Þjóðviljinn - 07.03.1957, Page 4

Þjóðviljinn - 07.03.1957, Page 4
S) — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 7. marz 1957 Handritaþankar — „Andlegir sögustaðir" — Ramm- íslenzk verk — Eignarheimild íslendinga HÉR FER á eftir bréf um ísl. handritin í Kaupmannahöfn. og getur bréfritari þess, að ekki megi minna vera, en tekið sé undir við dönsku prestana.“ Bjólfur skrifar: „Marga er far- íð að langa til að sjá íslenzku skinnbækurnarð sem geymdar eru úti í Kaupinhafn. Flestir eru búnir að sjá sögustaðina okkar, þar sem miklir atburðir hafa gerzt. Margir fara’ austur að Skálholti eða Bergþórshvoli þegar þeim finnst að þeir séu að týna uppruna sínum í alþjóðleg- um hversdagsleika nútímans; glápa þar ofan í jörðina þangað til þeir eru orðnir nærri blindir, en þá sjá menn bezt forfeður. sína, og verða íslenzkir aftur. Okkar andiegu sögustaði hafa flestir aldrei séð, ég meina hand ritin íslenzku, þó að þeir séu jafnmikið ofar þeim jarðnesku.i sem andinn er ofar efninu; og auðvitað kynoka menn sér við að fara til útlanda til að skoða slíkt, það væri sama og þurfa að fara til Danmerkur til að| skoða liti íslenzkra fjalla. Stein-| kista biskupsins í Skálholti er alveg ævíntýralega heillandi, fyrir utan það að kippa mönn- um margar aldir aftur í tímann verkar hún eins og sjálfur upp- runinn og öryggið; faðmur geng- inna kynslóða sem tekur á móti niðjum sínum. Hvílíkt þjóðernis- legt drottinvald mun þá ekki fylgja skinnbókunum, með þeirri nánu snertingu íslenzkra sálna sem við þær loðir bó að máð sé spyrja menn. Það er eins og það ætli ekki að verða nóg þó við afhendum Dönum Sigurð Nordai og Jón Helgason í viðbót við handritin, og Bjami M. Gíslason verji öllum sínum rit- höfundarhæfileikum til að sanna uppruna þeirra, Danirnjr segja ekki orð fram yfir það sem fólst í tilboði þeirra um að gefa okk- ur Ijósmyndir að skræðunum; þó að þeir viti að það góða til boð kæmi ekki til greina af þeirri ástæðu einni að slík Ijós- myndun og eftirprentun ætti að vera heimil öllum þjóðum, sem þess æskja af menningarlegum ástæðum. Þeir vita iíka að sum snilldarverkin sem handritin fela í sér, eru alheimsleg, bæði íslenzk og dönsk, um leið og þau eru hvorugt. Þau eru ásamt hliðstæðum samtíma bókmennt-í um kjarninn í menningarsókn fólksins á jörðinni í þann mund sem þau voru skráð. Þess vegna eru verkin sjálf eign alls mann- kynsins, eins og öll andleg verð- mæti. En það haggar ekki þeirri staðreynd að blöðin eru íslenzk ■andlegir sögustaðir, þar sem! undrin gerðust, rammíslenzk ekkert síður en Skálholt og Reykholt og Hólar. Það sæmir ■ekki nútímamönnum að neita jafn augljósri staðreynd. Slíkri bamalegri stríðni er ekki hægt að reiðast. Eg þekki Danina ekk-1 ert, utan eínstaka sjómann fyrr rr/eir og tvo pilta sem ég var eitt sinn samhúsa, og þeir höfðu mjög næma réttlætiskennd, og víldu óðfúsir að við tækjum þétta bókarusl okkar sem fyrst; bört úr Danmörkinni. Annars vita allir hér að Danir eru menningarþjóð. Ö)1 mistök í stjórn þeirra á forfeðrum okk- ar eru löngu fyrirgefin, jafnvel þau sem öllum er tamast að muna, eins og þegar þeir voru að hýða íslenzka þegna sína, eða senda þá í ævilanga þrælk- un á Brimarhólmi fyrir það eitt að svíkjast um að kaupa danskt snæri til að hengja sig í Þetta er svo kátbrosleg stjórnvizka að það hverfur ekki úr minninu, þó að það sé löngu fyrirgefið. Löngu áður en þessar stórdönsku flenging- ar komust í móð, höfðu íslenzk skáld auðgað heiminn að þess- um margnefndu handritum. Það er verst að vera ekki svo sögufróður að vita hvað dansk- ir menntamenn voru að af- reka á þeim tíma sem trölla- dýrð skáldskaparins var að bjástra við að ná fótfestu á ís- lenzku kálfsskinni, í gegn um fjöðurstaf í hendi beirra for- feðra okkar, sem að vísu áttu hina andlegu spekt, en vissu það ekki og hirtu því ekki um að setja nöfn sín undir rit- verkin, því miður. Annars áttu þessir gleymdu rithöfundar ekkert víst nema einangrun og drepsóttir, ásamt djöfulgangi náttúruaflanna og sviksemi háttsettra landa sinna við ís- lenzkan málstað. Ugglaust hafa danskir þeirra tíma rithöfund- ar afrekað eitthvað merkilegt, þó að ég viti það ekki, því að engum dettur í hug að fleng- ingakúltúrinn hafi ríkt meðal þeirra. A. m. k. hafa dansk- ir menntamenn, sem tóku á móti þessum gömlu blöðum okkar kunnað að meta þau, annars hefðu þeir leigt sér hestvagn og keyrt þessu ís- lenzka blaðadóti á fornsölur, í stað þess að geyma það. Þetta er ekki sagt af virðingarleysi fyrir starfi þeirra manna sem um handritamálið fjalla. Þeim er fullkomlega treyst til að ráða því formlega til lykta. En íslenzk alþýða á líka þessi blöð, og einhver úr hennar hópi þarf að tjá óskir hennar. Margur alþýðumaðurinn mun flýta sér að fara og skoða handritin þegar þau eru komin heim, en allur dráttur á bví er raunverulega ekkert annað en gamla stórdanska flengingar- hugsjónin afturgengin, en marklaus eins og allir draugar, og út i hött gagnvart oss, þar eð við erum ekki danskir þegn- ar. Ólin sú nær ekki til okkar lengur sem betur fer og getur því ekki lamið úr okkur eign- arheimildina á handritunum. Bjólfur. Haraldur m Tfeor ★ Alþýðublaðið sér í gser á- stæðu tii að „verja“ það að Finnbogi Rútur Valdimarsson er einn af fulltrúum íslands á þingi sameinuðu þjóðanna, en Morgunblaðið hefur af því til- efni nefnt hann einn áhrifa- ríkasta og aðsópsmesta Moskvu kommúnista á íslandi! Það er þó alger óþarfi að Alþýðúbláð- ið sé að „afsaka“ þá ráðstöfun og „verja“ Finnboga Rút; þjóð- in veit það fullvel að fáir fs- lendingar eru eins vel til þes* fallnir að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar á alþjóða- vettvangi. Hitt væri meiri á- stæða að utanríkisráðhéi-ra gerði grein fyrir ýmsum öðrum ákvörðunum sínum í þessu sambandi, skýrði t. d. frá því hvort Thor Thors ætti að vera eilífur augnakarl í Washington og maraþonfulltrúi íslands hjá Framhald á 10. síðu. 1 ■ AIEf fór vel — en það var ekki œfltinin Ungur maður I mikiili ástar- sorg var með miklar bolla- leggingar um að svipta sjálf- an sig lífi, og svo alvarlega þenkjandi gekk hann fram á manníausan bíl sem stóð við benzíntank nokkurn. Það skipti engum togum ,hann tók bílinn traustataki ákveðinn í að kveðja þennan heim með því móti að aka bílnum í spað. Og svo steig hann benzínið í botn og von bráðar sýndi hraðamælirinn 100 km liraða. Þá sá hann stóran og voldug- an granítstólpa — það heyrð- ist mikið brauk og braml, bUI- iim snérist í hring — en ungi maðurinn steig út úr honiun að heita mátti óskaddaður. Myndin sýnir bílinn, sem er Renault 4CV, eftir þennan harða árekstrur. Það má ef til vill segja að þessi saga beri vott um að öryggisráð- stafanir hinna frönsku fram- leiðenda hafi borið góðan á- rangur. Farangursgeymslan að framan ’ og haglegt fyrir- komulag varahjólsins hafa dregið mjög úr högginu. En hversu ágæt sem bygg- ing bílsins er, þá skyldi samt varast að draga þá ályktun að Þetta eru ekki sérstaklega fal- legir bílar en þe' eru líka ætlað: til annars en r sýnast. Þetta er rúmensk bílteg- und sem ætluð r fyrir þarlenda lækna til að not við störf sín út landsbyggðinni. slys geti ekki orðið eins al- varleg í þessum bílum sem öðrum. Sagan var um ungan mann sem ætlaði að stytta sér aldur — endalokin verða ekki alltaf svo farsæl enda þótt ökumaðurinn vilji eiga Iangt líf fyrir höndum. 1 fáui orlui Árið 1945 voru framleiddir aðeins 1785 Volkswagen bílar en 1956 395.211 og þar af voru 218.540 fluttir út. Sam- anlögð framleiðsla er nú kom- in upp í 1.565.697 þar af 697.415 til útflutnings. o—o General Motors hafa skýrt frá að þeir hafi lagt 630 millj- ónir í framleiðslu 1957 teg- undanna. o—o Hinn mikli benzínskortur í Englandi hefur orðið til að auka mjög eftirspum eftir litlum og spameytnum bílum. British Motor Corporation upplýsti nýlega að eftirspurn eftir Morris Minor hefði auK- izt svo að þeir 3500 menn sem vinna við þá hefðu orðið að vinná yfirvinnu allan síðast- liðinn mánuð. 1600 bílar eru fullgerðir í hverri viku. Morr- is Minor eyðir 1 lítra á 21 km. Ut í löndum er ekki óalgengt að bílum sé ekið 100.000 km án þess að það þurfi að gera upp hreyfilinn. Aftur á móti er það mjög sjaldgæft að bíl- um sé ekið 250.000 km án þess að veruleg viðgerð fari fram. Þetta hefur samt dönslr um manni tekist. Hann á Hill- man bíl sem liann notar mikið til ferðalaga. Skipt hefur vér- ið um stimpilhringi og ventla, og er það allt og súmt sem gert hefur verið við hreyfil- inn. Myndin sýnir hinn stolta eiganda þar sem hann stendur við bíl sinn. tór geymsla Þetta farartœki væri nú eitthvað fyrir sendlana sem purfa að stíga hjðl hlaðin nýlenduvörum og sitthverju öðru. Farartœk- ið heitir Lambretta og framleiðendurnir halda pví fram að í geymslurúmið megi setja allt að 350 kg. án pess að farartœkiö muni um aö draga bað. Lambretta er útbú- in meö vökva fóthemli, sérstökum skiptiútbúnaði og benzíneyðslan er 1 liter á hverja 32 km, reiknaö ’með jullu hlassi <Þafi<>vazri gaman að vera sendill d svorea famrtœkú (

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.