Þjóðviljinn - 07.02.1957, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Qupperneq 11
Fimmtudagur 7. febrúar 1957 — ÞJÖÐVILJINN — (H iinllkþáftnr FYRIRHEITNA LANDIÐ Meifil Shiits 1. dagur ÞaÖ er margt í iörum jarðar sem kemur geigerteljara á hreyfingu. Jafnvel olíufyrirbrigöi í holrúmi milli salt- laga djúpt undir yfirboröi jaröar getur haft veik áhrif á geigerteljarann. Stanton Laird var staddur í skrifstofu á átjándu hæð Topex byggingarinnar 1 Cedar stræti í New York, þar sem Topeka rannsóknarfélagiö h.f. hefur aösetur. Stant- on vissi mætavel aö framlag hans, pegar hann rann- sakaöi geislaverkanir við tilraunaboi anirnar viö Abu Quaiyah, haföi sparað Topex mikla fjárupphæð. Land- skjálftamælingarnar höfðu stytzt um margar vikur og það hafði aftur gert það aö verkum aö raunvenileg olíuframleiösla hófst þeim mun fyrr í þriðju borholu. Hann hafði þegar útskýrt máliö fyrir herra Johnson í langri skýrslu. Sveittum, hrjúfum hóndum haföi hann skrifaö á ritvél í skýli sínu viö borturninn í arabísku eyöimörkinni. í skýlinu höfðu auk hans verkamennim- ir veriö til húsa, og meðan hann sat og skrifaði haföi hann vitaö meö sjálfum sér, aö herra Johnson yrði of önnum kafinn til aö kynna sér skýrsluna þegar hún kæmist á leiöarenda. Stanton gat í bezta. lagi gert sér vonir um aö herra Johnson fletti henni lauslega ög léti sér nægja aö kynna sér niðurstööurnar vandlega. Og þaö var einmitt þetta sem herra Johnson haföi gert, og síðan haföi hann reyndar gleymt ollum smáatriðum. Eftir var aðeins óljóst hugboö uin að Stanton Laird væri duglegur ungur maöur, sem geroi meira en kvarta undan hitanum, heldur sinnti starfi sinu. Herra Johnson sagöi fátt meðan ungi maöurinn tal- aði. Af þeirri einföldu ástæðu að hann var ekki viss í sinni sök. Eins og allir olíuforstjórar kunni hann í stór- um dráttum skil á borunartækni, en hann hafði aldrei lært jaröfræöi. Fyrir fjörutíu árum haföi hann 'gengið inn í olíufélagiö sem lífefnafræöingur en nú haföi hann veriö í stjórn Topex í mörg ár og helmingurinn af efna- fræöinni hafði síazt burt úr heila hvns. Það sem eftir var var einnig hálfvegis gleymt. Þegar hann talaði við unga menntamenn sem unnu undir stjórn hans, notaöi hqnn sérstaka tækni, sem hann haföi þjálfaö með séi smátt og smátt. Hann lét þá bara tala og lét sér nægja aö halla sér aftur á bak í stólnum og hlusta. Ööru hverju uppörvaði hann þá með því aö segja „já, ein- mitt“, eða „þetta lætur skynsamlega í eyrum“, eöa þá hann sagði: „Dr. Streeter var aö vinna viö þetta sama i fyrrahaust; þér ættuö aö tala um þetta við hann.“ Á þennan hátt lét hann í þaö skina aö hann hefði vit á því sem Stanton Laird var aö tala um, meðar hann undir niöri myndaöi sér skoöanir á þessum ungs manni og setti á sig mikilvægar uppiysingar, sem síö- aiTneir yröu til aö ákveöa framtíð Stantons hjá Topex- félaginu. Margra ára æfing hafði gert hann svo leikinr í aö skjóta athugasemdum sínum iiin á réttum stöð- um, að Stanton hélt í raun og veru aö hinar nákvæmu tæknilegu útskýringar hans heföu haft hagstæð áhrii á húsbóndann. Þaö var reyndar rétt hjá honum, en þc ekki á þann hátt sem hann hélt. Tækni hafði ekki mikla þýöingu fyrir herra Johnson, því aö hann skildi hana ekki til fulls, en á hinn bóginn skipti það hann miklu máli, á hvern hátt jarðfræöingurinn talaöi máli sínu og hvernig afstaöa hans gagnvart fyriitækinu var. Loks leit herra Johnson á klukkuna. Tíu mínútur yfir tólf. Hann batt endi á samtaliö og sagði: „Ættum við ekki aö fá okkur eitthvaö aö boröa. Á hvaöa gistihúsi búið þér?“ „Eg kom töskum mínum fyrir í geymslu," svaraöi ungi maðurinn. „Vinur minn hefur íbúö í Peter Cooper Village. Eg hringi til hans seinna og spyr hvort hann geti hýst mig.“ „Komuð þér ekki í gær?“ Stanton hristi höfuöiö. „Okkur seinkaði um tuttugu tíma í Lissabon. Þeir uröu að skipta um hreyfil i flug- vélinni." Herra Johnson virti unga jaröfræöinginn fyrir sér. Laird vai’ fölleitur, ungur maöur meö ljóst, stuttklippt hár og litlausa vanga. Þriggja ára dvöl í Arabiu haföi gefiö honum gileitan hörundslit, en hann var ekki beinlínis útitekinn.' Hann virtist fullorönari og öruggari fasi en síðast er hann sat í þessum sama stól. En hann var ekki beinlínis hraustlegur. Ef Iil vill var hann þreyttur. „Hvenær lentuö þér?“ „Um áttaleytiö,“ svaraði ungi maöurinn. „Eg fór í steypibaö á flugvellinum og ók svo beiht til borgarimiar a eftir.“ „Gátuö þér sofið nokkuö í vélinni?" „Ekki mikiö.“ Hen-a Johnson þrýsti á hnapp utaná skrifborð'inu og þegar ung grönn og snyrtileg stúlka birtist, sagði hann: ..Sharon, hringdu í klúbbinn og segðu aö ég komi með gest í hádegisverö. Borð handa tveimur. Við komum þangaö eftir andartak.“ Stanton Laird skotraöi augunum á einkaritarann. Það'fór ekki framhjá forstjóranum. Þrjú ái i Arabíu voru sjálfsagt erfiö ungum manni. Þegar stúlkan var farin sagði herra Johnson: „Er heilsan í sæmilegu lagi?“ „Já, ágætu. Manni er óhætt ef maöur fylgir reglun- um. En ég er feginn aö vera kominn frá Arabíu áöur en mestu hitamir byrja.“ Forstjórinn kinkaöi kolli. „Þrjú sumur eru alveg nóg.“ Júlísólin skein gegnum sóltjöldin. „YÖur f-innst víst ekki sérlegá heitt héma.“ Ungi maöurinn brosti. „Það er rakc hérna miöaö við Arabíu. Eg myndi ekki kæra mig um að vinna hérna heilt sumar.“ „ÞaÖ verðum viö allir aö gera, ef heppnin er með okkur,“ sagöi herra Johnson. „Og eí heppnin er ekki meö okkur fáum við benzínstöð til aö stjórna. Og reynd- ar er margt verra en þaö. Mér dettur þaö oft í hug þeg- ai' ég ek frá Norwalk í ágúst, þegar hitinn er yfir fjörutíu stig.“ Hann reis á fætur. „Við skulum koma og fá okkur aö borða. Hvaö eigið þér langt leyfi inni? Tíu vikur?“ Nælonpelsar i stóriim stíl Minningarsjoður Jón Þorlákssonar Sjóður þessi var stofnaður með 50 þús. kr. höfuðstóli á 75. afmælisdegi Jóns Þorlákssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, 3. marz 1952. Stofnendur sjóðsins voru frú Ingibjörg Claessen Þor- iáksson og kjördætur hennar, frú Anna Margrét Hjartardóttir og Elín Kristín Halldórsson. Nú nýlega (2. febrúar) af- henti firmað J. Þorláksson & Norðmann háskólarektori 25 þús. kr. gjöf í sjóðinn, af því tilefni, að þá voru liðin 40 ár frá stofnun fyrirtækisins. Sjóðnum er ætlað að styrkja nemendur í verkfræðisdeild Há- skóla íslands, svo og þá, sem lokið hafa fyrra hluta prófi í deildinni og halda áfram námi erlendis, en stúdentar ættaðir úr Húnavatnssýslu og Skaga- fjarðarsýslu ganga fyrir að öðru jöfnu. Næst verður veitt úr jsóðn- um 3. marz. Umsóknir um styrk skal senda skrifstofu Háskól- ans fyrir febrúarlok. * ' UTBREIÐIÐ i-* * * ÞJÓDVU TANN ‘RÚLOFUNARHRIN GIR 18 og 14 karata. Fjölbreytt úrval af STEINHRINGUM — Póstsendum — Nælonpelsar eru ekki lengur nýir af nálinni, en aftur 4 móti koma nú svo margar nýj- ar og skemmtilegar útgáfur af þeim, að hætta þykir á að þeir nái meiri útbreiðslu en raun- verulegar loðkápur. Nælonþels- ar hafa marga kosti, fyrst og fremst er verðið á þeim skikkanlegt, hægt er að fá góða og fallega nælonpelsa á sama verði og allra ódýrustu skinn- pelsa. Við þetta bætist að næl- onpelsar eru sterkir, þeir þola rigningu, mölur vinnur ekki á þeim. Rosknar konur sem eiga erfitt með að vera í þungri kápu eða þungum pels verða hrifnar af því hvað nælonpels- inn er léttur. Þeir eru fram leiddir í öllum mögulegum lit- um. Reyndar eru ljósu pels- arnir mjög viðkvæmir fyrir ó- hreinindum og sagt er að dökk- brúnu pelsarnir upplitist dá- lítið, og því er taiið skynsam legast að velja milliliti, svo sem dökkdrapp eða millibrúnt. Seljum prjónavönir Með niðursettu verði. í dag og næstu daga nna Þórðardóttir h.í. Skólavörðustíg 3 iMDii*>BaBBaBa«a*Baa.Bai.aiaMaaBaa>a Takið snúruna úr sambandi! enjið ykkur á að taka snúr- á strokjárninu úr sam- di þegar þið eruð búnar að a það. Það er ekki nóg að ckva á járninu sjálfu eða á gslökkvaranum, — það get- hæglega komið fyrir að ein- r kveiki óvart á því aftur það getur haft eldsvoða í __með sér. Mjólkin sem ný í tíu daga Vísindamenn við stærstu kjarnorkurannsóknarstöð Eng- lands í Hanvell, hafa uppgöt- vað að mjólk sem meðhí'ndluð er með geislaverkun, helzt al- gerlega fersk í 10 daga án þess að missa nokkuð af bragði sínu. Rannsóknum er enn ekki lokið, en gert er ráð fyrir, að eftir tvö til fimm ár þurfi húsmæð- ur ekki að kaupa nýmjólk nema. einu sinni í viku. ... ...... ÚUceíandi: Samcinlngarflokkur aiþýíu - Sósialistaflokkurinn. - RitsUórar: Magirús K.tarlans.soa DIOÐwiIrllRVIV ítAb ), .Sieurtfvr OuSimmdason. - Fréttarit«U6ri: Jdn Biamason. - BlaSamenn: Ásmunctur sigur- » ióhsson. OuSmundur ViBfúSson. Ivar H. JSnsson, Masnús Torfi Ólafsson. Sigurión Jóhannsson. — Auglí-slhtrtistJSfl: <JuS«slr'Maenflsson. - Rlt&Óóm, afgrciísla, auglýslngar, preötsmlSja: SkólavörSUstíg 19. - Bimi' 7800 (3 linur). — Áskriftarvcro kr. 25 ó mán. í RcykJavík og nágrenni: kr. 22 annarsstaSar. - Lausasöluv. kr. 1. Prontsm. Þjóðvtljans.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.