Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7; febrúar: 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (5 250 þúsund ASsírhýar hafa Japanar óttast afJieiðingar af Frakkar hafa aSeins áft eitf svar við öllum kröfum þeirra um frelsi: ofbeldi „Stríðið í Alsír kostar Frakkland 1,5 milljarð iranka á hverjum degi, (um 70 milljónir íslenzkra króna). í landi okkar eru meira en 600 þúsund iranskir hermenn og sveitir úr her Atlanzbandalags- ins í Vestur-Þýzkalandi hafa jafnvel verið sendar gegn frelsisliðum okkar. Auk þess lokar nær allur iranski flotinn ströndum Alsír og meginhluti franska ílughersins tekur sem stendur þátt í bardögum gegn hersveitum okkar." Á þessa leið mæltist einum; f ulltrúa þjóðfrelsishreyfingar Serkja í Alsír, Abderrahaman Haley, í viðtali sem hann átti við blaðamenn í Kaupmanna- höfn skömmu fyrir helgina. Hann var þá á leið frá Sviss til New York sem fulltrúi í nefnd þeirri sem leggur kröf- ur Serkja fyrir SÞ, en umræð- ur um Alsírmálið hófust á alls- herjarþinginu á mánudaginn. Landarán Frakka. Haley rakti fyrir blaðamönn- uniun sögu hinnar frönsku ný- lendukúgunar, allt frá því að þeir lögðu undir sig landið 1830 til þessa dags. Afleiðing nýlendustjórnarinn-' ar hefur orðið sú að Frakkar hafa hrakið hina serlcnesku frumbyggja landsins af öllu bezta gróðurlandi í Alsír. 2.700. 000 hektarar frjósömustu hér- aða landsins eru í eign franskra manna, en eyðimörkin nær ein skilin eftir handa Serkjum. Frakkar hafa aldrei viljað fallast á að veita Serkjum jafn- rétti í stjórnmálum, enda þótt þeir séu 10 milljónir talsins, en hinir frönsku landnemar aðeins 800.000. 250,000 Serkir drepnir Haley lagði áherzlu á að Serkir hefðu um langt skeið reynt að vinna frelsi sitt með friðsamlegu móti og samning- um við Frakka. Því var svarað með handtökum allra sem leyfðu sér að ininnast á sjálf- stæði landsins. Þetta var á- stæða þess að þjóðfrelsishreyf- ing Serkja hóf uppreisn sína gegn hinni frönsku nýlendu- stjói-n 1. nóvember 1954. Haley sagði að Frakkar hefðu beitt öllum brögðum til að iuela niður frelsislireyfingu þjéðarinnar og á síðustu tveim ManorániS í Pól- laedi óupplýst Bogdan Piasecki, 16 ára gamall piltur, sem rænt var í Póllandi fyrir um hálfum mán- uði, er enn ekki kominn fram. Ræningjamir hafa krafizt 4.000 bandarískra dollara og 100.000 pólskra zloty í lausnargjald. Piiturinn er sonur kunns Pól- verja, Boleslaw Piasecki, for- manns kaþólskra samtaka. Gomulka, leiðtogi Verka- mannaflokksins, hefur heitið föður piltsins að allt verði gert til að hafa upp á syni hans. árum hefðu 250.000 serkneskir Alsírbúar verið drepnir og tug- þúsundir verið fangeisaðir. En andspyma fólksins hefði ekki verið brotin á bak aftur. Það hefði allsherjarverkfallið í vikunni sem leið sýnt bezt. Hin; frönsk stjómarvöld höfðu að- eins eitt svar við verkfallinu, ofbeldi. Lokaðar verzlanir voru brotnar upp og vopnuð lögregla flutti verkamenn nauðuga á vinnustaði. Kröfur Alsírbúa. Haley gerði grein fyrir þeim kröfum sem Alsírbúar leggja fyrir allsherjarþing SÞ. Hann sagði að ljóst væri að Frökk- um væri um megn að finna réttláta lausn á deilumálinu og það yrði ekki leyst án aðstoðar SÞ. Kröfur þjóðfrelsishreyfing- arinnar væru þessar: 1. Viðurkennt sé að Alsír- búar séu þjóð, sem hafi kröfu til sjálfsákvörðunarréttar. 2. Allir Alsírbúar verði jafn- réttháir gagnvart lögunum, hver sem uppruni þeirra er. 3. Alsír verði viðurkennt sem fullvalda lýðveldi, sem stjórnað sé samkvæmt þjóðarviljanum. 4. Mynduð verði bráðabirgða-1 stjórn með samkomulagi við þjóðfrelsishreyfingu Alsír. 5. Allir Alsírbúar skulu hafa sama og jafnan rétt við beinar kosningar til stjórnlagaþings. Ríkisstjórn sem það þing felur völdin skal síðar semja um samband Alsír við franska lýð- veldið. vetnissprengingu Breta í vor Japanska stjórnln hefur mótmælt vetnissprengjutil- raun Breta á Kyrrahafi sem gera á í vor, og hefur áður verið sagt frá þeim mótmælum hér í blaðinu. Mótmælin eru studd ýmsum veigamiklum rökum. Hafstraumar og vindar ber- ast beint frá fyrirhuguðum sprengingarstað á Jólaey til Japans, um 5000 km leið. Jap- anar halda fram að tilraunirn- ar muni stofna heilsu þeirra 1 voða, skaða fiskimenn og skemma uppskeru. FramleiSslan óx um 11% Iðnaðarframleiðslan í Sov- étríkjunum óx um 11% á síðasta ári og var það held- ur meiri aukning en gert hafði verið ráð fyrir í áætl- 1 uninni fyrir það ár. Þessi aukning er meiri en öll ár- Ieg iðnaðarframleiðsla Rúss- lands fyrir októberbylting- una. Samtök japanskra túnfiski- manna telja að þeir muni verða fyrir um 100 milljón króna tjóni, ef skip þeirra verða úti- lokuð frá hættusvæðinu á Kyrrahafi meðan á tilraunun- um stendur. Margir þeirra eru þegar teknir að sækja á önnur mið í Indlandshafi. Talsmaður japanskra útvegs- manna segir að búast megi við miklu fjárhagstjóni af spreng- ingunum vegna lækkaðs fisk- verðs og skemmda á afla vegna geislaverkunar. Hann hefur skýrt frá því, að eftir vetnistilraunir Bandaríkja- manna á Bikini árið 1954 hafi heilbrigðismálaráðuneyti . Jap- ans látið henda um 500 lestum af geislavirkum fiski. Mikið úrfelli. Samband japanskra stúdenta hefur einnig sent Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, skeyti og krafizt þess að hætt verði við tilraunirnar. Dr. Yosho Hiyama, sem starf- ar við Tokioháskóla og rann- sakaði á sínum tíma áhrif Bik- inisprenginganna, hefur sagt að ef sprengingarnar verði við sjávarmál muni þær áreiðan- lega eitra hafstraumana, en geislavirkt úrfelli muni verða afleiðing sprenginga hátt í lofti. Gúmískóféstimöur í f§Mbreyttu úrvali Fyrir karla, kveníólk og börn H E C T 0 R, Laugaveg 11 SKÓBÚBIN. Spítalastíg 10 Þetta er ekki ný.tegund af rakspegli, heldur mikilvœgur spegill í „turnkíkinum“ sem notaöur verður við athug- anir á fyrirbœrum á sólinni. Stjörnufræðingar búa sig undir alþjoðajarðeðlisfræðiárið Um allan heim búa stjörnu- fræðingar og aðrir vísinda- menn sig af kappi undir hið alþjóðlega jarðeðlisfi’æðiár, sem hefjast á í júlí í sumar. Sternbergstofnunin í Sovét- ríkjunum er ein þeirra fjöl- mörgu stjörnuathuganastöðva sem tekur þátt í visindarann- sóknum sem eru þær víðtæk- ustu sem nokkru sinni hafa verið gerðar á alþjóðlegum grundvelli. Höfuðverkefni henn- ar verður að rannsaka snún- ing jarðarinnar um sjálfa sig, en hún mun auk þess taka þátt í mörgum rannsóknum. í því skyni hefur verið byggður svo- nefndur „turnkíkir" og verður hann notaður við rannsóknir á ýmsum fyrirbærum á sólinni, m.a. á sólblettunum, og sam- bandinu milli þeirra og fyrir- bæra í gufuhvolfi jarðar, út- varpstruflana og veðrabrigða Stofnunin mun einnig senda út ýmsa leiðangra til rann- sókna bæði á landi og sjó. Málmhvelfingin opnast og hinn mikli kíkir, einn sá stœrsti í heiminum af þessari gerð, er stilltur. Athugana- stöðin er uppi á fjallstindi og stjörnufrœðingarnir verða pví að vera vel búnir; vettlingana verða þeir þó að taka af sér.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.