Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 9
Islandsmetin í sundi StaSfest íslandsmet karla í sundi í. janúar 1957: SKRIÐSUND: 50 m 26,3 sek. Pétur Kristjánsson Á, 22. marz 1954 100 m 58,9 sek. Pétur Kristjánsson Á, 20. nóv. 1956 200 m 2:19,0 mín. Ari Guðmundsson Æl, 29. júní 1955 2:19,0 mín. Pétur Kristjánsson Á, 29. júlí 1955 2:19,0 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 26. nóv. 1956 £00 m. 3:40,4 mín. Ari Guðmundsson Æ, 29. júlí 1955 <ÍO0 m 4:55,3 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 21. nóv. 1956 500 m 6:24,0 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 29. júli 1955 £00 m. 10:26,9 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 20. júlí 1955 5000 m 13:09,8 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 30. júní 1955 1500' m 19:52,4 mín. Helgi Sigurðsson Æ, 30. júní 1955 B A K S U N D : 50 m 33,0 sek. Ólafur Guðmundsson, Haukar, 10. nóv. 1954 300 m 1:14,3 mín. Jón Helgason ÍA, 25. marz 1954 200 m 2:45,0 mín. Hörður Jóhannessón Æ, 9. febr. 1950 400 m. 5:50,0 mín. Hörður Jóhannesson Æ, 22. marz 1951 BRINGUSUND: B0 m 33,6 sek. Þorgeir Ólafsson Á, 26. nóv. 1956 100 m 1:14,7 mín. Þorgeir Ólafsson Á, 21. nóv. 1956 200 m 2:42,6 mín. Sigurður Jónsson HSÞ, 18. júlí 1949 400 m 5:51,3 mín. Sigurður Jónsson HSÞ, 1. apríl 1949 500 m 7:54,0 mín. Sigurður Sigurðsson ÍA, 28. apríl 1956 1000 m 17:25,2 mín. Sigurður Jónsson HSÞ, 7. júlí 1946 FLUGSUND: öö m 30,9 sek. Pétur Kristjánsson Á, 20. nóv. 1956 300 m 1,10,8 mín. Pétur Kristjánsson Á, 21. nóv. 1956 200 m 3:04,8 mín. Ólafur Guðmundsson ÍR, 29. apríl 1948 Fimmtudagur 7. febrúar 1957 — ÞJÓÐVILJINN — (# ERLENÐ TfÐIXDI B O Ð S U N D : Þrísund: SX501 m 1:37,4 mín. Ægir, (Hörður Jóh. Elías Guðm., Ari Guðm.), 22. marz 1951 SXIOO m 3:40.0 mín. Ægir, (Hörður Jóh., Elias Guðm., Ari Guðm.), 14. marz 1951 SX100-m 3:36,6 mín. Landssveit, (Hörður Jóh., Sig. Jónss. SSÞ, Ari Guðm.), 21. ágúst 1949 Fjórsund: 4X50 m 2:09,4 mín. Ármann, (Guðj. Þór., Pétur Kr., Þorg. Ól., Ól. Guðm.), 20. nóv. 1956 4X50 m 2:04,8 mín. Landssveit, (Ari Guðm., Pétur Kr., Þorg. Ól, Gylfi Guðm.), 26. nóv. 1956 4X100 m 5:01,4 min. Ægir, (Hörður Jóh., Sig. Þork., Elías Guðm., Ari Guðm.), 16. apríl 1951 4X100 m 4:56,9 mín. Landssveit, (Ari Guðm. Þorst. Löve, Pétur Kr,, Gylfi Guðm.), 18. apríl 1955 Skrrðsund: 4X50 m '1:52,1 mín. Ármann, (Ól. Diðr., Rúnar Hj., Theód. Diðr., Pétur Kr.), 22. febr. 1951 4X100 m 4:20,2 mín. Ármann, (Ól. Diðr., Rúnar Hj., Theód. Diðr., Pétur Kr.), 2. nóv. 1950 4 X 200 m 10:04,4 mín. Ægir, (Ari Guðm., Hdgi Sig., Þórir Arinb., Hörður Jóh.), 20. apríl 1951 4X206 m 9:19,7 mín. Landssveit, (Ari Guðm„ Gylfi Guðm., Helgi Sig., Pétur Kr.), 28.. júní 1955 3ringusun.d,: 4X50, m 2; 20,7 min. Ármann, (Pétur Kr., Einar Kristinss., Þorg, Ól., Ól. Guðm.), 21. nóv. 1956 4X100 m 5:28,4 mín. ÍR, (Sig. Helgas., Ól. Guðm., Atli St„, Guðm, Ingólfss.), 12. febr. 1948 4X100 m 5:27,0 mín. Landssveit, (R. Vignir, Atli St., Guðm. Guðj., Sig. Jónss KR.), 27. sept. 1951 Flugsund: 4 X 50 m 2:12,7 mín. Ægir, (Ari Guðm., Þórir Jóh., Elías Guðm., Guðj, Sigurbj.), 25. marz 1956. Honved hefndi sín á Flamenso Eins og frá var sagt fyrir nokkru hér á íþróttasíðunni, tapaði Honved fyrsta leik sín- um við Flamengo 6:4. Þessi lið áttust við aftur og þá fóru leikar þannig að Honved vann með 6:4. Leikurinn við Boda- fogo var ekki 2:1 fyrir Hon- ved eins og sagt var heldur 4:2. Honved-liðið, för þess til Suður-Ameríku og leikir þeir, sem ekki er leyfi fyrir, er stöðugt umtalsefni blaða. FIFA hefur ekki tekið málið fyr- ir ennþá. Bæði FIFA og brasil- íska sambandið studdu á sín- um tíma leikbannið sem ung- verska sambandið sendi út. 1 London benda knattspyrnu- sérfræðingar á að þetta kunni að þýða það, að FIFA taki því aðeins afstöðu til málsins að ný ósk komi um það frá ung- verska sambandinu eða frá sambandinu í Brasilíu. Komi kæra frá Ungverjalandi verður FIFA að taka málið fyrir. Menn vilja ekki ræða opinber- lega hvað FIFA muni gera. Á það er bent að færi svo að FIFA sinnti ekki mótmælum frá Ungverjum, muni það hafa í för með sér að Austur-Evr- ópulöndin gangi úr FTFA. Er allstaðar fylgzt með málinu af mikilli eftirvæntingu í röðum knattspy r numanna. Heima í Ungverjalandi hefur komið nokkur beizkja útí lið- ið og þá ekki sízt gegn þeim Puskas, sem er fyrirliði á leik- velli, og svo leiðtoga liðsins og þjálfara, Östrreicher. Kalla menn félagið „Östrreicher og Puskas-firmað“. Er talað um að Puskas sé hnignandi stjarna. Liðið í heild er einnig sakað um að reyna að njóta hagnað- ar af fyrri frægð. Einn fulltrúinn í úrtöku- nefndinni í Ungverjalandi, Mar- ton Bukovi, hefur nýlega látið í ljós þá skoðun að sambandið gerði ekki ráð fyrir að þeir Puskas, Kocsis og Boszik kæmu heim með Honved-liðinu. Gerði hann ráð fyrir að valið yrði alveg nýtt landslið, sem aðal- lega mundi skipað mönnum úr félögunum M. T. K., Vasas og Varos. Framhald af 6. síðu. því að komast hjá að taka skýra afstöðu til styrjaldar- innar í Alsír. Dulles utanrík- isráðherra sagði í fyrradag, að vonandi kæmi ekki til þess að nein ályktun um málið yrði borin undir atkvæði á þingi SÞ. Vitað er að ríki Asíu og Afríku hafa ákveðið að leggja til, að þingið skori á Frakk- land að viðurkenna sjálfsá- kvörðunarrétt Alsírbúa og taka upp friðarsamninga við leitoga sjálfstæðishrej’fingar Serkja. Bandamenn Frakka í Vestur-Evrópu munu leggja til að þeirri tillögu verði vísað frá og engin samþykkt gerð í Alsírmálinu. Þegar atkvæði verða greidd eru afdrif til- lagnanna komin undir afstöðu fullrtúa ríkjanna í rómönsku Ameríku, tuttugu talsins. Bandaríkjastjórn ræður at- kvæðum flestra þessara full- trúa þegar hún vill. Tryggi Ameríkuríkin frávísunartillög- unni sigur er ijóst, að Banda- ríkjastjórn þykir óráðlegt að þjarma að Frökkum að sinni. Nái hinsvegar tillaga Asíu- og Afríkuríkjanna fram að ganga er engum blöðum lengur um það að fletta að Bandaríkja- menn hafa ákveðið að láta einskis ófreistað til að koma sér í mjúkinn hjá þeim. |7ýpurmálið er jafnvel enn tengdara framtíð A- bandalagsins en stríðið í Alsír. Þrjú af aðildarríkjum banda- lagsins eru komin í hár saman út af Kýpur. Bretar hafa hvað eftir annað gefið Grikkj- um ádrátt um að leyfa Kýpur, þar sem fjórir af hverjum fimm eyjarskeggjum era grískumælandi, að sameinast móðurlandinu. Þegar á hefur átt að herða hafa Bretar jafn- an farið undan í flæmingi og ekkert orðið úr efndum. Nú er svo komið að Bretar og Grikkir berast á banaspjót á Kýpur og heima í Grikk- landi magnast stöðugt gremja og hatur , garð Breta vegna aðfara þeirra á Kýpur. Ofatt á þetta hætist að fyrir til- verknað Breta hefur þriðja A- bandalagsríkið Tyrkland, flækzt í málið. Til þess að styrkja aðstöðu sína gagnvart Grikkjum hefur berzka stjórn- in hvatt Tyrki til að láta sig mál Kýpur sem mest skipta, en fimmtungur eyjarskeggja er af tyrkneskum ættum. Tyrkir krefjast þess, að e£ nokkur breyting verði gerð á réttarstöðu Kýpur heri að leggja hana undir Tyrkland. Að dómi C. L. Sulzbergers, yfirmanns fréttaritara New York Times utan Bandaríkj- anna, eru Grikkir „staðráðnir í að leggjá eyjuna við land sitt. Að öllum líkindum mumi þeir ekki horfa í að leggja A-handalagið í rúst .... til að hafa sitt mál fram Kalda stríðið milli Tyrkja og Grikkja harðnar stöðugt. í fyrra tókst Vesturveldunum að hindra að þing SÞ tæki Kýpurmálið til umræðu, ett nú er það komið á dagskrána, Sulzherger skorar á Banda- ríkjastjórn að beita sér fyrir að málið verði tekið út af dag- skrá „áður en Rússar og Bandungríkin svonefndu taka það upp á arma sína.“ M.T.Ö. FACOSNIÐ - FACOSNIÐ - FACOSNIÐ - FACOSNIÐ o Molskinnsjakkar U á drengi og fnllorðna <£ Allar stærðir. Sendwn gegn póstkröfu Ubi Verzlunin F K C 0, Laugaveg 37. — Sími 81777 Átján ára eftir- maður J. Lasidvs 1 frétt frá Ástralíu segir frá því að 18 ára unglingur, Herb Elliott, hafi hlaupið eina enska mílu á 4,08,0. Þessi árangur hans er nýtt Ástraiíumet, en það var 8/10 lakara en hið nýja met Elliots. Fyrir ári varð hann fyrir þvi óhappi að pianó datt ofan á fótinn á hon- um og meiddist hvo að hann varð að halda kyrru fyrir um nokkurt skeið. Margir álíta að hann verði eftirmaður John Landy á millivegalengdum. IITSVOR 1957 Bæjarstjóm Reykjavíkur hefur ákveðið skv. venju aö iijnheimta fyrlrjram upp í útsvör 1957, sem svarar helmingi útsvars hvers gjaldanda áriö 1956. Fyrirframgreiösluna ber að greiöa með 4 afborgunum og em gjalddagar i. marz, 1. apríl 1. mai og 1. júní, sem næst 12V2 af útsvari 1956 hverju sinni, þó svo að greiöslur standi jafnan á heilum eöa hálfurn tug króna. Reykjavík, 6. febrúar 1957 iaaaBHiiMBaaBaaaBmaaaaaaauaBHMaBaBB:

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.