innilegt þakklœti til vina og vandamanna fyrir auðsýnda vinsemd með gjöfum, blómum, skeytum og heimsóknum á 70 ára afmæli mínu 2. þ.m. Friður og blessun fylgi ykkur til œviloka Jén Hafliðason Þessi mynd er ekki héðan eins og ætia mœiti, heldur frá Ástxalíu. Þar á nú að ríkja sól og sumar, og þáð álitu líka tveir ferðálangar sem lögðu upp í ferð á tveim Renault 4 cv. Þeir voru staddir í suðaströlsku ölpunum þegar skall á stórhríð. Yfirgáfu þeir bíla sína. En er verðinu slotaði snéru þeir aftur og fundu þá grafna í 2 m snjólagi. Bílamir voru nú grafnir upp og þar sem þessir litlu léttu vagnar vega aðeins 550 kg. voru ferða- langarnir ekki í vandrœðum með að aka áfram á ísnum, sem hafði lagzt yfir snjóinn. Þetta er hin ótrúlegasta frásögn, en sem sagt — ótrúlegt en satt!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.