Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 10
ÍO) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. febrúar 1957 Ræða Hannibals Valdimarss. hækkanir á ýmsum vörum vegna aðgerða stjórnarinnar í efnahagsmálum? Jú, vissulega verður ekki hjá því komizt. Enginn getur tekið á þriðja hundrað milljóna án þess að það segi til sín emhvers staðar í verðlaginu. En þær hækkan- ír, sem hér á eftir koma, munu falla inn í vísitöluna, því að vísitölufestingin gilti aðeins til seinustu áramóta. Það er þá iíka staðfast áform ríkisstjórn- arinnar, að gera allt sem í hennar valdi stendur til að draga úr verðhækkunum. Það getur t. d. ekki farið fram hjá mönnum, að strax daginn eftir að lögin um innflutningssjóð voru sett, auglýsti innflutnings- skrifstofan iækkun á heildsöul- álagningu á fjölda vara, sem nam um 30—70 prósent. Heildsöluálagning á rúg- mjöli, hveiti, . haframjöli, sigtinrjöli, fóðurmjöli, fóður- korni, molasykri, kartöflu- mjöli, hrísmjöli, hrísgrjónum, baunum, sagógrjónuin og sagómjöli, lækkaði t. d. sam- kv. þessari tilkynningu um 30 prósent. Á þurrkuðum á- vöxtum lækkaði heildsöluá- lagningin um 70%. Á hafra- mjöii, hrísgrjónum og baun- um í pökkum um 60%. Á öll- um öðrum nýlenduvörum um ca 67%. Heildsöluálagning á lérefti, sirsi, flóneli og tvist- taui lækkaði um 50%. Á karl- mannafataefnum, frakkaefn- um, dragtaefnum, liúsgagnaá- klæði, gólfdreglum, gólftepp- um, prjónagarni o. fl. um 50 —60%. Frakkar, kápur, blúss- ur og unglingafatnaður uni 60%. Gúmmístígvél og skó- fatnaður um 60%. Leir- og glervörur um 50%. Önnur búsáhöld, borðbúnaður, hand- verkfæri, burstavörur o. fl. um 50%. Og lieildsöluálagn- ing af rafmagnsvörum lækk- aði um 65 prósent. Þetta voru fyrstu aðgerðim- ar til viðnáms hækkandi verð- lagi. Nú er unnið af kappi að því að koma á almennum verð- lagsákvæðum, og smásöluá- lagningin verður endurskoðuð á sama hátt og heildsöluálagn- ingin. Landinu verður skipt í allmörg afmörkuð verðlags- svæði. Verðgæzlumaður verður skipaður fyrir hvert svæði, og öll verkalýðsfélög landsins eru beðin að kjósa fulltrúa sem vaki yfir verðlagsmálunum á sínu félagssvæði, og hafi síðan náið samstarf við verðgæzlu- mann svæðisins og við verð- lagsstjóra, ef ástæða þykir til. Þannig höfum við hugsað okk- ur að búast til varnar í þess- um málum. Tröllasögur þær, sem ihalds- blöðin ástunda nú daglega að breiða út um yfirvofandi verð- hækkanir, eru sem betur fer staðlausir stafir. Sumpart eru þær blátt áfram liugsaðar sem sölubrellur til þess að skapa kaupæð' og reyna að koma út gömlum birgðum lélegra vara. Á þeim sögum er því hæfilegt mark takandi. En því getur í- haldið ekki beðið eftir raun- veruleikanum? Óttast það kannski að stjórninni kunni að takast að halda dýrtíðinni að mestu í skefjum, þrátt fyrir . syndagjöldin, sem greiða varð vegna íhaldsstjórnarfarsins. Al- þýpa landsins mun a. m. k. ekki tryllast af grýlusögum íhalds- ins í verðlagsmálum. Hún mun bíða raunveruleikans og verða framvegis sem hingað til traustur bandamaður ríkis- stjórnarinnar í baráttunni gegn ' dýrtíð og verðbólgu. Það vita alþýðustéttirnar vel, að góður árangur í þessum málum er þeirra mesta hagsmunamál og jafnframt hin bezta þjónusta við atvinnulífið eins og nú er háttað málum. ^ Þeira væri hollt að líta í eigin barm. En hvernig er það? Langar ekki hv. hlustendur til að fá að heyra um úrræði íhaldsins í dýrtíðar- og efnahagsmálum? Og hvernig stendur á þvi, að hvorugur málsvari íhaldsins í þessum umræðum hefur gert nokkar minnstu grein fyrir þeim bjargráðum? Það er væg- ast sagt aum frammistaða, sem áreiðanlega verður tekið eftir í þessum umræðum. Formælendur Sjálfstæðis- flokksins hafa í kvöld verið að fárast yfir tekjuöflun ríkis- stjórnarinnar til þess að fyrir- byggja stöðvun atvinnulífsins. En ég spyr, væri þeim ekki sjálfum holt að líta í eigin barm og minnast þess, að í fyrra hækkuðu íhaldsstjórn- endur Reykjavíkurbæjar út- svörin um 47 millj. króna upp í 165 milljónir. Og núna rétt fyrir jólin tilkynntu þeir og á- kváðu, að útsvörin skyldu nú í ár verða 200 milljónir. Það var þeirra jólagjöf. Veit þó enginn, að það sé vegna nokk- urs annars heldur en aukinna rekstursútgjalda við bæjar- báknið. Frýjuorð Sjálfstæðismanna út af frestun uppsagnar á her- verndarsamningnum læt ég mér í léttu rúmi liggja. Al- þýðubandalagið taldi aðstæður ekki heppilegar eins og á stóð í nóvembermánuði til þess að taka upp . samninga um brott- för hersins.. Við kusum því heldur að fresta samningnum fyrst um. sinn., Hitt er skiljan- legt, að hernámsflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn vilji helzt velja til slíkra samninga sem óhagstæðastan tima fyr- ir íslendinga. Varanlegt her- nám er þeirra áhugamál, og er engu líkara en að þeir sjálf- ir líti á sig sem umboðsmenn fyrir kaupmenn dauðans og hervaldssinnana í heiminum. Endurskoðun verður áreiðan- lega tekin upp, þegar aðstæður batna, og ekki er annað vitað en að stjórnin sé öll sammála urn að ganga fast eftir því lof- orði, að hér skuli ekki vera her á friðartímum, Ríkisstjórn Ólafs Thors vann það afrek að kaupa engan tog- ara til landsins á s.l. átta ár- um, en kaupa inn a. m. k. 5 þús. bíla á sama tíma. Slík stjórn fékk auðvitað hvergi lán erlendis. Nú hafa verið á- kveðin kaup sex allstórra vél- skipa og 15 togara, en dregið verður aftur úr innflutningi bíla. Verið er að afla lánsfjár til framhaldsvirkjunar Sogsins, og lokið verður byggingu orku- veranna á Austfjörðum og Vestfjörðum um næstu áramót. Skemmtigarðarinn TfVOLÍ tekur til starfa um miðjan maí. — Ákveðið hefur verið, að leigja út tæki þau, sem fyrir eru í garð- inum, svo og sælgætissölu þar. Þeir, sem áhuga kynnu að hafa á þessu, sendi nöfn sín í pósthólf 368. Jafnframt geta þeir, sem kynnu að vilja koma fyrir og reka ný tæki í garðinum eða aðra skemmtistarfsemi, sent nöfn sín í pósthólf 368, fyrir 20. febrúar. AUGLYSING Irá Kaupfélagi Skaftfellinga, Vík, um áætlunarferðir sérleyfisbifreiða, á leiðinni Reykjavík til Víkur. — Frá 1. febr. til 10. maí 1957 verður ferðum hagað þannig; Frá Reykjavík: Þriðjudaga, fimmtudaga og laug- ardaga kl. 10 f.h. Frá Vík; Miðvikudaga og föstudaga kl. 10 f.h. og sunnudaga kl. 1 e.h. Afgreiðsla í Reykjavík hjá Bifrtiðastöð íslands, í Vík hjá Kaupfélagi Skaftfellinga. Sj'ál/túsancU Söliiturninn við Arnarhól Kaupfélag Skaftfellinga. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 102., og 104. tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1956 og 1. tbl. 1957 á húseigninni Hvammsgeröi 5, hér í bænum, taiin eign Kristins j Helgasonar, fer fram eftir kröfu Árna Guðjóns- : sonar hdl., á eigninni sjálfii þriðjudaginn 13. febrúar 1957 kl. 3.30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík: Nauðungaruppboð ■ ■ sem auglýst var í 102.,og 104. tbl. Lögbirtinga- : blaðsins 1956 og 1. tbl. 1957, á bíóhúsi viö Mela- veg, talin eign Trípolíbíós, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudaginn 14. febrúar 1957 kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. j ... . ! ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•• ------------------------'J-WIX. Byggingu sementsverksmiðj- unnar verður að sjálfsögðt hraðað. •jkr Ekkert vinnuafl aflögu til hernaðar- frarakvæmda. Þessar og ótalmargar fram- kvæmdir kalla á meira vinnu- afl en við höfum yfir að ráða. Á togurum okkar er enn sem fyrr mikið af færeyskum sjó- mönnum. Landbúnaðurinn ræð- ur nú til sín erlent vinnuafl í vaxandi mæli, og nú er í fyrsta sinn flutt inn erlent kvenfólk til vinnu í hraðfrystihúsum. Af þessu er bert, að við höf- um ekkert vinnuafl aflögu til hernaðarframkvæmda. Atvinnuleysi þarf því enginn að kvíða, og stóraukin þjóðar- framleiðsla mun tryggja vinnu- stéttunum bætt lífskjör, ef okk- ur aðeins tekst að hamla gegn vaxandi dýrtíð. í samræmi við upphafsorð stjórnarsáttmálans, voru efna- liagsmálin nú leyst í fyrsta sinn í íslenzkri stjórnmála- sögu í nánu samstarfi við sam- tök verklýðs, launþega, bænda, útgerðarmanna, eigendur fisk- iðjuvera og annarra framleið- enda, og þetta tókst með þeim ágætum, að það má teljast víst, að svipuðum vinnubrögð- um verði fylgt í næstu fram- tíð. En þá skeður einmitt það furðulega, þegar sýnt var, að engrin stöðvun yrði á atvinnu- vegunum og rekstursgrundvöll- ur útgerðarinnar tryggður, þá missti íhaldsliðið alla stjórn á sér hér á Alþingi, bar fram dulbúna vantrauststillögu á ríkisstjórnina. Slíkt er ómerk stjónnarandstaða og mdsvitur eins og ljóslega hefur nú orðið bert í þessum umræðum. Sjálf- stæðisflokkinn langar sannar- lega ekki í kosningar í vor. Hann er hræddur og hefur uppi mannalæti. Aukin þægindi fyrir þá, sem hafa GERVITENNUR Þægileg leið til að koma í veg fyrir lausa gervigóma er að nota DENTOFIX, sem er bætt tegund af dufti til að dreifa á gómana, þannig að þeir sitji betur i munni. Efnið er sýru- laust og orsakar ekkert óbragð eða límkennd, en kemur í veg fyrir andremmu. KAUPEÐ DENTOFIX IDAG. Einkaumboð: Remedia h.f., Reykjavík. HEKLA austur um land í hringferð hinn 11. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi til Fáskrúðsfjarðar, Reyð- arfjarðar, Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, Þórs- hafnar, Raufarhafnar, Kópa- skers og Húsavíkur árdegis í dag. — Farseðlar seldir árdeg- is á laugardag. — Skipaútgerð ríkisins. ■ I ! MUNIÐ Kaffisöluna í Hafnar- stræti 16.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.