Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.02.1957, Blaðsíða 12
Nauisyn nýrra ieiða til að tryggja rahúsunum hjúkrunarkonur Tilla'^a Alfreðs Gíslasonar afgreidd einróma sem ályktun Alþingis Alþingi afgreiddi í gær meö samhljoöa atkvæöum til- lögu Alfreös Gíslasonar um endurskoöun hjúkrunar- kvennalaga og laga um Hjúkruarkvennaskóla íslands. Samkvæmt þingsályktun þessari skai miða endurskoð- un við það hvernig bætt yrði úr tilíinnanlegum skorti hjúkrunarkvenna í landinu, og verði tillögur til úrbóta iagðar fyrir næsta reglulegt Alþingi. Björn Jónsson var framsögu-, skóla fslands, með sérstöku til- maður allsherjarnefndar á liti til þess að fá bætt úr til- fundi sameinaðs þings í gær, og finnanlegum skorti á starfandi fórust honum m .a. orð á þessa leið: Tillaga sú til þingsályktunar sem hér liggur fyrir á þskj. 31 er efnislega á þá lund að Al- þingi feli ríkisstjóminni að láta fara fram endurskoðun á lögum nr. 27, 19. júní 1933 — hjúkr- unarkvennalögunum — og einn- ig á lögum nr. 76, 20. des. 1944 um Hjúkrunarkvenna- hjúkrunarkonum í landinu — og að niðurstöður umræddrar rannsóknar og tillögur til úr- bóta verði lagðar fyrir næsta reglulegt Alþingi. Með tillögunni er því á engan hátt slegið föstu á hvern hátt lögunum verði breytt í þeim til- gangi að ráða bót á þeim stór- felldu vandræðum sem flest eða Framhald á 3. síðu. •1 órdísit bann- ar hvihmyndir Ríkisstjórn Jórdans bannaði í gær sýningu sovétskra kvik- mynda í iandinu. Einnig var lögreglunni falið að gera upp- tæk öll kommúnistisk rit sem fyndust í bókaverzlunum. Rœdd viðgerð olíuleiðslu í gær hófust í Damaskus við- ræður milli Sabri el-Assali for- sætisráðherra og fulltrúa brezka olíufélagsins Iraq Petroleum Company. Rætt er um viðgerð á olíuleiðslum félagsins, en dælu- stöðvar á leiðslum í Sýrlandi voru sprengdar í loft upp þegar Bretar og Frakkar réðust á Egyptaland. Fulltrúar olíufélags- ins segja, að olíurennslið verði komið upn í helming af eðldegu magni viku eftir að sýrlenzk stjórnarvöld leyfi þeim að hefja viðgerð. Miklar truflanir á póstferðum til útlanda vegna verkfalls flugmanna Ekki taldar líkur á að úr verkfalli starfs- manna Pan American verði Einu reglubundnu flugferðirnar meó' farþega og póst milli íslands og annarra landa nú, meðan verkfall ís- lenzku flugmannanna stendur yfir, eru hinar vikulegu áætlunarferöir bandaríska flugfélagsins Pan American Airways milli Bandaríkjanna og íslands meö viðkomu á Keflavíkurflugvelli. niðnyiiimN Fimmtudagur 7. febrúar 1957 — 22. árgangur — 31. tölublað Aðalfundur Kvenfélags sósíalisfa er í kvöld Kvcnfélag sósíalista heldur aðalfund sinn í kvöld fimmtudaginn 7. febrúar, kl. 8.30 í Tjamargötu 20. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Kaffidrykkja. FÉLAGSKONUR, fjölmennið og mætið stundvislega. Stjórnin Fljúga flugvélar Pan Americ- an héðan til Norðurlanda alla þriðjudagsmorgna og til Banda- ríkjanna öll miðvikudagskvöld. Óvíst um verkfall hjá P.A A. Starfsmenn Pan American munu hafa boðað verkfali frá og með morgundegi, en er Þjóð- viljinn hafði tal af umboðs- manni félagsins síðdegis í gær voru ekki taldar miklar líkur á að til vinnustöðvunar kæmi, því að deiluaðila ber tiltöluiega lítið á milli. Um þetta verður þó að sjálfsögðu ekkert fullyrt, en ef verkfall skellur á hjá Pan Anierican verður eingöngn unnt að flytja póst til og frá landinu með skinum, hálfsmánaðarlega. Drottningin er væntanleg til Reykjavikur frá Kaupmanna- höfn síðdegis í dag og Gullfoss á morgun, 8. febrúar. Drottning- in fer héðan aftur á laugardag og Gullfoss n.k. þriðjudag. Skip- in eru síðan væntanleg aftur í lok mánaðarins. ^iiskur físknr til Frá þvi var skýrt í Sví- þjóð í gær, að gengið hefði ver- ið frá samningi um fisksölu Svia til Austur-Þýzkalands á yfirstandi ári, Verður fiskur seldur frá Svíþjóð til Austur- Þýzkalands fyrir 22.5 milljón- ir sænskra króna (um 70 mill- jónir ísl. króna) á árinu. íhlutunin í Ungverjalandi mesta skyssa Sovétríkjanna Nenni leggur til að sósíalisiar sameinist sósíaldemókrötum Pietro Nenni fór höröum oröum um ihlutun Sovétríkj- unna í Ungverjaalndi, þegar hann setti þing Sósíalista- fiokks Ítalíu t Feneyjum 1 gær. vantar röska unglinga til að bera blaðið í LAUGARNES ■ ■ r* ■* ■ ■ pjoðviljinn Sími 7500 Nenni, sem er formaður flokksins, sagði að íhlutunin i Ungvei jalandi væri mesta skyssa, sem Sovétiíkin hefðu nokkru sinni gert. Markmið sósíalismans er frelsi mannsins, sagði Nenni. Því marki verður ekki náð við þá tegund kommúnisma sem nú ríkir. Harðstjórn stalínismans var fó'ein í eðli stjórnarkerfis- ins en var ekki að kenna göllum eins manns, sagði Nenni enn- fremur. Nenni lagði til að sósíalista- flokkurinn sameinaðist Sósíal- f he mf Mac Fréttamenn spurðu í gær Eis- enhower Bandarikjaforseta, hvort rétt væri að hann og Macmillan, forsætisráðherra Bretlands, ætluðu að hittast í næsta mánuði . Eisenhower kvaðst ekki myndi segja orð um það mál fyrr en bæði ríki hefðu samþykkt fundarstað og stund. Svarið er skilið svo að verið sé að undirbúa fund þeirra Macmillans, demókrataflokki Italíu, sem klofnaði út úr honum árið 1946, þegar meirihluti flokksstjórnar- innar hafnaði að slíta samstarfi við Kommúnist-aflokk Ítalíu. Meðal erlendra gesta á flokks- þinginu í Feneyjum er brezki Verkamannaflokksþingmaðurinn Aneurin Bevan. Hvalíjarðarvegnrmn opnaður - Faríð til Akureyrar í dag Daglegar ferðir norður til jóla í vetur Aðeins 4 áætlunaríerðir haia fa!Iið niður Hvalfjaröaiwegurinn opnaðist til umforðar fyrir hádegiö í gærdag. Og í morgun mun áætlunarbíll frá Norðurleið nafa lagt af staö héöan til Akureyrar. Hvalfjarðarvegurinn liefur verið lokaður þó nokkra daga, því ekki reyndist unnt að halda honum opnum hríðardagana. Vegurinn hefur nú verið rudd- ur og umferð hófst í gær. Umferð um Borgarfjörð hef- ur gengið illa undanfarið og víða verið lokaðir vegir, en síðan stillti til aftur hefur ver- ið unnið að því að opna þá. Norðurleið ráðgerði áætlun- arferð til Akureyrar í dag. Að- eins 4 áætlunarferðir hafa fall- ið niður í vetur, en allt til jóla voru dáglegar ferðir til Akureyrar, í stað tveggja í viku, sem ráðgerðar eru á þeim tíma, og allan þann tíma var vegurinn ágætur. Gert var ráð fyrir að búið væri að opna veginn upp að Fornahvammi í morgun, en síð- an var ætlunin að fara norður yfir Holtavörðuheiði með að- stoð ýtu. Vegir norðan Holta- trúnsðarhréf Hinn 5. febrúar 1957 afhenti dr. Kristinn Guðmundsson sendiherra trúnaðurbréf sitt sem ambassador íslands í Hol- landi. (Frá útanríkisráðuneytinu) vörðuheiða- munu sumstaðar þungfærir og Öxnadalsheiðin lokaðist, en mun verða rudd og Norðurleiðarbíllinn aðstoð- aður sem með þarf. — Ef vel gengur gæti hann komizt til Akureyrar í kvöld seint, eða nótt. Ný framhaldssaga hefst í dag Fyrirhetfna landið * í dag' liefst í blaðinu ný fram- haldssaga, Fyrirheitna landið, eftir Nevil Sliute. Nevil Shute er einn af kunn- ustu skemmtisagnahöfundum Breta; hafa bækur hans verið þýddar víða urn lönd og ýms- ar þeirra kvikmyndaðar með góðum árangri. Þjóðviljinn hef- ur áður birt tvær framhalds- sögur eftir Shute, Hljómpípu- leikarann og Landsýn, og nutu þær báðar vinsælda. Shute er nú búsettur í Ástraliu, og gerist hin nýja saga hans að verulegu leyti þar í landi, en einnig í Bandaríkjunum. Vörasklptajöfnuðurinn vai stæður um 438 milljónir krona á s.l. ári Skip voru flutt inn á árinu fyrir 86 J millj. kronur Samkvæmt bráöabirgöayfirliti Hagstofunnar varð vöru- skiptajöfnuður landsmanna á s.l. ári óhagstæöur um samtals 438 millj. 424 þús. króna. Út voru fluttar vörur ívrir nær 1030 millj. króna, en innfiutningurinn nam rúmlega 1468 millj., þar af voru skip fyrir 86.7 millj. kr. Til samanburðar má geta þess, -að árið 1955 varð vöruskipta- jönfuðurinn óhagstæður um 416 millj, 441 þús. kr. Þá voru flutt- ar út íslenzkar afurðir fyrir 847,8 millj,. en inn fyrir 1264.3 millj., þar af skip fyrir 24.3 millj. króna. r í desembermánuði sl. var voruskiptajöfnuðurinn óhag- stæður um 173 millj. 415 þús. kr. Þá voru fluttar út vörur fyrir 113.5 millj,, en inn fyrir 287 millj. þar af skip fyrir 53,7 millj. kr. I sama mánuði 1955 var vöruskiptajöfnuðurinn ó- hagstæður um 114 millj. 604 þús. króna; út voru fluttar vörur fyr- ir 68,3 millj., en inn fyrir 183 millj,. þar af skip fyrir 18,7 milljónir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.